Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FAGNA VIÐRÆÐUM
Þeirri ákvörðun leiðtogafundar
Evrópusambandsins að taka upp
formlegar viðræður við Tyrki um að-
ild að sambandinu var víða fagnað í
Evrópu í gær. Sögðu sumir, að um
væri að ræða söguleg kaflaskipti,
sem myndu bæta samskipti kristinna
manna og múslíma og sá fræjum lýð-
ræðis í öllum Mið-Austurlöndum.
Aðrir bentu á, að enn væru mörg ljón
í veginum og Jacques Chirac, forseti
Frakklands, sagði, að fyrir utan að
viðurkenna Kýpurstjórn, yrðu Tyrk-
ir að gangast við fjöldamorðunum á
Armenum í Tyrklandi á dögum fyrri
heimsstyrjaldar.
Brot Fischers fyrnt
Hafi Bobby Fischer brotið gegn al-
þjóðlegu viðskiptabanni Sameinuðu
þjóðanna á Júgóslavíu 1992 með því
að taka þátt í alþjóðlegu skákmóti, þá
myndi það vera talið fyrnt að íslensk-
um lögum, að sögn Davíðs Oddssonar
utanríkisráðherra. Engin viðbrögð
höfðu borist síðdegis í gær frá
Bandaríkjunum við ákvörðun ís-
lenskra stjórnvalda um að veita
Fischer dvalarleyfi hér.
Verk Sólons til sölu
Gallerí Fold hefur nú til sölu tvö
myndverk eftir Sölva Helgason, sem
þjóðþekktur varð undir nafninu Sól-
on Íslandus. Talið er að verkin séu
frá því um 1860. Verkin koma úr
einkaeigu, en afar sjaldgæft er að
verk eftir Sölva séu boðin á markaði.
Vaxtartækifæri
Íslensku fjármálakerfi hefur miðað
aftur á bak á þessu ári, að mati
Bjarna Ármannssonar, forstjóra Ís-
landsbanka. Hann segir vaxtar-
tækifæri Íslandsbanka hér liggja
einkum í íbúðalánum og samþætt-
ingu banka og tryggingaafurða. Þá
séu tækifæri í frekari hagræðingu
fjármálakerfisins.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Bréf 58
Viðskipti 20/21 Messur 61
Erlent 28/30 Kirkjustarf 60/61
Höfuðborgin 33 Minningar 62/69
Akureyri 34 Myndasögur 74
Suðurnes 34 Staður og stund 76
Árborg 35 Dagbók 74/77
Landið 34 Leikhús 78
Listir 36/39 Fólk 80/85
Neytendur 40/41 Bíó 82/85
Ferðalög 37 Ljósvakamiðlar 86
Forystugrein42/43 Staksteinar 87
Umræðan 46/59 Veður 87
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf
Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%&' (
)***
Á FUNDI með starfsfólki Háskólans
í Reykjavík og Tækniháskóla Íslands,
sem haldinn var í gær, var skýrt frá
ráðningu dr. Guðfinnu S. Bjarnadótt-
ur, núverandi rektors Háskólans í
Reykjavík, í starf rektors sameinaðs
skóla, að því er fram kemur í frétta-
tilkynningu. Þar segir að Stefanía K.
Karlsdóttir, rektor Tækniháskóla Ís-
lands, hafi ekki sóst eftir rektorsstöðu
við hinn sameinaða skóla. Hún hyggst
ljúka doktorsnámi sínu á næstu miss-
erum og sinna stjórnar- og nefndar-
störfum auk starfi sínu sem rektor
Tækniháskóla Ís-
lands fram á vor,
að því er segir í til-
kynningunni.
Þar kemur
fram að á fundin-
um hafi jafnframt
verið kynnt áform
um stofnun tækni-
og verkfræði-
deildar þar sem
meðal annars
verði bryddað upp á þeim nýjungum
hér á landi að kenna sérstaklega
rekstrarverkfræði, fjármálaverk-
fræði, hugbúnaðarverkfræði og heil-
brigðisverkfræði.
Einnig var fyrirhuguð stofnun
kennslufræðideildar kynnt, en auk
hefðbundinnar kennaramenntunar
verður sérstök áhersla lögð á að út-
skrifa kennara með góðan undirbún-
ing til kennslu í stærðfræði og raun-
greinum auk kennslu á íþrótta- og
lýðheilsusviði. Við skólann verða
einnig viðskiptadeild og lagadeild
starfræktar, að því er segir í tilkynn-
ingunni.
Guðfinna rektor samein-
aðs háskóla HR og TÍ
Fyrirhuguð stofnun kennslufræðideildar kynnt
Guðfinna S.
Bjarnadóttir
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness
dæmdi í gær tvo menn í 15 mánaða
fangelsi fyrir smygl á rúmlega 300 g
af kókaíni frá Hollandi í byrjun des-
ember í fyrra. Að mati dómsins þótti
sannað að fíkniefnið hafi verið ætlað
að verulegu leyti til sölu hér á landi í
hagnaðarskyni. Neituðu ákærðu
þeim ásökunum.
Í matsgerð sérfræðinga Háskóla
Íslands kom fram að kókaínið var
mjög hreint en það hafði verið falið í
endaþarmi mannanna við komuna til
lands og var með stærstu fíkniefna-
málum sinnar tegundar.
Skilorðsbinding refsingarinnar
þótti ekki koma til álita.
