Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 67 MINNINGAR kringum hann Davíð og verður allt- af í minningunni. Davíð var ekki flíkinn maður en alltaf fannst vel hans tilfinning, án orða, nærvera hans var góð hvort sem var í fagn- aði eða á erfiðum tímum. Auður, Dagný og Edda, þið eigið mína dýpstu samúð og Davíð minn Kári, þú leysir vandamálið með keðjuna á reiðhjólið sem þið afi voruð að glíma við. Minningin er dýrmæt eign, Auður mín. Blessuð sé minning Davíðs Helgasonar. Sigurjón Yngvason. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson.) Þessar ljóðlínur komu í huga minn er Auður sagði mér andlát Davíðs, laugardaginn 4. þ.m. Þetta voru slæm tíðindi, eitthvað sem maður á erfitt með að sætta sig við, þrátt fyrir að allir sem komnir eru til vits og ára viti að tryggasti föru- nautur mannsins er dauðinn. Það er bara hvenær. Davíð var glæsilegur maður og fínn drengur, jákvæður í betra lagi og lét ekki hlutina vaxa sér í augum, enda sýndi framtak þeirra hjóna það þegar þau drifu sig í það að selja íbúð sína hér fyrir sunnan og flytja austur á Egilsstaði. Kaupa þar hús og hefja margþættan rekstur, óskyldan því sem þau höfðu áður stundað og tókst það frábærlega. Þess varð ég áskynja í haust er við Guðrún brugðum okkur austur og dvöldum í sumarhúsi á Eiðum í vikutíma. Þá skiptumst við á heim- sóknum og nutum samvistanna, það var notalegur tími. Og ekki má gleyma áhugamálinu, en það fór fram á Ekkjufellsvellinum, golfvelli þeirra Héraðsbúa. Auðvitað var Davíð þar fremstur meðal jafn- ingja, kominn á kaf í félagsmál þeirra golfara og ýmsa þætti er snertu völlinn og hvernig mætti auka áhuga Héraðsbúa á sportinu, með fjölgun meðlima í huga. Þessi heilbrigði áhugi ætti ekki að koma neinum á óvart sem Davíð þekktu, enda kom hann ekki af fjöllum í þessum efnum. Hann var formaður Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ til margra ára og dreif marga góða hluti þar áfram með dugnaði og smekkvísi. Það væri hægt að minn- ast margra skemmtilegra atvika af löngum vináttuferli okkar Davíðs, en læt hér staðar numið. Ekki hvarflaði að mér er við kvöddumst, að þetta væri síðasta handtakið, þarna fyrir austan. Hann vel á sig kominn, á góðum aldri og mörg heillandi verkefni framundan. En enginn má sköpum renna, kallið er komið. Kæra Auður. Við Guðrún vottum þér, dætrum þínum og nánustu ættingjum, okkar dýpstu samúð. Minning um góðan dreng lifir. Ásgeir Nikulásson. „Golf liggur vel fyrir þér,“ sagði samspilari minn upp úr þurru einn dag í júlímánuði árið 1987. Við vor- um að klára níundu holuna og höfð- um báðir spilað nokkuð vel. Ég þekkti manninn ekkert og tilviljun réð því að við röltum völlinn saman þennan sólskinsdag. Hann hafði unnið hollið en taldi ekki eftir sér að hrósa samspilaranum örlítið – svona til að bæta upp fyrir sig- urinn. Ummælin voru dæmigerð fyri Davíð, en ég vissi það ekki þá. Daginn eftir hitti ég Gunnar Svavarsson, forstjóra Hampiðjunn- ar, til að ganga frá ráðningu minni í fjármálastjórastarf Hampiðjunn- ar. Hjá Gunnari var þá mættur samspilari minn frá deginum áður. Gunnar kynnti þar fyrir mér deild- arstjóra röra- og endurvinnslu- deildar, Davíð Helgason. Þrátt fyr- ir tuttugu ára aldursmun urðum við fljótt vinir. Hampiðjan hafði nokkrum árum fyrr hafið röraframleiðslu og nokkru síðar endurvinnslu