Morgunblaðið - 08.10.2004, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÁHÖFN Sólbaks EA sendi frá sér
yfirlýsingu í gær þar sem m.a. kem-
ur fram hún harmi að forystumenn
sjómannasamtakanna skyldu bregða
á það ráð að taka landslög í sínar
hendur með þeim hætti sem almenn-
ingur hefur orðið vitni að í fjölmiðl-
um.
„Í skjóli félagafrelsis á Íslandi
standa sjómenn á Sólbaki EA utan
samtaka sjómanna og hafa hver og
einn gert ráðningarsamninga við út-
gerð skipsins. Samningar okkar eru
því milliliðalaust við útgerð skipsins
og án atbeina samtaka sjómanna,“
segir í yfirlýsingunni.
„Þess vegna skal það áréttað að
sjómannasamtökin gæta okkar
hagsmuna á engan hátt og eru því
ekki aðilar að okkar samningum við
útgerðina. Það er einfaldlega rangt
að um sé að ræða vinnudeilu, eins og
forystumenn sjómannasamtakanna
hafa haldið fram, þar sem enginn
ágreiningur er milli áhafnar skipsins
og útgerðarinnar.Við ítrekum að
ráðningarsamningur sá sem við höf-
um gert við útgerð Sólbaks er til
verulegra hagsbóta fyrir okkur sjó-
mennina. Það lýtur t.d. bæði að hafn-
arfríum og fyrirkomulagi á uppgjöri.
Það er mat okkar sjómannanna á
Sólbaki að báðir samningsaðilar
njóti umtalsverðs ávinnings af því
fyrirkomulagi sem samningarnir
byggjast á. Og þessir samningar
undirstrika að hagsmunir útgerðar
og sjómanna fara fyllilega saman.“
Kemur fram að enn haldi samtök
sjómanna því fram að sjómönnum á
Sólbaki hafi verið stillt upp við vegg
af útgerð skipsins en fram kemur að
sú fullyrðing sé „algjörlega úr lausu
lofti gripin. [...] Það eru breyttir
tímar í sjávarútvegi. Þróunin á
mörkuðunum er á fleygiferð og sjáv-
arútvegsfyrirtækin á Íslandi verða
að geta lagað sig að markaðsaðstæð-
um á hverjum tíma. Þetta krefst
breytinga á útgerðarháttum og
sömuleiðis vinnslu í landi. Margt í
núverandi starfsumhverfi hefur hins
vegar ekki gert fyrirtækjunum þetta
mögulegt, t.d. núgildandi ákvæði um
hafnarfrí, sem er barn síns tíma.
Margir sjómenn hafa greinilega full-
an skilning á að nauðsynlegt sé að
breyta núgildandi kerfi, en fram til
þessa hefur því miður allt annað gilt
um sjómannaforystuna.“ Undir yfir-
lýsinguna skrifar Guðmundur Guð-
mundsson trúnaðarmaður fyrir hönd
áhafnarinnar.
Harma aðgerðir
sjómannaforystunnar
STARFSMENN í löndun hjá Brimi
hf. samþykktu í fyrradag að verða við
áskorun frá stéttarfélagi sínu Ein-
ingu-Iðju og afgreiða ekki ísfisktog-
arann Sólbak EA á meðan kjaradeila
á milli Brims við Sjómannasamband
Íslands stendur. Stefán Ingólfsson,
einn þeirra sem vinna við löndunina,
sagði að þegar beiðni verkalýðs-
félagsins kom fram hefði verið búið að
landa úr skipinu en eftir að ganga frá
ýmsum hlutum, m.a. að ísa skipið.
Hann sagði að innan löndunarhópsins
hefðu verið skiptar skoðanir í upphafi,
einhverjir hefðu viljað hætta vinnu
við skipið strax en aðrir viljað ljúka
við að gera skipið sjóklárt og hefði
það orðið niðurstaðan. Sólbakur EA
hélt til veiða á ný seint í fyrrakvöld.
