Morgunblaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
KNATTSPYRNUSAMBAND Ís-
lands (KSÍ), borgaryfirvöld og rík-
isvaldið hafa um nokkurt skeið átt í
viðræðum um framkvæmdir við
þjóðarleikvanginn í Laugardal.
Þessar framkvæmdir voru til um-
ræðu í borgarráði Reykjavíkur í
gær. Þar var samþykkt tillaga þess
efnis að borgarverkfræðingur,
borgarlögmaður og framkvæmda-
stjóri ÍTR gangi til samninga við
Knattspyrnusamband Íslands,
menntamálaráðuneytið og fjármála-
ráðuneytið, um framkvæmdirnar.
Samningsdrög, sem innihalda áætl-
un um fjármögnun endurbótanna,
verða síðan lögð fyrir borgarráð.
Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga
ársins 2005 mun íslenska ríkið
leggja til 50 milljónir króna í ár til
þjóðarleikvangsins í Laugardal og
ráðgert er að leggja fram sömu
upphæð næstu þrjú ár þar á eftir,
samtals 200 milljónir króna. Ríkinu
er heimilt að eiga allt að þriðjungs
þátt í framkvæmdum við þjóðar-
leikvanga. Þá hefur KSÍ útvegað
um 300 milljónir króna frá Alþjóða-
knattspyrnusambandinu (FIFA) og
Evrópska knattspyrnusambandinu
(UEFA), þar sem Eggert Magn-
ússon, formaður KSÍ, situr í stjórn.
Hann áætlar að áformuð stækkun
Laugardalsvallar kosti 900–1.000
milljónir króna.
Þórólfur Árnason borgarstjóri
sagði í samtali við Morgunblaðið að
samþykkt borgarráðs lýsti ein-
dregnum vilja Reykjavíkurborgar
til að standa að eðlilegu viðhaldi og
uppbyggingu þjóðarleikvangsins í
Laugardal, svo sómi sé að. „Við
fögnum aðkomu ríkisins að málinu
og einnig erum við ánægð með
sjálfsaflafé Knattspyrnusambands-
ins í gegnum Alþjóðaknattspyrnu-
sambandið og einnig Evrópska
knattspyrnusambandið. Sameinaðir
kraftar munu nýtast betur.“
Fyrirhugaðar framkvæmdir fel-
ast í stækkun stúku, svo að sæti
verða fyrir 10 þúsund manns á leik-
vanginum. Þá verður byggt um
2.900 m2 húsnæði sem rúma mun
fræðslumiðstöð, móttökuaðstöðu,
inngang og skrifstofur. Húsið
leggst utan á eldri byggingu og
mynda húsin eina heild. Aðalinn-
gangur Laugardalsvallar verður
framan við nýju bygginguna. Þaðan
verða svo tengingar í stæði og stúk-
ur vallarins. Þak eldri stúku verður
endurnýjað og fleiri nauðsynlegar
endurbætur gerðar.
Alvöru þjóðarleikvangur
„Á undanförnum árum hefur
okkur fundist að þjóðarleikvangur-
inn í Laugardal standi ekki undir
nafni,“ sagði Eggert Magnússon,
KSÍ, í viðtali við Morgunblaðið.
„Það hefur vantað ýmsa aðstöðu
sem krafist er í dag að þjóðarleik-
vangar hafi. Við höfum séð und-
anfarið mikla uppbyggingu knatt-
spyrnuleikvanga í nágrannalöndum
og í Austur-Evrópu. Nú erum við
að stíga mikilvægt skref í átt til
þess að eignast alvöru-
þjóðarleikvang sem
uppfyllir alþjóðleg skil-
yrði. Það er ánægjulegt
að sjá KSÍ, Reykjavík-
urborg og ríkisvaldið
taka saman höndum
um þetta verkefni.“
Hluti af framkvæmd-
unum fellur undir end-
urnýjun og eðlilegt við-
hald, að sögn Eggerts,
enda er stóra stúkan að
hluta til frá því
snemma á sjöunda ára-
tug síðustu aldar. Þakið
á stúkunni þarfnast
mikillar endurnýjunar,
eins þarf að endurnýja
salerni og aðra aðstöðu sem ekki
uppfyllir kröfur nútímans.
