Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 59
HAMRABORG 1, 200 KÓPAVOGI, SÍMI 554 4011, www.innval.is hugmyndir hönnun innblástur peðinu til baka þar sem eftir 18. Dxd6 Dxd6 19. Hxd6 Hhb8 ætti svartur að hafa jafna stöðu. 18... d5 19. Rg3 h5 20. h4 a5? 20... Hag8 hefði verið ákjósan- legra. Nú grípur hvítur til lærdóms- ríkra aðgerða á kóngsvæng. 21. Df3 Kg6 22. H1b3 a4?! 23. Hc3! Dd6 Hvítur rekur nú smiðshöggið á sókn sína með snyrtilegri fórn. 24. Rxh5! Reyndar hefði 24. exd5 cxd5 25. Hcc7 einnig leitt til sigurs en texta- leikurinn er fallegri þar eð 24... Hxh5 gengur ekki upp vegna 25. Dg4+ Kh6 26. Hg3. 24... f5? 24... Hag8 hefði getað haldið tafl- inu gangandi. 25. exf5+ exf5 26. Hxe7! Glæsi- legur lokahnykkur á skemmtilegri skák. Svartur verður mát eftir 26... Dxe7 27. Hxc6+ Kf7 28. Dxf5+. Einn af fjölmörgum aðdáendum Fischers er Helgi Ólafsson, stór- meistari og skólastjóri Skákskólans. Fáir þekkja feril Fiscers jafnvel hér á landi eins og Helgi en hann sá m.a. um sýningu sem haldin var í Þjóð- menningarhúsinu árið 2002 í tilefni af því að 30 ár voru liðin frá heims- meistaraeinvígi aldarinnar á milli Fischers og Borisar Spassky í Reykjavík. Nokkru áður en Ólymp- íuskákmótið í Bled hófst þetta sama ár hafði greinarhöfundur skoðað eina skák Fischers í þessu hrað- skákmóti en það var einmitt gegn Byrne en þá hafði heimsmeistarinn tilvonandi svart. Mér fannst aðdáun- arvert hversu Fischer barðist af mikilli grimmd í skákinni en hann átti vök að verjast í henni. Skákin barst í tal á milli okkar Helga við matarborðið einhvern tíma í Bled og staðhæfði ég að hún hafi verið tefld árið 1970. Helgi sem hefur límheila mikinn kvað það rangt og hófust nokkrar þrætur okkar á milli. Til að fá úr henni skorið var skundað í hót- elherbergi undirritaðs og skákin slegin upp í skákgagnagrunni. Óþarfi er að rekja hvor hafi farið með sigur af hólmi í þrætu þessari en eins og stundum áður sagði Helgi við mig þegar við fórum út úr her- berginu: ,,Þetta eiga menn að vita!“ Jólapakkamót Taflfélagsins Hellis í Borgarleikhúsinu Hið árlega jólapakkamót Hellis og Kringlunnar fer fram sunnudaginn 19. desember nk. í anddyri Borg- arleikhúsinu og hefst kl. 11 með setningu borgarstjórans í Reykja- vík, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, en hún leikur einnig fyrsta leik mótsins. Glæsileg verðlaun verða í boði í þessu best sótta barna- og unglingaskákmóti hvers árs. Allir keppendur fá nammipoka frá Góu og er þátttaka ókeypis! Mótið tekur um 3 klst. en keppt verður í 4 flokkum: Flokki fæddra 1989 til 1991 Flokki fæddra 1992 til 1993 Flokki fæddra 1994 til 1994 Flokki fæddra 1996 og síðar. Tefldar verða 5 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma á mann. Jólapakkar eru í verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Auk þess verður happdrætti um þrjá jólapakka í hverjum aldursflokki fyrir sig. Jólapakkarnir glæsilegu koma frá Eddu útgáfu, Bókabúð Máls & menningar og Leikbæ. Nán- ari upplýsingar um mótið er að finna á vefsíðunum www.skak.is og www.hellir.com ásamt því sem for- maður Taflfélagsins Hellis, Gunnar Björnsson veitir þær í síma 856 6155. daggi@internet.is Helgi Áss Grétarsson Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.