Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 68
68 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Helga Rögn-valdsdóttir fæddist á Skegg- stöðum í Svarfaðar- dal 19. maí 1903. Hún lést á Dvalar- heimili aldraðra á Sauðárkróki 11. desember síðastlið- inn. Faðir hennar var Rögnvaldur Jónsson, bóndi á Skeggstöðum, f. 24. nóvember 1865. Hann fórst í maí 1904 með 11 sveit- ungum sínum úr Svarfaðardal þegar hákarla- skipið Christian frá Akureyri týndist út af Vestfjörðum, að öll- um líkindum í norðanáhlaupi á uppstigningardag. Móðir Helgu var Sigurlína Stefánsdóttir frá Hjaltastöðum í Skíðadal, f. 3. september 1865, d. 3. júní 1953 á Syðri-Hofdölum í Skagafirði. Systkini Helgu voru Jón, f. 10. desember 1886, bóndi á Skegg- stöðum eftir fráfall föður síns, hann dó úr lungnabólgu 26. júní 1905, Stefán, bóndi á Skeggstöð- um og seinna vélbátaformaður í Brúarlandi, f. 4. september 1889, d. 8. október 1979, kvænt- ur Rannveigu Jónsdóttur frá Skúfstöðum í Hjaltadal, f. 17. desember 1886, d. 1964, Rann- þeirra Helgu og Trausta er Rannveig Jóna, f. 1. október 1927 á Atlastöðum í Svarfaðar- dal, gift Kristjáni Hrólfssyni frá Stekkjarflötum á Kjálka, f. 1. mars 1921, d. 9. október 1996. Börn þeirra eru: 1) Valgerður, verslunarkona hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, f. 28. desember 1948, gift Jónasi Sigurjónssyni frá Syðra-Skörðugili, f. 30. október 1944. Börn þeirra eru: a) Kristján Bjarki bókmennta- fræðingur, f. 23. nóvember 1967, kvæntur Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur rithöfundi, f. 10. júní 1970. b) Rannveig Jóna hjúkrunarfræðingur, f. 25. nóv- ember 1968, gift Robert Jacob Kluvers rennismið, f. 4. júlí 1961. Þau eiga börnin Helgu El- ínu, f. 29. maí 1997, og Kötlu Rut, f. 1. mars 2001. 2) Trausti, bóndi á Syðri-Hofdölum, f. 7. janúar 1953, kvæntur Ingi- björgu Aadnegard, f. 3. júlí 1956. Börn þeirra eru: a) Atli Már, bóndi á Syðri-Hofdölum, f. 21. desember 1973, kvæntur Ingibjörgu Klöru Helgadóttur frá Úlfsstöðum í Blönduhlíð, f. 24. maí 1975. Þau eiga börnin Friðrik Andra, f. 10. mars 1995, og Anitu Ýri, f. 17. september 2002. b) Trausti Valur húsa- smiður, f. 16. júlí 1983, í sambúð með Gunnhildi Gísladóttur frá Álftagerði, f. 26. febrúar 1986. c) Helgi Hrannar, f. 1. maí 1985. d) Ísak Óli, f. 16. október 1995. Útför Helgu verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. veig, f. 8. október 1894, d. 14. júlí 1989, gift Árna Árnasyni, bónda á Atlastöðum í Svarfaðardal og Syðri-Hofdölum í Skagafirði, f. 19. júní 1892, d. 4. des- ember 1962. Sigurlína, móðir Helgu, bjó á Skegg- stöðum með börnum sínum eftir fráfall eiginmanns síns og síðar elsta sonar til ársins 1914. Sama ár fluttist Helga til Rannveigar, systur sinnar, sem farin var að búa á Atlastöðum í Svarfaðardal, og þar kynntist hún eiginmanni sínum, Trausta Árnasyni. Þau giftust 3. nóvem- ber 1925 og bjuggu á Atla- stöðum í tvíbýli við systkini sín, Rannveigu og Árna, frá 1928 til 1936 og frá 1936 til 1950 á Syðri-Hofdölum í Viðvíkur- hreppi í Skagafirði. Frá 1950 til 1975 bjuggu Helga og Trausti í tvíbýli á Syðri-Hofdölum við dóttur sína, Rannveigu Jónu, og eiginmann hennar, Kristján Hrólfsson. Trausti Árnason lést á Syðri-Hofdölum 2. maí 1983. Síðustu æviárin dvaldi Helga á Heilbrigðisstofnun Skagafjarð- ar á Sauðárkróki. Einkabarn Árið 1904 var hákarlaskipið Kristján að veiðum úti fyrir Vest- fjörðum. Í maímánuði um vorið gerði ofsaveður. Kristján kom aldrei fram – fórst með allri áhöfn í þessu veðri. Margir Svarfdælingar voru á þessu skipi, í þeirra hópi var Rögnvaldur Jónsson, bóndi á Skeggjastöðum. Tuttugu og níu árum áður hafði faðir hans, Jón Jónsson, bóndi á Hofsá, farist í sama mánuði úti fyrir Ströndum af hákarlaskipinu Hreggviði. Svarfdælingar urðu að gjalda konungi Ægi háan toll. – Konur og börn misstu