Stefán sagði að það væru margir
fleiri sem gætu haft áhrif á það hvort
Sólbakur í þessu tilviki, gæti róið og
nefndi í því sambandi iðnaðarmenn,
vélstjóra og fleiri sem ynnu við skipin
í landlegum. „Í þessu tilfelli er aðeins
verið nota okkur, fjóra löndunar-
menn, sem beitu. Það fannst mér
ósanngjarnt og kom þeim skilaboðum
á framfæri með forsvarsmönnum
verkalýðsfélagsins. Ég fór jafnframt
fram á að haft yrði samband við aðra
sem að málum koma, þannig að það
séu ekki bara við löndunarkarlarnir
sem erum vondu mennirnir,“ sagði
Stefán. Hann sagðist jafnframt gera
sér vonir um að tíminn framundan
yrði notaður til að finna lausn á þessu
máli. „Þessir tveir síðustu dagar hér
hafa verið hryllilegir og ég vona að ég
þurfi ekki að upplifa þá aftur.“
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri
Brims, sagði það ekki rétta aðferð hjá
svona öflugum stéttarfélögunum að
stilla nokkrum starfsmönnum fyrir-
tækisins upp við vegg með þessum
hætti. „Við teljum okkar með lögleg-
an samning og að það sé félagafrelsi á
Íslandi. En við munum gefa okkur
tíma og fara yfir þessi mál með okkar
lögfræðingum.“ Guðmundur sagði að
það hefði verið á áætlun að Sólbakur
kæmi aftur til Akureyrar úr þeim túr
sem hófst í fyrrakvöld en að það væri
óvíst í dag. Hann sagði þó að ekki
hefði komið til tals að sigla með aflann
utan. „Við stefnum að því að skipið
komi til Akureyrar og að hér verði
landað úr því,“ sagði Guðmundur.
Björn Snæbjörnsson, formaður
Einingar-Iðju, sagði að ekki væri ver-
ið að koma löndunarmönnum Brims í
erfiða aðstöðu með þessari áskorun.
„Við gerðum forstjóra Brims grein
fyrir því að þetta væri ákvörðun
stjórnarinnar og ábyrgðin er hennar.
Þessir menn eru bara að hlýða okkar
fyrirmælum sem okkar félagsmenn.
Auðvitað er þetta slæmt mál en það
var ágæt niðurstaða að lokið var
vinnu við skipið og félagið studdi
hana. Nú gefst tími til að ljúka mál-
inu.“
Sjómenn mega landa
sjálfir utan Akureyrar
Samkvæmt samningi við sjómenn á
Sólbak geta þeir landað aflanum sjálf-
ir annars staðar en í heimahöfn á Ak-
ureyri, að sögn Björns. „Það þarf
samt einhverja til að taka við fiskin-
um. Við höfum ekki heimilað að sjó-
menn landi sjálfir á Akureyri. Hér
eru ein þrjú löndunargengi og þau sjá
um þessi mál.“
Anna Júlíusdóttir, trúnaðarmaður
starfsmanna Brims í landvinnslunni á
Akureyri, sagði að þessi deila væri
hræðileg. „Þetta er ekki okkar mál í
rauninni en við lendum þarna á milli.“
Anna er í stjórn Einingar-Iðju og tók
þátt í að samþykkja áskorunina til
sinna félagsmanna. „Þetta var mikið
rætt í stjórninni og þetta varð nið-
urstaðan.“
Hákon Hákonarson, formaður Fé-
lags málmiðnarmanna á Akureyri,
sagði ekki komna fram formlega
beiðni til félagsins þess efnis að
málmiðnaðarmenn tækju þátt í að-
gerðum gegn Sólbaki. „Ef þessi
samningur sem gerður var á vegum
Brims er ólöglegur, eins og allt bendir
til, er það sameiginlegt hagsmunamál
allrar hreyfingarinnar og varðar ekki
bara sjómannastéttina. Og samning-
ar eru eina lausnin til frambúðar.“
Eins og fram hefur komið var það
Starfsgreinasamband Íslands sem
beindi þeim tilmælum til sinna aðild-
arfélaga að félagsmenn þeirra myndu
ekki afgreiða Sólbak. Halldór Björns-
son, formaður sambandsins, sagðist
aðspurður ekki hafa fengið nein við-
brögð frá öðrum félögum en á Ak-
ureyri. „Þar brann eldurinn og við er-
um að bera saman bækur okkar
vegna þeirra atburða sem urðu á Ak-
ureyri. Ég held að megi vænta við-
bragða frá hreyfingunni í heild. Þarna
er verið að reyna brjóta niður upp-
byggingu verkalýðshreyfingarinnar
og við lítum þetta mjög alvarlegum
augum. Og við ætlumst til þess að
okkar félagsmenn um allt land standi
saman, því hver er næstur ef þetta
verður látið ganga yfir. Þetta er spor
tugi ára aftur í tímann,“ sagði Hall-
dór.
