Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ SigtryggurKristmundur Jörundsson fæddist á Flateyri við Ön- undarfjörð 5. ágúst 1909. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Ísafjarðarbæjar 10. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jörundur K. Ebenezerson, f. 1.12. 1862, d. 13.8. 1936, og Sigríður Árnadóttir, f. 13.8. 1874, d. 18.2. 1963. Systkini Sigtryggs eru: Guðjón, f. 15.1. 1894, d. 22.9. 1921; Ebenezer, f. 30.7. 1895, d. 11.11. 1913; Ingibjörg, f. 30.9. 1896, d. 6.12. 1984; Rakel Katrín, f. 24.3. 1899, dó vikugömul; Rak- el Katrín Jóna, f. 17.9. 1900, d. 6.5. 1956; Gísli Guðbjartur, f. 8.9. 1901, d. 22.9. 1921; Sigurjón Árni, f. 14.10. 1903, d. 20.2. 2000; Gratíana Sigríður, f. 29.6. 1905, d. 28.4. 1972; Ágúst Guðmundur, f. 6.11. 1906, d. 19.5. 1964; Jó- hann Guðbjartur, f. 20.5. 1908, d. 26.4. 1995; Hannes Hjalti, f. 24.3. 1912, d. 11.7. 1979; Guðrún Ebba, f. 6.10. 1914; Gunnar, f. 10.11. 1915, d. 25.12.1992; og Sigurður Páll, f. 5.12. 1918, d. 23.12. 1992. Sigtryggur kvæntist 1. desem- ber 1934 Hjálmfríði Sigurást ur, andvana f. 1951. 10) Jón Björn, f. 15.11. 1954, maki Magdalena Sirrý Hafnfjörð Þór- isdóttir, f. 14.4. 1955. Þau eiga tvö börn. 11) Hreiðar, f. 6.7. 1956, maki Sigurrós Erlingsdótt- ir, f. 19.6. 1956. Þau slitu sam- vistum. Þau eiga þrjú börn. Sam- býliskona Salóme A. Þórisdóttir, f. 1.9. 1956. 12) Katrín, f. 11.8. 1959, maki Steingrímur Jónsson, f. 14.11. 1960. Þau eiga þrjú börn. Afkomendur Sigtryggs og Hjálmfríðar eru nú 107 talsins. Hinn 1. desember sl. héldu þau hjón, Sigtryggur og Hjálmfríður upp á sjötíu ára brúðkaupsaf- mæli sitt. Sigtryggur ólst upp á Flateyri til fimm ára aldurs og síðar í Álfadal á Ingjaldssandi við Ön- undarfjörð en bjó á Ísafirði frá 1930 til dánardægurs. Skóla- ganga Sigtryggs var ekki löng, einungis nokkrar vikur í barna- skóla. Hann hóf ungur sjó- mennsku og stundaði hana fram á sjötta áratug síðustu aldar. Eft- ir það vann Sigtryggur alla al- menna vinnu í landi. Gekk í múr- verk, ók vörubíl, var kranamaður og brunavörður hjá Slökkviliði Ísafjarðar um árabil. Síðast starfaði Sigtryggur hjá Hraðfrystihúsinu Norðurtanga við ýmiss konar viðhald og var vaktmaður á togurum fyrirtæk- isins. Meðfram sínum föstu störf- um stundaði Sigtryggur ýmsa íhlaupavinnu. Útför Sigtryggs verður gerð frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Guðmundsdóttur, f. 19.8. 1914. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Jónsson, f. 4.8. 1872, d. 8.10. 1960, og Anna Jóns- dóttir, f. 13.7. 1871, d. 12.12. 1944. Börn Sigtryggs og Hjálm- fríðar eru: 1) Guðjón Gísli Ebbi, f. 22.9. 1935, maki Halldóra Þorláksdóttir, f. 12.9. 1936. Þau eiga fimm börn. 2) Guðmundur Annas, f. 24.12. 1937, d. 10.3. 1961. 3) Alda Erla, f. 24.6. 1939, maki Birgir Hermannsson, f. 22.9. 1939. Þau eiga fjögur börn. 4) Jörundur Sigurgeir, f. 29.6.1942, maki Helga Sigurgeirsdóttir, f. 18.2. 1940. Þau eiga fjögur börn. 5) Anna Guðrún, f. 5.9. 1944, maki Árni Sigurbjörnsson, f. 9.4. 1941. Þau slitu samvistum. Þau eiga fjögur börn. 6) Tryggvi Marías, f. 9.3. 1946, maki Guðrún Ásbjörg Stefánsdóttir, f. 20.1. 1948. Þau eiga fjögur börn. 7) Hólmfríður, f. 26.10. 1947, maki Árni Gunnar Sigurjónsson, f. 21.4. 1945, d. 27.2. 2000. Þau áttu fjögur börn. 8) Árni, f. 9.12. 