Þeim var gert að sæta upptöku á
324,94 grömmum af kókaíni sem lög-
regla lagði hald á eftir handtöku
þeirra við komuna frá Amsterdam.
Einnig var gerður upptækur varn-
ingur ætlaður til iðkunar hnefaleika
en annar maðurinn framvísaði reikn-
ingi á rauðu hliði hjá tollgæslunni á
Keflavíkurflugvelli þ.e. lægri reikn-
ingi af tveimur og var sakfelldur fyrir
að ætla sér að greiða aðflutningsgjöld
af einungis hluta vörunnar.
Var hann þannig talinn hafa ætlað
að smygla til landsins 45 pörum af
hnefaleikahönskum og þremur höfuð-
hlífum alls að verðmæti 961,5 evrur.
Mönnunum var auk refsingar gert
að borga allan kostnað sakarinnar,
þar með talin 250 þúsund kr. mál-
svarnarlaun hvors verjenda sinna.
Málið dæmdi Finnbogi Alexand-
ersson héraðsdómari. Verjendur voru
hæstaréttarlögmennirnir Sveinn
Andri Sveinsson og Hilmar Ingi-
mundarson. Sækjandi var Eyjólfur
Ágúst Kristinsson fulltrúi sýslu-
mannsins á Keflavíkurflugvelli.
15 mánaða fangelsi
fyrir kókaínsmygl
VEL fór á með þeim Nínu Dögg
Filippusdóttur, Gísla Erni Garð-
arssyni og bresku leikkonunni Jo-
önnu Lumley að lokinni sýningu
Vesturports á Rómeó og Júlíu í
Playhouse-leikhúsinu í Lundúnum í
fyrrakvöld. Lumley er fyrsta stór-
stirnið úr bresku leikhús- og kvik-
myndalífi sem fer með lítið hlut-
verk í sýningunni – sem felst í því
að fara með lokaorð verksins – en
fleiri sigla í kjölfarið á næstu dög-
um. Þannig steig Jenny Seagrove á
svið með íslenska leikhópnum í
gærkvöldi og í kvöld er röðin komin
að sjálfri Vanessu Redgrave.
Að sögn Gottskálks Dags Sigurð-
arsonar framleiðanda og leikara í
sýningunni féll Lumley mjög vel
inn í hópinn. „Hún horfði á fyrri
hlutann en eftir hlé kom hún á bak-
við og var með okkur. Joanna var
mjög ánægð með þetta og skemmti
sér vel – var bara ein af hópnum.
Þetta var líka mjög gaman fyrir
okkur hin og gaf okkur aukinn
kraft. Joanna er alveg yndisleg
manneskja.“
Gottskálk segir að þátttaka
Lumley hafi vakið talsverða athygli
ytra en í fyrradag komu bæði menn
frá bresku blöðunum og ríkissjón-
varpinu, BBC, og ræddu við hana.
„Því er ekki að neita að við fáum
fína kynningu út á þetta,“ segir
Gottskálk./85
Lumley féll vel inn í hópinn
Ljósmynd/Daniel Sambraus
KRÖFUR í þrotabú Véla og þjón-
ustu nema allt að 1,3 milljörðum
króna og er stærsti kröfuhafinn KB
banki. Fyrsti skiptafundur var
haldinn í gær og er hugsanlegt að
næsti skiptafundur verði í febrúar
nk. Almennar kröfur í þrotabúið
nema tæpum milljarði. Forgangs-
kröfur eru þó ekki nema 22 millj-
ónir, einkum vegna þess að engar
launakröfur eru gerðar þar sem
starfsmenn fluttu sig ásamt öllum
umboðum hins gjaldþrota félags yf-
ir í nýtt félag, Vélaborg ehf.
Lýst er 176 kröfum í búið og
mögulegt að fleiri bætist við er-
lendis frá.
1,3 milljarða
kröfur í þrotabú
NÝR geisladiskur Stuðmanna kem-
ur út samhliða bíómyndinni Í takt
við tímann, sem frumsýnd verður
annan í jólum. Til að gefa lands-
mönnum forsmekk að músíkinni í
myndinni komu í gærkvöldi út á
geisladiski í takmörkuðu upplagi
17 valin Stuðmannalög af þeim 30,
sem eru í myndinni.
Stuðmaðurinn Jakob Frímann
Magnússon segir hér um að ræða
eitt þúsund eintök sem ákveðið var
að gefa út fyrir jólin. „Þetta er
smjörþefur fyrir þá allra óþolin-
móðustu og væntingafyllstu,“ segir
Jakob.
Smjörþefur fyrir
þá óþolinmóðustu
Morgunblaðið/Golli
Höskuldur í Skífunni réttir Ragn-
hildi Gísladóttur fyrsta eintakið.
SÁTTAFUNDI í kjaradeilu samn-
inganefnda Félags leikskólakenn-
ara og sveitarfélaganna sem hófst
fyrir hádegi í gær var frestað í
gærkvöldi til næsta miðvikudags.
Haldnir hafa verið langir fundir
hjá sáttasemjara frá því sl. mánu-
dag og hafa viðsemjendur farið ít-
arlega yfir málið en Ásmundur
Stefánsson ríkissáttasemjari segir
þó lítið hægt að segja um efni við-
ræðnanna enn sem komið er.
„Menn eru að reyna að komast
áfram í gegnum þetta og þurfa að
skoða málin í sínum hópi.“
Sáttafundi
frestað