Morgunblaðið - 08.10.2004, Side 36
36 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Valdimar Hildi-brandsson fædd-
ist í Hafnarfirði 21.
desember 1903.
Hann lést á Landa-
kotsspítala 28. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Hildibrandur Jón
Gunnlaugsson sjó-
maður, f. í Miðhúsum
á Álftanesi 6. júlí
1858, d. 11. ágúst
1911, drukknaði hjá
Húsavík, og Guðrún
Hermannsdóttir hús-
freyja, f. á Snotru-
nesi á Borgarfirði eystra, 29. októ-
ber 1869, d. 5. nóvember 1963.
Valdimar átti 5 alsystkini og 2
hálfsystkini og lifði hann þau öll.
Þau voru 1) Sæbjörn Sveinþór
Hildibrandsson, f. 6. maí 1898, d.
1924, 2) Hermann Karl Hildi-
brandsson, f. 25. nóvember 1900,
Engihlíðarhr., A-Hún., f. 16. októ-
ber 1873, d. 28. október 1930, og
Málhildur Þórðardóttir húsfreyja,
f. í Ormskoti, Fljótshlíðarhr.,
Rang. 29. janúar 1880, d. 25. mars
1937. Synir Valdimars og Önnu
eru 1) Guðjón Már Valdimarsson,
f. í Reykjavík 25. júní 1931, búsett-
ur í Svíþjóð síðan 1957. K.h. var
Gunnvor Magnusson, d. 2002 í Sví-
þjóð. Börn Guðjóns eru a) Sigur-
laugur Valdimar Guðjónsson, f. 28.
október 1952, og b) Íris Guðjóns-
dóttir, f. 1. desember 1954, barn
hennar er Irene Ósk Bermudez, f.
30. september 1983. 2) Páll Bjarni
Vídalín Valdimarsson, f. í Reykja-
vík 12. júní 1934. Börn hans eru a)
Helena Björk Pálsdóttir, f. 1. febr-
úar 1965, barn hennar er Einar
Andri Ólafsson, f. 30. janúar 1993
og b) Anna Valdís Pálsdóttir, f. 2.
ágúst 1966.
Valdimar var einn af stofnend-
um Alþýðuflokks Hafnarfjarðar.
Hann starfaði lengst af sem verk-
stjóri hjá Símanum og lét þar af
störfum árið 1973 sökum aldurs.
Útför Valdimars verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
drukknaði ungur að
árum, 3) Valgerður
Hildibrandsdóttir, f. 2.
september 1906, d. 1.
mars 1995, 4) Gísli
Hildibrandsson, f. 17.
september 1909, d. 12.
maí 1972 og 5) Katrín
Hildibrandsdóttir, f. 8.
febrúar 1911, d. 13.
nóvember 1987. Bróð-
ir sammæðra var Ei-
ríkur Sæbjörnsson f.
21. nóvember 1889, d.
1911 í Vesturheimi.
Bróðir samfeðra var
Gunnlaugur Hildi-
brandsson, f. 22. ágúst 1884, d. 4.
júní 1958.
Hinn 6. desember 1930 kvæntist
Valdimar Önnu Vídalín Pálsdótt-
ur, f. 23. september 1905, d. 2.
október 1975. Foreldrar hennar
voru Páll Friðrik Vídalín Bjarna-
son sýslumaður, f. á Geitaskarði í
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Páll og Guðjón Már.
Vorar sveitir sorgir þjá,
syrtir í hverjum ranni,
enn við megum eftir sjá,
okkar besta manni.
Aldrei verður ljósi leynt
lífs þó myrkvist stígur.
Allt er kringum hreinan hreint,
hjörtun geisli smýgur.
Óska ég af andans vild
einn og trega-hljóður,
að þér verði auðnan mild,
eins og þú ert góður.
(Jón í Garði.)
Guð blessi minningu afa okkar og
langafa.
Helena Björk, Anna Valdís
og Einar Andri.
VALDIMAR
HILDIBRANDSSON
✝ Jóhann Friðfinn-ur Sigurðsson
fæddist í Keflavík
18. júlí 1925. Hann
lést á The Princesse
Royal Hospital í
Farnborough í Kent
á Englandi 15. mars
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Guðrún María
Bjarnadóttir, hús-
móðir og verkakona,
f. í Gerðum í Garði
28.2. 1892, d. 16.7.