1949, maki Guð- björg Skúladóttir, f. 17.7. 1956. Þau eiga tvö börn. Fyrir átti Árni einn son. 9) Óskírður dreng- Sigtryggur Jörundsson, tengdafað- ir minn, lést á Heilbrigðisstofnun Ísa- fjarðarbæjar 10. desember sl. á nítug- usta og sjötta aldursári. Vel að því kominn að fá að kveðja eftir langa, farsæla og vinnusama ævi. Margs er að minnast eftir hátt í hálfrar aldar kynni. Efst í huganum er síðasta stórveislan sem Tryggvi tók þátt í en það var stórafmæli þeirra hjóna. Í ágúst s.l. átti Tryggvi 95 ára afmæli og Fríða, eiginkona hans varð níræð. Allir afkomendur sem áttu heimangengt, eða um eitthundrað manns, söfnuðust saman í blíðskap- arveðri í skíðaskálanum í Tungudal við Skutulsfjörð þessa helgi og fögn- uðu þessum tímamótum. Efst í minn- ingunni eru þau hjónin sitjandi sam- an, brosmild og glöð, í samræðum við afkomendurna og glatt var á hjalla. Stutt var í húmorinn hjá Tryggva og mikið hlegið að ýmsum athugasemd- um hans, eins og svo oft áður. Heiðurshjónin Tryggvi og Fríða hafa átt saman langa og farsæla ævi en þau áttu 70 ára brúðkaupsafmæli 1. desember s.l. Hjónaband sem stóð jafnlengi og meðalmannsævi. Þau hjónin áttu miklu barnaláni að fagna og eignuðust tólf börn en tíu þeirra eru á lífi. Afkomendahópurinn telur rúmlega eitthundrað manns. Kynni okkar Tryggva hófust þegar ég, ung að árum, kom inn á heimili þeirra Fríðu, sem væntanleg tengda- dóttir. Mér var óskaplega vel tekið. Á heimilinu í Silfurgötu bjuggu þá ennþá sex börn og var Tryggvi yngri, eiginmaður minn, elstur þeirra. Mér sem einkabarni fannst heimilislífið af- skaplega heillandi. Í Silfurgötunni var svo sannarlega líf í tuskunum og vel haldið á öllum málum. Verkaskipting á heimilinu var skýr en engum þótti þó tiltökumál að ganga í óhefðbundin verk þegar þurfa þótti. Fjölskyldan í Silfurgötu, með Tryggva eldri í fararbroddi, ræddi hávært um ýmis málefni og til að byrja með hélt ég að fjölskyldan væri alltaf að rífast. Þrátt fyrir hávaðann var greinilega mikil samheldni og glens og gaman. Svona er fjölskyldan enn þann dag í dag þegar hún kemur saman. Hann tengdapabbi var mjög skoð- anafastur og fylginn sér, svo jaðraði við þrjósku. Oft voru teknar góðar „rimmur“ í eldhúsinu um ýmis mál- efni. Tryggva þótti nú best að hafa síðasta orðið. Stundum kom hann heim til mín að leita að verkfærum sem hann hafði lánað nafna sínum. Þá átti hann til að skamma mig rækilega fyrir minnisleysi sonarins að hafa ekki skilað verkfærunum og svo var hann rokinn. Næst þegar við hittumst létum við sem þetta hefði aldrei gerst. Þegar ég, komin á fullorðinsár, ákvað að fara suður í háskóla þá var hann ekkert að skafa utan af því og sagði við mig: „Ertu svo vitlaus að þú þurfir að fara í skóla, fullorðin kona?“ Hann sá heldur ekki mikinn tilgang í upp- eldisfræðinni sem ég valdi að nema. „Kona, sem var búin að koma fjórum börnum á legg!“ Hann var þó fremst- ur í flokki að gleðjast með mér að af- loknu námi og sagði að ég væri „bara dugleg“. Það þótti mér gott hrós frá honum. Að vera duglegur var mikill kostur í Tryggva augum. Tengdapabbi var alla tíð útsjónar- samur þúsundþjalasmiður. Allt sem hann tók sér fyrir hendur lék í hönd- unum á honum. Hann var ótrúlega duglegur við að útvega sér aukastörf til að brauðfæða fjölskylduna og var alltaf að vinna. Yfirleitt hljóp hann við fót. Minnist ég þess að hafa heyrt hann segja: „Ég hef aldrei verið þreyttur en stundum svolítið lúinn.