Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Ný sending af
Pashmina sjölum
beint frá Nepal.
Pantanir óskast
sóttar.
30% afsláttur af öllum stólum.
15% kynningarafsláttur
af skápum frá Kína.
Opið frá 13:00 - 18:00 alla daga til jóla
S: 534 2288 / 864 0580
ÞAÐ kannast flestir við það að
hafa ekki getað lært nægilega vel
fyrir próf. Runnið út á tíma og
hraðlesið hluta náms-
efnisins. Einbeitt sér
kannski meira að þeim
spurningum sem eru
líklegastar til að koma
og sleppt hinum. Eða
treyst á sínar með-
fæddu gáfur og und-
irbúið sig nánast ekki
neitt. Þessar aðferðir
virka oftast ekki og
geta jafnvel haft öfug
áhrif. Eins og staðan
er núna þá er mark-
aðsvæðing raf-
orkukerfisins fyrir
orkufyrirtækin og ríkið eins og að
mæta til prófs illa undirbúinn. Svo
óundirbúinn að forstjóri Orkuveitu
Reykjavíkur hefur nú tjáð sig um
að það gæti verið skynsamlegt að
fresta markaðsvæðingunni um
a.m.k. þrjá mánuði.
Lestrartörn
Nóg er af lesefni um markaðs-
væðingu því Noregur, Kalifornía
og Brasilía og fleiri ríki hafa áður
farið þá þrautagöngu. En eru Ís-
lendingar búnir að lesa þann hluta
af námsefninu? Markaðsvæðingin í
Kaliforníu fór gjörsamlega úr
böndum og leiddi m.a. af sér
Enron-hneykslið og ríkisstjórn-
arskipti þar sem
kraftajötunninn Arn-
old Schwarzenegger
tók við völdum. Í
Brasilíu leiddi mis-
heppnuð markaðs-
væðing til stjórn-
arskipta í landinu
2003. Hinn 1. janúar
2005 hefst prófið á Ís-
landi sem stjórnvöld
og orkufyrirtækin
virðast ekki vera búin
að undirbúa sig nógu
vel fyrir. Fyrirtækin
segjast vera vel und-
irbúin því hörð samkeppni er þeg-
ar hafin á milli þeirra. Svo virðist
sem orkufyrirtækin og ríkið séu
farin að hraðlesa fyrir próf. Vaka
langt fram á nætur, liggja svefn-
drukkin yfir þessu og koma þar af
leiðandi ósofin út í markaðs-
væðinguna.
Líklegustu spurningarnar
Hvaða spurningar koma? Þær geta
verið svo margar því hér er um
mikla breytingu að ræða á raf-
orkumarkaði. T.d. hvernig á að
dreifa orkunni: búið að fara yfir
það. Hvað skal dreifigjaldið vera
hátt: búið að læra það utan að. Ný-
liðun á markaði: æ, leysist af sjálfu
sér. Verðlagning á orku: fór hratt
yfir það. Hver á að selja orkuna:
ekki búinn að læra það en ætla að
gera það svona í lokin, kannski á
milli jóla og nýárs.
Meðfæddar gáfur
Þetta er þriðja og versta stigið í
próflestrinum þar sem einhver
geðveila veldur því að maður telur
sig þekkja námsefnið út frá al-
mennri skynsemi frekar en að hafa
lesið það. Þetta er nokkurn veginn
mikilmennskubrjálæði sem kemur
yfir mann og sjálfsblekkingin
sannfærir mann um að maður þurfi
ekkert að læra. Þá einbeitir maður
sér að því að hugsa um það sem
maður veit í stað þess að skoða það
sem maður veit ekki. Þetta kom
einmitt fram á fundi Verslunarráðs
þar sem mikið var fjallað um hvað
er vitað í stað þess að fjalla um
óvissuna. Á fundinum var mest
fjallað um viðskipti með eignir
orkufyrirtækjanna en ekkert um
viðskipti með orkuna sjálfa og eru
menn farnir að hnakkrífast um
virkjunarstaði. Er ekki eðlilegt að
fara að huga að því? Sókrates hélt
hann væri heimskur því honum
fannst það vera svo mikið sem
hann vissi ekki, en það sem gerði
hann vitran var að vita það að hann
vissi lítið. Er ekki tími kominn til
fyrir orkufyrirtækin að líta á það
sem þau vita ekki um markaðs-
væðinguna í stað þess að einblína á
það sem þau vita?
Prófið sjálft
Maður er þreyttur rétt fyrir próf á
lokadegi lestrartarnar, hálfslefandi
kaffi sem maður hefur sötrað síð-
ustu dagana. Maður mætir í prófið
og rennir yfir það snögglega. Viti
menn; af hverju eru svona fáar af
líklegustu spurningunum á próf-
inu, hvað er kennarinn að hugsa?
