Morgunblaðið - 08.10.2004, Page 30

Morgunblaðið - 08.10.2004, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN S ú skoðun virðist ryðja sér æ meira til rúms meðal stjórnmála- manna á Íslandi að pólitík og íþróttir séu náskyld fyrirbæri. Framsókn- armenn eru hér fremstir í flokki, en þeir hafa hver á fætur öðrum komið fram í fjölmiðlum und- anfarið og líkt stjórnmálum við fótboltaleiki eða aðra liðakeppni. Segja má að Dagný Jónsdóttir, þingkona flokksins, hafi rutt brautina í þessum efnum. Þegar Dagný fór í framboð fyrir Fram- sókn fyrir þingkosningarnar 2003 hafði hún nýlega gegnt embætti framkvæmdastjóra Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Á starfstíma sínum fyrir SHÍ barðist hún fyrir auknum fjár- framlögum til Háskólans, en eftir að hún komst á þing snerist henni hugur um þessi mál og kaus gegn til- lögu í þinginu um meira fé til Háskólans. Ástæðan: Dagný virt- ist líta á sig sem fulltrúa í eins- konar keppnisliði. „Eins og stað- an er núna er ég í stjórnarliðinu. Í þessu felst enginn hroki, bara staðreynd og maður fylgir sínu liði,“ mælti þingkonan á vefsíðu sinni þegar málið var til umræðu í fyrra. Töluvert var rætt um afstöðu Dagnýjar í háskólamálinu og margir voru undrandi og reiðir yfir því að kjörinn þingmaður áliti raunverulega að starfið á Al- þingi snerist fremur um liða- keppni, en hugsjónir og sannfær- ingu. En framsóknarmenn eru enn í boltanum líkt og glögglega hefur komið í ljós í máli alþingismanns- ins Kristins H. Gunnarssonar undanfarna viku. Var Kristni vikið úr öllum þingnefndum flokksins við þingbyrjun í haust og hafa framsóknarmenn notað þau rök því til útskýringar að Kristinn hafi skemmt fyrir liðinu. Ísólfur Gylfi Pálmason, fyrrum þingmaður flokksins, er einn þeirra framsóknarmanna sem rætt hafa málið í fjölmiðlum. Í viðtali í Kastljósinu sl. föstudag sagði hann orðrétt um mál Krist- ins: „Við getum líkt þessu við að við værum að keppa í fótbolta og ef allt í einu ég hlypi yfir á vall- arhelming andstæðinganna og færi að sparka með þeim, eða hlypi upp í stúkuna og færi að ræða við fólkið þar, þá kæmi auðvitað þjálfarinn og tæki í mig og segði: heyrðu vinur, þú ert á þessum vallarhelmingi.“ Þau skilaboð sem felast í mál- flutningi Dagnýjar og Ísólfs Gylfa eru umhugsunarefni fyrir áhugafólk um stjórnmál og lýð- ræði. Þau fela meðal annars í sér að stjórnmál snúist fyrst og fremst um að stjórnarflokkar fari með vald – valdsins vegna. Stjórnarliðar fórni hugsjónum fyrir liðsheildina og lúti vilja þeirra sem hafa ráð flokkanna í hendi sér. Við það myndast af- skaplega miðstýrt kerfi þar sem lítil virðing er borin fyrir sjálf- stæðri hugsun þingmanna. Í raun koma peð í skák fremur upp í hugann en leikmenn í knattspyrnuliði þegar staða þing- manna sem starfa við þessar að- stæður er skoðuð. Ekki veit ég hversu mörgum kjósendum Dagnýjar varð hverft við þegar þeir komust að því að hún hafði gefið hugsjónir sínar um bætta fjárhagsstöðu Háskóla Íslands upp á bátinn. Reyndar segir í 48. gr. stjórnarskrár Ís- lands að Alþingismenn eigi ein- göngu að vera bundnir við sann- færingu sína en ekki við neinar reglur frá kjósendum sínum. En ætti ekki hið sama að gilda gagn- vart flokksforystunni? Umræðan um stöðu þing- manna gagnvart forystu flokka er einnig forvitnileg í ljósi ný- legrar umræðu um stöðu þings- ins. Við setningu Alþingis í síð- ustu viku ræddi Halldór Blöndal þingforseti um ákvörðun forseta Íslands