Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 66
66 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Davíð Helgason mágur minn er látinn. Maður sem ég hélt að myndi lifa okkur öll er fallinn frá. Maður á besta aldri. Maður sem lifði fyrir útivistir, heilbrigði og hreysti! Að vísu með svolitla meðfædda hjartaóreglu frá blautu en ekkert alvarlegt að manni var sagt. Ekkert minnir okkur eins óþyrmilega á eigin fáfræði og dauð- inn. Þrátt fyrir allar svokallaðar framfarir erum við jafngrunlaus og forfeður okkar um hvað tekur við handan móðunnar miklu. Við vitum ekki einu sinni hvort það er móða. Í heimi sem snýst æ oftar um að grípa og mergsjúga gæsina á með- an hún gefst var Davíð í örlitlum minnihluta sem kunni að gefa og láta aðra ganga fyrir. Þannig leið honum best og þannig sigraði hann hverja raun. Honum er kannske best lýst þannig að trúi maður á endurholdg- un hafi sál hans nú lokið sinni hinstu umferð á þessu tilverustigi á meðan við hin eigum flest eftir tals- vert marga tilraunaspretti á hlaupabrautum jarðlífsins. Án efa eru dýrmætustu einstak- lingar hverrar kynslóðar þeir örfáu á meðal vor sem hafa svo mikla út- geislun og örlæti til að bera að þeir verða innblástur og andleg næring fyrir alla hina sem í kringum þá eru. Mönnum af þessu tagi er oft lýst sem svo að þeir séu „hvers manns hugljúfi“. Oft hefur þetta fólk þann sjaldgæfa eiginleika að geta látið svo lítið fyrir sér fara að stundum gleymdist nærvera þeirra með öllu. Þangað til þeirra er þörf! Þannig var þessi maður innrétt- aður. Þegar hann og Auður systir héldu eitt af sínum stórboðum hvort sem var í Torontó, Mos- fellsbæ, Los Angeles eða Egilsstöð- um þurfti maður bókstaflega að leita gestgjafann uppi. Svona lítið fór fyrir honum. Skarð Davíðs verður seint fyllt, líklegast aldrei. Það er þó nokkur huggun harmi gegn að hann var gæddur svo undrasterkum „spirit- ual“ krafti að hann stendur manni á einhvern dularfullan hátt alltaf nærri þótt hann sé nú allur! Hann var holdtekja hins heil- DAVÍÐ HELGASON ✝ Davíð SævarHelgason fædd- ist í Reykjavík 27. janúar 1941. Hann lést á heimili sínu 4. desember síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Grafarvogs- kirkju 17. desember. brigða manns: karl- menni án karlrembu. Útivistir og körfubolti, en þó umfram allt göngur og golf, voru hans eftirlæti og svo að leika sér við barna- börnin, tengja saman kynslóðirnar í boð- hlaupi tímans. Davíð fæddist 27. janúar árið 1941 og ólst upp í góðu yfirlæti ásamt þrem bræðrum í Stórholtinu í Reykja- vík. Hann lauk sveins- prófi í vélvirkjun, varð svo vélstjóri frá Vélskóla Íslands. Hann og Auður systir fóru svo til Óðinsvéa þar sem hann lauk sinni tæknimenntun. Þar í borg, árið 1966, fæddist eldri dóttir þeirra. Eftir það flutti fjölskyldan til Kan- ada og þau bjuggu og störfuðu í Torontó í 3 ár. Þar fæddist yngri dóttirin, Edda árið 1970. Davíð vann í Hampiðjunni frá 1972–1998 þar sem hann var stýrði undir lokin nýrri deild hjá fyrir- tœkinu. Á sama tíma flutti fjöl- skyldan í einbýlishúsið í Mos- fellsbæ sem varð eins konar félagsmiðstöð okkar allra. Eins og ávallt voru hobbíin hans líf og yndi hvort sem það var sem þátttaka í íslenska landsliðinu í körfubolta eða öldungalandsliðinu í golfi eða starfsemi í rotaryklúbbum í Mosfellsbæ, Culver City og Egils- stöðum. Árið 1998 fluttu Davíð og Auður hingað til Los Angeles. Það var hér á næstu 4 árum – þegar systir mín var við framhaldsnám – sem ég í raun kynntist þessum dásamlega mági mínum í fyrsta skipti fyrir al- vöru. Árið 2002 fluttu Davíð og Auður aftur til Íslands. Að þessu sinni hreiðruðu þau um sig á Egilsstöð- um. Var ógleymanlegt að sækja þau heim síðasta sumar þar sem Davíð lék við hvern sinn fingur. Þar fann hann sinn draum að tengja saman starf og hobbí: kenna golf og sjá um rekstur Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs. Þar ætlaði hann að starfa næstu árin og hlakkaði ekkert smá til að takast á við það verkefni. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Davíð var jarðsettur, föstudaginn 17. desember í Graf- arvogskirkju. Slíkt var lítillæti þessa manns að hann er sjálfsagt furðu lostinn að sjá hversu sárt hans er saknað. Jón Óttar Ragnarsson. Það var áfall að heyra að Davíð Helgason er fallinn frá, góður fé- lagi úr körfuboltanum í Ármanni, hér áður fyrr. Davíð var öðlingur sem gott var að vera með í liði, bæði á æfingum og í keppni. Minningarnar frá þeim tíma sem við æfðum í Íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindar- götu, undir stjórn hin ágæta þjálf- ara Ásgeirs Guðmundssonar, eru hugljúfar. Það voru margir góðir körfu- boltamenn í Ármanni á þessum ár- um og Davíð var einn af þessum sem báru af hvað varðar hæfileika og leikni og þess fengu áhorfendur að njóta sem fylgdust með körfu- boltanum í keppnishúsinu í Háloga- landi við Suðulandsbraut, á þeim tíma. Megi minningin um góðan dreng lifa og votta ég Auði og dætrunum samúð mína. Hörður Kristinsson. Þegar ég talaði við Davíð í síma um miðjan nóvember síðastliðinn hvarflaði ekki að mér að þetta yrði okkar síðasta samtal, hann var svo hress í bragði og fullur tilhlökk- unar að takast á við nýtt verkefni, sem væri að sjá um rekstur golf- vallarins á Egilsstöðum. Þarna hefði Davíð verið á heima- velli þar sem hann hafði reynslu af rekstri golfvallar þar sem hann var einn af stofnendum Golfklúbbsins Kjalar og sat þar í stjórn til margra ára og tók virkan þátt í uppbyggingu þess vallar og starfs- ins sem því fylgdi að reka golf- klúbb. Það er vissa mín að Davíð hefði tekist að auka til muna áhuga Egilsstaðabúa á þessari íþrótt ef hans hefði notið við lengur. Kynni okkar Davíðs hófust þegar við vorum í Gaggó Aust upp úr miðri seinustu öld. Á þessum árum voru ekki neinar félagsmiðstöðvar fyrir unglinga og því söfnuðumst við krakkarnir saman eftir skóla við eða í lítilli sjoppu sem var á Leifsgötu og hét Fróði og því fékk hópurinn nafnið „Fróðaklíkan“. Þessi hópur hélt vel saman öll ung- lingsárin en færði sig um set þegar gagnfræðaskóla lauk og hertók sjoppu í miðbænum, sem hét Moskva og því breyttist nafnið í „Moskvuklíku“. Það var margt brallað út frá þessum „félagsmiðstöðvum“ og oft- ar en ekki var Davíð driffjöðurin í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Sem dæmi má nefna að Davíð frétti af kappróðrabátum, sem lágu rykfallnir í geymslu úti í Nauthólsvík og dreif hann okkur nokkra stráka með sér að æfa kappróður sem við stunduðum sumarlangt og endaði með fyrsta og seinasta Íslandsmóti í þeirri grein, eftir því sem ég best veit. Keppt var við lið frá Akureyri og vann Reykjavíkurliðið, ef ég man rétt. Þegar unglingárunum lauk tvístraðist hópurinn nokkuð, menn fóru til náms eða starfa á ýmsum vettvangi, en vissu alltaf af hver öðrum og sumir héldu hópinn áfram. Þegar ég hóf störf hjá Hampiðj- unni 1976 voru þar fyrir tveir úr gamla hópnum, þeir Davíð og Magnús Gústafsson. Við Davíð störfuðum þar saman í yfir 20 ár og reyndist hann mér jafn þægilegur og góður vinnu- félagi eins og leikfélagi hér áður fyrr. Eitt sinn tók Davíð okkur nokkra vinnufélaga með sér út á golfvöll og höfðu sumir aldrei haldið á golf- kylfu fyrr, en Davíð hvatti menn til dáða og sagði að getan skipti engu máli, markmiðið væri að hafa gam- an af þessu. Þetta kveikti áhuga sumra í hópnum á þessari íþrótt, þar á meðal hjá undirrituðum, sem hefur haft þetta sem aðal tóm- stundaiðju síðan og er Davíð æv- inlega þakklátur fyrir það. Davíð var mikill fjölskyldumaður og sagði mér oft frá