Búið er að hanna nýbyggingarn-
ar og endurbæturnar. Hönnuður
núverandi stúku er Gísli Halldórs-
son arkitekt en hönnuður stækk-
unarinnar er Bjarni Snæbjörnsson
arkitekt hjá T.ark – Teiknistofunni
ehf. Eggert segir að lögð hafi verið
áhersla á að vanda alla hönnun sem
best, enda rísi þessi mannvirki á
einum fegursta stað höfuðborgar-
svæðisins. Eggert segir að undir-
búningur að því að gera Laugar-
dalsvöll að nútíma knattspyrnuvelli
hafi staðið frá því í borgarstjóratíð
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.
Þá hafi borgin sett það skilyrði að
til að hún kæmi að framkvæmdinni
þyrfti ríkið einnig að leggja sitt af
mörkum. Þá hafi einnig hjálpað til
að knattspyrnuhreyfingin sótti 300
milljónir til útlanda. En í hverju
eru endurbæturnar fólgnar?
„Við tókum Laugardalsvöll tals-
vert í gegn 1996–97. Þá var bætt
við nýju stúkunni og 3.500 sætum.
Eins voru lagaðir búningsklefar og
fleira í gömlu stúkunni. Þar með
uppfylltum við alþjóðleg skilyrði
hvað varðar öryggi. Nú erum við að
stíga næsta skref,“ segir Eggert.
Aðstaða fyrir gestamóttöku
„Fjöldi sæta fyrir áhorfendur
eykst í 10.000, en er 7.000 sæti í
dag. Það gerum við
með því að bæta við
báða vængi gömlu
stúkunnar. Einnig
verður bætt við sæt-
um fyrir framan
gömlu stúkuna, niður
að hlaupabrautinni.
Þá verður byggt
þriggja hæða húsnæði
við stúkuna að fram-
anverðu. Á neðstu
hæðinni verður aðal-
inngangur og mót-
taka áhorfenda. Tvær
efri hæðirnar munu
hýsa skrifstofur
Knattspyrnusam-
bandsins og einnig
verður þar fræðslusetur KSÍ og
kennslustofur. Við fáum styrk út á
það frá Alþjóðaknattspyrnusam-
bandinu. Einnig er hægt að nýta
þetta húsnæði til móttöku sérstakra
gesta, en slíkar gestamóttökur hafa
mjög færst í vöxt erlendis. Okkur
hefur alveg skort aðstöðu til að
geta mætt þeirri þörf. Þá geta fyr-
irtæki og aðrir boðið til dæmis við-
skiptavinum sínum á landsleik. Þeir
geta haft móttöku fyrir hópinn í
þessu húsnæði í tengslum við leik-
inn, boðið upp á veitingar og nýtt
tækifærið til kynningar á starfsemi
sinni,“ sagði Eggert.
En hvenær hefjast framkvæmd-
ir?
„Meiningin er að bjóða út upp-
steypuna á húsinu og vængjum
stúkunnar eftir miðjan október, ef
allt gengur samkvæmt áætlun. Þak-
ið verður væntanlega boðið út í des-
ember. Það er stefnt að því að þak-
ið og stækkunin á stúkunni verði
tilbúin um mánaðamót maí–júní á
næsta ári. Það verða tveir lands-
leikir snemma í júní 2005 og þá ætl-
um við að vera tilbúnir með þessa
áfanga. Innréttingar húsnæðisins
verða boðnar út á miðjum vetri og
er stefnt að því að þær verði til-
búnar í lok sumars. Það væri gott
að þær væru tilbúnar fyrir lands-
leik sem áætlaður er í september
næstkomandi.“
Eggert segist eiga sér þann
draum að ljúka uppbyggingu áhorf-
endaaðstöðu við Laugardalsvöll eft-
ir þrjú ár. Þá yrðu byggðar léttar
stúkur við enda vallarins til að loka
honum alveg. Með því yrði sæta-
fjöldi á þjóðarleikvanginum í Laug-
ardal um 14.000. Eggert segir að sá
áfangi sé talsvert minni og ódýrari
framkvæmd en sú sem nú er ráðist
í.