Af hverju er eiginlega verið að
setja fram spurningar eins og
hvernig skal verðleggja orku ef
það verður orkuskortur? Allt í lagi,
segjum að það verði orkuskortur á
Íslandi og mest af orkunni er
bundið langtímasamningum, fara
orkufyrirtækin þá á hausinn? Svo
koma spurningar sem maður bara
lærði alls ekki og vissi ekki að
væru til. Eins og t.d. afgangsorku-
markaður hjá stóriðjunni. Nú er
búið að gera langtímasamninga um
afgangsorku og varla er hægt að
skera á afhendingu hennar og selja
hana á markaði bara si svona. Það
verður að standa við samninga
gagnvart stóriðjunni, kemur annað
til greina? Á fundinum hjá Versl-
unarráði var okkur kennt að maður
gæti bara klippt á afhendingu af-
gangsorku til stóriðju hvenær sem
er og selt orkuna á markaði. Með
því væru öryggismál eftir mark-
aðsvæðinguna leyst! Maður er
bara ekki alveg viss og þorir varla
að skrifa um það á prófinu. Úff
rosalega getur verið erfitt að
hugsa þegar maður veit ekki svar-
ið. Ef eitthvert svar í prófinu verð-
ur rangt gæti það leitt til þess að
ríkið grípi inn í markaðsvæðuna
með löggjöf. Um næstu áramót er
prófið, að veði er raforkumark-
aðurinn, og það yrði óviðunandi
fyrir Íslendinga að fá annað en 10
á prófinu. Samt virkar það eins og
markaðsvæðingin um áramótin
verði eins og að mæta í próf illa
lesinn, vannærður og með mik-
ilmennskubrjálæði.
Markaðspróf raforkunnar
Hákon Skúlason fjallar
um markaðsvæðingu
raforkukerfisins ’Um næstu áramót erprófið, að veði er raf-
orkumarkaðurinn, og
það yrði óviðunandi fyr-
ir Íslendinga að fá ann-
að en 10 á prófinu.‘
Hákon Skúlason
Höfundur er varaformaður FUF-RN.
ÞJÓÐARHREYFINGIN hóf
fyrir nokkrum dögum söfnun til að
fjármagna birtingu yfirlýsingar í
New York Times. Markmiðið er
að kynna þá stað-
reynd að stuðningur
íslenskra stjórnvalda
við innrásina í Írak
endurspeglar ekki
vilja íslensku þjóð-
arinnar. Strax eftir að
átak Þjóðarhreyfing-
arinnar var kynnt
hófst afskaplega
ómálefnaleg umræða
um átakið. Í þessum
pistli verður algeng-
um áróðri svarað.
„Þjóðarhreyfingin
talar í nafni allra Ís-
lendinga.“
Þetta þvaður hefur verið end-
urtekið aftur og aftur í fjölmiðlum
undanfarna daga. Ástæðan er sú
að í yfirlýsingunni segir m.a.:
„Við, Íslendingar, mótmælum
eindregið yfirlýsingu íslenskra
stjórnvalda um stuðning við innrás
Bandaríkjanna og ,,viljugra“
bandamanna þeirra í Írak í mars
2003.“
Íslenskir haukar hafa haldið því
fram að með þessum orðum sé átt
við alla Íslendinga. Þegar sagt er
„Við, Íslendingar“ er vitaskuld átt
við þá sem standa að yfirlýsing-
unni (sem eru Íslendingar). Aug-
ljóslega er ekki hægt
að lýsa einhverju yfir
í nafni hvers einasta
Íslendings og því er
þetta vægast sagt
langsóttur útúrsnún-
ingur. Hins vegar eru
Íslendingar almennt á
móti þátttöku Íslands
í stríðinu í Írak og
veru landsins á lista
„hinna viljugu“. Sam-
kvæmt skoðanakönn-
unum hafa 80% Ís-
lendinga sagst vera á
móti því að Ísland sé
á lista „hinna vilj-
ugu“. Þegar Bush og fjölmiðlar
fjalla um þátttöku Íslendinga
koma þessar staðreyndir hvergi
fram.
„Íslendingar vinna gull í Evr-
ópukeppni“, „Íslendingar eru
vinnusöm þjóð“. Af einhverjum
ástæðum eru setningar sem þess-
ar algengar í fjölmiðlum án þess
nokkur maður haldi að um sé að
ræða alla Íslendinga.
