Morgunblaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 19
ERLENT
Skráning skuldabréfa
í Kauphöll Íslands
Straumur Fjárfestingarbanki hf.
2. flokkur 2004
1.500.000.000 kr.
Nafnverð útgáfu:
Heildarnafnverð flokksins er 1.500.000.000 kr. og
hafa öll skuldabréfin þegar verið seld.
Skilmálar skuldabréfa:
Skuldabréf 2. flokks 2004 eru fimm ára óverðtryggð
eingreiðslubréf. Skuldabréfin bera enga vexti.
Ávöxtun skuldabréfanna er háð þróun
hlutabréfavísitölukörfu sem samanstendur af fjórum
erlendum vísitölum skv. útreikningi sem nánar er
kveðið á um í skuldabréfunum og skráningarlýsingu.
Gjalddagi bréfanna er 30. september 2009 og
greiðist þá höfuðstóll bréfanna. Þremur
viðskiptadögum eftir gjalddaga kemur til greiðsla
tengd hækkun ofangreindrar
hlutabréfavísitölukörfu. Útgáfudagur var 30.
september 2004 og eru skuldabréfin rafrænt skráð
hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. í 5.000.000 kr.
einingum. Auðkenni flokksins í Kauphöll Íslands
verður STRB 04 2.
Skráningardagur:
Kauphöll Íslands mun taka bréfin á skrá þann 12.
október 2004.
Skráningarlýsingu og þau gögn sem vitnað er til í henni er
hægt að nálgast hjá Straumi Fjárfestingarbanka hf.,
Borgartúni 30, 105 Reykjavík, sími: 580-9100, fax: 580-9101
MISTÖK Dicks Cheneys í sjónvarps-
kappræðum varaforsetaefnanna í
Bandaríkjunum hafa glatt mjög and-
stæðinga George W. Bush.
Er Cheney varðist tilteknum ásök-
unum Johns Edwards, varaforseta-
efnis demókrata, í kappræðum á
þriðjudagskvöld benti hann áhorf-
endum á að þeir gætu sannreynt að
hann hefði rétt fyrir sér með því að
sækja heim vefsetrið factcheck.com.
Taldi hann það setur helgað því að
kanna hvort stjórnmálamenn vestra
fari með rétt mál. Þar er hins vegar
eingöngu auglýsingar að finna.
Skömmu eftir að Cheney hafði lát-
ið þessi ummæli falla tóku ábyrgð-
armenn vefsíðunnar að beina net-
umferð frá henni inn á vefsetur
milljarðamæringsins George Soros.
Hann er svarinn andstæðingur Bush
og hefur lagt fram mikla fjármuni í
því augnamiði að fella hann.
Á heimasíðu Soros opnast borði
með eftirfarandi áletrun: „Bush for-
seti ógnar öryggi okkar, skaðar
hagsmuni okkar og grefur undan
gildismati Bandaríkjamanna.“
Cheney fór sem sagt rangt með
veffang þessa seturs sem sérhæfir
sig í að kanna staðreyndirnar að
baki fullyrðingum stjórnmála-
manna. Það er rekið við svonefnda
Annenberg-miðstöð Háskólans í
Pennsylvaníu. Það vefsetur er að
finna á factcheck.org.
Fréttir herma að þúsundir manna
hafi leitað til factcheck.com í þeim
tilgangi að kanna staðreyndir máls-
ins í deilu þeirra Cheneys og Edw-
ards.
Talsmenn factcheck.com, seturs-
ins sem Cheney nefndi, kváðust hafa
beint umferðinni inn á setur George
Soros til að minnka álagið. Ákvörð-
un þeirra hefði einnig verið pólitísk.
Þegar umferðin var mest reyndu
100 manns á sekúndu hverri að
tengjast factcheck.com.
Raunum Cheneys var þar með
ekki lokið því ritstjórar fact-
check.org sendu frá sér yfirlýsingu
þess efnis að hann hefði farið með
rangt mál um atriði það sem þeir
Edwards deildu um í einvíginu.
Mistök Cheneys
kæta fjendur Bush
Beindi netnotendum inn á vefsíðu
andstæðings forsetans
Reuters
Dick Cheney, oft talinn áhrifamesti
varaforseti bandarískrar sögu.
SPÁNVERJAR verða fyrstir aðild-
arþjóða Evrópusambandsins (ESB)
til að greiða atkvæði um nýja stjórn-
arskrá þess. Fer þjóðaratkvæða-
greiðslan fram í landinu 20. febrúar
nk.
Dagsetning at-
kvæðagreiðsl-
unnar var ákveð-
in á fundi sem
Miguel Angel
Moratinos utan-
ríkisráðherra átti
með leiðtogum
þingflokka í báð-
um deildum
Spánarþings.
Ríkisstjórnin
mun kynna afstöðu sína formlega 18.
þessa mánaðar en vitað er að José
Luis Rodríguez Zapatero forsætis-
ráðherra er umhugað um að Spán-
verjar staðfesti nýju stjórnarskrána
fyrstir aðildarþjóðanna 25. Hann
hefur sagt að afdráttarlaus stuðning-
ur við stjórnarskrána muni reynast
fallinn til að styrkja stöðu Spánverja
innan Evrópusambandsins og sýna
fram á að þeir hafi „snúið á ný til
Evrópu“.
Forveri Zapateros í starfi lagði
ríka áherslu á samvinnu við Banda-
ríkjamenn. Þegar afstaða ríkis-
stjórnar Zapateros liggur fyrir mun
hún leggja drög að því að boða til
þjóðaratkvæðagreiðslu. Samkvæmt
stjórnarskrá Spánar þarf slík til-
kynning að liggja fyrir 30 til 120 dög-
um áður en sjálf atkvæðagreiðslan
fer fram.
Niðurstaðan verður ekki bindandi
fyrir ríkisstjórnina. Hin nýja stjórn-
arskrá ESB þarf að fá samþykki
Spánarþings. Vitað er að traustur
meirihluti er fyrir því samþykki.
Spurningin sem lögð verður fyrir
kjósendur hljóðar svo: „Samþykkir
þú sáttmáladrögin sem leggja grunn
að stjórnarskrá Evrópu?“
Spánn og ESB
Fyrstir til
að kjósa um
stjórnar-
skrána
Madríd. AFP.
Jose Luis Rod-
riguez Zapatero.
HERMENN voru í viðbragðsstöðu
í borginni Multan í miðhluta Pakist-
ans í gær eftir mannskæða
sprengjuárás sem gerð var á úti-
fundi róttækra súnní-múslíma í
borginni aðfaranótt fimmtudagsins.
40 manns, hið minnsta, týndu lífi í
árásinni og rúmlega 100 særðust.
Árásin var gerð klukkan 4.30 að
staðartíma í gærmorgun, 23.30 að
íslenskum tíma á miðvikudagskvöld.
Að sögn lögreglu voru tvær
sprengjur sprengdar. Annarri hafði
verið komið fyrir í bifreið, hinni á
mótorhjóli.
Mannfjöldi hafði safnast saman í
Multan til að minnast þess að ár
var liðið frá því herskár leiðtogi
súnníta, Azam Tariq, var veginn.
Hann er talinn hafa borið ábyrgð á
dauða mörg hundruð sjíta sem fylg-
ismenn hans er hópsins Millat-e-
Islamia myrtu.
Tilræðið átti sér stað sex dögum
eftir að 30 sjítar – sem eru af öðr-
um meiði íslamstrúar – biðu bana
við bænagjörð í borginni Sialkot.
Lögregla hafði óttast að þess til-
ræðis yrði hefnt. Fullyrtu súnnítar í
gær að sjítar hefðu verið að verki.
Þetta er sjötta skiptið í ár sem
mikið mannfall verður í átökum rót-
tækra súnníta og sjíta í Pakistan.
Tæplega 170 manns hafa týnt lífi og
hefur blóðbaðið sjaldan verið meira
á þeim tuttugu árum sem hóparnir
hafa barist.
Tugir féllu
í sprengju-
árás
Multan. AFP.
Hefndarmorð í Pakistan
♦♦♦