„Við höfum fundið fyrir því að
okkur vantar aðstöðu til að geta
boðið upp á ódýrari sæti í viðbót við
dýrari sæti. Við höfum til þessa
verið bundnir við að selja í sjö þús-
und sæti. Það hefur verið eftir-
spurn eftir miðum og selst hratt
upp á vinsælustu leikina. Við þurf-
um fleiri sæti til þess að þeir sem
ekki hafa rúm fjárráð komist líka á
völlinn. Það skiptir máli, til dæmis
fyrir fjölskyldufólk. Það þurfa allir
að geta komist á völlinn sem vilja.
Erlendis er meiri breidd í miða-
verði á knattspyrnuleiki en okkur
hefur verið kleift að bjóða.“
Eggert kveðst ákaflega þakklát-
ur fyrir þann góða skilning sem
borgaryfirvöld og ríkisstjórnin hafa
sýnt þessu máli. Þar eigi heiður
skilinn bæði borgarstjóri, borgar-
stjórn, menntamálaráðherra og
fjármálaráðherra. „Við í knatt-
spyrnuhreyfingunni höfum aflað
peninga erlendis frá og erum mjög
ánægðir með þann stuðning sem við
höfum fengið frá ríki og borg,“
sagði Eggert.
Greinargerðinni með tillögunni til
borgarráðs, sem samþykkt var í
gær lýkur á þessum orðum:
„Laugardalsvöllur er í eigu
Reykjavíkurborgar og ljóst að við-
halds er þörf, sér í lagi á þaki eldri
stúkunnar, hreinlætisaðstöðu o.fl.
Með því að ríki og KSÍ eru reiðubú-
in að leggja talsvert fé til frekari
uppbyggingar áhorfendasvæðanna
á vellinum er ljóst að nauðsynleg
framlög Reykjavíkurborgar til
mannvirkjanna nýtast betur en
ella.“
Áform um stækkun
Laugardalsvallar
Áform eru uppi um
miklar endurbætur á
Laugardalsvelli. Ætl-
unin er að lagfæra stóru
stúkuna og stækka.
Sætum á vellinum mun
fjölga við það í 10.000.
Ætlunin er að byggja
fræðslu- og skrifstofu-
húsnæði og móttöku-
aðstöðu auk nýs inn-
gangs fyrir áhorfendur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Íslendingar sýndu í sumar að þeir eru tilbúnir að fjölmenna á völlinn. Séð yfir Laugardalsvöllinn á vináttulands-
leik Íslands og Ítalíu. Með fyrirhuguðum viðbótum við stóru stúkuna verða sæti fyrir 10 þúsund áhorfendur.
gudni@mbl.is
Eggert Magnússon,
formaður KSÍ.
Tölvuteikning/T.Ark – Teiknistofan ehf.
Stúkan verður stækkuð um 3.000 sæti. Eins verður reist þriggja hæða hús sem rúmar inngang, húsnæði fyrir
fræðslustarf og móttökur, auk skrifstofa, gangi áform Knattspyrnusambandsins eftir.
SHIRIN Ebadi, núverandi handhafi
friðarverðlauna Nóbels, verður
gerð að fyrsta heiðursdoktor Fé-
lagsvísinda- og lagadeildar Háskól-
ans á Akureyri þann 6. nóvember.