1975 og Sigurður
Bjarnason, verslun-
armaður, f. í Ívarshúsum í Garði í
Útskálasókn 19.7. 1868, d. 7.1.
1931. Alsystkini Jóhanns eru: Val-
dís Sigríður, f. 7.11. 1923, d. 7.3.
1997 og Kristinn Jóhann, f. 22.7.
1928. Hálfsystkini samfeðra voru:
Jónea Elín Ágústa, f. 5.8. 1893, d.
4.5. 1947 og Eiríkur Jóel, f. 21.3.
1895, d. 10.11. 1982.
Jóhann kvæntist eftirlifandi
konu sinni Dorothy Mary Wood-
head Sigurdsson, f. 16.11. 1929 og
börn þeirra eru: Anna Sigurdsson
vann hann að kynningu á Íslandi
alla sína tíð. Hann var síðar sæmd-
ur hinni íslensku fálkaorðu fyrir
störf sín að ferðamálum.
Jóhann var eitt af þeim börnum
sem bjargað var úr eldsvoða á
jólatrésskemmtun í Keflavík
30.12. 1935. Hann var þá 10 ára
gamall og brenndist mjög mikið.
Dvaldi hann á Landspítalanum og
Landakoti í 4 ár til meðferðar.
Þegar hann lét af störfum hjá
Flugleiðum árið 1988, stofnaði
hann sína eigin ferðaskrifstofu,
Anglo Icelandic Travel Consult-
ants, sem hann rak allt til ársins
1992, þegar hann þurfti að láta af
störfum sökum heilsubrests.
Hann var mikill áhugamaður
um golfíþróttina og var upphafs-
maður að hinu heimsfræga Arctic
Open golfmóti, sem haldið er ár
hvert á Akureyri. Hann var einnig
mikill áhugamaður um sjóstanga-
veiði og stóð fyrir mörgum keppn-
um á því sviði. Hann var mikill
áhugamaður um laxveiði í ám á Ís-
landi og stóð fyrir mörgum slíkum
ferðum til Íslands.
Útför Jóhanns fór fram í St.
Georges Church í Beckenham á
Englandi 24. mars.
Minningarathöfn um Jóhann
verður haldin í Dómkirkjunni í
Reykjavík í dag og hefst hún
klukkan 13.30.
Åberg, f. 2.3. 1958,
Robert Bjarni Sigur-
dsson, f. 5.4. 1959, og
Edward Thor Sigur-
dsson, f. 2.7. 1964.
Fyrir átti Jóhann
börnin: Ingigerd
Barbro Lindblom, f. í
Svíþjóð 13.1. 1950,
Kathryn Douglas, f. í
Bretlandi 30.9. 1952,
og Alfreð Sigurð Jó-
hannsson, f. á Íslandi
27.12. 1953. Barna-
börnin eru 12 og
barnabarnabörnin
eru 3.
Jóhann lauk námi í Samvinnu-
skólanum í Reykjavík og vann í
Kaupfélagi Suðurnesja í Keflavík
þar til hann fór í skóla í Laug-
hborough á Englandi árið 1948.
Hann var búsettur á Englandi síð-
an. Þar lagði hann stund á nám í
viðskiptafræði og árið 1953 tók
hann við sem svæðisstjóri Flug-
félags Íslands í London, sem síðar
breyttist í Flugleiðir, þar sem
hann vann allan sinn starfsferil.
Það starf tók hug hans allan og
Jói í London er fallinn frá – far-
inn heim eins og við skátarnir nefn-
um það.
Sjaldan hefur Ísland alið af sér
meiri Íslending en Jóhann Sigurðs-
son, því þrátt fyrir áratuga búsetu
erlendis var hugurinn alltaf heima
og alla starfsævi sína var Jóhann að
kynna landið sitt Ísland.
Við unnum hjá sama fyrirtæki og
í kynningu á landi og þjóð lágu leið-
ir okkar Jóhanns saman. Margar
skemmtilegar minningar eigum við
frá uppákomum í Lundúnum og
Glasgow þar sem Jóhann kom við
sögu: Söngur í BBC í beinni með
Magnúsi Magnússyni, klakastyttur
og víkingabúningurinn, sem ég ætl-
aði seint að losna við, voru hug-
myndir runnar undan rifjum Jó-
hanns.
