Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í gegnum árþúsundir hafa kínverjar þróað fullkomnar aðferðir til eflingar líkama og heilsu. Heilsurækt Sérhæfð heilsumeðferð Dekur fyrir karla og konur Tilboð á gjafavöru frá Kína Tek á móti dekurhópum Heitur pottur, gufa og fleira Gjafabréf Skeifan 3 ◆ Sími 553 8282 ◆ www.heilsudrekinn.is Fjölbreytt úrval jólagjafa frá Kína j Í GÆR voru veittir níu styrkir til rannsókn- arverkefna úr Minningarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar, alls 4,4 milljónir. Minningarsjóðurinn var stofnaður á grund- velli fyrirmæla í erfðaskrá þeirra hjóna til að styrkja rannsóknir í hjartasjúkdómum, augn- sjúkdómum, tauga- og öldrunarsjúkdómum. Í desember ár hvert eru veittir styrkir á öllum þessum sviðum í samræmi við stofnskrá og að undangengnu faglegu mati á umsóknum. Styrkþegar árið 2005 eru: Jón Hersir Elíasson til rannsókna á faralds- fræði heilablóðfalls á Íslandi, Vilhjálmur Rafns- son til rannsókna á skýmyndun á augasteini hjá flugfreyjum og flugþjónum, Brynhildur Thors til rannsókna á boðferlum tengdum Akt í æðaþeli, Haraldur Sigurðsson til rannsókna á birting- armyndum augnsjúkdómsins „geographic at- rophy“ á Íslandi, Ólafur E. Sigurjónsson o.fl. til að þróa aðferð til að mæla þróun stofnfrumna yf- ir í taugafrumur, María Ragnarsdóttir og Ásdís Kristjánsdóttir til að rannsaka áhrif styrktar- og þolþjálfunar öndunarvöðva á lungnastarfsemi eftir hjáveituskurðaðgerð, Þorsteinn Gunn- arsson til að kanna árangur nýrra aðferða við meðhöndlun æðagúla, Jón Snædal og Jakob Kristinsson til að rann- saka oxavarnir í Alzheimersjúkdómi og Guð- mundur Arason og Perla Þorbjörnsdóttir til að rannsaka áhrif magnahindra á æðakölkun. Framvinduskýrslur sem sjóðstjórninni berast á ári hverju frá styrkþegum sýna glöggt að styrkir sjóðsins hafa eflt árangursríkar rann- sóknir, skilað mikilvægri nýrri þekkingu og eru þannig stöðugur vitnisburður um framsýni stofnendanna, segir í fréttatilkynningu. Styrkir úr Minningarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar 4,4 milljónir til rannsóknarverkefna Morgunblaðið/Kristinn Fulltrúar þeirra níu verkefna sem hlutu styrk úr Minningarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar í ár. HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem rak fjárhættuspil og veðmálastarfsemi í borginni. Hlaut hann fjögurra mánaða skilorðs- bundið fangelsi. Fram kemur í dómnum að allir fjármunir vegna rekstrarins, sem stóð yfir frá des- ember 2001 til septemberloka 2002, hafi farið í gegnum reikning mannsins og veltan verið veruleg. Var talið að hann hafi staðið að starfseminni í atvinnuskyni. Hann var dæmdur til að borga 500 þúsund krónur í sekt í ríkissjóð og kemur 65 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Þá var manninum einnig gert að sæta upptöku til ríkissjóðs á fimm spilaborðum, spilapeningum og spilastokkum og samtals um 5 millj- ónum króna í reiðufé, ávísun og innistæðum á reikningum. Dæmdur fyrir fjárhættuspil „ÉG HEFÐI auðvitað svo sannarlega vænst þess að þetta yrði af- greitt og leyfi fengist til að hefja fram- kvæmdir en að sjálf- sögðu verðum við að meta þessa stöðu og við munum fara yfir þetta og þessar athugasemd- ir og ábendingar,“ seg- ir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, um þá ákvörðun bæjar- stjórnar Garðabæjar að fallast ekki á breikkun Reykjanesbrautar að sinni. „Ráðuneytið hefur haft þær upp- lýsingar undir höndum frá Vega- gerðinni að það hafi verið leitast við að fara, og að sjálfsögðu, eftir þeim skilyrðum sem sett voru í tengslum við umhverfismatið og það hafi verið lögð mjög mikil vinna í að koma til móts við sjón- armið íbúanna þarna og haft mikið samráð við þá. Þann- ig að ég hafði vonast til þess að þetta mál væri komið til enda, en ég geri ráð fyrir því að hafa samráð við bæjaryfirvöld í Garðabænum um næstu skref,“ segir ráðherra. „En það er alveg ljóst að þarna er um mjög mikinn kostnað- armun að ræða, ann- ars vegar að leggja þennan veg í sam- ræmi við tillögur Vegagerðarinnar sem hún telur að uppfylli allar kröfur umhverfismatsins og hins vegar að lækka veginn sem mun auka kostn- aðinn mjög mikið.