á næl- onnetum. Davíð var áhugasamur og metnaðarfullur fyrir hönd sinnar deildar. Enginn rekstur í iðnaði er auðveldur en rekstur röra- og end- urvinnsludeildar á þeim tíma var þó einhver sá snúnasti sem und- irritaður hefur kynnst. Davíð tókst á við erfið verkefni af jákvæðni og yfirvegun. Þá hafði Davíð einstak- lega gott lag á sölu- og markaðs- málum deildarinnar og öll sam- skipti við viðskiptamenn voru honum einstaklega auðveld. Og golfhringirnir í Mosó urðu fleiri. Miklu fleiri. Flestir spilaðir í gamni en þó einn og einn í alvöru þar sem titillinn „golfari Hampiðj- unnar“ var lagður undir. Báðir vild- um við gjarnan hafa þá nafnbót. Davíð var keppnismaður, en sá kurteisasti og prúðasti sem ég hef kynnst. Íþrótt sem leggur upp úr heiðarleika, prúðmennsku og tillits- semi gat ekki átt betri sendiherra en Davíð. Hann var formaður Golf- klúbbs Kjalar á þeim tíma og naut þess í hvívetna að starfa við völlinn sinn og fyrir félagana. Þá var íþróttamaðurinn Davíð Helgason fjölhæfur og vel að sér. Hann var körfuboltamaður að upp- lagi, golfari af ástríðu, liðtækur í snóker, teknískur borðtennisspilari og sundmaður sem synti sér til heilsubótar á hverjum degi í ára- raðir og notaði eingöngu útiklefa – sama hvernig viðraði. Ég reyndi að temja mér sundbakteríuna en gafst upp þegar ég hríðskjálfandi fann ekki fötin mín þar sem þau hafði fennt í kaf. Þá var Davíð nokkuð skemmt. Davíð hætti störfum hjá Hamp- iðjunni árið 1998 þegar þau hjónin fóru til Los Angeles í Kaliforníu. Auður fór þar í framhaldsnám í næringarfræði en um þau fræði var Davíð einnig mikill áhugamaður. Þegar þau hjón komu heim fluttu þau fljótlega til Egilsstaða. Þrátt fyrir fjarlægðir hélst vinskapurinn og nokkrum hringjum og dögum náðum við saman, en eftir á að hyggja allt of fáum. Við fyrrverandi samstarfsmenn Davíðs í Hampiðjunni þökkum hon- um hin góðu kynni. Auði, dætr- unum og öðrum aðstandendum eru sendar innilegustu samúðarkveðj- ur. Jón Guðmann Pétursson. Við kynntumst Davíð Helgasyni og konu hans Auði Ragnarsdóttur er við hjónin bjuggum í Los Angel- es haustið 2001. Með okkur tókst hinn mesti vinskapur. Voru tíðar heimsóknir okkar á milli og ófáar stundirnar sem við áttum saman. Við hjónin vorum einmitt stödd í Los Angeles nú í byrjun desember þar sem við minntumst meðal ann- ars samverunnar með Davíð, Auði, Dagnýju og Davíð Kára. Okkur brá því við að sjá, í flugvél Flugleiða á leið til Íslands, tilkynningu um and- lát Davíðs. Davíð var alveg sérstakt prúð- menni og bar með sér hlýju og vin- arþel sem erfitt var að fara á mis við. Davíð lét sig t.d. ekki muna um að aka stórborgina þvera og endi- langa til að bjarga okkur þegar við höfðum óvart læst lyklana inni í bílnum okkar. Þar er Davíð vel lýst. Sannur vinskapur er ekki bund- inn við jarðarsviðið og endar ekki þó svo að við leggjum frá okkur efnisklæðin eitt af öðru. Sá kær- leikur og vinskapur sem einkenndi persónu Davíðs Helgasonar mun halda áfram að ylja aðstandendum og vinum um ókomna tíð. Við viljum votta Auði, Dagnýju, Davíð Kára, Eddu, Kristínu og öðr- um í fjölskyldu Davíðs okkar mestu samúð á þessum tímamótum. Og biðjum alveruna að styrkja þau í sorginni. Við varðveitum minninguna um Davíð með kærri þökk fyrir að hafa fengið að kynnast þessum góða manni. Bjarni og Edda Borg.  