Morgunblaðið - 08.10.2004, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HRINA SPRENGINGA
Vitað er að a.m.k. þrjátíu manns
biðu bana í hrinu sprenginga sem
urðu á ferðamannastöðum í Egypta-
landi, nálægt landamærunum að Ísr-
ael. 23 biðu bana þegar sprenging
varð í anddyri Hilton-hótelsins í
ferðamannabænum Taba og voru
margir þeirra gyðingar sem þangað
voru komnir í frí. Líklegast er talið
að um hryðjuverk hafi verið að ræða.
Þúsund verslanir Baugs
Baugur Group rekur nú um 1.000
smásöluverslanir í Bretlandi. Fyrir-
tækið hefur fjárfest fyrir 300 milljón
pund, eða 38 milljarða íslenskra
króna, það sem af er þessu ári. Á
sama tíma hefur það selt hluti í
fyrirtækjum fyrir 21,5 milljarða
króna og nemur hagnaðurinn af
þeim viðskiptum 7,6 milljörðum.
Mútað af Saddam Hussein?
Því er haldið fram í skýrslu
bandarískrar vopnaleitarnefndar að
Saddam Hussein hafi borið fé á rík-
isstjórnir og ráðamenn í nokkrum
löndum. M.a. Charles Pasqua, fyrr-
verandi innanríkisráðherra Frakk-
lands, rússneska stjórnmálamann-
inn Valdímír Zhírínovskí og Megaw-
ati Sukarnoputri, fráfarandi forseta
Indónesíu.
Y f i r l i t
Vinnuvélar
VÖRUBÍLAR
PALLBÍLAR
HJÓLAGRÖFUR
LYFTARAR
LIÐLÉTTINGAR
ÖRYGGISMÁL
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull-
trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf
Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl
ÞRÍR menn slösuðust þegar farþegalest og vöru-
flutningalest skullu saman í einum aðgöngum
Kárahnjúkavirkjunar í Glúmsstaðadal í fyrrinótt.
Slysið varð rúman kílómetra frá gangamunn-
anum, en göngin eru alls fimm kílómetrar á lengd.
Tveir menn voru í farþegalestinni og einn í
vöruflutningalestinni. Mennirnir, tveir Kínverjar
og Portúgali, voru allir fluttir á Heilbrigðisstofnun
Austurlands þar sem þeir gengust undir rann-
sóknir. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum voru
mennirnir slasaðir á höfði og hrygg, en hjá heil-
brigðisstofnuninni fengust þær upplýsingar að
mennirnir hefðu slasast nokkuð en þó ekki alvar-
lega.
Farþegalestin var á leið út úr göngunum þegar
vöruflutningalestinni, sem var að flytja steypu og
lestarteina, var ekið inn göngin. Hámarkshraði
lestanna er um 25 km/klst í göngunum, en í kring-
um borinn er 5 km/klst hámarkshraði.
Fylgdust ekki með skjánum
Skv. upplýsingum frá Impregilo biluðu umferð-
arljós sem stjórna flæðinu um göngin og fór vöru-
flutningalestin inn í göngin. Framan á lestunum
eru sjónvarpsmyndavélar og skær ljós og inni í
lestunum sjónvarpsskjáir sem sýna það sem fram-
undan er. Talið er að mennirnir þrír hafi ekki
fylgst með skjánum svo sem vera ber og því ekki
áttað sig á hættunni framundan. Lögreglan á Eg-
ilsstöðum rannsakar nú tildrög slyssins.
Þrír slösuðust í lestar-
slysi á Kárahnjúkum
Talið að biluð umferðarljós og gáleysi hafi
valdið því að tvær lestir rákust saman
Ljósmynd/Ómar R. Valdimarsson
Önnur lestanna sem lenti í umferðarslysi í göng-
um við Kárahnjúka í fyrrinótt.
AÐ minnsta kosti tvö önnur lestarslys hafa orðið
hér á landi, bæði við lest sem notuð var við gerð
Reykjavíkurhafnar á árunum 1913 til 1917.
Í alvarlegra slysinu lést ung stúlka sem lenti
að hluta til undir lestinni í ágúst árið 1916. Hún
missti annan fótinn við slysið og þurfti læknir,
sem reyndi að bjarga lífi hennar, að nema hinn
af. Allt kom fyrir ekki og lést stúlkan á spít-
alanum daginn eftir slysið, samkvæmt frásögn
Morgunblaðsins af atvikinu.
Í hinu slysinu, sem varð í nóvember 1913,
hrundi bjarg sem verið var að hlaða á lestarvagn
í Eskihlíð, og slasaðist steinsmiður nokkuð á
höfði þegar hann reyndi að bjarga sér með því
að stökkva ofan af lestarvagni sem bjargið féll á.
Hann mun þó ekki hafa slasast alvarlega.
Eimreiðin sem notuð var í Reykjavík 1913–17.
Tvö önnur lestarslys
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær pilt
í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi
fyrir kynferðisbrot gegn þrettán ára
stúlku í tvö skipti. Pilturinn er sjálf-
ur þremur árum eldri en stúlkan.