„Með orðalaginu er Þjóð-
arhreyfingin að reyna að blekkja
fólk.“
Markmiðið með yfirlýsingunni
er að breiða út sannleikann um af-
stöðu Íslendinga til stríðsins, ekki
að breiða yfir sannleikann. Í kjöl-
far þess að yfirlýsingin birtist í
NYT verður umræða um hana í
fjölmiðlum víðs vegar um heim
þar sem afstaða Íslendinga verður
rædd. Það er því engin hætta á
því fjöldi fólks haldi að allir Ís-
lendingar vilji fara af lista „hinna
viljugu“.
„Íslensk stjórnvöld hafa verið
kosin lýðræðislegri kosningu.
Þjóðarhreyfingin hefur ekkert um-
boð til að skipta sér af gjörðum ís-
lenskra stjórnvalda.“
Lýðræði snýst um meira en að
kjósa á fjögurra ára fresti. Það er
reynda skylda þeirra sem vilja
verja lýðræðið og tjáningarfrelsið
að láta í sér heyra. Þjóðarhreyf-
ingin telur sig ekki hafa vald til að
breyta lögum eða einstökum
stjórnvaldsaðgerðum. Það er verið
að vekja athygli á því að Íslend-
ingar voru og eru almennt á móti
innrás Bandaríkjanna inn í Írak.
Það er ekki verið að breyta lögum.
Það er einfaldlega verið að benda
á staðreyndir. Það eru margar
leiðir til að taka þátt í lýðræð-
issamfélagi. Ein er að kjósa, önn-
ur er að láta rödd sína heyrast.
Ljóst er að núverandi stjórn-
arflokkar voru ekki kosnir vegna
stuðnings flokksforystunnar við
stríðið í Írak heldur þrátt fyrir
hann.
„Í Þjóðarhreyfingunni eru ekk-
ert nema sósíalistar.“
Þetta eru vitaskuld ekki rök
heldur afbrigði af klassískri rök-
villu. Verið er að ráðast að og
gera lítið úr þeim sem standa að
átaki Þjóðarhreyfingarinnar en
ekki verið að gagnrýna sjálft mál-
efnið. Þetta er algeng aðferð
þeirra sem eru rökþrota.
Þeir sem styðja átak Þjóð-
arhreyfingarinnar eru hins vegar
ekki sósíalistar. Ekki veit ég betur
en að ýmsir þeir sem hafa talað
fyrir hönd Þjóðarhreyfingarinnar
hafi verið virkir meðlimir í Sjálf-
stæðisflokknum og jafnvel verið á
þingi fyrir þann ágæta flokk.
„Hvers vegna kaupir ekki Þjóð-
arhreyfingin auglýsingu í Íröskum
fjölmiðli frekar en í NYT?“
Eitt mikilvægasta markmiðið
með yfirlýsingunni er að vekja at-
hygli sem flestra á raunverulegri
afstöðu Íslendinga. Ein af ástæð-
um þess að ákveðið varð að birta
yfirlýsinguna í NYT var sú að
menn telja almennt að yfirlýsingin
eigi meiri möguleika á umfjöllun í
heimspressunni ef hún birtist í
einu virtasta blaði Bandaríkjanna.
Önnur ástæða er sú að átak Þjóð-
arhreyfingarinnar er gert að
norskri fyrirmynd en Norðmenn
birtu sambærilega yfirlýsingu í
Washington Post sem vakti mikla
athygli í heimspressunni.
„Af hverju eru peningarnir
frekar notaði til mannúðarmála?“
Í fyrsta lagi kemur fjárfesting í
yfirlýsingu ekki í veg fyrir að
menn styðji mannúðarmál. Það er
alltaf hægt að sleppa því að fjár-
festa í einhverju og gefa líkn-
arfélagi peninginn. Svo geta menn
líka gert hvort tveggja.
Í öðru lagi er yfirlýsing Þjóð-
arhreyfingarinnar mannúðarmál.
Það skiptir mannréttindi í heim-
inum miklu máli að friðelskandi og
lýðræðislega þenkjandi fólk láti í
sér heyra þegar það á við.
Hringið í síma 90 20000 og legg-
ið þannig fram 1.000 kr. til að
kosta birtingu yfirlýsingarinnar.
Spurt og svarað um yfirlýs-
ingu Þjóðarhreyfingarinnar
Sigurður Hólm Gunnarsson
fjallar um yfirlýsingu
Þjóðarhreyfingarinnar ’Það skiptir mannrétt-indi í heiminum miklu
máli að friðelskandi og
lýðræðislega þenkjandi
fólk láti í sér heyra þeg-
ar það á við. ‘
Sigurður Hólm
Gunnarsson
Höfundur er ritstjóri skodun.is.
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali
smáauglýsingar mbl.is