“ Þetta er nú orðatiltæki í fjölskyldunni ef einhver kvartar. Ekki sá Tryggvi eftir sér við að að- stoða börn og barnabörn við húsbygg- ingar og lagfæringar, allt fram á efri ár. Smíðar, múrverk, flísalagnir, við- gerðir, allt lék þetta í höndunum á honum. Innréttingar smíðaði hann heima í bílskúr og kom með færandi hendi. Hann gerði við bílana sína og aðstoðaði við bílaviðgerðir innan fjöl- skyldunnar. Einnig voru framleiddir ýmsir konar smámunir til hagsbóta fyrir heimilin og til að gleðja barna- börnin. Ekki má gleyma harðfiskin- um sem hann verkaði, svo til ein- göngu til að gefa fjölskyldunni. Tryggva féll aldrei verk úr hendi og honum þótti erfiðast við ellina að verða „alveg ónýtur til verka“. Þegar honum fór að förlast sjón og fínhreyf- ingar varð ég oft vitni að yndislegu samspili feðganna er þeir unnu saman að ýmsum lagfæringum í Silfurgöt- unni. Sá eldri vildi ekki gefast upp og vildi vinna verkið en sá yngri sagði aldrei um það orð. Þetta var eins og þegjandi samkomulag feðganna. Að því kom þó yfirleitt að tengdapabbi sagði: „Æ, þú gerir þetta fyrir mig, Tryggvi minn.“ Yfir þessu var viss dapurleiki en hann hélt þó alltaf fullri reisn. Tengdapabbi, dyggilega studdur af Fríðu, hélt í heiðri ýmis gildi innan fjölskyldunnar, s.s.heiðarleika, trú- mennsku, kappsemi, að kunna að bjarga sér og að láta verkin tala. „Alltaf að reyna og ekki að gefast upp,“ var hans viðkvæði. Einnig var alltaf stutt í húmorinn og hláturinn. Þessir eiginleikar lifa í afkomendun- um, svo og handlagnin. Þessir eigin- leikar eru arfurinn sem hann eftirlæt- ur afkomendum sínum og þessi manngildi eru mun meira virði en ein- hverjar krónur. Í börnum okkar hjóna sé ég þessa eiginleika endurspeglast og er stolt og þakklát fyrir. Enda ekki nema von, því börnin okkar fjögur voru daglegir gestir á heimili afa síns og ömmu öll uppvaxtarárin. Þar fengu þau kakó og meðlæti, góðar samræður, þeim lögð lífsgildin og þau hvött til að bjarga sér. Yfir öllum smásigrum var fagnað og barnabörnin fengu sömu heilræðin og börnin höfðu áður fengið. Þegar þau svo eignuðust fjölskyldur og heimsóttu afa og ömmu með sín börn endurtók sagan sig. Fyrir allt þetta ber að þakka. Kæri Tryggvi, afrek þitt í lífinu var mikið. Þú lifir áfram í afkomendun- um. Þakkir fyrir allt. Farðu í Guðs friði. Þín tengdadóttir, Guðrún Á. Stefánsdóttir. Nú er hann elsku afi okkar horfinn á braut eftir langa ævi og er hans sárt saknað. Afi og amma í Silfurgötu hafa alltaf átt sérstakan stað í hjörtum okkar systkinanna og í raun verið órjúfanlegur hluti af lífi okkar alla tíð. Frá blautu barnsbeini höfum við átt athvarf hjá ömmu og afa, fengið að setja blautu vettlingana okkar í mið- stöðvarkompuna eða á ofninn í for- stofunni, drukkið skolp eins og kakóið hennar ömmu kallast, borðað brauð og kökur og notið þess að spjalla við ömmu og afa um allt milli himins og jarðar. Hversu oft ætli við höfum hlaupið í Silfurgötuna í löngu frímín- útunum, komið þar við meðan beðið var eftir tónlistarskólanum eða þegar við áttum leið um bæinn?. Og það skipti ekki máli hvort við vorum ein eða vinir okkar með. Alltaf vorum við