Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 1
Handunnir
skartgripir
Finnur út hvaða steinn á við
hvern og einn | Daglegt líf
STOFNAÐ 1913 345. TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Jólaböll kl. 14 og 16.OPI‹ frá 10
Jólaball
kl. 2 og 4
til 10
Lesbók | Baróninn Sexið selur ekki lengur Bækur Með
húsasnotru í kjölfar Karlsefnis Krossgáta Myndagáta Börn
| Alls konar jól Glúrnar gátur Keðjusagan Íþróttir | Bjarni til
Plymouth Viggó fylgist með Tékkum Valur vann ÍR
Lesbók, Börn og Íþróttir í dag
30 ára fót-
boltabann
Belfast. AFP.
NORÐUR-írskum knattspyrnu-
manni hefur verið bannað að koma
nálægt fótbolta í 30 ár fyrir að
skalla dómara. Hefur þessi strangi
dómur vakið athygli og vilja marg-
ir, að hann verði að almennu for-
dæmi.
Atburðurinn átti sér stað eftir að
dómarinn, Jim Edwards, hafði slit-
ið leik tveggja áhugamannafélaga
vegna slagsmála, sem höfðu brotist
út á milli liðanna. Er hann var að
koma út af skrifstofu sinni, bar þar
að Victor Sproule, leikmann í öðru
liðinu, og skallaði hann Edwards
af svo miklum krafti, að hann kast-
aðist þvert yfir skrifstofuna.
Viðkomandi knattspyrnu-
samband hefur nú dæmt Sproule
og bannað honum að koma nálægt
fótbolta í þrjátíu ár. Hefur það
vakið mikla hrifningu hjá norður-
írsku dómarasamtökunum og rit-
ari þeirra, Brian Marshall, hefur
lagt til, að sama harkan verði tekin
upp í atvinnumannaknattspyrn-
unni.
UNDIR miðnætti í gær náðust í
Lundúnum samningar um fjármögn-
un á yfirtökutilboði sem Baugur
Group, Tom Hunter, Burðarás,
Pálmi Haraldsson, Kevin Stanford,
Bank of Scotland og KB banki hafa
gert í breska stórfyrirtækið Big Food
Group. Kaupverð félagsins er 670
milljónir punda, eða tæplega 82 millj-
arðar króna, og í þeirri upphæð er
innifalinn kostnaður vegna yfirtök-
unnar og endurfjármögnun skulda.
Jafnframt þurfti að semja um
rekstrarfjármögnun upp á 250 millj-
ónir punda eða um 30 milljarða
króna.
„Það er stórkostlegt að þetta skuli
loks vera í höfn,“ sögðu þreyttir en
glaðir Jón Ásgeir Jóhannesson og
Pálmi Haraldsson í samtali við Morg-
unblaðið, þegar ljóst var undir mið-
nætti í gærkvöld að samningarnir um
fjármögnun samningsins voru í höfn.
Heildarfjármögnun sem fjárfest-
arnir þurftu að semja um vegna þess-
ara kaupa eru 920 milljónir punda,
eða rúmir 112 milljarðar króna.
Fjármögnunin kemur frá Bank of
Scotland, KB banka og Landsbanka.
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri
Baugs, segir af þessu tilefni í samtali
við Morgunblaðið í dag: „Þetta eru
merkileg tímamót í sögu fyrirtækis
okkar og færa Baug Group raunar
upp í úrvalsdeildina í Bretlandi.“
Hann segir Big Food Group afar
stórt og öflugt fyrirtæki, sem velti
liðlega 5 milljörðum breskra punda á
ári, eða um 610 milljörðum króna.
Starfsmenn séu um 40 þúsund talsins
og starfsstöðvar yfir 990.
Jón Ásgeir segir að nú taki við 60
daga biðtími, þannig að upp úr
miðjum febrúar muni nýir eigendur
Big Food Group taka við félaginu og
hefja rekstur þess.