Fleiri minningargreinar um Dav- íð Helgason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höf- undar eru: Georg H. Tryggvason. ✝ Gísli Magnússonbóndi á Vöglum í Blönduhlíð í Skagafirði fæddist þar 24. ágúst 1921. Hann lést á Sjúkra- húsi Skagfirðinga á Sauðárkróki 4. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Kristján Gíslason bóndi og skáld á Vöglum, f. á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð 31. mars 1897, d. 25. mars 1977, og kona hans Ingibjörg Stefánsdóttir húsfreyja frá Þverá í Blönduhlíð, f. 14. apríl Hafþór Gísli. 3) Magnús Hart- mann verkfræðingur í Reykjavík. Maki Salvör Kristjana Gissurar- dóttir lektor. Börn þeirra Ásta Lilja og Kristín Helga. 4) Þorkell bóndi á Víðivöllum í Blönduhlíð. Maki Linda Christina Vadström húsfreyja. Börn þeirra Lilja Hafl- ína og Elín Rós. 5) Gísli Björn bóndi á Vöglum í Blönduhlíð. 6) Þrúður snyrtifræðingur í Kópa- vogi. Maki Hallgrímur Júlíusson sölufulltrúi. Börn þeirra Tinna og Lára. 7) Sindri matvælafræðing- ur og bóndi í Brekkukoti í Blönduhlíð. Maki Anna Baldrún Garðarsdóttir hjúkrunarfræðing- ur. Börn þeirra Kristján Bohra, Heiðar Sigurmon og nýfætt sveinbarn. 8) Óðinn starfsmaður bútæknideildar Háskólans á Hvanneyri í Borgarfirði. Gísli verður jarðsunginn frá Miklabæjarkirkju í Blönduhlíð í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1898, d. 11. feb. 1971. Eiginkona Gísla er Kristín Heiður Sigur- monsdóttir búfræð- ingur og bóndi á Vöglum, f. í Kolkuósi í Viðvíkurhreppi í Skagafirði 2. ágúst 1933. Gísli og Kristín giftu sig 22. júlí 1956. Börn þeirra eru: 1) Ingibjörg húsfreyja í Víðinesi í Hjaltadal í Skagafirði. Maki Gunnar Guðmunds- son bóndi. Börn þeirra eru Gísli, Ólöf Dís og Signý. 2) Sigurlína kenn- ari í Hafnarfirði. Sonur hennar Þeir sem um Skagafjörð fara taka eftir bæ hátt í fjalli. Bæjarhúsin lýsa bjartsýni og þjóðerniskennd milli- stríðsáranna þegar reist voru hús og skólar í íslenskum burstabæjarstíl. Andi þessa hæfir Vöglum vel. Amma mín sagði mér að tvö bæjarstæði væru fegurst í Skagafirði, annað að Vöglum þar sem hvítlit bæjarhús skera sig úr grænu túni og úthaga í hlíðum Akrafjalls. Oft þekkjum við deili á fólki án þess að hafa hitt það, þannig held ég að hafi verið með okkur Gísla. Ég hefði kosið að hitta hann fyrr á lífs- leiðinni og oftar. Asanum var ekki fyrir að fara, rólegur og yfirvegaður sat hann við borðsendann, með eilítið úfið hár, fitlandi við pípuna og bauð gestum að þiggja veitingar. Allt varð að umræðuefni en listin fólst í rök- ræðunni, hvernig efnið var vegið og metið og hvaða ályktun mátti af henni draga. Sumir læra listina að hlusta og rökræða af langri skóla- göngu en aðrir í skóla lífsins og eru umfram allt búnir þessum góða eig- inleika. Saga, afkoma fólks og þjóðar eða illska heimsins var jafnt til umfjöll- unar. Út fjörðinn sér til eyja og fram til jökla en framundan er sagan með örnefnum eins og Örlygsstöðum, Flugumýri og Víðimýri. Saga þjóð- veldisins var jafnan á takteinum með tilvitnunum og djúpu innsæi. Bú- háttabreytingar sveitarinnar voru fyrir augum bóndans í bókstaflegri merkingu. Almenningur í Afganistan bar ekki mikið úr býtum það hafði hann líka kynnt sér. Gísli var andans maður og á ekki langt að sækja það. Tvisvar bauð hann mér til stofu, ann- ars sátum við í eldhúsinu. Stofunni hafði hann breytt í bókasafn, deild tímarita væri nær að segja, svo vel búinni að sérhverju landsbókasafni væri sómi að. Þar er að finna öll helstu íslensk tímarit í frumútgáfum vel innbundin. Sjaldgæfar bækur leynast þar með. Bókavörðurinn var aðeins einn og ekki þurfti að leysa af fyrr en þá nú. Safnið talar sínu máli um mat hans á fróðleik og gildi menntunar og er enn frekar staðfest með stúdentshúfum barna þeirra Kristínar meðal bókanna. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Magnús Pétursson. Við viljum með þessum orðum minnast tengdaföður okkar, Gísla Magnússonar, bónda á Vöglum í Blönduhlíð. Gísli fæddist á Vöglum og bjó þar allt sitt líf. Gísli var mann- kostamaður, sjálfstæður, frændræk- inn og stoltur bóndi sem treysti á sjálfan sig og fjölskyldu sína. Hann var harðduglegur og verklaginn og vann í upphafi búskapar síns myrkr- anna á milli enda þurfti mörg hand- tök á stóru sveitabýli. Með árunum jókst vélvæðingin og synir hans tóku við bústörfum og þá gafst Gísla tóm til að sinna hugðarefnum sínum. Gísli var ákafur bókasafnari, hann átti mörg þúsund binda bókasafn og margar bækur hafði hann bundið listilega inn sjálfur. Hann var list- rænn og innhverfur og hafði næmt auga fyrir handverki. Hann var fróð- ur, víðlesinn og stálminnugur. Hann unni jörðinni sinni, sveitinni sinni og firðinum sínum. Hann var trúaður maður á sinn hátt, honum þótti vænt um kirkjuna sína á Miklabæ og prestshjónin voru vinir hans, hann safnaði biblíum en hann sagði líka að enginn bóndi gæti búið nema í sátt við þá vætti sem byggju í landinu. Gísli var afar heimakær, hans heimur var Skagafjörður og hann var óþrjót- andi uppspretta sagna og fróðleiks um skagfirska sögu og skagfirskan nútíma. Það var gæfa Gísla að kvænast góðri konu, Kristínu Heiði Sigur- monsdóttur frá Kolkuósi, og voru þau samferða gegnum lífið í næstum því hálfa öld. Þau voru samhent og sam- taka í öllu og aldrei féll styggðaryrði á milli þeirra. Þar komu saman sterk- ir stofnar en þó ólíkir. Bæði voru hjónin frá bæjum þar sem náttúru- fegurð er stórbrotin og feður þeirra voru litríkar og þekktar persónur á sinni tíð í Skagafirði, þeir voru at- hafnamaðurinn Sigurmon í Kolkuósi sem stundum rak meira en hundrað hrossa stóð um land sitt og skáldið og bóndinn Magnús á Vöglum en ljóð hans Undir bláhimni snertir ennþá strengi í Íslendingum. Kristín og Gísli eru bæði afkomendur drengja sem urðu eftir á Íslandi þegar fjöl- skyldur þeirra fóru til Vesturheims. Bernskuheimkynni Kristínar eru Kolkuós sem stendur við opið haf þar sem jökulsáin Kolka steypist fram í sjó. Þar var víðfræg hrossarækt og ræktað hið þekkta Kolkuóskyn. Bær- inn Vaglar stendur hins vegar hátt uppi í Blönduhlíð og afleggjarinn þangað bugðast fagurlega upp hlíð- ina og minnir á fjallvegi. Útsýnið á Vöglum er svo stórkostlegt að hver sem kemur þar í fyrsta sinn hlýtur að verða snortinn – það minnir á feg- ursta útsýnið í Þórsmörk. Þar sést yf- ir Héraðsvötnin og út á sjó til Drang- eyjar og inn til heiða og fjallarhringurinn báðum megin við fjörðinn blasir við. Húsið á Vöglum er háreist og þar eru tvær burstir. Einu sinni stóð þar torfbær og Gísli ólst upp í torfbæ. Gísli var einkabarn og faðir hans var einnig einkabarn. Gísli og Kristín eignuðust átta börn. Fyrstu búskap- arár þeirra bjuggu fjórar kynslóðir