dætrum sínum og í seinni tíð frá nafna sínum, sem hann var mjög stoltur af. Davíð og Auður voru mjög samhent í því sem þau tóku sér fyrir hendur eins og þegar þau fluttu austur og hófu rekstur gistiheimilis, sem var al- gjörlega nýtt fyrir þeim, en það verkefni leystu þau vel í samein- ingu og dáðist ég af hugrekki þeirra að hella sér út í þetta. Við Ása hlökkuðum mikið til að heim- sækja þau næsta sumar og eyða með þeim nokkrum dögum á þess- um fallega stað. Að lokum vil ég þakka góðum dreng samfylgdina í lífinu, hans verður sárt saknað í vinahópnum. Við Ása vonum að Guð gefi Auði, dætrunum og fjölskyldunni allri styrk í sorg þeirra. Gylfi Hallgrímsson. Í dag er kvaddur hinstu kveðju, langt fyrir aldur fram minn æsku- vinur og félagi Davíð Helgason – hann Dabbi Helga svo ótrúlegt sem það kann að virðast. Leiðir okkar Davíðs lágu fyrst saman á unglingsárum í Gagn- fræðaskóla Austurbæjar. Davíð til- heyrði eldri bekkingum skólans og var þar mjög eftirtektarverður fyr- ir fríðleika, fallega líkamsbyggingu og glæsilega og yfirvegaða fram- komu. Davíð gat því öðrum fremur verið mjög montinn af sínum ágæt- um en það var hann svo sannarlega ekki, framkoma hans einkenndist mjög af prúðmennsku og hallmæli voru ekki til í hans munni. Á stundu sem þessari hríslast straumur minninga um samskipti okkar Davíðs en eitt af mörgu er mér þó minnisstæðast í fari Davíðs, en það var þessi óvenjulegi fé- lagslegi lífskraftur sem Davíð hafði. Hann kom að stofnun, stjórnun eða þátttöku í hinum ótrúlegustu fé- lögum, hópum, gengjum eða klík- um. Og alls staðar var hann Hrók- ur, með stórum staf, í öllum störfum og fagnaði. Þau félög sem mér er kunnugt um að hann kom að, eru Skólafélag og íþróttafélög Gagnfræðaskóla Austurbæjar, Körfuknattleiksdeild Ármanns, Knattspyrnudeild Vals, Fróða- klíkan, Moskvuklíkan, Róðrardeild Ármanns, Félagi útskrifaðra tækni- fræðinga í Óðinvéum, Borðtennis- klúbburinn La Traviata, Golfklúbb- urinn Kjölur, Rotaryklúbbur Mosfellsbæjar, Útreiðarklúbbur Póra, Hádegisútskýlisfélag Laugar- dalslaugar og Golfklúbburinnn LÚPO sem heldur utan um árleg golfmót hádegissundmanna og nefnist Laugardals- Útiskýlis- Pottorma- Open (LÚPO). Viðvíkj- andi ofangreind félög var Davíð allt í senn, sigurvegari, Íslandsmeist- ari, landsliðsmaður, formaður eða stjórnarmaður og með sínum létta og leiftrandi félagslega lífskrafti sá hann til þess að þessi félög eða hópar blómstruðu meira eða lengur en gengur og gerist. Undirritaður þótti vera drjúgur fylgisveinn Dav- íðs í ýmsum af þessum félögum en oftast var ég einungis áhorfandi eða dinglaði með. Þrátt fyrir sitt mikla félagslega starf stundaði Davíð sína atvinnu að kostgæfni og mikilli reglusemi, en hann starfaði lengst af við stjórnunarstörf hjá Hampiðunni h/f. við hlið æskufélaga og skóla- bróður Magnúsar Gústafssonar, fv. forstjóra þess fyrirtækis og núver- andi forstjóra SH í Bandaríkjunum. Á síðari árum ákváðu Davíð og eig- inkona hans Auður Ragnarsdóttir að breyta til og bjuggu í Bandaríkj- unum um nokkura ára skeið. Að þeim tíma liðnum ákváðu þau að flytja til Egilsstaða. Á Egilsstöðum bjó dóttir þeirra Dagný og dótt- ursonurinn Davíð. Þessi ákvörðun þeirra hjóna kom ýmsum á óvart, en var mjög skiljanleg að mínu áliti. Eðlilega vildu þau vera í ná- vist nákominna og í framhaldi af því vöknuðu viðskiptahugmyndir og hugurinn varð fljótt mikill viðvíkj- andi rekstur á gistiheimili sem þau ráku á Egilsstöðum. Og ekki var beðið boðanna viðvíkjandi íþróttir, Davíð fór eina ferðina enn að skipta sér að starfi íþróttafélags sem er Golfklúbburinn á Egilsstöð- um. Auk þess að stunda golfkennslu og sinna yngri flokka starfi klúbbs- ins, var hann tekinn við stjórn Golf- skálans á staðnum og var með þá framtíðarsýn að byggja