Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT F lest bendir til þess að George W. Bush Banda- ríkjaforseti ætli að gera uppstokkun á grund- vallaratriðum opinbera lífeyriskerfisins (Social security) og skattastefnunnar að meginmarkmiði stjórnar sinnar á seinna kjör- tímabilinu. Methalli er á fjárlögum og forsetinn hyggst að sögn stjórn- málaskýrenda hefja herferð til að út- skýra fyrir almenningi nauðsyn þess að kerfinu verði umbylt. Margir telja að það geti ekki gengið upp til lengd- ar vegna breyttrar aldurssamsetn- ingar þjóðarinnar, útgjöldin muni sliga skattgreiðendur. Er þá beitt framreikningum sem sýna sívaxandi halla og stjarnfræðilega háar skuldir eftir nokkra áratugi. Aðrir segja á hinn bóginn að vand- inn sé ýktur um of, auknar skuldbind- ingar sem fjármagna verði í framtíð- inni svari til liðlega eins af hundraði áætlaðrar þjóðarframleiðslu. Hægt sé að leysa peningavanda lífeyr- iskerfisins með aðhaldi og hærri sköttum. Bush segir að launþegar verði í auknum mæli að taka sjálfir á sig ábyrgðina á því að tryggja sér með sparnaði viðunandi tekjur í ellinni, ríkið geti ekki séð fyrir öllum. Einnig verður lögð áhersla á að setja þak á skaðabætur sem fólk getur krafist í málaferlum vegna læknamistaka og sumir repúblikanar vilja einfalda skattkerfið með því að taka upp einn, flatan virðisaukaskatt. Yrði þá neysl- an skattlögð en ekki tekjur. Fullyrt er að Bush hafi sýnt hugmyndum af þessu tagi nokkurn áhuga. Fjölmennar eftirstríðskynslóðir Auk þess sem hallinn á fjárlögum er meiri en ráðlegt getur talist er bent á að innan nokkurra ára muni eftirlaunaþegum fara að fjölga hratt. Er um að ræða fólk sem fæddist fyrstu árin eftir seinni heimsstyrjöld en þá jókst fæðingatíðni mjög í land- inu, stóru eftirstríðsárgangarnir komu til sögunnar. Mun álagið þá enn aukast á kerfið. Fæðingatíðnin hefur síðan lækkað mjög síðustu áratugina þannig að hlutfallið milli þeirra sem vinna og hinna sem fá eftirlaun verð- ur mjög óhagstætt. Þess bera að geta að fyrir rúmum tveim áratugum var byrjað að leggja hluta lögbundinna lífeyrisiðgjalda í sérstakan sjóð sem nota á til að mæta væntanlegum út- gjöldum vegna eftirstríðsárganganna fjölmennu. En hann dugar ekki til. Áherslan á að venjulegir launþegar tryggi sér náðuga elli með ráðdeild á starfsævinni fremur en að skattar til velferðarkerfisins séu hækkaðir til að standa undir auknum útgjöldum er í góðu samræmi við þá skoðun hægri- manna að draga beri úr umsvifum ríkisins. Einnig telja þeir að sagan sýni að hærri skattar hafi einfaldlega þau áhrif að krafturinn í atvinnulífinu minnki, þeir dragi undan hvatning- unni til að vinna mikið og ýti auk þess undir skattsvik. Grunnurinn að núverandi kerfi al- mannatrygginga fyrir alla var lagður í tíð demókratans Franklins D. Roosevelts forseta árið 1935. Bush hefur sagt að upp sé runnið „skeið ábyrgðartilfinningarinnar“. Vill for- setinn m.a. að launþegum verði leyft að nota þriðjung af lögbundnum, 12,4% lífeyrisiðgjöldum til kaupa á hlutabréfum og skuldabréfum í einkareknum sjóðum. Sjálfar lífeyr- isbæturnar, sem nú eru um 42% af launatekjum undir 87.900 dollurum á ári og eru uppistaðan í lífeyri flestra eftirlaunaþega, lækki auk þess á næstu áratugum í 22% . Grafið undan velferðarkerfinu? Hart er deilt um þær leiðir sem forsetinn vill fara. Demókratar segja að með tillögum sínum vilji Bush grafa undan almannatryggingakerf- inu og hugmyndafræðileg barátta frjálshyggjumanna gegn ríkisums- vifum ráði ferðinni hjá honum. Þeir segja að fyrsta skrefið til að leysa vanda lífeyriskerfisins og ríkissjóðs ætti að vera að auka aðhald í rekstri alríkisins til þess að ríkisfjármálin verða í betra horfi en nú þegar út- gjöldin fara að aukast hratt innan nokkurra ára. Bent er á að líða muni áratugir áður en framlög einstaklinga í einkarekna sjóði til elliáranna hafi einhver jákvæð áhrif á fjárhagsstöðu lífeyriskerfisins. Fyrst í stað muni breytingin aðeins verða til þess að veikja kerfið. Vilja demókratar að í stað uppstokkunar Bush verði farin sú leið að lækka bæturnar nokkuð og hækka samtímis skatta