á bænum, Þrúður amma Gísla, Ingi- björg og Magnús foreldrar hans og svo ungu hjónin með ört vaxandi barnahóp sinn. Kristín er búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal og stundaði einnig nám við húsmæðraskólann á Löngumýri. Gísli tók gagnfræðaskólapróf á Ak- ureyri og sennilega hefur hugur hans staðið til lengra náms en hann sneri heim og tók við búinu. Kristín og Gísli lögðu bæði kapp á að hvetja börn sín til að mennta sig og luku öll átta systkinin stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri og mun vera einsdæmi að svo stór systkinahópur ljúki þar námi. Það getur nærri hve erfitt það hefur verið fyrir bændafólk að kosta svo mörg börn til náms fjarri heimkynnum sínum, einu sinni voru fjögur systkinanna á sama tíma í Menntaskólanum á Akureyri. Gísli var stoltur af námsafrekum barna sinna en þau stóðu sig framúrskar- andi vel í skóla og sum unnu til verð- launa. Efst á bókaskápunum á Vögl- um eru átta stúdentshúfur. Börn Gísla og Kristínar fóru öll í langskóla- nám nema þeir tveir synir sem stað- næmdust strax á Vöglum og hófu bú- skap þar. Fjögur af börnum Gísla og Kristínar búa í Skagafirði, þrír synir vinna við búið á Vöglum og Víðivöll- um og ein dóttir býr í Víðinesi í Hjaltadal. Barnabörnin eru orðin á annan tug og það yngsta aðeins nokk- urra vikna gamalt. Gísli hafði lengi áhyggjur af því að ekkert barna hans tæki við búinu. En hann varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að þrír synir hans höfðu brenn- andi áhuga á búskap og hafa byggt áfram upp búið undanfarna tvo ára- tugi. Fyrst voru það tveir synir, Þor- kell og Gísli Björn, og þeir keyptu einnig nærliggjandi stórjörð, Víði- velli, og hófu þar kornrækt og tún- rækt. Síðan bættist þriðji bróðirinn, Sindri, í hópinn. Bræðurnir hafa byggt upp blómlegt bú, aukið við ræktunarlandið og keypt meiri kvóta og haldið þeirri varfærni sem ein- kenndi foreldra þeirra – að skulda helst engum neitt. Nú er Vaglabúið með stærstu kúabúum í Skagafirði og búskaparhættir eru allir nýtískuleg- ir, það eru vélmenni sem moka flór- inn, kjarnfóðurgjöf er tölvustýrð, fjósið er lausagöngufjós með mjalt- arklefa þar sem flókin tölva er í hverjum mjaltarbás. Það er langt síð- an Gísli hætti að fara í fjósið en allt til dauðadags fylgdist hann vel með bú- skapnum og vakti yfir velferð búsins. Það er erfitt fyrir nútímafólk með fjörutíu stunda vinnuviku að skilja hver mikil vinna á kúabúi var fyrir nokkrum áratugum og hve bindandi slíkur búskapur var og er. Kristín og Gísli áttu aldrei frí og þó veikindi steðjuðu að þá varð samt að fara í fjós. Kristín hefur unnið á búinu alla daga, allan ársins hring í næstum hálfa öld. Það er með söknuði sem við kveðj- um tengdaföður okkar Gísla Magn- ússon og þökkum honum samfylgd- ina, við vitum að við eigum ekki framar eftir að koma að Vöglum og hitta Gísla fyrir með pípuna sína, há- vaxinn og myndarlegan mann með þykkt silfurgrátt hár og gullinbrúna húð. En við munum finna nærveru hans og hlýhug hans til jarðarinnar sinnar sem stendur svona fallega efst uppi í hlíðinni. Faðir hans Magnús orti svo um Vagla: Efst á hjalla bæ minn ber bergs á stalla snösum Daga alla angar hér ilmur af fjallagrösum. Salvör Gissurardóttir, Hallgrímur Júlíusson. GÍSLI MAGNÚSSON Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.