Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það verður æ erfiðara fyrir skattmann að fylgja hjörðinni eftir. Senn líður að því aðnýtt ár gangi í garðmeð öllum sínum vonum og væntingum. Eitt af því sem þorri lands- manna getur verið viss um að geta vænst um áramótin eru ýmsar gjaldhækkanir hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga. Ekki gefst færi á því að gera tæmandi yfirlit yfir þær skatta- og gjaldhækkanir sem taka gildi um áramótin hér en stiklað verður á stóru og farið lauslega yfir helstu gjaldhækkanir m.a. hækk- un útsvars, bifreiðagjalda, sorphirðugjalda og fast- eignagjalda. Útsvarshámark fullnýtt Samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2005, sem var samþykkt í fyrrinótt, kem- ur fram að útsvar í Reykjavík hækkar úr 12,7% í 13,03%. Verður útsvarshámarkið þar með fullnýtt. Áætlað er að breytingin færi borgarsjóði 740 milljónir króna á næsta ári. Jafnframt var ákveðið að fasteignaskattur yrði hækkaður til samræmis við nágrannasveitar- félög í 0,345% af fasteignamati. Sú breyting mun koma til með að færa borgarsjóði 130 milljónir króna. Vert er þó að benda á að í þessum tölum hefur ekki verið tekið tillit til hækkunar afsláttar af fasteigna- skatti til lífeyrisþega. Í viðtali við Morgunblaðið í nóvember útskýrði Árni Þór Sigurðsson, forseti borg- arstjórnar, að verið væri með þessu að auka svigrúm borgarinn- ar til þess annars vegar að grynnka á skuldum borgarinnar og hins vegar til þess að mæta kjarasamn- ingum. Auk ofangreindra gjalda í Reykjavík hefur verið samþykkt að sorphirðugjald hækki sömuleið- is um 30% á næsta ári. Sú hækkun er ætluð til að samsvara raun- kostnaði við söfnun á heimilisúr- gangi. Gjald á hverja 240 lítra sorp- tunnu hækkar þá úr 7.478 krónum í 9.721 krónu ef losað er vikulega. Borgarbúum verður þó boðið upp á lækka gjaldið um helming með því að sorp verði sótt til þeirra hálfs- mánaðarlega. Meðal annarra hækkana í Reykjavík er hækkun leikskóla- gjalda leikskóla Reykjavíkur á næsta ári um 1,7% til rúmlega 3%. Þessu hefur verið harðlega mót- mælt, ekki hvað síst af stúdentum. Ákveðið hefur verið að innleiða gjaldhækkunina í þrepum á árinu. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur hefur ákveðið að hækka gjald vegna þjónustu frí- stundaheimilanna um 10% og að innheimt verði sérstaklega fyrir tímann fyrir hádegi þá daga sem frístundaheimilin eru opin allan daginn. Frá og með 1. janúar 2005 hækkar því mánaðargjaldið úr 6.500 krónur í 7.150 krónur. Álögur of miklar á bifreiðar Eins og minnst var á að ofan þá munu bifreiðagjöld hækka þegar nýja árið gengur í garð. Gjaldið mun hækka um 3,5%, samkvæmt frumvarpi sem fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, lagði fram á Al- þingi. Með hækkuninni er áætlað að tekjur ríkissjóðs aukist um 120 milljónir króna á ársgrundvelli. Í athugasemdum frumvarpsins kemur fram að bifreiðagjaldið hækkaði seinast í ársbyrjun 2002. Það hafi ekki hækkað í samræmi við almenna verðlagsþróun á síð- ustu árum og sé gjaldið leiðrétting á því. Stjórn Félags íslenskra bifreiða- eigenda (FÍB) hefur mótmælt „at- lögu ríkisvaldsins að hagsmunum íslenskra bifreiðaeigenda sem birt- ist í frumvarpi fjármálaráðherra,“ eins og segir í ályktun stjórnar fé- lagsins. „Við teljum álögur á bifreiðaeig- endur nú þegar allt of miklar og tökum heilshugar undir mótmæli sem komið hafa frá FÍB,“ segir Jó- hannes Gunnarsson, talsmaður Neytendasamtakanna. ASÍ vinnur að úttekt Alþýðusamband Íslands (ASÍ) vinnur nú að úttekt þar sem teknar eru saman allar þær gjaldhækkan- ir sem taka gildi um áramótin og áhrif þeirra á fólkið í landinu. Að sögn ASÍ eru þær hækkanir sem taka gildi í flestum tilfellum tals- vert umfram almennar launa- hækkanir sem taka gildi um ára- mótin, sem rýrir kaupmátt. Ekki sé leitað leiða til þess að hagræða heldur eru gjöld hækkuð með tilvísun í verðlagið. Verið sé með því að búa til framtíðarverð- bólgu með því að vísa í fortíðar- verðbólgu. Ekki er um eintómar hækkanir að ræða á komandi ári. Sem dæmi hefur Árni Magnússon félagsmála- ráðherra ákveðið í samráði við rík- isstjórnina að hækka atvinnuleys- isbætur, hámarksábyrgð úr Ábyrgðasjóði launa, fæðingarstyrk og lágmarksgreiðslum úr Fæðing- arorlofssjóði um 3–4% áramótin. Atvinnuleysisbætur hækka um 3% frá 1. janúar hámarksbætur at- vinnuleysistrygginga þá 4.219 krónur á dag. Hámarksgreiðslur úr Ábyrgðasjóði launa hækka um 4%. Fæðingarstyrkir og lágmarks- greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði hækka um 3%. Fréttaskýring | Nokkrar gjaldhækkanir taka gildi nú um áramótin Kaupmáttur mun rýrna Útsvar, bifreiðagjöld, fasteignagjöld og sorphirðugjöld meðal þess sem hækkar Ýmsar álögur hækka um áramótin. Færri gjaldflokkar hjá leikskólum Reykjavíkur  Í starfsáætlun ársins 2005 hjá Leikskólum Reykjavíkur er til- laga að nýrri gjaldskrá sem bygg- ir á því að tveir gjaldflokkar verða í stað þriggja áður. Þetta felur í sér að námsmenn þar sem annað foreldri er í námi greiða sama gjald og giftir for- eldrar og sambúðarfólk. Skv. til- lögunni munu foreldrar sem eru 75% öryrkjar eða meira greiða lægra gjald. Þessi breyting felur í sér tekjuauka upp á 28,5 milljónir kr. Gert ráð fyrir að fjárhags- rammi 2005 lækki sem því nemur. jonpetur@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.