Morgunblaðið - 08.10.2004, Side 40

Morgunblaðið - 08.10.2004, Side 40
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Beini © LE LOMBARD ÉG LÝSI ÞVÍ HÉR MEÐ YFIR, AÐ ÞETTA HÚS ER MÚSALAUST! VÁ! OSTUR MEÐ LAPPIR! HÉRNA FER HANN TIL ÞESS AÐ HALDA RÆÐUNA SÍNA Á HUNDABÝLINU BALDURSBRÁ ER HANN BÚINN AÐ ÆFA RÆÐUNA SÍNA NÓG? JÁ! HANN HEFUR EKKI HUGSAÐ UM ANNAÐ... ÞAR SEM VIÐ ERUM HÉR SAMAN KOMIN Á ÞESSUM MERKA DEGI, ÞÁ FINNST MÉR VIÐEIGANDI AÐ SEGJA EINA GAMANSÖGU UM KÖTT SLÆMAR FRÉTTIR PABBI! ÞÚ ERT Á NIÐURLIEÐ Í KÖNNUNUM K0NN- UNUM? JÁ, SÉRSTAKLEGA MEÐAL TÍGRIS- DÝRA OG 6 ÁRA HVÍTRA KARLMANNA EF ÞÚ VILT HALDA ÁFRAM AÐ VERA PABBI ÞÁ VERÐUR ÞÚ AÐ GERA LYKILBREYTINGAR Á ÞVÍ HVERNIG ÞÚ STJÓRNAR EITTHVAÐ SÉRSTAKT SEM ÞÚ MÆLIR MEÐ AÐ ÉG GERI? AF ÞEIM SEM TÓKU ÞÁTT Í KÖNNUNINNI VORU FLESTIR HLYN- TIR VASAPENING OG ÖKUKENNSLU STRÁKAR! ÉG HEYRÐI EITTHVAÐ HLJÓÐ. ÞAÐ ER EINHVER UPPI Dagbók Í dag er föstudagur 8. október, 282. dagur ársins 2004 Víkverji varð fyrirþví á leið sinni til Bandaríkjanna fyrir stuttu að þurfa að verja dágóðum tíma inni á skrifstofu inn- flytjendaeftirlitsins á flugvellinum af því að starfsmenn vega- bréfaskoðunar voru ekki sannfærðir um að hann væri með réttu plöggin til að komast inn í landið. Þar var reyndar bara um handvömm skriffinna að ræða og Víkverji beið rólegur eftir því að mál hans leystust farsællega, sem þau og gerðu. Á meðan varð hann hins vegar vitni að sérkennilegu samtali embættismanns innflytj- endaeftirlitsins og ferðamanns, sem var með sómalskt vegabréf. Embættismaðurinn, vörpulegur maður á fertugsaldri, spurði Sómal- ann hvort hann væri frá norður- eða suðurhluta landsins. Það hafði Sóm- alinn ekki hugmynd um. Þegar hinn hváði, svaraði Sómalinn því til að hann hefði verið barn þegar hann flutti frá Sómalíu og hann myndi ekkert eftir sér þar. Embættis- maðurinn spurði þá hvort foreldrar hans hefðu ekkert sagt honum um veru hans í landinu. Sómalinn svaraði því til að foreldrarnir væru dánir fyrir löngu og hefðu þeir sagt honum það, væri hann búinn að gleyma því. Við þessu kom hið sérkennilega svar: „Ég er þá kannski meiri Sómali en þú!“ Nú var komið að Sóm- alanum að hvá, og embættismaðurinn sagðist þá hafa verið í Sómalíu. Níutíu og þrjú? spurði Sómalinn. „Já, þú átt kollgátuna. Níutíu og þrjú. Október níutíu og þrjú. Mogadishu þriðja október níutíu og þrjú,“ sagði emb- ættismaðurinn og var nú orðinn hinn æstasti. Þegar þarna var komið sögu leystust mál Víkverja og hann veit ekki hvernig samtalinu lyktaði. Hinn 3. október 1993 féllu 12 bandarískir hermenn í bardögum við skæruliða í Mogadishu. Embættismaðurinn á flugvellinum var augljóslega einn af félögum þeirra og átti væntanlega af- ar slæmar minningar frá þessum degi. Víkverja fannst engu að síður að sem opinber embættismaður hefði hann átt að halda því utan við samtal sitt við ferðamanninn. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is       Nemendaleikhúsið | Flestir, ef ekki allir menn, eiga sér draum, þó hann taki á sig ólíkar myndir og form. Unga fólkið sem stundar nú nám í leiklist við Listaháskólann á sameiginlegan þann draum um að lifa af listsköpun og leik og velur sér því viðeigandi stykki til að setja upp, sjálfan Drauminn á Jóns- messunótt eftir Shakespeare. Leikritið verður frumsýnt nú á sunnudag og hafa nemendurnir staðið í ströngu við undirbúning þess, en leikhúsvinna er í senn krefjandi og gefandi starf. Orri Huginn Ágústsson leiklistarnemi virtist hafa allt sitt á hreinu og lék sér við ljósið þegar ljósmyndara bar að garði. Morgunblaðið/Þorkell Draumurinn undirbúinn MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: En þeir sögðu: „Trú þú á Drottin Jesú, og þú munt verða hólpinn og heimili þitt.“ Og þeir fluttu honum orð Drottins og öllum á heimili hans. (Post. 16, 31.-33.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.