Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í MORGUNBLAÐINU var fyrir
stuttu áhugaverð umfjöllun um
íbúaþróun á Norðvesturlandi. Um-
ræðan í tengslum við þá umfjöllun
hefur verið áhugaverð
og vil ég með þessari
grein leggja mitt af
mörkum í þeirri um-
ræðu og um leið
minna á mikilvægi
æðri menntastofnana í
þróun byggðar á Ís-
landi.
Á Norðvesturlandi
eru þrír ungir háskól-
ar; Landbúnaðar-
háskólinn á Hvann-
eyri, Viðskiptahá-
skólinn á Bifröst og
Hólaskóli, háskólinn á
Hólum. Áhrif þessara mennta-
stofnana á samfélagið eru mikil og
til að mynda hefur uppbygging
Viðskiptaháskólans á Bifröst
margfaldað íbúafjölda þar ásamt
öðrum jákvæðum áhrifum á sam-
félagið á svæðinu.
En víkjum að Hólaskóla, háskól-
anum á Hólum. Skólinn á rætur að
rekja til skóla Jóns Ögmunds-
sonar, helga, sem stofnsettur var
1106 og hefur starfað nær óslitið
síðan, fyrst sem presta- og latínu-
skóli og síðan búnaðarskóli frá
árinu 1882. Í dag er á Hólum öfl-
ugur háskóli í stöðugri þróun, þar
sem boðið er upp á nám í þremur
deildum; ferðamáladeild með
áherslu á menningu og náttúru,
fiskeldisdeild þar sem áherslan er
á fiskeldi og fiskalíffræði og
hrossaræktardeild þar sem reið-
mennska, þjálfun og ræktun eru í
fyrirrúmi.
Þróun Hólaskóla frá því að vera
bændaskóli yfir í að verða að há-
skólastofnun hefur tekið sinn tíma
og má í raun rekja aftur til ársins
1980 þegar nýtt uppbyggingar-
tímabil hófst í starfsemi skólans
eftir nokkra lægð. Hröðust hefur
þróunin verið síðustu 5 til 6 árin
og náði hún ákveðnu hámarki með
nýrri reglugerð vorið 2003 sem
gerir skólanum kleift að útskrifa
fólk með háskólagráður. Það er nú
gert í ferðamála- og fiskeldisdeild
en þar geta nemendur annars veg-
ar lokið námi eftir 1 ár með dip-
loma eða hins vegar eftir þriggja
ára háskólanám með BA/BS-gráðu.
Einnig er reiðkennaranám við
hrossabraut skólans á
háskólastigi. Samhliða
þróun í átt til háskóla-
náms hefur verið lögð
rík áhersla á samstarf
við aðrar háskóla- og
menntastofnanir, bæði
hér heima og erlendis
m.a. um gagnkvæmt
mat á námi, rann-
sóknir og starfs-
mannaskipti.
En hvaða áhrif hef-
ur skólastofnun eins
og Hólaskóli á þróun
byggðar? Hjá Hag-
stofu Íslands fengust upplýsingar
um þróun og aldurssamsetningu
byggðar á Hólum aftur til ársins
2000. Á tímabilinu 2000–2003 fjölg-
aði fólki með lögheimili á Hólum
frá því að vera 59 árið 2000 upp í
92 árið 2003 (mynd 1).
Ef litið er á aldursdreifingu og
breytingar í aldurssamsetningu
íbúanna (mynd 2) þá sést að á Hól-
um er ungt samfélag, meðalaldur
íbúanna er lágur og þar vantar
greinilega inn tvo hópa fólks, ann-
arsvegar fólk komið yfir sextugt
og hinsvegar unglinga á mennta-
skólaaldri. Þetta má skýra með
lágum aldri íbúanna að börnin eru
einfaldlega ekki komin á þann ald-
ur að fara í framhaldsskóla.
Þessar niðurstöður gefa okkur
vísbendingar um mikilvægi háskóla
í þróun byggðar og nýtast m.a. til
að gera sér grein fyrir því sam-
félagi sem þar dafnar og hvaða
þjónustu er þörf á. Uppbygging
Hólaskóla hefur áhrif á stærra
svæði en eingöngu á Hólum, sam-
legðaráhrifin koma þannig fram í
samfélaginu í kringum skólann,
ekki síst á Sauðárkróki, með auk-
inni eftirspurn eftir þjónustu við
íbúa, nemendur og starfsfólk. Nú
er m.a. verið að byggja níu íbúðar-
hús með 42 íbúðum á Hólum og á
Sauðárkróki er vinna við fisk-
afræðasetur í fullum gangi en
þangað hefur meginhluti starfsemi
fiskeldisdeildar Hólaskóla verið
fluttur.