í hóflegum mæli; þannig sé hægt að styrkja kerf- ið til langs tíma. Tryggingakerfið annast einnig ör- yrkja- og slysabætur og segja demó- kratar að repúblikanar vanreikni kostnaðinn við þessa þætti kerfisins í tillögum sínum sem enn eru að vísu ekki fullmótaðar. Annað sem vekur athygli er að Bush og menn hans hafa ekki sett fram hugmyndir um að hrófla við mun stærri útgjaldalið sem er heil- brigðisbótakerfið, Medicare og Blue- care. Hið fyrrnefnda tryggir eldri borgurum viðráðanlega þjónustu en Bluecare er ætlað tekjulágu fólki. Spyrja menn hvers vegna ekki sé tek- ið á svo viðamiklum þáttum, ekki síst þegar vitað sé að hægt sé að gera miklar umbætur á rekstri Medicare án þess að þjónustan versni í reynd. En stjórnin hefur, þvert á ráð þeirra sem vilja stemma stigu við ríkisút- gjöldum, komið í gegn kostn- aðarsömum breytingum á þátttöku í lyfjakostnaði aldraðra og það án þess að finna fé til þess að mæta útgjöld- unum. „Í einu vetfangi var stofnað til skuldbindinga án fjármögnunar sem eru 1,7 sinnum stærri en þær sem menn munu þurfa að efna í lífeyr- iskerfinu,“ segir Ken Smetters, pró- fessor við Pennsylvaníuháskóla og embættismaður hjá fjármálaráðu- neytinu. Bush hefur nú þegar skipt um 9 af alls 15 ráðherrum sínum og mun hann vera staðráðinn í að tryggja sér algera hollustu nánustu embættis- manna sinna til að hugmyndir hans sigri. Hann er talinn hafa verið ósátt- ur við frammistöðu ríkisstjórn- arinnar í innanlandsmálum sem hafa að vísu verið minna til umfjöllunar en utanríkismál vegna deilnanna um Írak. Er hann sagður hafa kvartað undan því að of mikið hafi verið um sjálfstæða stefnumótun af hálfu sumra ráðherra og þá nefndur til sög- unnar Paul H. O’Neill, sem var um hríð fjármálaráðherra en var látinn víkja. Forsetinn álítur að ráðherrum beri einfaldlega að framkvæma stefnu hans og aldrei megi leika nokkur vafi á því að hann hafi síðasta orðið. Efasemdir og ótti En ofuráhersla Bush á liðsanda, hollustu og þagmælsku veldur efa- semdum og ótta á ólíklegum stöðum. Eru sumir repúblikanaþingmenn sagðir vara við því að ákvarðanir stjórnvalda séu ávallt teknar af lok- uðum hring en ekki leitað álits manna utan hans. Hugmyndir Bush um upp- stokkun í innanlandsmálum séu svo róttækar að ekki sé gerlegt að þröngva þeim í gegn án mikils sam- ráðs við þingmeirihlutann. Margir þingmenn hugsa til þess að kosið verður um þriðjung sæta í öld- ungadeildinni og öll sæti full- trúadeildarinnar á miðju kjörtímabili forsetans árið 2006. Þá getur verið hættulegt að þurfa að verja umdeild- ar tillögur sem snerta sjálfan lífs- grundvöll velflestra kjósenda og vekja ótta. Bush er sagður ætla að beita sér ákaft í í því að sannfæra aldraða Bandaríkjamenn um að uppstokk- unin muni ekki lækka bætur til þeirra. Hann mun segja þeim að breytingunum sé fyrst og fremst ætl- að að tryggja hag ungra Bandaríkja- manna og framtíð þjóðarinnar. En eldri borgarar eru yfirleitt tor- tryggnir þegar rætt er um að hrófla við kerfi sem þeir benda á að þeir hafi sjálfir greitt samviskusamlega til. Þeir gætu því spyrnt við fótum og sagt sem svo að þeir viti hvað þeir hafi en ekki hvað þeir fái. For- töluhæfileikar Bush geta orðið það sem ræður úrslitum. Loks er bent á að þrátt fyrir stór áform geti óvæntir viðburðir, til dæmis mannskæð hryðjuverk, aftur beint sjónum manna svo mjög að al- þjóðamálum og öryggi að annað verði látið sitja á hakanum í nokkur ár í við- bót. Bush vill að bandarískir launþegar spari til elliáranna George W. Bush Bandaríkjaforseti hyggst um- bylta opinbera lífeyriskerfinu og breyta skatt- kerfinu. Vill hann m.a. að launþegar sýni aukna ráðdeild og safni sjálfir fyrir ellinni, segir í grein Kristjáns Jónssonar. Reuters Bush forseti á þingi um bandarísk efnahagsmál í Washington á fimmtudag. ’Vill forsetinn m.a. aðlaunþegum verði leyft að nota þriðjung af lög- bundnum 12,4% lífeyr- isiðgjöldum til kaupa á hlutabréfum og skulda- bréfum í einkareknum sjóðum.‘ kjon@mbl.is Helstu heimildir: The Wall Street Journal, Financial Times, The Economist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.