Morgunblaðið - 08.10.2004, Side 4

Morgunblaðið - 08.10.2004, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EFTIR PER GUSTAVSSON MYNDABÓKÁRSINS SVONA GERA PRINSESSUR M Á T T U R IN N & D † R ‹ IN STÓRSKEMMTILEG OG FALLEG BÓK FYRIR PRINSESSUR OG PRINSA Á ALDRINUM 2-7 ÁRA LEIKSKÓLAKENNARAR komu færandi hendi í verkfallsmiðstöð grunnskólakennara í gær. Afhentu þeir Eiríki Jónssyni það sem fulltrúi leikskólakennara, Sigríður Mar- teinsdóttir, kallaði táknræna gjöf, með baráttukveðjum og hvatningu í viðræðum við sveitarfélögin. Um var að ræða íslenskt handverk úr Kirsuberjatrénu, grænmálaða grísaþvagblöðru sem innihélt sauða- völu. Sagðist Sigríður ímynda sér að þvagblaðran í samningamönnum gæti litið svona út þessa dagana, ef liturinn væri undanskilinn! Með sauðavölunni er hægt að framkalla Völuspá. Fékk Eiríkur þær leiðbeiningar að hann ætti að leggja sauðavöluna í lófa sér, bera hana upp að vanganum og velta henni á meðan hann ætti að segja: Spyr ég þig vala mín, með gulli skal ég gleðja þig, með silfri skal ég seðja þig, segir þú mér satt, en svei þér ef að þú lýgur. Svo áttu Eiríkur og aðrir í samn- inganefnd kennara að spyrja þess sem verða vildi og láta völuna detta á borð. Ef kryppa völunnar kæmi upp segði hún nei, ef hvilftin kæmi upp segði hún já en ef valan lægi á hliðinni væri svarið „ég veit það ekki“ eða valan vildi ekki spá. Eiríkur tók við gjöfinni með bros á vör og útilokaði ekki að kennarar myndu taka upp þessa tækni í við- ræðunum við sveitarfélögin. Þakk- aði hann fyrir gjöfina og sagði gott að vita af stuðningi fólks utan grunnskólanna. Boðið á Broadway Kennarar fengu aðra gjöf í gær, sem ekki vakti síðri lukku við- staddra. Fulltrúi frá Broadway kom við sama tækifæri í verkfalls- miðstöðina með 600 boðsmiða á frumsýningu á söngkabarettinum Með allt á hreinu. Gilti hver miði fyr- ir tvo þannig að kennarar geta lyft sér upp um helgina með mökum sín- um eða vinum. Morgunblaðið/Sverrir Sigríður Marteinsdóttir leikskólakennari afhendir Eiríki Jónssyni, for- manni Kennarasambandsins, þvagblöðruna, með sauðavölunni í. Fengu völuspá í grísaþvagblöðru EIRÍKUR Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sagði kennurum, sem fjölmenntu í verk- fallsmiðstöðina við Borgartún fyrir hádegi í gær, að hann væri ekki bjartsýnn á að deilan við sveitar- félögin væri að leysast. Var greini- legt á tali hans að þung staða er kom- in upp í kjaradeilunni. Í gærkvöldi, eftir margra klukkustunda fund hjá Ríkissáttasemjara, virtist þó eitt- hvað hafa þokast í deilunni og hefur annar fundur verið boðaður í dag en Eiríkur var ekki bjartsýnn á að svo yrði er hann ræddi við félaga sína í verkfallsmiðstöðinni. Eiríkur sagði að samningafundur á miðvikudag hefði enn og aftur farið í umræður um kennsluskyldu kenn- ara og launaflokka. Lítið hefði þok- ast á þeim fundi og samninganefnd sveitarfélaganna væri stöðugt að reyna að draga kennara til hliðar frá þeirra kröfum. Hann sagðist hafa sagt fulltrúum sveitarfélaganna að viðhorf þeirra gagnvart sumum hópum kennara, einkum íþróttakennurum, væri farið að jaðra við einelti. Enn á ný hefði það viðhorf komið upp að engin