Óbein áhrif háskóla á samfélagið
eru ekki síður mikilvæg. Háskólar
auka nýsköpun á þeim svæðum
þar sem þeir starfa og auðvelda
m.a. íbúum að leita sér menntunar
þar sem nýjar hugmyndir og verk-
efnavinna getur leitt til uppbygg-
ingu nýrra og fjölbreyttra atvinnu-
tækifæra. Auk þess draga háskólar
að sér menntað starfsfólk sem
margir hverjir vinna að meistara-
eða doktorsgráðum, m.a. í sam-
starfi Hólaskóla, Háskóla Íslands
eða Háskólans í Guelph í Kanada.
Þessir einstaklingar vinna að rann-
sóknaverkefnum sem síðar geta
leitt til nýsköpunar og atvinnu-
tækifæra á því svæði.
Þróun og uppbygging skóla eins
og Hólaskóla, háskólans á Hólum,
er mjög mikilvægur þáttur í
byggðaþróun og við uppbyggingu
byggðar í landinu. Mikilvægt er að
koma þætti æðri menntastofnana
enn skýrar að í umræðunni um
byggðaþróun. Mikilvægara er að
hlúa vel að þeim háskólastofnunum
sem fyrir eru og með öflugri upp-
byggingu þeirra má auka nýsköp-
un og þannig byggja upp öflugt og
lifandi mannlíf.
Mikilvægi háskóla
í byggðaþróun
Bjarni K. Kristjánsson fjallar
um mikilvægi æðri mennta-
stofnana í þróun byggðar ’Þróun og uppbyggingskóla eins og Hólaskóla,
háskólans á Hólum, er
mjög mikilvægur þáttur
í byggðaþróun og við
uppbyggingu byggðar í
landinu. ‘
Bjarni K. Kristjánsson
Bjarni K. Kristjánsson er sérfræð-
ingur við Hólaskóla, háskólann á
Hólum, og starfar þar við kennslu
og rannsóknir í fiskeldi og líffræði
auk þess að stunda doktorsnám við
Hólaskóla og Háskólann í Guelph
í Kanada.
Mynd 2. Aldursdreifing og breytingar í aldurssamsetningu íbúa á Hólum á
árunum 2000–2003. Gögn fengin frá Hagstofu Íslands.
Mynd 1. Þróun mannfjölda á Hólum á árunum 2000–2003. Gögn eru fengin
hjá Hagstofu Íslands.
Á RÁÐHERRAFUNDI í
Reykjavík hinn 24. nóvember sl.
var lögð fram stefnumótun norð-
urheimskautsráðsins um málefni
hafsins sem var unnin
undir stjórn PAME
(Protection of the
Arctic Marine Envir-
onment) vinnuhópsins
síðastliðin tvö ár.
Stefnumótunin tekur
til meginathafna sem
hafa áhrif á hafsvæði
norðurheimskaut-
svæðisins, þar með
taldar strendur,
vatnasvið árbakka og
önnur svæði sem
tengjast vistkerfi
hafsins. Þessi stefnu-
mótun opnar fyrir
mikilvæg tækifæri til að tengja
heilnæmt ástand hafsvæða Norð-
urslóða við framkvæmd ýmissa al-
þjóðlegra samninga og sam-
komulaga svo sem
Hafréttarsáttmála SÞ, Loftslags-
samning SÞ og Stokkhólmssamn-
inginn um þrávirk lífræn efni
(POPs). Grunnurinn að stefnumót-
uninni er að hafsvæði norðurslóða
verði fyrir mun víðtækari áhrifum
mengunar en áður sem rekja má
til hlýnunar vegna loftslagsbreyt-
inga og örs vaxtar hagkerfisins,
hvort tveggja afleiðingar af aukn-
um hnattrænum áhrifum á norð-
urslóðum. Því má þó ekki gleyma
að þetta hefur líka í för með sér
aukin tækifæri til í nýtingar auð-
linda sjávar og nálægra svæða.