fyrirvinnu. – Breyt- ingar á högum bættust við sáran ástvinamissi. Þegar Kristján fórst varð Sig- urlína Stefánsdóttir á Skeggja- stöðum ekkja með fjögur börn, yngst var Helga á fyrsta ári. Sigurlína hélt við búi á Skeggja- stöðum í nokkur ár, fyrst með að- stoð eldri sonar síns, Jóns. Rúmu ári síðar, í júnímánuði 1905, dó hann úr lungnabólgu. Fjölskyldan var áfram á Skeggjastöðum í nokkur ár en sum árin var Sigurlína í vinnumennsku með Helgu dóttur sína. Málin æxl- uðust svo þannig að Helga fluttist 15 ára með móður sinni til Rann- veigar systur sinnar, sem þá var gift Árna Árnasyni og nýlega orðin húsmóðir á Atlastöðum. Samvera þeirra mæðgna hélst svo óslitin þar til Rannveig og Árni hættu búskap árið 1949. Atlastaðir er fremsti bær í Svarfaðardal vestanverðum við al- faraleið yfir Heljardalsheiði. Á landabréfi virðist staðurinn af- skekktur, en til skamms tíma má segja, að þar hafi verið byggt um þjóðbraut þvera. Þegar Helga kom í Atlastaði var þar fyrir ungur maður, Guðmund- ur Trausti, bróðir Árna. Enda þótt margir sveinar og margar meyjar yrðu á vegi þeirra Helgu og Trausta völdu þau það hlutskipti, að bindast tryggðarböndum. Í fyllingu tímans, 3. nóv. 1925, gengu þau í hjónaband og tókust með þeim góðar ástir. Ástúðlegu sambandi þeirra, gagnkvæmri háttvísi og tillitssemi gleymir enginn sem var þeim sam- tíma. Trausti lést árið 1983. Helga hefur því lifað mann sinn í rúm 20 ár. Helftina af þeim tíma hefur hún dvalið hjá einkadóttur sinni, Rannveigu Jónu, og hennar fólki á Syðri-Hofdölum í Skagafirði. Síð- ustu árin hefur hún verið á Heil- brigðisstofnuninni á Sauðárkróki, aldrei rúmliggjandi, en notið ágætrar þjónustu og umhyggju þess góða fólks, sem þar gegnir störfum. Við aðstandendur og skyldmenni Helgu heyrðum hana oft lofa fram- komu starfsfólksins. Við færum því öllu bestu þakkir fyrir háttvísi og vinsemd henni sýnda. Ég sem skrifa þessar línur átti því láni að fagna að alast upp í ná- vist frænku minnar. Ég bar nöfn þeirra hjóna, hennar og manns hennar og nefndi þau aldrei annað en, Nafna og Nöfnu, ég var hænd- ari að þeim en öðru fólki og virti þau meira en aðra. Sama var að segja um systkin mín, þau sóttu til þeirra hjóna bæði aðstoð og afþreyingu. Atlastaða- og síðan Hofdalafólk var sem ein fjölskylda, þótt skráð væri tvíbýli á jörðunum. Íbúðarhús var það sama og ýmislegt annað sameiginlegt þótt heimilin teldust tvö. Eftir að ég fór að muna eftir mér fannst mér, að eðlilegt væri að leita til Nöfnu minnar jafnt sem móður minnar. Ég minnist hennar syngjandi og með gamanmál á vörum þar sem hún vann við prjónavélina eða saumavélina. Þær systur voru báðar lærðar saumakonur, en það kom meira í hlut Nöfnu minnar að sinna klæð- skerastörfunum. Hún sneið og saumaði flest mín föt frá því fyrst ég man eftir mér, þangað til ég fór alfarinn að heiman ungfullorðinn. Ég geri ráð fyrir því, að sama hafi gilt með eldri systkin mín þótt ég muni það síður. Eftir að ég fór að hugsa um uppeldismál og áhrif umhverfis og samferðamanna á lífshlaup okkar, hef ég oft velt því fyrir mér, að lík- lega hafi Nafna mín verið fædd í hlutverk uppalanda. Hún átti það til að stappa í mann stálinu ef henni sýndist eitt- hvað vanta á einbeitingu og kjark hjá smáfólkinu. Hún tók þátt í sorgum okkar, gladdist með okkur og var skemmtilegust allra á gleði- samkomum. Hjá henni missti mað- ur aldrei virðinguna fyrir sjálfum sér, en gekk uppréttur og glaður af hennar fundi. Nafni minn og Nafna urðu aldr- ei rík. Þau voru bæði þannig gerð, að það gátu þau ekki orðið, þrátt fyrir reglusemi og mikla vinnu og góða. Þeim lét betur að miðla en að safna, og líklega er gott orðspor betri arfur en auður. Nafna mín fylgdist vel með öllu sem gerðist og fram á síðasta ævi- dag hélt hún óskertri dómgreind og furðulega traustu minni. Það má sannarlega segja um hana að hún lifði