ástæða væri til að minnka kennslu- skyldu íþróttakennara. „Orðinn þreyttur á að hlusta á þetta og sagði það hreint út“ „Ég veit ekki hvort það var fram- koma mín í framhaldinu, en ég bara reiddist og lái mér hver sem vill. Ég er orðinn þreyttur á að hlusta á þetta og sagði það hreint út. Í framhaldinu var mér sagt að erfitt væri að eiga orðastað við menn sem væru með dónaskap á fundum,“ sagði Eiríkur. Hann sagði þetta viðhorf sveitar- félaganna, um að ekki væri ástæða til að minnka kennsluskyldu ein- stakra kennara, hafa fyrst komið skýrt fram á fundi með blaðamönn- um Morgunblaðsins í síðustu viku. Þetta viðhorf virtist vera mjög ríkjandi ennþá, um að það ætti að mismuna kennurum. Eiríkur reiknaði með að samn- ingafundur gærdagsins myndi snú- ast áfram um kennsluskylduna. „Við erum tilbúin að láta brjóta á þessu og við munum gera það. Við teljum að okkur hafi verið falið að koma þessu fram og við viljum fá tryggingar fyr- ir því áður en farið verður að ræða launaliðinn.“ Hann sagði kennara standa í ákveðnu áróðursstríði við sveitar- félögin, og vitnaði í því sambandi til ýmissa ummæla og upplýsinga sem þau hefðu látið frá sér í fjölmiðlum að undanförnu. Framvindan myndi skýrast á næstunni. „Oft er búið að segja óbeinum orð- um, frá þeirra hendi, „er það virki- lega svo að þið standið ennþá við kröfurnar sem þið settuð fram?“ Svarið við því er bara já,“ sagði Ei- ríkur að endingu við kennara og hlaut langt og mikið lófaklapp fyrir. Formaður KÍ í verkfallsmiðstöð kennara í Reykjavík í gær „Ég bara reiddist og lái mér hver sem vill“ Morgunblaðið/Sverrir „Svarið er einfaldlega já,“ sagði Eiríkur Jónsson við kennara í verkfallsmiðstöðinni í Reykjavík í gær, um þá spurningu sveitarfélaga hvort kennarar stæðu enn við kröfur sínar gagnvart sveitarfélögunum. FÉLAG umhyggjusamra for- eldra grunnskólabarna og SAMFOK, samband foreldra- félaga og foreldraráða í grunn- skólum Reykjavíkur, efna til fjölskyldudagskrár í Alþingis- húsinu klukka milli 11 og 13 í dag í tilefni „upplausnar og stjórnleysis á heimilum og vinnustöðum íslensks barna- fólks“ að því er fram kemur í tölvuskeyti sem fjölmargir for- eldrar hafa fengið sent. Í skeytinu segir m.a.: „stálp- uð börn og unglinga má skilja þar eftir [í Alþingishúsinu] en ekki væri vitlaust að koma með yngri börnin dálítið þreytt og svöng og láta þau sitja á þing- pöllunum þar til þau byrja að kvarta og kveina.“ Fjölskyldu- dagskrá á Alþingi? HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær karlmann í 5 mánaða fangelsi fyrir tilraun til fjársvika með því að hafa sviðsett umferðarslys í Vattarnes- skriðum í ágúst 2002 til að svíkja út tryggingabætur. Með dómi sínum staðfesti Hæsti- réttur dóm Héraðsdóms Austur- lands frá 17. mars sl. Héraðsdómur var skipaður sérfróðum meðdóm- endum og taldi hafið yfir skynsam- legan vafa að ákærði hefði gerst sek- ur um brot gegn almennum hegningarlögum. Taldi Hæstiréttur ekki efni til að hnekkja þessu mati héraðsdóms. Þá var ekki talið að það ylli vanhæfi annars hinna sérfróðu meðdómenda að hann hefði fyrir 10– 14 árum sem skólameistari í fram- haldsskóla, þar sem sakborningur- inn var við nám, rekið hann úr skól- anum vegna áfengisneyslu. Héraðsdómur taldi það þá vera hafið yfir skynsamlegan vafa, að sak- borningurinn hefði sett á svið um- rætt umferðarslys með því að láta bifreið sína renna af þjóðveginum niður fjallshlíð svo að hún lenti niður í fjöru og stórskemmdist. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir og Haraldur Hen- rysson fyrrverandi hæstaréttardóm- ari. Verjandi ákærða var Stefán Geir Þórisson hrl. og sækjandi Ragnheið- ur Harðardóttir frá ríkissaksóknara. Fimm mánaða fangelsi fyrir sviðsetningu slyss ILLA hefur gengið að ráða fólk til gæslustarfa fyrir börn í fimmta til tíunda bekk Öskjuhlíðarskóla, frá klukkan 13–17 á daginn. Ekki er þvi boðið upp á neina gæslu fyrir þenn- an aldurshóp að skóla loknum. Ný- verið tókst að manna gæslu fyrir börn í 1.–4. bekk. Skólastjóri Öskju- hlíðarskóla sagði í Morgunblaðinu nýverið að þetta væri slæmt, sér- staklega í verkfalli, því eldri börnin hefðu þá hvorki fengið kennslu né gæslu. „Þetta er ekkert nýtt vandamál. Þetta var svona í fyrra þegar Öskjuhlíðarskóli hélt utan um þetta verkefni. Þá var mannekla sem hamlaði því að það væri hægt að fara af stað,“ segir Kristinn Ingv- arsson, deildarstjóri Sérsveitarinn- ar, sem heyrir undir Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur og hefur gæsluna með höndum. Hann segir verkefnið hafa komið til Sérsveit- arinnar fyrir um þremur vikum, en ríki og borg hafa sameinast um að greiða fyrir þjónustuna. Frá þeim tíma, er Sérsveitin fékk verkefnið, hefur verið auglýst eftir fólki en engin svör hafa borist að sögn Kristins. Hann bætir því við að um- sóknir frá foreldrum sem vilja gæslu fyrir börnin sín séu að berast inn um þessar mundir. „Við erum með gæslu núna. Við störfum sem frístundaheimili fyrir fyrsta til fjórða bekk. Í lok þarsíð- ustu viku náðum við að klára að manna það,“ segir Kristinn og bætir því við að reynt sé eftir fremsta megni að manna þær stöður sem eftir eru sem fyrst. Hann segir stöðuna ekki vera góða um þessar mundir. Fólk sæki ekki um þessi gæslustörf, ekki bara hjá þessu frí- stundaheimili [Öskjuhlíðarskóla] heldur hjá frístundaheimilum al- mennt. Óhentugur vinnutími Ástæðuna telur hann fyrst og fremst vera óhentugan vinnutíma, en erfitt er að fá fólk í hálfdagsstarf á milli 13–17. Kristinn bendir á að sumstarfið hjá Sérsveitinni sé mjög öflugt og reynt sé að halda í þá ein- staklinga sem starfa yfir sumartím- ann, t.d. skólafólk. Í boði sé allt nið- ur í 10% starf, en þegar á heildina sé litið þá komi það sér ákaflega illa ef ætlunin sé að halda úti einhverri heildarstefnu í þessu starfi. Hvað sem því líði þá verði að manna þess- ar stöður eins og staðan sé núna og huga svo að heildarstefnunni. Spurður um hvernig fólki þeir séu að leita að, þ.e. hvaða bakgrunn það þurfi að hafa, segir Kristinn: „Við erum annars vegar að leita að stjórnendum. Við höfum fengið ein- hverjar umsóknir þar. Svo eru það almennir starfsmenn, og það eru sárafáar umsóknir sem við höfum fengið þar.“ Gæsla nemenda Öskjuhlíðarskóla Börn í fimmta til tíunda bekk fá ekki gæslu eftir hádegi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.