Hin öra tæknilega og efnahagslega
þróun á norðurheimskautssvæðinu
hefur áhrif á menningu og lífsgæði
íbúa þar. Þessar breytingar eru
bæði áskorun og tækifæri fyrir
ríkisstjórnir og samfélög á þessum
svæðum í að móta markvissa áætl-
un sem stuðlar að framgöngu
sjálfbærrar þróunar á hafsvæðum
norðurslóða.
Markmið stefnumótunar norð-
urskautsráðsins er að:
• Stöðva og/eða draga úr meng-
un á hafsvæðum norðurslóða
• Varðveita fjölbreytileika líf-
ríkis og vistkerfi hafsvæðanna
• Stuðla að betra
lífi fyrir alla íbúa
norðurheimskautsins
og svæða sem að því
liggja
• Viðhalda og auka
sjálfbæra nýtingu
auðlinda hafsins á
svæðinu
Orsakir hinna um-
hverfis-, hagfræði- og
félagslegu breytinga
á norðurslóðum eru
aðallega annars vegar
vegna loftslagsbreyt-
inga en um það er
fjallað í skýrslu ACIA
(Arctic Climate Impact Assess-
ment) sem birt var á ráðstefnu um
loftlagsbreytingar á norðurslóðum
hinn 9.–12. nóvember sl hér á
landi og þar má finna 10 meginnið-
urstöður varðandi áhrif á norð-
urslóðum. Hins vegar er orsökin
vegna hins mikla vaxtar í efna-
hagskerfum sem kallar á aukin
umsvif á norðurslóðum sem m.a.
má greina í auknum siglingum og
olíuvinnslu. Efnahagslega eru
auknir möguleikar fyrir nýja
markaði og ný tækifæri. Sjáv-
arfang, auðugar steinefnisnámur
og kolvetnisbirgðir verða sífellt að-
gengilegri vegna tæknilegra fram-
fara og auðveldari ferðalaga um
hafsvæði Norðurslóða vegna
minnkandi íss. Líklegt er að um
hafsvæðin opnist afkastamiklar og
áhugaverðar siglingaleiðir. Þessar
breytingar leiða til aukinnar
áhættu fyrir umhverfið en eru
einnig tækifæri fyrir félagslega og
hagfræðilega þróun með auknum
fjárfestingum og auðveldara að-
gengi að vörum og þjónustu.
Norðurskautsráðinu gefst tæki-
færi til að hafa forystu á al-
þjóðavettvangi um að beita sam-
þættri vistkerfislegri nálgun til
þess að ná settum markmiðum við
verndun og nýtingu auðlinda hafs-
ins. Meginatriði þessarar nálgunar
felur í sér að skoða málið frá
mörgum hliðum svo sem, lang-
tímasýn, viðurkenning á því að fólk
sé óaðskiljanlegur hluti af vistkerf-
inu og virðingu fyrir sjálfbærri
þróun auðlinda. Vistkerfisleg nálg-
un felur einnig í sér að allar að-
gerðir hafi lágmarks áhrif á um-
hverfið og tekur tillit til
félagslegra, efnahagslegra og
stjórnmálalegra þátta auk þátta
tengdum atvinnugreinum. Stjórn-
valdslegar aðgerðir verður að
framkvæma í raunhæfum þrepum
þar sem neikvæð áhrif á umhverfið
eru lágmörkuð, líffræðilegur fjöl-
breytileiki verndaður og stuðlað að
hagsæld íbúa á norðurslóðum. All-
ar aðgerðir verða að byggjast á
skýrum markmiðum og traustri
stjórn sem tekur tillit til ófyr-
irséðra áhættuþátta og nýtir sér
bestu mögulegu þekkingu á hverj-
um tíma.
Stefnumótun norðurskauts-
ráðsins í málefnum hafsins
Hrefna Guðmundsdóttir
fjallar um stefnumótun
norðurheimskautsráðsins
Hrefna
Guðmundsdóttir
’Norðurskautsráðinugefst tækifæri til að
hafa forystu á alþjóða-
vettvangi um að beita
samþættri vistkerf-
islegri nálgun til þess að
ná settum markmiðum
við verndun og nýtingu
auðlinda hafsins.‘
Höfundur er fræðslu- og upplýs-
ingastjóri hjá Umhverfisstofnun.