Morgunblaðið - 08.10.2004, Side 48
48 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
HEIMILDARMYNDIN Blindsker
– saga Bubba Morthens hefur verið í
um tvö og hálft ár í vinnslu og rekur
ævi Bubba Morthens, eins vinsæl-
asta tónlistarmanns sem fram hefur
komið hér á landi. Leikstjóri mynd-
arinnar er Ólafur Jóhannesson sem
vann hana ásamt Ragnari Santos,
Benedikt Jóhannessyni og Ólafi Páli
Gunnarssyni, Óla Palla á Rás 2.
Óli Palli sá um handritsgerð og
tók mörg og ítarleg viðtöl við Bubba.
Hann segist ungur að árum hafa
dýrkað og dáð Bubba og átti sér
þann draum heitastan að fá að hitta
Bubba þegar hann var fjórtán ára.
„Fyrir mér var hann goðsagna-
kennd persóna. Það má segja að
þessi aðdáun mín hafi hrundið þess-
ari mynd af stað. Það var einfaldlega
ekki til neinn merkilegri maður á lífi
í mínum augum en Bubbi Morthens.
Tildrög myndarinnar er þau að ég
og nafni minn, leikstjórinn, höfðum
unnið fyrir Mósaík og ég bar þetta
undir hann. Við hentum okkur svo í
þetta.“
Ólafur segist hafa sett upp beina-
grind, sópað saman efni og einhent
sér svo í viðtöl.
„Ég dró saman aðföngin en nafni
minn setti saman myndina. Hann sá
algerlega um myndræna útfærslu á
þessari sögu.“
Óli segir Bubba mikinn sögumann
og mikið af efni sem hafi ekki komist
í myndina sjálfa. Mögulegt er að
eitthvað af því verði unnið fyrir
Sjónvarp.
Ólafur segir Bubba það mikla
stærð í íslensku tónlistarlífi að hann
verðskuldi fyllilega svona kvikmynd
og vonandi komi fleiri myndir í kjöl-
farið um íslenskt tónlistarfólk. En
einhvers staðar þurfi að byrja.
„Mér finnst okkur takast að sýna
hvernig Bubbi er,“ segir Ólafur að
lokum. „Það er annar maður undir
þeim Bubba sem almenningur kann-
ast við og við reynum að draga hann
fram. Hann er blátt áfram í mynd-
inni eins og hans er von og vísa og
svaraði öllum mínum spurningum af
mikilli hreinskilni.“
Kvikmyndir | Blindsker – saga Bubba
Morthens frumsýnd í dag
Óli Palli og félagar reyna að fanga hinn sanna Bubba í Blindskeri.
Talað við Bubba
Blindsker – saga Bubba Morthens
verður sýnd í Regnboganum,
Smárabíói og Borgarbíói, Akur-
eyri.
ÍÞRÓTTIR eru ósvikið eitur í bein-
um margra, ég hvet þann hóp ekki
síst til að fjölmenna á Dodgeball,
nýjustu aulamyndina og eina þá
vinsælustu í ár. Ástæðan sú að gert
er mikið grín að hvers kyns keppn-
um og þeim stæltu og spengilegu
ímyndum karlmennskunnar sem
endalaust einoka skjáinn í fótbolta
og öðrum fjöldaíþróttum árið út og
inn. Sigurliðið hins vegar sam-
ansafn vonlausra lúða undir stjórn
buffsins Peters La Fleur (Vaughn),
lánleysingja sem er að rúlla á haus-
inn með líkamsræktarfyrirtæki
sitt, Meðaljón. Á meðan, handan
götunnar, er vöðvabúntið og ster-
tilmennið White Goodman (Stiller),
að leggja undir sig viðskiptin í há-
tæknivæddri ræktarstöð sem heitir
því lítilláta nafni Globe Gym. Good-
man vantar aukið pláss undir bíla-
stæði og þar kemur lóð þrotabúsins
að góðu gagni.
Þegar neyðin er stærst kemur til
sögunnar hinn ósvikni íþróttaandi,
einn minnipokamannanna, sem æfa
hjá Meðaljóni, sér auglýsta verð-
launakeppni í brennibolta (dodge-
ball), úrslitin fara fram í Las Vegas
og sigurlaunin nákvæmlega sú upp-
hæð sem Le Fleur skuldar lán-
ardrottnum sínum. White kemst á
snoðir um ráðabruggið og mætir
einnig til keppni með harðsnúið lið,
Myndin er jafnvel yndislega vit-
skertari en hún hljómar, hrein-
ræktaður farsi um öfgarnar sem
birtast annars vegar í silakeppum
og slagsíðum bjórvömbum og í
„skornum“ og heilaþvegnum rækt-
aridjótum hins vegar, allir fá létt á
snúðinn. Handritshöfundurinn og
leikstjórinn Thurber, sem er nán-
ast nýgræðingur í faginu, þarf
örugglega ekki að óttast atvinnu-
leysi næstu árin en við áhorfendur
getum átt von á keppnismyndum
um Ólsen ólsen, Fallin spýtan og
Eitt strik og sto. Ekki amaleg til-
hugsun.
Thurber heldur það vel utan um
auladelluna sína að áhorfandanum
gefst aldrei tími til að velta fyrir
sér innihaldinu. Þar er kúnstin fal-
in auk þes sem leikhópurinn með
Stiller, Vaughn, Torn og hinn
óborganlega Stephen Root (Office
Space), í fararbroddi, kann tökin á
viðfangsefninu. Hláturinn lengir
lífið og það er alveg óhætt að mæla
með Dodgeball sem fyrirtaks
heilsubótarefni.
Lengi lifi hinn
ósvikni íþróttaandi!
KVIKMYNDIR
Smárabíó, Regnboginnn, Laug-
arásbíó, Sambíóin Kringlunni,
Borgarbíó Akureyri.
Leikstjóri: Rawson Marshall Thurber. Að-
alleikendur: Vince Vaughn, Christine
Taylor, Ben Stiller, Rip Torn. 110 mínútur.
Bandaríkin. 2004.
Brennibolti: Sönn saga af almúgamönn-
um (Dodgeball: A True Underdog Story)
Sæbjörn Valdimarsson
Dellumyndin Dodgeball er ekki
allra, en þó margra.