litla gist- iskála við völlinn. Golfvöllurinn á Egilsstöðum er sagður meðal fimm fallegustu golfvalla landsins og er ekki að efa að þessi framtíðarsýn verður að veruleika fyrr en seinna. Allt frá því að Davíð og Auður fluttu austur hef ég og eiginkona mín Arnbjörg Edda verið á leiðinni í heimsókn. Í heimsókn ekki ein- ungis til vinafólks til að rifja upp gamlar og skemmtilegar minning- ar, heldur einnig til að fylgjast með spennandi framkvæmdum og fram- tíðarhugmyndum. En þessi heimsókn varð aldrei að veruleika og nú er hann Davíð minn horfinn, ekki förum við meira í sund, á skíði, í golf, útreiðartúra, borðtennis eða eigum okkar árlega þorrablót með gömlum Ármenning- um eða ánægjulega kvöldstund eða Kanaríeyjaferð með eiginkonum okkar. Á stundu sem þessari hvarflar að manni að allt of sjaldan hugleiðir maður á lífsleiðinni hvað góðir vinir og félagar eru mikils verðir og hafa í raun mikil áhrif á allt líf manns. Þegar vinur hverfur yfir móðuna miklu, á maður aðeins endurskinið af birtu minninganna og maður fyllist þakklæti fyrir samfylgdina. Ég sendi mína dýpstu samúðar- kveðju til Auðar, dætra, tengda- sona og barnabarna og bið þann sem öllu ræður að blessa minningu Davíðs Helgasonar. Grímur Valdimarsson. Vinur minn kær, Davíð Helga- son, er fallinn frá án fyrirvara. Hans ber að minnast. Leiðir okkar lágu saman fyrir hálfri öld, í Gagn- fræðiskólanum við Lindargötu og vináttan traust æ síðan. Unglingsárin eru mikilverðust í vináttu einstaklinga, maður kynnist þá kjarna hvers og eins um leið og hann þroskast. Þannig var vináttan við Davíð og það var gott. Kjarni Davíðs var traustur og fór ekki úr skorðum í áranna rás. Ekki síst vegna þessa var hann vinmargur alla tíð og tengdist mörgum vina- hópum. Nú kveðja því margir góð- an dreng. Á Lindargötunni vakti Davíð strax athygli, hann hafði hreina út- geislun og var vel liðtækur í íþrótt- um sem ekki þótti verra á þessum árum. Ég ætla ekki að tíunda afrek Davíðs á íþróttasviðinu enda var hann hógvær um þau, en hans ein- kenni voru til fyrirmyndar. Ég man hann í fótbolta í yngri flokkum og man að hann hafði einstaklega góða boltamóttöku og hreint skot og hefði getan náð langt á því sviði ef áfram hefði verið haldið. Eins var það í körfuboltanum sem hann stundaði frá því á Lindargötunni, þar voru hans einkenni mýkt, yf- irvegun og fágaður stíll. Davíð lék körfubolta með okkur Ármenning- um um árabil og var landsliðsmað- ur í þeirri íþrótt. Síðar tók golfið hug hans allan en þá sögu kunna aðrir betur en ég. Prúðmannleg framkoma Davíðs, utan vallar sem innan, var öðrum til eftirbreytni. Lífshlaup Davíðs var fjölbreytt, víða var farið og margt gert og hann var líka lánsamur með lífs- förunaut sinn hana Auði. Samstiga hjón og djörf í ákvörðunartöku. Síðasta stóra ákvörðunin sem þau tóku saman nú í haust er lýsandi dæmi um þann hug. Ég og vinir okkar frá skólaárunum í Óðins- véum áttum hamingjustundir á Eg- ilsstöðum í byrjun október þar sem Davíð tilkynnti okkur að þau hjón hefðu ákveðið að taka við rekstri golfskálans þar eystra. Ennþá blöstu við ný og áhugaverð verk- efni. Ég, og ég veit að ég get talað fyrir hönd allra í þessum hópi, verð ævinlega þakklátur fyrir þær stundir. Það var alltaf bjart og tært í Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Minningargreinar Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, EMIL ÓFEIGUR ÁMUNDASON, Berugötu 5, Borgarnesi, sem andaðist mánudaginn 13. desember sl., verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju mánu- daginn 20. desember kl. 14.00. Hans Gunnar Emilsson, Guðrún Helga Andrésdóttir, Sigurður Arilíus Emilsson, Sigríður Leifsdóttir, Valgerður Ásta Emilsdóttir, Gilbert Elísson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.