Vélstjórafélag Íslands hefur ákveð-
ið að stefna Samtökum atvinnulífsins
fyrir Félagsdóm fyrir hönd Lands-
sambands íslenskra útvegsmanna og
Útvegsmannafélagi Norðurlands
vegna Brims. Guðmundur, forstjóri
Brims, sagði að farið yrði yfir það
hvernig því verður svarað.
Aðgerðir á svæði Akureyrarhafnar
voru til umræðu í bæjarráði Akureyr-
ar í gær. Í bókun kemur fram að ráðið
telur mikilvægt að leiðrétta misskiln-
ing sem fram kom í fréttum í gær
varðandi aðgerðir á hafnarsvæðinu.
Akureyrarbær hefur enga afstöðu
tekið í þeirri deilu sem um ræðir.
Fleiri starfstéttir
taki þátt í aðgerðum
Morgunblaðið/Kristján
Björn Snæbjörnsson, formaður verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju, ræðir við
Stefán Ingólfsson, löndunarmann hjá Brimi, á Akureyrarbryggju í gær.
Löndunarmenn Brims landa ekki úr Sólbaki EA
BROTTFÖR Sléttbaks EA, frysti-
togara Brims, var frestað um
nokkra klukkutíma í gær að kröfu
Konráðs Alfreðssonar formanns
Sjómannafélags Eyjafjarðar. Skip-
ið átti að fara til veiða í gærmorg-
un en lét ekki úr höfn fyrr en
seinni partinn. Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins voru það
skipverjar á Sléttbak sem fóru
fram á það að Konráð kæmi um
borð, þar sem þeir töldu skipið
ekki sjóklárt, þrátt fyrir að búið
væri að auglýsa brottför. Skipverj-
arnir töldu það ekki í sínum verka-
hring að vinna við að gera klárt í
sjálfboðavinnu við bryggju. Konráð
vildi ekki tjá sig um málið að öðru
leyti en því að hann staðfesti að
hafa farið á niður á bryggju og
rætt þar málin.
Sæmundur Friðriksson útgerð-
arstjóri Brims sagði að gerð hefðu
verið ákveðin mistök við boðun
skipverja um borð. Brottför hefði
verið auglýst kl. 9 (í gærmorgun)
en þar sem eftir hefði verið að
vinna við ýmislegt um borð áður en
lagt yrði úr höfn, hefði átt að boða
menn til vinnu í stað brottfarar.
„Ef ekki er farið innan klukkutíma
frá því boðuð er brottför, þarf að
fresta brottför að lágmarki í 4
klukkustundir og það var gert í
þessu tilviki. Þetta var ekki auglýst
á réttan hátt, rétturinn var hjá for-
manni sjómannafélagsins og hann
nýtti sér hann,“ sagði Sæmundur.
Morgunblaðið/Kristján
Sléttbakur EA siglir frá bryggju á Akureyri síðdegis í gær.
Frestaði brottför
Sléttbaks í gær
Formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar