Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT M argir Tyrkir fögnuðu í gær þeirri sögu- legu ákvörðun leið- toga ríkja Evrópu- sambandsins (ESB) að bjóða Tyrklandi viðræður um aðild að sambandinu en þeir létu í ljósi áhyggjur af erfiðleikunum sem þeir þurfa að yfirstíga áður en Tyrkland getur orðið fyrsta ESB-ríkið þar sem múslímar eru í meirihluta. Tyrknesk stjórnvöld hafa bankað á dyr Evrópusambandsins og fyr- irrennara þess í fjóra áratugi og leið- togar sambandsins samþykktu loks á fundi sínum í Brussel í fyrradag að hefja viðræður 3. október um aðild Tyrklands að sambandinu. Snurða hljóp þó á þráðinn í gær þegar sendinefnd Tyrkja lét í ljósi mikla óánægju með það skilyrði ESB að þeir viðurkenndu í raun ríki Kýp- ur-Grikkja. Málamiðlunarsamkomulag náðist í deilunni í gær og stjórnarerindrekar í Brussel sögðu að tyrkneska stjórnin hefði fallist á að gefa út skriflega yf- irlýsingu um að hún myndi undirrita bókun við tollasamning við ESB um að hann næði til þeirra tíu ríkja sem gengu síðast í sambandið. Þeirra á meðal er gríski hluti Kýpur. Ágreiningur um túlkun samkomulagsins Stjórnarerindrekar í Brussel og leiðtogar nokkurra ESB-ríkja sögðu að með þessu væru Tyrkir „í raun“ að viðurkenna ríki Kýpur-Grikkja. Recep Tayyip Erdogan, forsætis- ráðherra Tyrklands, sagði hins vegar að undirritun bókunarinnar jafngilti „alls ekki viðurkenningu“. Jan Peter Balkenende, forsætis- ráðherra Hollands, viðurkenndi að þetta gæti ekki talist formleg og laga- lega bindandi viðurkenning á ríki Kýpur-Grikkja. „Samkomulagið er þó mikilvægt skref í þá átt.“ Með málamiðlunarsamkomulaginu gefst tyrknesku stjórninni meiri tími til að vinna hugmyndinni um við- urkenningu á ríki Kýpur-Grikkja fylgi í Tyrklandi. Leiðtogar allra 25 ríkja Evrópu- sambandsins lögðu blessun sína yfir samkomulagið, þeirra á meðal forseti ríkis Kýpur-Grikkja. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, sagði að nú væri aðeins eftir að semja um nokkur smáatriði varðandi saminga- viðræðurnar við Tyrki. „Það er öruggt að við hefjum aðildarviðræður 3. október,“ sagði hann. Kýpur hefur verið skipt í tvo hluta frá innrás tyrkneska hersins árið 1974 til að afstýra því að eyjan yrði sameinuð Grikklandi. Ríki Kýpur-Grikkja í suðurhluta eyjunnar nýtur alþjóðlegrar við- urkenningar en Tyrkland er eina rík- ið sem viðurkennir tyrkneska lýð- veldið á norðanverðri eyjunni. Þar eru enn um 40.000 tyrkneskir her- menn. Áður en málamiðlunarsam- komulagið náðist í gær sögðust tyrk- neskir embættismenn hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með þá kröfu ESB að Tyrkir viðurkenndu í raun stjórn Kýpur-Grikkja áður en samn- ingaviðræðurnar hæfust 3. október. Stjórn Tyrklands hafði vonast til þess að viðræðurnar hæfust í apríl og vildi ekki viðurkenna ríki Kýpur-Grikkja fyrirfram. Vilja frekari umbætur Í drögum að tilboði Evrópusam- bandsins eru stjórnvöld í Tyrklandi hvött til að halda áfram pólitískum umbótum og láta ekki pyntingar á föngum viðgangast. Tekið er fram að viðræðurnar leiði ekki sjálfkrafa til inngöngu Tyrklands að ESB, þótt stefnt sé að því. Verði viðræðurnar ekki til þess að Tyrkir fái fulla aðild að Evrópusam- bandinu verður „Tyrkland fest tryggilega við evrópskar stofnanir“. Í drögunum er ennfremur tekið skýrt fram að viðræðunum kunni að verða slitið komi tyrknesk stjórnvöld ekki á þeim efnahagslegu og pólitísku umbótum sem þarf til að uppfylla öll skilyrðin til þess að fá aðild að sam- bandinu. Talið er að samningaviðræðurnar geti tekið 10–15 ár. Óttast að viðræðurnar dragist á langinn Íbúar Istanbúl fögnuðu tilboði ESB en létu í ljósi áhyggjur af skil- yrðunum. „Þetta verður til þess að lífskjörin batna hérna og líka ástand- ið í mannréttindamálum,“ sagði Mutlu Gunel, tvítugur viðskipta- fræðinemi í Istanbúl. „En ég velti því fyrir mér hvort Evrópusambandið gangi alltaf á lagið og leggi fram nýj- ar kröfur. Núna er það Kýpur, seinna verður það eitthvað annað.“ Margir Tyrkir hafa áhyggjur af því að Evrópusambandið líti á sig sem bandalag kristinna þjóða sem reyni að draga samningaviðræðurnar á langinn með nýjum kröfum vegna fordóma í garð múslíma. Tyrkneski dálkahöfundurinn Mehmet Yilmaz lýsti þó tilboði ESB sem „ljósi vonar yfir íslamska heim- inn“. „Við verðum fyrsta dæmið um ríki sem múslímar byggja og getur staðist vestrænar kröfur um lýð- ræði,“ skrifaði hann í tyrkneska dag- blaðið Milliyet. Fái Tyrkland aðild að Evrópusam- bandinu er búist við að hún renni frekari stoðum undir efnahags- uppgang í landinu. Hún myndi einnig styrkja veraldarhyggjuna í tyrk- neskum stjórnmálum og margir Tyrkir myndu líta svo á að vestræn ríki viðurkenndu loks Tyrkland sem hluta af Vesturlöndum. Landið á þeg- ar aðild að Atlantshafsbandalaginu. Tyrkneska stjórnin hefur komið á viðamiklum umbótum til að greiða fyrir aðild að Evrópusambandinu, m.a. dregið úr völdum hersins, bætt ástandið í mannréttindamálum, aukið frelsi fjölmiðla og afnumið dauðarefs- ingar. „Í Evrópusambandinu verða öll vandamál okkar leyst. Heilsugæslan og skólarnir verða betri,“ sagði Durmus Ozcan, 48 ára öryggisvörður í Istanbúl. „En mestu skiptir þó að Evrópusambandið færir okkur efna- hagslegar framfarir.“ Myndi ná til landamæra Íraks Í mörgum löndum Evrópusam- bandsins er þó mikil andstaða við að- ild Tyrklands nú þegar margir Evr- ópubúar efast um ágæti fjölmenningarhyggjunnar. Þeir ótt- ast að aðild svo fjölmenns ríkis, sem aðallega er byggt múslímum, ger- breyti eðli Evrópusambandsins. Fái Tyrkland aðild að Evrópusam- bandinu færist það að landamærum Sýrlands, Íraks og Írans, auk þess sem hún verður til þess að tugir millj- óna múslíma fá þegnréttindi í ESB á sama tíma og margir Evrópubúar hafa áhyggjur af því að um 15 millj- ónir múslíma búa nú þegar í aðild- arríkjum sambandsins. Þessar áhyggjur má rekja til ótt- ans við hryðjuverkastarfsemi ísl- amskra öfgamanna en einnig til þess að margir múslímar eru álitnir hafna veraldarhyggjunni í evrópskum stjórnmálum, jafnrétti kynjanna og aðskilnaði ríkis og trúar. Íslam var þó afnumið sem ríkistrú í Tyrklandi eftir að Tyrkjaveldi soldánsins leystist upp í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Íbúar Tyrklands eru nú um 70,7 milljónir en búist er við að fyrir árið 2020 verði þeir orðnir fleiri en íbúar Þýskalands, sem eru 83 milljónir. Gangi Tyrkland í ESB verður það því fjölmennasta aðildarríki þess. Það myndi færa Tyrkjum veruleg völd innan ESB því að atkvæðavægi aðild- arríkjanna miðast við íbúatölu þeirra. Fréttaskýring | Stuðningsmenn aðildar Tyrklands að Evrópusambandinu fögnuðu í gær tilboði þess um aðildarviðræður við Tyrki og lýstu því sem „ljósi vonar yfir íslamska heiminn“. Í grein Boga Þórs Arasonar kemur þó fram að margir Tyrkir óttast að ESB sé aðeins að vekja tálvonir og dragi viðræðurnar á langinn vegna fordóma í garð múslíma. Vonarljós yfir íslamska heim- inn eða tálvonir? 4"55678918/37:;03:7<78 4    78# )  97! :  )  3;        )5 3)    +  3;     8 <=# "  $ <=# K 5" ' *5*)A(*+ "97*'' ) 7! % 7! . >  6 46?5 !#$   @   " <=# 3;   @ B=    C !* 8  7  4  3+ !8     !8 4 $ >8 J '60' 5*) 7!    3; @)6 , ((7?' ) =         !  / LJ 9;3.052:7"3/3.:74>?8"3/53.0:7 3  !4"5    ,$@'@ $-!# 7!  /%( 3; 2(&  #  3; D7! E(*+/ (( / ''H $. 0+/(*+' '.  - E   7!    , 5 7!     4 $  ";)*) 7!    3; 2 2 #5' 5*)M -9.. '. ) 5'2 N7?'*+ ’Með samkomulaginugefst tyrknesku stjórn- inni meiri tími til að vinna hugmyndinni um viðurkenningu á ríki Kýpur-Grikkja fylgi í Tyrklandi.‘ EVRÓPUBÚAR af armenskum ætt- um mótmæltu fyrirhuguðum við- ræðum við Tyrki um aðild að Evr- ópusambandinu á kröfugöngu í Brussel í gær. Þúsundir Armena, sem búa í ríkj- um ESB, tóku þátt í göngunni og kröfðust þess að Tyrkir við- urkenndu fjöldamorð hermanna Tyrkjaveldis á Armenum á árunum 1915–1917. Armenar segja að hermennirnir hafi þá myrt um eina og hálfa millj- ón manna. Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, tók undir kröfu Armena í gær og sagði að ef Tyrkir við- urkenndu ekki fjöldamorðin yrði aðild þeirra að ESB hafnað í þjóð- aratkvæðagreiðslu í Frakklandi. Í tilboði ESB um aðildarviðræður er þess ekki krafist að tyrknesk stjórnvöld viðurkenni fjöldamorðin. Franska þingið samþykkti ályktun árið 2001 um að þau jafngiltu þjóð- armorði. Um 450.000 Armenar búa í Frakklandi. AP Krefjast þess að Tyrkir viðurkenni fjöldamorð á Armenum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.