Sameiginlega vini og minningar
áttum við tengdar skátunum og
„einu sinni skáti, ávallt skáti“ átti
betur við Jóhann en flesta sem við
þekktum. Hann var líka ávallt Kefl-
víkingur ekki síður en Lundúnabúi
þrátt fyrir að óhugnanlegt slys sem
hann varð fyrir ungur hefði bundið
enda á Keflavíkurdvöl hans. Næstu
árin ólu systurnar á St. Jósefsspít-
ala upp „drenginn með hjálminn“
og alla ævi setti þetta slys mark sitt
á Jóhann þrátt fyrir miklar lækn-
isaðgerðir. Við þekktum ekki Jó-
hann sem barn fyrir brunann en hjá
börnunum hans sáum við rauða
hárið sem hann var svo montinn af
og einnig það áttum við sameig-
inlegt. Það var dæmigert fyrir Jó-
hann þegar hann veiktist af krabba-
meini í húð á höfði fyrir mörgum
árum hversu leynt hann fór með
sjúkdóm sinn. Það voru örfáir sem
vissu hvað hann varð að ganga í
gegnum þá.
Það eru u.þ.b. fimm ár síðan Jó-
hann kom í heimsókn til okkar
hjóna á Álftanesið til þess að kveðja
okkur. Hann var orðinn þreyttur,
sjónin angraði hann og hann var þá
tilbúinn að fara að því er okkur
fannst. Þetta var í síðasta sinn sem
við sáum hann því leið okkar hefur
ekki legið til Lundúna síðan. En við
fengum fréttir af honum í gegnum
Kristin bróður hans þegar við rák-
umst á hann í Fjarðarkaupum.
Við erum nú búin að vera búsett í
Bandaríkjunum í fjögur ár og fáar
fréttir fengið af Jóhanni. Við kom-
um þó heim tveimur dögum fyrir
síðustu jól og sama daginn sáum við
Kristni bregða fyrir en náðum ekki
að inna hann fregna vegna þess að
hann hvarf okkur í mannþrönginni.
Síðan hefur Jóhann varla horfið úr
huga okkar en þegar við spurðumst
fyrir um líðan hans sögðu þeir sem
við töluðum við að þeir hefðu frétt
að hann væri látinn. Seinna kom í
ljós að þetta voru ótímabærar frétt-
ir.
Í mars var okkur rétt síðbúið
jólakort. Þetta kort var búið að
ferðast frá London til Reykjavíkur
og þaðan til Flórída. Það var und-
irritað Johann og Dorothy. Daginn
eftir fengum við tölvupóst frá syni
okkar á Íslandi um að Jói í London
væri látinn.
Jóhann bjó lengstan hluta ævinn-
ar í Englandi. Þar kynntist hann
konunni sinni Dorothy. Þar fædd-
ust börnin þeirra og þar var starfs-
vettvangur hans. Þaðan sendi hann
útlendinga til þess að spila miðnæt-
urgolf á Íslandi.
Íslendingurinn, skátinn og Kefl-
víkingurinn Jóhann Sigurðsson var
borinn til grafar í Englandi. Við
gátum ekki fylgt honum síðasta
spölinn en hugur okkar var þar. Við
söknum Jóhanns en vitum að hann
var hvíldinni feginn. Nú spilar
London-Joe golf á himnum.
Kannski notar hann grænan bolta í
skýjunum og sólargeislar baða
slétta húð og fallegt rautt hár hans
að nýju. Og á himnum gengur sólin
aldrei til viðar fremur en um mitt
sumar á Íslandi. Dorothy, börnum,
barnabörnum og öðrum ættingjum
sendum við samúðarkveðjur að
vestan.
Jóhann Sigurðsson er farinn
heim.
Elín Káradóttir og
Hilmar B. Jónsson.