“ Að sögn Sturlu mun hann fara yfir málið með vegamálastjóra og síðan hafa samráð við bæjaryfir- völd um næstu skref, sem fyrr seg- ir. Samgönguráðherra um breikkun Reykjanesbrautar Mun ræða við bæjaryfirvöld og vegamálastjóra Sturla Böðvarsson Á MEÐFYLGJANDI yfirlitsmynd sést lega Reykjanesbrautar miðað við tvöföldun vegarins samkvæmt tillögum Vegagagerðarinnar, frá Arnarnesvegi að bæjarmörkum Hafnarfjarðar í Kaplakrika. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær fellst bæjarstjórn Garðabæjar ekki á að veita Vegagerðinni framkvæmda- leyfi á þessu stigi. Nauðsynlegt sé að fyrst fari fram ítarleg greining með hlutaðeigandi aðilum, ráðherrum, þingmönnum. Vegagerðinni o.fl. þar sem þeim verði kynnt afstaða bæj- arbúa til breikkunarinnar, eins og segir í samþykkt bæjarstjórnar. Að sögn Eiríks Bjarnasonar bæj- arverkfræðings felur samþykktin í sér að skoða málin til hlítar enda gangi tillögur íbúa út á að setja veg- inn í stokk eða grafa hann niður. Ekki sé rætt um það að breyta veg- stæðinu sjálfu. Hús verði varin fyrir hávaða Í greinargerð með samþykkt bæj- arstjórnar segir að helstu atriði þessu til viðbótar sem fulltrúar íbúa leggi áherslu á við breikkun vegar- ins, umfram það sem Vegagerðin hefur lagt til sé, að svonefnd hávaða- kort verði reiknuð fyrir hærri um- ferðarhraða en 80 km/klst, helst 90– 100 km/klst og varnir sýndar miðað við það. Þá, að hávaði verði sýndur miðað við 70.000 bíla á sólarhring og varnir sýndar miðað við það. Af sér- tækum aðgerðum sem fjallað er um í greinargerðinni og eru óskir íbúa er að hús við Rjúpnahæð, Efstalund, Þrastalund og Sunnuflöt verði varin fyrir hávaða.                                             !    "!#  Ekki rætt um að breyta vegstæðinu sjálfu MARGRÉT Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri neytendasviðs Skelj- ungs, segir athugasemdir fyrirtæk- isins vegna áforma um að breyta deiliskipulagi í Kópavogsbæ og að heimila rekstur sjálfsafgreiðslu- stöðvar á lóð nr. 22 við Dalveg, fyrst og fremst snúa að því að umferð um lóð Skeljungs til og frá Reykjanes- braut muni aukast til mikilla muna. Einnig hafi Kópavogsbær spurt í bréfi til hlutaðeigandi fyrirtækja og einstaklinga hvort þeir telji sig verða fyrir fjárhagslegu tjóni og í því sam- bandi sé Skeljungur að svara að þeir telji að svo sé. Bærinn hafi auglýst að þeir muni taka að sér að bæta slíkt tjón. Athugasemdir fyrirtækis- ins séu því í eðlilegu ferli og svörin sem þar eru gefin heiðarleg. Mjög aukin umferð „Þarna er verið að auka umferð inn á þetta svæði alveg gífurlega, Kópavogsbær leitar til okkar til að heyra hvort við höfum athugasemd vegna svona breytingar og auðvitað svörum við því af heiðarleika. Það skiptir okkur ekki máli hvers konar verslunar- eða þjónusturekstraraðili er á staðnum því öllu sem myndi kalla á aukna umferð þarna hefðum við áhyggjur af.“ Að sögn Margrétar eru dæmi þess frá stöð Skeljungs við Vesturlands- veg að ekið hafi verið á starfsmenn fyrirtækisins þar sem ökumenn stytta sér leið í gegnum lóð stöðv- arinnar inn í nærliggjandi hverfi. Starfsmenn stöðvarinnar við Dalveg hafi áhyggjur af því að sams konar hætta geti skapast þar. Áhyggjur af mikilli gegn- umumferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.