Með dómi sínum var fangelsisrefs-
ing sem ákærði fékk í Héraðsdómi
Vesturlands 3. mars síðastliðinn
staðfest.
Að mati Hæstiréttar hlaut
ákærða að hafa verið ljóst, er hann
átti umrædd kynferðismök við
stúlkuna, að hún var einungis 13 ára
gömul. Því taldist nægjanlega sann-
að að ákærði hefði brotið gegn al-
mennum hegningarlögum í báðum
þeim tilvikum sem ákæran tók til.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Markús Sigurbjörnsson, Garð-
ar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir,
Gunnlaugur Claessen og Hrafn
Bragason. Verjandi ákærða var Þor-
björg Inga Jónsdóttir hrl. og sækj-
andi Sigríður Jósefsdóttir frá rík-
issaksóknara.
Fangelsi
fyrir kyn-
ferðisbrot
!
"
#
$
%&' (
)***
Í TILEFNI af fimmtíu ára afmæli
Borgarskjalasafns Reykjavíkur af-
hentu Samtökin ’78 safninu skjala-
safn sitt til varðveislu. Um er að
ræða skjöl frá fyrstu tveimur ára-
tugum starfseminnar og eru skjölin
mikilvæg heimild um mannrétt-
indabaráttu samkynhneigðra á Ís-
landi. Vitnar það t.d. um baráttuna
fyrir jafnrétti á atvinnu- og hús-
næðismarkaði. Í skjalasafninu má
finna hversu hörð átökin voru á
fyrstu árunum og hversu mikill ár-
angur náðist með þrotlausri bar-
áttu, segir í fréttatilkynningu frá
Borgarskjalasafninu. Skjalasafn
Samtakanna ’78 verður að hluta til
opið almenningi til skoðunar frá
næstu áramótum en í gær var opn-
uð lítil sýning í safninu þar sem
finna má hluta heimildanna. Einnig
er í gangi í safninu afmælissýningin
Reykjavík – á fleygiferð til fram-
tíðar.
Í gær voru liðin fimmtíu ár frá
stofnun Borgarskjalasafns Reykja-
víkur. Þórólfur Árnason borgar-
stjóri opnaði af því tilefni nýjan vef
safnsins, þar sem verður að finna
skrár yfir stóran hluta skjala þess.
Borgarskjalasafn tók við skjölum frá Samtökunum ’78
Heimildir
um bar-
áttuna
Morgunblaðið/Þorkell
Þorvaldur Kristinsson, formaður Samtakanna ’78, afhendir Svanhildi Boga-
dóttur borgarskjalaverði skjöl frá fyrstu áratugum starfsemi samtakanna.
FULLTRÚAR frá bresk/ástralska
fyrirtækinu BHP Billiton eru
staddir hér á landi öðru sinni á
árinu, gagngert í þeim tilgangi að
kanna möguleika á byggingu ál-
verksmiðju á Norðurlandi. Sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins fóru þeir á vettvang í Eyjafirði
og til Húsavíkur í gær og munu í
dag eiga fund með Landsvirkjun.
Er þeim ætlað að afla upplýsinga
fyrir stjórnendur BHP Billiton áð-
ur en til ákvörðunartöku kemur síð-
ar meir.
BHP-Billiton, sem varð til við
sameiningu BHP í Ástralíu og
breska fyrirtækisins Billiton árið
2001, er með stærstu námufyrir-
tækjum heims í málmiðnaði, og hef-
ur m.a. verið helsti seljandi á súráli
til handa Norðuráli á Grundartanga
og keypt þaðan ál. Fyrirtækið
þekkir því vel til íslenska markað-
arins en á sínum tíma sýndi Billiton
því áhuga að reisa álver á Austur-
landi. Eru nú uppi áform um að fara
meira út í álbræðslu, samfara ann-
arri framleiðslu. Helstu starfs-
stöðvar fyrirtækisins eru í Ástralíu,
S-Afríku og London, velta þess er
um 20 milljarðar dollara og starfs-
menn eru í kringum 60 þúsund.
Eins og kom fram í Morgun-
blaðinu fyrr í sumar hafa fleiri ál-
fyrirtæki sýnt því áhuga að reisa ál-
ver á Norðurlandi, m.a. Alcoa og
Rio Tinto. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins er von á fulltrúum
Rio Tinto til landsins á næstu vik-
um, og er það sömuleiðis önnur Ís-
landsheimsóknin á árinu líkt og hjá
BHP Billiton.
Billiton skoðar
Norðurland aftur
Í dag
Sigmund 8 Bréf 32
Úr verinu 13 Minningar 33/36
Viðskipti 16/17 Myndasögur 46
Erlent 18/19 Dagbók 58/59
Minn staður 20 Víkverji 40
Höfuðborgin 21 Staður og Stund 42
Austurland 22 Listir 43/45
Akureyri 22 Af listum 43
Landið 23 Fólk 46/53
Suðurnes 23 Leikhús 48
Daglegt líf 24/25 Bíó 50/53
Umræðan 26/32 Ljósvakamiðlar 54
Forystugrein 28 Veður 55
Viðhorf 30 Staksteinar 55
* * *