Fyrir liggur að nýir eigendur fé-
lagsins ætla að skipta félaginu upp í
sjálfstæðar einingar, en þannig var
það rekið allt til ársins 2000.
Þannig er það til skoðunar, að sögn
Jóns Ásgeirs að selja Woodward-
keðjuna, en reka Iceland og Booker
sem sjálfstæð félög og sömuleiðis
sérstakt félag um fasteignir í eigu fé-
lagsins.
Pálmi Haraldsson, sem verður eig-
andi 8,9% hlutar í Big Food Group, er
stærsti fjárfestirinn í Iceland, eins fé-
laga Big Food Group, á móti Baugi,
hvor um sig með liðlega 30% hlut.
Pálmi verður stjórnarformaður Ice-
land og hefur hann ákveðið að skipta
út stjórnendum í lykilstöðum hjá fé-
laginu. Hann hefur ákveðið að ráða í
starf forstjóra Iceland, stofnanda fé-
lagsins, Malcolm Walker, sem rak
fyrirtækið með hagnaði í 29 ár. Ice-
land rekur 754 verslanir.
Fjármögnun á yfirtökunni á Big Food Group í Bretlandi í höfn
Heildarfjármögnunin
nemur 112 milljörðum
Baugur verður stærsti hluthafinn í Big Food Group með 43% hlut
Baugur/26
JÓLIN nálgast óðfluga og ekki seinna vænna að huga að jólagjöfunum.
Kaupmenn gera fólki auðveldara fyrir með því að lengja afgreiðslutímann
og fram að jólum verða verslanir mjög víða opnar til kl. 22 öll kvöld.
Morgunblaðið/Golli
Jólin nálgast
TONY Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, sagði í gær, að ákvörðunin um
að taka upp beinar viðræður við Tyrki
um aðild að Evrópusambandinu
sýndi, að þeir, sem óttuðust „árekstur
tveggja menningarheima“, hefðu
rangt fyrir sér.
Margir evrópskir stjórnmálaleið-
togar fögnuðu því, að formlegar við-
ræður við Tyrki hefðu verið ákveðnar
en aðrir bentu á, að enn væru mörg
ljón í veginum fyrir fullri aðild þeirra.
Jacques Chirac, forseti Frakklands,
sem hefur verið mjög tvístígandi í
málinu, spáði því, að Tyrkir myndu á
endanum fá fulla aðild en það gæti
tekið áratug eða meira.
Jan Peter Balkenende, forsætis-
ráðherra Hollands, sagði, að verið
væri að skrifa nýjan kafla í sögunni og
undir það tók Gerhard Schröder,
kanslari Þýskalands, sem sagði, að
með málamiðlun um Kýpur ætti ekk-
ert að standa í vegi fyrir viðræðum.
Wolfgang Schüssel, kanslari Aust-
urríkis, sem hefur miklar efasemdir
um ágæti þess að fá Tyrki inn í ESB,
sagði í gær, að þegar þar að kæmi
yrði aðild þeirra borin undir þjóðarat-
kvæði í Austurríki.
Tony Blair sagði, að kristnir menn
og múslímar gætu unnið saman og
með aðild Tyrkja yrði sáð fræjum lýð-
ræðis í öllum Mið-Austurlöndum.
Upphaf nýs
kafla í sögunni
Viðræðum við Tyrki fagnað sem upphafi nýs tíma
í samskiptum kristinna manna og múslíma
Brussel. AFP.
Vonarljós/28
♦♦♦
Írakar í
kosninga-
ham
Reuters
ALMENNAR þingkosningar verða í
lok næsta mánaðar í Írak og munu
þá 7.200 frambjóðendur 107 flokka
eða lista berjast um þingsætin 275.
Hér eru kommúnistar á kosninga-
fundi í Bagdad en þeir eru elsti
stjórnmálaflokkurinn í Írak. Það er
þó ekki vinstri eða hægri, sem skipta
máli í svipinn, heldur skiptist fólk að-
allega í flokka eftir trúmálum og
þjóðerni.