Þetta kemur fram í fréttatilkynn-
ingu frá Háskólanum.
Mannréttindalögfræðingurinn
Shirin Ebadi hlaut friðarverðlaun
Nóbels árið 2003 fyrir þrotlausa
baráttu fyrir mannréttindum í
heimalandi sínu Íran. Shirin Ebadi
er fædd í Íran árið 1947. Hún lauk
lagaprófi frá Háskólanum í Tehran
og var í hópi brautryðjanda úr röð-
um kvenna í dómarastétt. Shirin
Ebadi var forseti borgardóms í
Tehran 1975-79 en eftir byltinguna
1979 var hún neydd til að segja af
sér. Hún er löngu þekkt sem lög-
maður og verjandi baráttufólks fyr-
ir mannréttindum í Íran. Shirin
Ebadi er talsmaður fyrir hófsöm
sjónarmið í trúmálum og fylgir ísl-
amskri endurskoðunarstefnu sem
hún telur að geti vel átt samleið
með mannréttindum og lýðræði.
Hún er sérstakur talsmaður mann-
réttinda flóttafólks, kvenna og
barna, segir í fréttatilkynningunni.
Fyrsti heiðurs-
doktor HA
SVEINN Andri Sveinsson, skipta-
stjóri þrotabús Ferskra afurða á
Hvammstanga, hefur sent Bænda-
samtökum Íslands skriflega stað-
festingu á því að ekkert muni koma
upp í almennar kröfur þrotabúsins.
Það litla af eignum félagsins sem
ekki eru veðsett mun renna til
greiðslu forgangskrafna, að því er
fram kemur á vef Búnaðarsam-
bands Suðurlands.
Kröfur í þrotabú Ferskra afurða
ehf. á Hvammstanga námu samtals
326 milljónum króna. Af þessari
upphæð eru um 19,7 milljónir for-
gangskröfur, 121,3 milljónir eru
veðkröfur og 176,4 milljónir eru al-
mennar kröfur. Rúmar 8 milljónir
króna eru utan skiptaraðar.
Ekkert fæst upp
í almennar
kröfur í þrotabú
Ferskra afurða
ÞINGFLOKKUR Frjálslynda
flokksins lýsir fullum stuðningi við
aðgerðir sjómannasamtakanna við
að viðhalda kjarasamningum og
samningsrétti samtaka sjómanna.
Þetta kemur fram í fréttatilkynn-
ingu. Þingflokkurinn átelur harð-
lega framkomu forsvarsmanna
Brims í þessu máli og hvetur sjó-
menn til órofa samstöðu um kjara-
leg réttindi sín.
Styður sjómanna-
samtökin
OLÍUFÉLAGIÐ ehf., Esso, lækkaði
verð á bensíni og dísilolíu í gær.
Kemur þetta fram í töflu á vefsíðu
félagsins sem uppfærð var í gær.
Bensínlítri án afsláttar kostar nú
111,5 krónur sem er lækkun um 2
krónur og dísilolían lækkaði um
2,50 krónur á lítra og kostar nú
54,60 krónur en kostaði áður 57,1
kr. Verð í sjálfsafgreiðslu hefur
einnig lækkað. Bensínið frá 1,40 til
3 króna á lítra og dísilolían frá 2,40
til 3 króna á lítra.
Esso lækkar
eldsneytisverð
TÓNLISTARKENNARAR hafa vís-
að kjaradeilu sinni og sveitarfélag-
anna til ríkissáttasemjara. Kjara-
samningur þeirra gekk úr gildi um
síðustu mánaðamót.
Auk þess eru í sáttameðferð hjá
ríkissáttasemjara kjaradeila
grunnskólakennara og sjómanna.
Kjarasamningar flestra félaga
opinberra starfsmanna renna út 30.
nóvember.
Tónlistarskóla-
kennarar til
sáttasemjara