Morgunblaðið - 08.10.2004, Síða 56

Morgunblaðið - 08.10.2004, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. MEIRIHLUTASAMSTARF Sjálf- stæðisflokks og Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs í Skagafirði er í óvissu eftir að tillaga Bjarna Maronssonar, formanns skipulags- og byggingarnefndar og fulltrúa D- lista, um að setja Villinganesvirkjun á nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins, var samþykkt með fimm atkvæðum Framsóknar, Skagafjarðarlistans og Bjarna, á fundi sveitarstjórnar í gær. Tveir fulltrúar VG greiddu at- kvæði gegn tillögunni og einn frá D- lista en forseti sveitarstjórnar, Gísli Gunnarsson, D-lista, sat hjá. Eftir að meta stöðuna Að sögn Ársæls Guðmundssonar, sveitarstjóra og oddvita vinstri grænna, ætla fulltrúar VG að kæra úrskurðinn til félagsmálaráðuneytis- ins en Bjarni er varaformaður stjórnar Kaupfélags Skagfirðinga sem er stór eigandi að Héraðsvötn- um ehf. ásamt RARIK. RARIK hef- ur haft uppi áform um að reisa Vill- inganesvirkjun en samkvæmt málefnasamningi VG og D-lista frá 2002 er engin þörf talin á virkjun. Ársæll bar í gær upp tillögu um vanhæfi Bjarna til að fjalla um Vill- inganesvirkjun, á grundvelli álits fé- lagsmálaráðuneytisins sem barst í gær og sem sveitarstjórinn túlkar al- farið á þann veg að Bjarni sé van- hæfur. Tillagan var felld og ætla fulltrúar VG að kæra þá niðurstöðu til félagsmálaráðuneytisins. Þá var borin upp tillaga í tvennu lagi um að setja Skatastaðavirkjun og Villinganesvirkjun á skipulag og sat VG hjá við atkvæðagreiðslu Skatastaðavirkjunar, sem var sam- þykkt, en greiddi atkvæði gegn Vill- inganesvirkjun, eins og áður segir. Ársæll vill ekki spá um lyktir málsins eða hvort meirihlutasam- starf vinstri grænna og Sjálfstæðis- flokks haldi eða ekki í ljósi niðurstöð- unnar en segir að „ístöðuleysi“ sjálfstæðismanna sé umhugsunar- efni. „Menn eiga náttúrulega eftir að meta stöðu mála og hvað þetta þýði.“ Félagsmálaráðuneytið hefur tvo mánuði til að úrskurða í málinu eftir að kæran hefur borist. Ný tillaga um Villinganesvirkjun samþykkt í Skagafirði VG hyggst kæra niðurstöðuna „Ístöðuleysi“ sjálfstæðismanna umhugsunarefni FINNUR FJÓRIR kallast ný stefna Skáksambands Íslands sem kynnt var í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Felur hún í sér fjögur F eða fjögur framtíðarmarkmið sambandsins. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, for- seti Skáksambandsins, kynnti stefn- una á blaðamannafundi í gær og opnaði um leið sérstaka Ólympíu- hátíð sem stendur til sunnudags. F-in fjögur nefnast Framtíð- argambíturinn, Femínistagambít- urinn, Fischergambíturinn og Fyr- irtækjagambíturinn. Markmið þeirra er m.a. að laða fleiri konur, börn og unglinga að skákborðum. Eftir kynningu á stefnunni tefldi Lenka Placnikova, tíundi stórmeist- ari Íslands í skák, fjöltefli við lands- lið stúlkna í skák. /11 Morgunblaðið/Kristinn Finnur fjórir laðar að konur og börn Í DAG verður opnuð í Árósum fyrsta yfirlitssýning Ólafs Elíasson- ar í Danmörku þar sem hann er fæddur og uppal- inn. Sýningin er mjög umfangs- mikil og er í hinu nýja samtíma- listasafni borgar- innar ARoS, en það var opnað snemma í vor. Ólafur hefur verið mikið í sviðsljósi hinna alþjóðlegu samtímalista, eftir þá gríðarlegu at- hygli sem sýning hans í Tate Mod- ern í fyrrahaust vakti og vinnur hann nú jöfnum höndum að sýn- ingum um heim allan. Fast aðsetur fyrir vinnustofu sína hefur hann þó í Berlín og samkvæmt þýska tíma- ritinu Capital er hann nú í nítjánda sæti á lista þeirra yfir hundrað þekktustu núlifandi myndlistar- menn í heimi. Ólafur Elíasson sýn- ir á heima- slóðum Ólafur Elíasson  Gætt að/44 FUNDI kennara og sveitarfélaga lauk í gær hjá ríkissáttasemjara kl. 22 án þess þó að aðilar kæmust að áþreifanlegri niðurstöðu. Ákveðið var að hittast að nýju í dag. Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, sagði umræðurnar hafa verið ágætar og að aðilar hefðu verið sammála um að hittast aftur í dag. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefnd- ar, sagði fundinn ekki hafa skilað neinni áþreifanlegri niðurstöðu og ekki væri hægt að spá um framhaldið. Enn engin áþreifanleg niðurstaða  Ég bara/4 FYRR í vikunni missti Ingólfur Valgeirsson, nítján ára markvörð- ur meistaraflokks Skallagríms í knattspyrnu, framan af tveimur fingrum í vinnu sinni hjá Borg- arneskjötvörum. Ingólfur er efni- legur markvörður og æfði t.d. með landsliði Íslands undir 17 ára aldri. Þrátt fyrir slysið er ekki útlit fyrir annað en Ingólfur muni áfram standa á milli stanganna í marki Skallagríms næsta sumar. Ingólfur missti framan af þum- alfingri hægri handar auk smá- hluta framan af vísifingri sömu handar. „Ég á að geta haldið áfram, svo sagði læknirinn. Ég fæ fulla tilfinningu í puttana og svo verð ég bara að fylla upp í endana á markmannshönskunum og þá á ég alveg að geta spilað,“ segir Ing- ólfur og játar fúslega að hann sé feginn að geta leikið áfram. „Ég vonast til þess að geta byrjað aftur að æfa um áramótin og vona að ég verði með næsta sumar. Skalla- grímur endaði í 3. sæti 3. deildar í fyrra og stefnan er auðvitað að fara upp næsta sumar.“ Ætlar að verja mark Skallagríms áfram Morgunblaðið/Guðrún Vala Ingólfur Valgeirsson fótbolta- maður ætlar að halda áfram að spila fótbolta þrátt fyrir að hafa misst framan af tveimur fingrum. Missti framan af fingrum í vinnuslysi BORGARRÁÐ Reykjavíkur samþykkti í gær til- lögu um að gengið yrði til samninga við KSÍ, menntamálaráðuneytið og fjármálaráðuneytið um framkvæmdir við stækkun Laugardalsvallar. Kostnaður er talinn nema allt að einum milljarði króna. Stefnt er að því m.a. að fjölga áhorfenda- sætum úr 7 þúsundum í 10 þúsund, byggja fræðslu- og skrifstofuhúsnæði og móttökuaðstöðu auk nýs inngangs fyrir áhorfendur. Í greinargerð með tillögunni segir m.a. að Laugardalsvöllur sé í eigu Reykjavíkurborgar og ljóst að viðhalds sé þörf, sér í lagi á þaki eldri stúk- unnar, hreinlætisaðstöðu o.fl. „Með því að ríki og KSÍ eru reiðubúin að leggja talsvert fé til frekari uppbyggingar áhorfendasvæðanna á vellinum er ljóst að nauðsynleg framlög Reykjavíkurborgar til mannvirkjanna nýtast betur en ella,“ segir þar. Ríkisstjórnin samþykkti í ágúst sl. tillögu Þor- gerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra um 200 milljóna kr. framlag til verkefnisins og kveðst ráðherra ánægður með samstarf rík- isins við KSÍ að þessu leyti. „Það er alveg ljóst að KSÍ fær stuðning UEFA til þess að stækka stúk- una, en sá stuðningur var háður því að KSÍ tækist að fá fjármagn til verkefnisins heima fyrir,“ segir Þorgerður Katrín. „Með þessu framlagi er ríkið að greiða fyrir því að KSÍ fái stuðning UEFA. Það er ánægjulegt að Reykjavíkurborg eigi að- ild að samstarfinu og ekki síður ánægjulegt að þetta mál skuli vera komið í höfn.“ Sætum fjölgað í 10 þúsund Svona mun stúkan á Laugardalsvelli líta út þeg- ar búið verður að bæta við hana. Endurbætur áformaðar á Laugardalsvelli í samstarfi ríkis og borgar  Áform/12 Tölvumynd/T.Ark – Teiknistofan ehf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.