velkomin. Það hafa verið mikil forréttindi að fá að njóta félagskapar afa og ömmu í Silfurgötu öll þessi ár. Ótal minningar streyma fram í hugann. Afi að vinna að hinu og þessu, keyrandi um á gulu Lödunni, hlæjandi, talandi svolítið hátt og stundum eitthvað að þráast við. Já, það verður ekki minnst á afa nema minnast á þráann. Stundum þegar afi beit eitthvað í sig varð hon- um lítt haggað, hvað sem tautaði og raulaði, því hann var svo þrár en það var einhvern veginn bara afi. Afi var alla tíð vinnusamur og dug- legur. Hann hafði fyrir stórri fjöl- skyldu að sjá og þurfti alltaf að vinna mikið. Eftir að formlegri starfsævi lauk sat hann heldur ekki auðum höndum, margt þurfti að laga og smíða. Ófáar minningarnar eigum við um afa í skúrinni að smíða eða verka harðfisk og í kompunni uppi á lofti smíðandi fiskigogga. Tryggvi afi var bæði útsjónarsamur og afskaplega handlaginn. Mörg barna okkar hafa sofið í ungbarnavöggu sem hann smíðaði upp úr annarri, vöggu sem afi þeirra svaf líka í hálfri öld áður. En afi smíðaði ekki bara hefðbundna hluti, hann fékk nefnilega stundum einstak- ar hugmyndir. Okkur þótti til dæmis mikið til þess koma þegar hann smíð- aði sér sláttuvél og notaði til þess mótor og blað úr hjólsög. Af þessari verklagni og útsjónarsemi afa nutum við systkinin öll góðs af, allt fram á síðustu ár. Hálfáttræður smíðaði hann eldhúsinnréttingu fyrir Stefán og enn eldri skáp fyrir Jakob. Heið- rúnu hjálpaði hann með skólaritgerð SIGTRYGGUR JÖRUNDSSON ✝ Þórólfur Stefáns-son fæddist í Hús- ey í Hróarstungu 28. desember 1914. Hann lést á Landspítala Landakoti, deild 5, í Reykjavík 8. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Stefán Björn Einars- son frá Hrollaugs- stöðum í Hjaltastaða- þinghá, f. 19. maí 1880, d. 5. júlí 1917 og Guðný Þórólfs- dóttir frá Uppsölum í Eiðaþinghá, f. 26. júlí 1889, d. 3. apríl 1979. Eldri bróðir Þórólfs, ólfs eru Jónína, Einar, Guðrún og Kristbjörg, á lífi eru Guðrún og Kristbjörg. Þórólfur var ókvæntur og barn- laus. Þórólfur flutti frá Múlastekk árið 1953 að Ási á Egilsstöðum, heimili Kristbjargar og Svavars. Þar bjó hann þar til hann flutti í sína eigin íbúð að Lagarási 2 árið 1968. Þór- ólfur lauk tveggja vetra námi frá Alþýðuskólanum á Eiðum árið 1940 og trésmíðanámi frá Iðnskólanum á Egilsstöðum árið 1963. Hann vann mest við smíðar og lengst á Tré- smíðaverkstæði Kaupfélags Hér- aðsbúa á Egilsstöðum. Sönglíf var stór þáttur í lífi Þórólfs. Í Egils- staðakirkju söng hann í áratugi og nú seinni ár með Eldriborgarakór Egilsstaða. Útför Þórólfs fer fram frá Egils- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þorgeir, f. 22. júní 1912, d. 30. júní 1912. Yngri drengur fæddur andvana 3. apríl 1917. Hálfsystkini Þórólfs, börn Guðnýjar og Jóns Ísleifssonar, eru Guð- geir, Lukka, Snorri, Egill, Kristmann og Sæbjörg. Þórólfur ólst upp í Húsey fyrstu tíu ár ævi sinnar en fór 11 ára að aldri í Múla- stekk í Skriðdal og voru fósturforeldrar hans þar hjónin Krist- ín Ólín Einarsdóttir og Sigurbjörn Árnabjörnsson. Fóstursystkini Þór- Við sátum ofar skýjum og dreypt- um á kaffi í sólskininu og lognvær- unni og vélin haggaðist varla. Við vissum bæði að þetta yrði okkar síð- asta samverustund. Austurlandið okkar beggja skart- aði sínu fegursta á skjannahvítri