frá því fyrr í sumar, en þá synjaði forseti, sem kunnugt er, fjölmiðlalögum stjórnarinnar staðfestingar. Sagði Halldór ljóst að eftir atburði sumarsins stæði löggjafarstarf Alþingis ekki jafn- traustum fótum og áður. Getur verið að ríkari ástæða sé til þess að hafa fremur áhyggjur af stöðu þingsins gagnvart fram- kvæmdavaldinu? Og í framhaldi af því, er ekki orðið löngu tíma- bært að hérlend stjórnvöld til- einki sér nýja sýn á lýðræðið, minnki áhrif fulltrúavaldsins og snúi sér í auknum mæli beint til þjóðarinnar þegar skorið er úr um mikilvæg mál? Almenningur gerir í auknum mæli kröfur um að fá að segja skoðanir sínar við fleiri tækifæri en í kjörklefanum í kosningum til Alþingis á fjög- urra ára fresti. Þessa sá glögg- lega merki í sumar þegar fjöl- miðlalögin voru til umræðu, en hefur einnig orðið vart í öðrum málum. Fullyrða má að fullyrða að gjá hafi myndast milli þjóðar og ráðamanna í Íraksmálinu. Í könnun Gallups sem gerð var nokkrum vikum fyrir kosning- arnar lýstu tæp 85% svarenda sig andvíg, eða frekar andvíg innrás í Írak. Skömmu síðar lýstu íslensk stjórnvöld yfir stuðningi þjóðarinnar við innrás- ina. Í nýrri grein í Ritinu, tímariti Hugvísindastofnunar, bendir Jón Ormur Halldórsson á að stjórn- arform samtímans, hið frjáls- lynda fulltrúalýðræði, eigi sterk- astar rætur í tilraunum manna til að takmarka vald ríkisins og tryggja eignarrétt borgaranna. Telur hann sennilegt að þessi staðreynd sé ein meginástæða þess að lýðræði samtímans þyki ófullnægjandi á Vesturlöndum – það beri merki uppruna síns í baráttu manna fyrir öðrum gild- um en lýðræði. Margt hefur færst í aukna frjálsræðisátt á Íslandi und- anfarin ár og er það vel. Við megum hins vegar ekki láta lýð- ræðið sitja eftir í þessari þróun, heldur ættum við að auka veg þess og vanda með því að veita almennum borgurum aukið vald til þess að skera úr um mikilvæg samfélagsmál. Þingmenn í boltaleik Töluvert var rætt um afstöðu Dagnýjar í háskólamálinu og margir voru undr- andi og reiðir yfir því að kjörinn þing- maður áliti raunverulega að starfið á Alþingi snerist fremur um liðakeppni, en hugsjónir og sannfæringu. VIÐHORF Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is VERKFÖLL eru úrelt fyrir- bæri, þau tilheyra fortíðinni þegar stéttaátök settu mark sitt á stjórn- mál og þjóðlíf allt, verkföll áttu við þegar alþýðuforingjar á borð við Guðmund jaka og Hannibal Valdimars- son stóðu í fylking- arbrjósti í Hekluúlp- unum sínum niðri á kajanum og hvöttu sitt fólk. Verkföll eru tímaskekkja í því markaðs- og velferð- arþjóðfélagi sem við lifum í nú þar sem all- ir hafa það tiltölulega gott (!) og grunn- skólakennarar fráleitt verðir vorkunnar í þeim efnum. Þessar skoðanir heyrast nú og sjást í dagblöðum þar sem því er haldið fram að verkföll skili engu, þau bara skaði þá sem í þau fara og það sem ægilegast er; þau bitni á þeim sem síst skyldi, blessuðum börnunum. Þekktir sem minna þekktir einstaklingar skrifa grein- ar og pistla þar sem hnýtt er í verkfall kennara. Það er sagt brú- talt og úrelt leið til að ná fram bættum kjörum og kennarar stefni heilsu og velferð fjölda í hættu. Það er nú eitt og annað við þessar skoðanir að athuga. Hve- nær varð það úrelt að berjast fyrir bættum kjörum með öllum þeim meðulum sem lögleg eru? Ekki hef ég orðið var við að réttinda- og lífskjarabaráttu á Íslandi hafi lok- ið nú í seinni tíð. Er það frekja að sækjast eftir réttlæti? Laun