Morgunblaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 40
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Beini © LE LOMBARD ÉG LÝSI ÞVÍ HÉR MEÐ YFIR, AÐ ÞETTA HÚS ER MÚSALAUST! VÁ! OSTUR MEÐ LAPPIR! HÉRNA FER HANN TIL ÞESS AÐ HALDA RÆÐUNA SÍNA Á HUNDABÝLINU BALDURSBRÁ ER HANN BÚINN AÐ ÆFA RÆÐUNA SÍNA NÓG? JÁ! HANN HEFUR EKKI HUGSAÐ UM ANNAÐ... ÞAR SEM VIÐ ERUM HÉR SAMAN KOMIN Á ÞESSUM MERKA DEGI, ÞÁ FINNST MÉR VIÐEIGANDI AÐ SEGJA EINA GAMANSÖGU UM KÖTT SLÆMAR FRÉTTIR PABBI! ÞÚ ERT Á NIÐURLIEÐ Í KÖNNUNUM K0NN- UNUM? JÁ, SÉRSTAKLEGA MEÐAL TÍGRIS- DÝRA OG 6 ÁRA HVÍTRA KARLMANNA EF ÞÚ VILT HALDA ÁFRAM AÐ VERA PABBI ÞÁ VERÐUR ÞÚ AÐ GERA LYKILBREYTINGAR Á ÞVÍ HVERNIG ÞÚ STJÓRNAR EITTHVAÐ SÉRSTAKT SEM ÞÚ MÆLIR MEÐ AÐ ÉG GERI? AF ÞEIM SEM TÓKU ÞÁTT Í KÖNNUNINNI VORU FLESTIR HLYN- TIR VASAPENING OG ÖKUKENNSLU STRÁKAR! ÉG HEYRÐI EITTHVAÐ HLJÓÐ. ÞAÐ ER EINHVER UPPI Dagbók Í dag er föstudagur 8. október, 282. dagur ársins 2004 Víkverji varð fyrirþví á leið sinni til Bandaríkjanna fyrir stuttu að þurfa að verja dágóðum tíma inni á skrifstofu inn- flytjendaeftirlitsins á flugvellinum af því að starfsmenn vega- bréfaskoðunar voru ekki sannfærðir um að hann væri með réttu plöggin til að komast inn í landið. Þar var reyndar bara um handvömm skriffinna að ræða og Víkverji beið rólegur eftir því að mál hans leystust farsællega, sem þau og gerðu. Á meðan varð hann hins vegar vitni að sérkennilegu samtali embættismanns innflytj- endaeftirlitsins og ferðamanns, sem var með sómalskt vegabréf. Embættismaðurinn, vörpulegur maður á fertugsaldri, spurði Sómal- ann hvort hann væri frá norður- eða suðurhluta landsins. Það hafði Sóm- alinn ekki hugmynd um. Þegar hinn hváði, svaraði Sómalinn því til að hann hefði verið barn þegar hann flutti frá Sómalíu og hann myndi ekkert eftir sér þar. Embættis- maðurinn spurði þá hvort foreldrar hans hefðu ekkert sagt honum um veru hans í landinu. Sómalinn svaraði því til að foreldrarnir væru dánir fyrir löngu og hefðu þeir sagt honum það, væri hann búinn að gleyma því. Við þessu kom hið sérkennilega svar: „Ég er þá kannski meiri Sómali en þú!“ Nú var komið að Sóm- alanum að hvá, og embættismaðurinn sagðist þá hafa verið í Sómalíu. Níutíu og þrjú? spurði Sómalinn. „Já, þú átt kollgátuna. Níutíu og þrjú. Október níutíu og þrjú. Mogadishu þriðja október níutíu og þrjú,“ sagði emb- ættismaðurinn og var nú orðinn hinn æstasti. Þegar þarna var komið sögu leystust mál Víkverja og hann veit ekki hvernig samtalinu lyktaði. Hinn 3. október 1993 féllu 12 bandarískir hermenn í bardögum við skæruliða í Mogadishu. Embættismaðurinn á flugvellinum var augljóslega einn af félögum þeirra og átti væntanlega af- ar slæmar minningar frá þessum degi. Víkverja fannst engu að síður að sem opinber embættismaður hefði hann átt að halda því utan við samtal sitt við ferðamanninn. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is       Nemendaleikhúsið | Flestir, ef ekki allir menn, eiga sér draum, þó hann taki á sig ólíkar myndir og form. Unga fólkið sem stundar nú nám í leiklist við Listaháskólann á sameiginlegan þann draum um að lifa af listsköpun og leik og velur sér því viðeigandi stykki til að setja upp, sjálfan Drauminn á Jóns- messunótt eftir Shakespeare. Leikritið verður frumsýnt nú á sunnudag og hafa nemendurnir staðið í ströngu við undirbúning þess, en leikhúsvinna er í senn krefjandi og gefandi starf. Orri Huginn Ágústsson leiklistarnemi virtist hafa allt sitt á hreinu og lék sér við ljósið þegar ljósmyndara bar að garði. Morgunblaðið/Þorkell Draumurinn undirbúinn MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: En þeir sögðu: „Trú þú á Drottin Jesú, og þú munt verða hólpinn og heimili þitt.“ Og þeir fluttu honum orð Drottins og öllum á heimili hans. (Post. 16, 31.-33.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.