vetrarslá. Dyrfjöllin glóðu í skamm- degissólinni og spegilsléttur Lögur- inn með sínum sérstæða mjólkurlit- aða og blágræna lit var svellaður hér og hvar. Ég hélt utan um hendurnar þínar á leiðinni og við sögðum fátt; stundin var hljóð og fögur. Þú: Maður veit ekkert hvað verður … það veit enginn hvað verður … það þýðir ekkert að plana neitt. Ég sam- sinnti því. Eftir nokkurt hlé í þögn, þakkaði ég þér allt, samfylgdina frá blautu barnsbeini og alla tryggðina. Þú svaraðir: Það var ekkert – lítillátur að vanda. Við þögðum íhugul saman um stund, þetta var þægileg þögn eins og ætíð. Ég: Þú tekur á móti mér, þegar ég kem hinum megin? Þú hváðir við og eftir að ég hafði endurtekið bónina svaraðir þú: Ég get gert það. Ég hef löngum dáðst að áhuga þín- um og elju í félagsstarfi og ekki síst í söngnum, þrátt fyrir heyrnarskerð- ingu og meira og minna ýlfrandi heyrnartæki. Áhugi á manneskjum og dýrum var þér líka í blóð borinn. Við röbbuðum oft, m.a. um fugla og lífsbaráttu þeirra og eins hesta. Hestarnir sem þú áttir voru þér jafn kærir og mannfólkið og þú hlakkaðir til að fá að hitta þá aftur. Þetta gætu verið klárarnir þínir sagði ég og benti á flugfélagsservíett- urnar með vængjuðu fákunum. Þú svaraðir ekki þurftir þess ekki enda ekki svaravert; snerir þér þess í stað að glugganum og horfðir út … sól- argeisli lék um fölan vangann þinn. Eflaust hefurðu oft verið einmana, þó aldrei hefðirðu orð á því. Það eru bæði frelsi og fjötrar því samfara að kjósa einlífi. Þetta er óvenju gott kaffi sagðir þú. Ég kinkaði kolli og bætti við …og veðrið það er lygnt og bjart eins og lífið þitt. Þú jánkaðir því hugsi ... hneigðir höfuðið og ... lyngdir aftur augunum. Guð geymi þig, Tóti minn. Þín Ingunn St. Svavarsdóttir Yst. Tóti var mér kær. Hann var eng- um líkur. Tóti var alltaf góður við mig. Hann lofaði okkur að búa heima hjá sér þegar við komum til Egils- staða. Við komum þangað á hverju sumri og gistum þá alltaf hjá Tóta. Tóti sat og saumaði sína sauma af fuglum, köttum, allskyns sauma. Ég sat hjá honum á kvöldin og horfði á hann sofa rótt í stólnum fyrir framan sjónvarpið. Hann Tóti kenndi mér að vera þolinmóð. Elsku Tóti er farinn upp til himna til Einars og englanna. Hann lýsir upp jörðina þar sem hann horfir á mig. Melkorka Gunnarsdóttir. Elsku Tóti minn. Það verður skrýtið að koma í Eg- ilsstaði nú þegar þú ert ekki lengur þar. Við fjölskyldan vorum alltaf vön á fá hangikjöts- og saltkjötsilminn í fangið um leið og við fórum að nálg- ast Lagarásinn. Og af ilminum tók við skælbrosandi andlit og útréttur faðmurinn. Já, það var sko ekkert slor að vera gestur á þínu heimili. Það fékk ég svo sannarlega að reyna þegar ég bjó hjá þér veturinn ’97–’98. Sambúðin gekk sérlega vel hjá okkur og við áttum mjög góðar stundir saman, ekki síst í kringum áhugamál okkar beggja, sönginn. Ég man sér- staklega eftir ákafanum í okkur eitt kvöldið þegar við hlupum í einum spretti úr kirkjunni, þar sem við höfðum verið á tónleikum, og alla leiðina heim, til að ná einhverjum söngþætti í sjónvarpinu. Þá mátti vart á milli sjá hvort okkar var spor- léttara, þrátt fyrir ríflega 60 ára ald- ursmun! Já, Tóti minn, þetta var góð- ur tími. Takk fyrir allt, Kristveig. ÞÓRÓLFUR STEFÁNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.