starfsstétta, þeirra sem ekki heyra undir kjaradóm, eru ákveðinn með samningum eins og allir vita. Það virðist vera algeng- ur hugsunarháttur hér á Íslandi að laun og ákvarðanir um þau séu fremur á hendi þeirra sem kaupa vinnuna en hinna sem selja. At- vinnurekendur bjóða þetta og okk- ar er að þiggja, þeir vita alltaf bet- ur hver „rétt“ og „eðlileg“ laun eigi að vera. Svigrúmið margfræga er takmarkað, hækki laun of mikið er hætta á að verðbólgan fari af stað. Menn kannast við þennan söng, búið er að syngja hann í ára- tugi. Skömmu áður en kjarasamn- ingar eru lausir eru tekin viðtöl við forsvarsmenn atvinulífsins sem segja ábúðarfullir að nú ríði á að semja um hóflegar kauphækkanir. Þannig er tónninn gefinn aðilum vinnumarkaðarins og varðhundar ríkisfjár- ins taka heilshugar undir því kjarasamn- ingar ríkisstarfs- manna eru líka lausir bráðlega. Það er alveg ná- kvæmlega sama hversu mikill afgang- ur er á ríkissjóði, hversu góðærið er mikið, hversu miklum hagnaði atvinnulífið skilar, það er aldrei neitt svigrúm. Laun og hver þau eiga að vera er okkar launþega að ákveða líka. Ef okkur eru boðin laun sem við teljum of lág af ýmsum ástæðum, t.d. þeim að þau hæfi ekki þeirri ábyrgð og menntun sem að baki störfunum liggja, að þau séu ekki í samræmi við vinnuframlag, álag o.s.frv., höf- um við sem betur fer þann rétt að fara í verkfall til að knýja fram réttlátari samninga. Verkföll ýmissa starfsstétta á undanförnum árum hafa oft á tíð- um skilað miklum árangri. Skemmst er að minnast verkfalls framhaldsskólakennara fyrir þremur árum. Þá var auðvitað sami söngurinn í þjóðfélaginu, sama áróðursstríðið gegn verkfalli sem jafnvel ráðamenn tóku þátt í. Þetta verkfall tók á, stóð enda í átta vikur en skilaði samt þeim ár- angri að aldrei fyrr hafa verið gerðir jafngóðir kjarasamningar í framhaldsskólunum. Þá tókst að hífa launin verulega upp þannig að þau urðu svipuð og hjá öðrum sambærilegum hópum hjá ríkinu. Ég fullyrði að án verkfalls hefðu laun kennara í framhaldsskólum ekki hækkað svona mikið, þá væri sama upplausnin nú og farið var að bera á í skólunum misserin fyr- ir verkfall, sem sagt óánægja, átök og flótti margra mætra kennara úr stéttinni. Auðvitað er miður að það þurfi að koma til verkfalls, eiginlega al- veg ömurlegt því í þessari deilu grunnskólakennara og sveitar- félaganna er ekki verið að fara fram á neitt annað en réttlæti og svipuð laun og hjá öðrum starfs- stéttum sem hafa svipaða ábyrgð og menntun að baki. Það er líka farið fram á að borgað verði fyrir þá vinnu sem innt er af hendi í skólunum, en eftir því sem ég best fæ séð er það ekki að fullu gert og virðast sumir telja það ósvífni af hálfu kennara að fara fram á laun fyrir unna vinnu. Sveitarfélögin segja að þau hafi ekki bolmagn (svigrúm!) til að hækka verulega kaup kennara og hef ég enga ástæðu til að rengja þau orð. Það er aðeins ein lausn á þessari deilu og hún er sú að ríkis- valdið komi hér að og setji meira fjármagn í málaflokkinn. Rekstur grunnskólanna kostar einfaldlega meira en gert var ráð fyrir, um það virðast allir vera sammála og því kominn tími til að horfast í augu við þá staðreynd og semja á þeim forsendum. Að lokum verður það auðvitað gert og verkfallið leysist, það er bara blóðugt að halda þúsundum barna frá námi með öllum þeim vandræðum sem af því hljótast og kennurum tekju- litlum í deilu sem allir vita hvernig mun leysast. Ég, hvort heldur sem fram- haldsskólakennari með ríka samúð vegna málstaðar kollega minna eða sem faðir barna í grunnskóla, styð mjög eindregið verkfall grunnskólakennara og réttmætar kröfur þeirra og skora á samn- inganefnd þeirra að hvika ekki frá kröfum sínum. Því lengur sem verkfallið varir þeim mun eindregnari verður stuðningur minn við það, jafnvel þótt það taki allan veturinn og þann næsta líka. Eru verkföll úrelt? Þorsteinn Krüger fjallar um kennaraverkfallið ’Menn kannast viðþennan söng, búið er að syngja hann í áratugi.