Traustur félagi og góður vinur til
margra ára er horfinn okkur. Jó-
hann fæddist í Keflavík og átti þar
heima til tíu ára aldurs, en þá dundi
ógæfan yfir. Þessi lífsglaði tíu ára
drengur, uppáklæddur sínu fínasta
pússi, fór með systkinum sínum og
mömmu á jólaskemmtun. Stórt
jólatré, hlaðið skrauti og logandi
kertum. Dragsúgur fór um salinn
þegar útidyr voru opnaðar og
kertalogi teygði sig í skrautið og
allt fór í bál og brand. Ógæfan var
sú að útihurðin opnaðist inn. Allir
ruddust á hurðina og logarnir eltu
gestina sem margir brunnu illa, þar
á meðal Jóhann.
Næstu fjögur ár var Jóhann á
Landspítalanum undir handleiðslu
dr.
Snorra Hallgrímssonar við
skinngræðslu og einnig á Landa-
koti, hjá nunnunum sem allar
reyndust honum sem besta móðir.
Þegar Jóhann kom í Samvinnu-
skólann með hvítreifað höfuðið lá
við að sumir skólafélagar hans
vissu ekki gjörla hvernig ætti að
umgangast svona fyrirbæri. Á
skóladansleikjum var Jóhann fyrst-
ur út á gólfið með hvítreifað höfuðið
og fallegustu skólasysturina í fang-
inu.
Við Jóhann fórum saman til náms
í verslunarskólann Standford Hall,
í Loughborough á Englandi. Saman
stofnuðum við Sjóstangaveiðifélag
Reykjavíkur og stóðum fyrir mörg-
um Evrópu- og alheimsmótum.
Eitt af áhugamálum Jóhanns var
hið fræga Arctic Open golfmót, sem
haldið er ár hvert á Akureyri.
Jóhann vann sinn vinnudag fyrir
Flugfélag Íslands sem síðar varð
Flugleiðir. Honum hlotnaðist sá
heiður að hljóta Fálkaorðuna fyrir
margvísleg störf að ferðamálum.
Eftirlifandi eiginkona Jóhanns er
Dorothy, sérlega elskuleg og góður
lífsförunautur. Börnin þeirra þrjú
eru mikið mannkosta fólk.
Kristín, kona mín, og ég færum
Dorothy og börnunum samúðar-
kveðjur.
Halldór Snorrason.
Jóhann, vinur minn, Sigurðsson
varð verst úti af þeim, sem lifðu af
hinn hörmulega bruna samkomu-
hússins í Keflavík á jólatrés-
skemmtun 1935. Hann þurfti á
sjúkrahúsvist og læknishjálp að
halda í Reykjavík árum saman.
Hann var sá seinasti, sem náðist út
úr brunanum mjög mikið brenndur.
Þegar Hanni (eins og ég kallaði
hann ævinlega) fór að koma til
Keflavíkur af spítalanum í Reykja-
vík kynntumst við fljótt og urðum
strax miklir mátar og vinir á meðan
báðir lifðu.
Atvik lífsins höguðu því þannig
að ég varð svæðisstjóri Flugfélags
Íslands árið 1952 í Kaupmannahöfn
og Hanni gegndi sama stafi í Lond-
on frá 1953 og alla sína starfsævi.
Fyrir okkur átti eftir að liggja mik-
ið og ánægjulegt samstarf í árarað-
ir á vettvangi flug- og ferðamála.
Þrátt fyrir mikil brunasár glataði
Hanni aldrei glaðværð sinni og per-
sónutöfrum. Hann var fæddur
heimsborgari. En einmitt þessir
eiginleikar greiddu honum götur
inn að kjarna þeirra viðfangsefna,
sem hann fékkst við á sviði flug- og
ferðamálanna hverju sinni. Um
brautryðjendastörf Hanna mætti
skrifa langt mál, enda var hann
dæmalaust hugmyndaríkur í starfi
sínu. Hér skal aðeins drepið á eitt
dæmi um framtakssemi hans. Við
höfðum haldið svokallaðan umboðs-
mannafund hér í Reykjavík þar
sem á dagskrá var að laða hingað
erlenda silungsveiðimenn til veiða í
vötnum og ám, þar sem auðvelt var
að fá veiðileyfi. Fljótlega að þessum
fundi loknum kom Hanni hingað
með breskan „veiði-sérfræðing“.