lífinu lifandi og ekkert mannlegt var henni óviðkomandi. Það blés ekki byrlega á Skeggjastaðaheimilinu fyri rúmri öld, þegar Nafna mín var á fyrsta árinu. Á þessum hundrað árum hefur margt breyst. Fólk hefur komið og farið, fæðst og lifað sitt skeið. Og nú hefur Nafna mín kvatt, ekki auðug að fjársjóðum sem mölur og ryð fá grandað, en hún skilur samt eftir það sem er betra öllum auði, – stóran hóp mannvænlegra afkomenda, sem hafa erft það sem hún helst hefði viljað gefa þeim, – gott upplag og kjark og þor til að takast á við verkefnin sem bíða hvers manns. Við systkinin og okkar fólk vott- um afkomendum og þeirra fjöl- skyldum samúð okkar. Nöfnu minni þökkum við sam- fylgdina og allt það sem hún gaf okkur á langri ævi. Trausti Helgi Árnason. Hún hefur verið kölluð öld öfg- anna, öldin sem langamma mín, Helga Rögnvaldsdóttir, lifði. Undur tímans og ógnir strukust við hana, hundrað ár liðu og olíu- eldavélin sem kraumaði undir pottunum á Hofdölum vék fyrir rafmagninu, nýir þulir kynntu dagskrá útvarpsins, nýr handá- burður kom á markaðinn, nýjar tegundir af súkkulaði til að gauka að gestum – en var það eitthvað meira? Tíminn leið líkt og inni í skáp. Milljónir murkuðu lífið úr öðrum milljónum, hugmyndakerf- in drógu upp blikur og brustu svo á, en það var allt bak við luktar dyr. Engan þekki ég sem var jafn lítið snortinn í sínum innsta kjarna af þeim firnum sem gengu yfir heiminn síðustu 100 árin. Klukka langömmu minnar var stillt fyrir fyrra stríð. Kólfurinn sveiflaðist eins og hann hafði gert aldirnar þar á undan, bara aðeins léttar og kátar, áhyggjulausar og frjálsar, en í slætti hans var festa sem orkaði oft á okkur sem vor- um úr annarri tímavídd sem rugl – fallegt rugl kannski, en rugl engu að síður. Þær systur, Helga og Rannveig, töluðu á stundum eins og vitringar úr Austurlönd- um, gamlir jógar: Heimurinn skapaður af algóðum guði. Neisti þess góða í öllum verum, í dauðri náttúru jafnt og lifandi og hversu HELGA RÖGN- VALDSDÓTTIR Okkar ástkæri, LÁRUS ÓSKAR ÞORVALDSSON vélfræðingur, Frostafold 14, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánu- daginn 20. desember kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Park- insonsamtökin. Sveinbjörg Eiríksdóttir, Sigríður Ósk Lárusdóttir, Þorsteinn Alexandersson, Logi Guðjónsson, Valgerður Ragnarsdóttir, Barði Ingvaldsson og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, ÓLÍNA INGVELDUR JÓNSDÓTTIR frá Skipanesi, Höfðagrund 2, Akranesi, andaðist á dvalarheimilinu Höfða aðfaranótt fimmtudagsins 16. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Stefán Gunnarsson og börn. Elsku systir okkar, MARGRÉT PETRÍNA HALLSDÓTTIR handmenntakennari frá Siglufirði, andaðist á Landspítala Fossvogi að kvöldi fimmtudagsins 16. desember. Útför verður auglýst síðar. Magðalena Sigríður Hallsdóttir, Helgi Hallsson, Jón Hallsson, Guðjón Hallur Hallsson. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN BÁRA JÓNSDÓTTIR, Dverghömrum 14, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 9. desember. Útförin hefur farið fram. Magnús Einarsson, Berglind Magnúsdóttir, Baldur Arason, Svava Lilja Magnúsdóttir, Sveinn Benónýsson, Jón Orri Magnússon, Sigríður Bjarnadóttir, Magnús Ýmir Magnússon, Kamilla Hansen, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN M. EINARSON (Dysta), verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánu- daginn 20. desember klukkan 16.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Magnús Finnsson, Helga Finnsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN SIGURÐSSON, Hæðargarði 35, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánu- daginn 20. desember kl. 15.00. Guðný Ólafsdóttir, Hilmar Jónsson, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Reynir Jónsson, Kristín Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.