‘ Þorsteinn Krüger Höfundur er framhaldsskólakennari og faðir barna í grunnskóla. Á MORGUN, laugardag, halda Hafnfirðingar íbúaþing. Þingið er raunverulegt tækifæri fyrir þá sem vilja láta til sín taka í að byggja upp sterkt, samheldið og fjöl- skylduvænt samfélag í bænum í hrauninu. Síðastliðin ár hefur íbúafjölgun í Hafnar- firði verið mjög hröð með tilheyrandi sam- félagsbreytingum. Umferðartafir eru orðnar daglegt brauð bæði kvölds og morgna og Hafnfirðingar eru hættir að þekkja alla sem búa í bænum. Á tímum breytinga ætl- um við bæjarbúar að setjast niður saman og ræða hvernig við viljum sjá bæinn okkar þróast inn í fram- tíðina. Á íbúaþing eru allir velkomnir, jafnt ungir sem aldnir. Til að fram- tíðarsamfélagið taki hins vegar mið af þörfum allra þeirra sem búa í bæjarfélaginu er brýnt að þátttak- endur á þinginu endurspegli sam- setningu íbúanna. Nýbúar telja t.a.m. um 5 prósent bæjarbúa í Hafnarfirði og því er nauðsynlegt að raddir þeirra heyrist í umræðunni. Nýjum aðfluttum Hafnfirðingum fjölgar einnig ört. Hvernig gengur þeim að aðlagast lífinu í bænum og hvaða málefni setja þeir helst á odd- inn? Í Hafnarfirði eru líka að byggjast upp ný íbúðarhverfi sem ungt fjölskyldufólk hefur mikið sótt í. Hvaða þarfir hefur þessi hóp- ur gagnvart aðgengi og gæðum þjónustu? Skólamálin og tóm- stundir verða líka í brennidepli á þinginu. Börnin okkar njóta þjónustu í 10–15 ár í leik- og grunnskólum bæjarins og það er mikilvægt að sjónar- mið foreldra sem neyt- enda þjónustunnar séu innlegg í um- ræðu um mörkun stefnu í skóla- málum. Samgöngumál eru líka ofarlega á blaði því að í ört stækk- andi bæjarfélagi þarf að huga að samtengingu hverfa og aðgengi göngu- og hjólreiðafólks. Viljum við ekki að börnin okkar komist með öruggum hætti á milli bæjarhluta gangandi eða á hjóli? Málefni bæjarins varða alla bæj- arbúa – þig, börnin þín og ófæddar kynslóðir Hafnfirðinga. Á íbúaþingi getur hver bæjarbúi tekið þátt í samræðu um samfélagið á sínum eigin forsendum. Þannig er hægt að koma ábendingum og til- lögum á framfæri, annaðhvort með því að skrifa hugmyndirnar á blað og skilja þær eftir, eða með þátttöku í einstaka vinnuhópum. Það dylst engum sem þekkir Hafnfirðinga hversu vænt þeim þykir um bæinn sinn. Tækifæri til vaxtar felast hins vegar í því að ákvarðanir og mörkun stefnu í hinum ýmsu málaflokkum taki mið af sjónarmiðum og vænt- ingum bæjarbúa. Ég hvet alla Hafn- firðinga til að kíkja undir Gafl á morgun og taka þátt í að móta sterkt og öflugt framtíðarsamfélag sem tekur mið af því sem íbúunum finnst. Í Hafnarfirði skipta allar raddir máli. Undir Gafli er fyrir alla Hafnfirðinga – láttu ekki þitt eftir liggja! María Kristín Gylfadóttir fjallar um íbúaþing Hafnarfjarðar ’Málefni bæjarinsvarða alla bæjarbúa – þig, börnin þín og ófæddar kynslóðir Hafnfirðinga.‘ María Kristín Gylfadóttir Höfundur er íbúi í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.