Jú, honum leist vel á ár og vötn hér
á landi – en miklu betur á sjó-
stangaveiði. Upp frá þessu varð
skipulag sjóstangaveiða fastur liður
í störfum Lundúnaskrifstofu Flug-
félags Íslands árum saman á meðan
ég var þeim málum kunnugur.
Þannig hófust skipulagðar sjóst-
angaveiðar á Íslandi.
Því miður tók heilsu Hanna að
hraka fyrir allmörgum árum. Þrátt
fyrir það glitti enn í meðfædda
glaðværð og bjartsýni hans seinast
þegar ég talaði við hann í síma
nokkru fyrir andlát hans, enda þótt
hann hafi örugglega vitað þá að
hverju dró.
Dorothy, kona Jóhanns, var hon-
um alla tíð ómetanlegur styrkur og
félagi. Saman höfðu þau búið sér fá-
dæma smekklegt heimili í London.
Sem gestur á því heimili fann mað-
ur glöggt fyrir góðvild og kærleika,
sem umvafði börnin og alla fjöl-
skylduna.
Góðum dreng og miklum per-
sónuleika verður ekki lýst með fá-
einum orðum, en minninguna um
besta vin minn geymi ég með mér á
meðan ég lifi.
Nokkrir samferðamenn okkar
Hanna hjá Flugfélaginu, í gamla
daga, báðu um að fá að vera með
okkur Önnu í að flytja Dorothy og
börnum Jóhanns innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Birgir Þórhallsson.
Í dag fram fer minningarathöfn í
Dómkirkjunni um góðan vin minn,
Jóhann Sigurðsson frá Keflavík, en
þaðan eru fyrstu endurminningar
mínar af Jóhanni.
Jóhann var eitt af þeim börnum,
sem lentu í brunanum þegar sam-
komuhúsið brann og margir, sér-
staklega börn, urðu fyrir miklum
áverkum. Jóhann lá lengi á Landa-
kotsspítala undir handleiðslu
Matthíasar Einarssonar læknis sem
græddi húð á sárin, en Matthías var
einn færasti læknir og gerði það
sem best þekktist þá á Íslandi.
Jóhann stjórnaði skátaskólanum
á Úlfljótsvatni 1944 og reyndist vel
við erfið skilyrði.
Náið verkefni okkar Jóhanns var
þegar við 96 skátar flugum til
Frakklands á alheimsmót skáta,
Friðar-Jamboree 1947. Þetta var
þegar Loftleiðir fengu „Heklu“,
fyrstu stóru flugvélina, fór hún
tvær ferðir með okkur til Parísar. Á
mótinu sáum við um alla matseld
sjálfir, eins og alltaf tíðkast hjá
skátum. Við höfðum reiknað með að
nota prímusa eins og við vorum
vanir heima. Við fórum á hverjum
morgni að fá olíu á prímusana, en
alltaf var svarið á morgun, svo við
urðum að elda á hlóðum, en höfðum
ekki nógu góðan útbúnað. Þá kom
sér vel að hafa ráðagóða menn, sem
leystu málið. Þar nutum við frá-
bærrar forustu Jóhanns, vinar
míns, sem stjórnaði allri elda-
mennsku fyrir 96 skáta. Á heimleið-
inni komum við til London, varð
það örlagaríkt, því Jóhann komst
þá í samband við lýtalækna, sem
höfðu mikla þjálfun í þeim lækn-
ingum, sem Jóhann þurfti á að
halda.
Jóhann varð svo áfram í Eng-
landi og gerðist framkvæmdastjóri
skrifstofu Flugfélags Íslands, en
því starfi gegndi hann allan sinn
starfsaldur, þar var réttur maður á
réttum stað, sem vildi leysa hvers
manns vanda.
Sjálfur reyndi ég þetta 1958, þeg-
ar ég fór til framhaldsnáms til
London. Jóhann var ekki bara dug-
legur og framtakssamur, heldur
líka góður maður.
Við í skátahreyfingunni segjum
að hann hafi alltaf verið sannur
skáti.
Við kynntumst Dorothy konu
hans þetta ár okkar í London fyrir
tæpum 50 árum og nutum góðs af
hjálpsemi þeirra.
Við Soffía sendum Dorothy og
börnunum innilegar samúðarkveðj-
ur.
Páll Gíslason.
JÓHANN FRIÐFINN-
UR SIGURÐSSON