Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 43 FERÐALÖG TÍVOLÍ og skemmtigarðar víða um heim eru sett í hátíðarbúning- inn á aðventu og heimsóknir þangað verða hluti af jólaund- irbúningnum meðal borgarbúa. Liseberg í Gautaborg er engin undantekning. Þar lýsa nú á fjórðu milljón jólaljósa, jólamark- aður er í fullum gangi og sum tív- olítækin eru opin. Liseberg er opið frá vori og fram á haust og er síðan opnað á ný um helgar í lok nóvember. Síð- ustu dagana fyrir jól er opið dag- lega en síðan er dyrunum aftur lokað að kvöldi Þorláksmessu. Óþreyjufullir tívolíkrakkar á öll- um aldri þurfa svo að bíða fram í apríl eftir að geta sest í tryllitæk- in á ný. En það er fleira en tækin sem dregur fólk í Liseberg á aðvent- unni. Bara ljósin sem lýsa upp skammdegið geta verið aðdrátt- arafl fyrir marga. Trén eru bók- staflega þakin smáum hvítum ljós- um og þar að auki hanga ljósaseríur á milli húsa. Útsýn- isturninn í Liseberg lítur út eins og risastórt jólatré þar sem ljósa- keðjur ná frá efsta hluta og niður á jörð. Alls eru jólaljósin í skemmtigarðinum í ár 3.286.722 talsins. Góðgæti og gjafavara Sölubásar með jólamat, jóla- skraut, gjafavöru og hitt og þetta góðgæti hafa einnig verið settir upp. Gaman getur verið að rölta á milli þeirra og fá að smakka á ost- bita, möndlum, karamellum eða jólaglögg eða skoða handverk frá ólíkum landshlutum í Svíþjóð. Sjaldan rekst maður á hrein- dýrakjöt í pítubrauði eins og var á boðstólum hjá Sömum í einum básnum. Á jólamarkaðnum er svo hægt að kaupa handgerða vindla, hefðbundið sænskt jólaskraut úr hálmi og allt þar á milli. Jólasveinalandið hefur aðdrátt- arafl fyrir börnin sem fá stjörnur í augun við að ganga um heilt hús fullt af jólaskrauti, jólaljósum, gervisnjó og jólasveinabrúðum sem hreyfa sig. Jólasveinarnir eru að undirbúa jólin, smíða gjafir og baka brauð. Skautasvell er opið í Liseberg á aðventunni og hefur það verið vin- sælt meðal gesta. Vötn og tjarnir í Gautaborg eru líka ómöguleg til skautaiðkunar enn sem komið er því frostlaust hefur verið síðan í byrjun nóvember. Á skautasvell- inu og víðar um garðinn eru grænar kanínur á stærð við menn, einkennisfígúrur Liseberg, á vappi í jólabúningi og faðma börnin. Margir veitingastaðir eru í skemmtigarðinum og sérhæfa þeir sig í ýmiss konar jólamat á þess- um árstíma. Sænskt jólahlaðborð bragðaðist vel, síld, lax, hrökk- brauð, skinka og fleira góðgæti. Bókakaffihús var fullsetið og gest- ir með glögg, te eða kaffi í bolla til að ylja sér. Í Liseberg renna yfir þrjú þús- und lítrar af jólaglögg niður kverkar gestanna þá 27 daga sem opið er fyrir jólin. Og þeir sporð- renna 26 þúsund piparkökum með. Ljós í Liseberg  JÓLASTEMNING Ljósadýrðin í Liseberg: Þær eru enda ófáar perurnar sem lýsa upp tívolíið. Liseberg: veffang: www.liseberg.se sími: 00 4631 400 100 steingerdur@mbl.is Morgunblaðið/ Steingerður Sölubásar: Ýmsan varning er að finna í sölubásum í tívolíinu. fiegar íslensku ostarnir eru bornir fram, einir sér, á ostabakka e›a til a› kóróna matarger›ina – flá er hátí›! Engin jól án fleirra! Dala-Yrja Sígildur veisluostur sem fer vel á ostabakka. Höf›ingi Brag›mildur hvítmygluostur sem hefur slegi› í gegn. Dala-Brie Á ostabakkann og me› kexi og ávöxtum. Lúxus-Yrja Brag›mild og gó› eins og hún kemur fyrir e›a í matarger›. Camembert Einn og sér, á ostabakkann og í matarger›. Blár kastali Me› ferskum ávöxtum e›a einn og sér. Stóri-Dímon Ómissandi flegar vanda á til veislunnar. Gullostur Brag›mikill hvítmygluostur, glæsilegur á veislubor›i›. Ítalskur ostur með sólþurrkuðum tómötum Steyptur lúxusostur tilvalinn á ostabakkann. Ostakaka með hindberjum Kætir bragðlaukana svo um munar. Grá›aostur Tilvalinn til matarger›ar. Gó›ur einn og sér. Rjómaostur Á kexi›, brau›i›, í sósur og íd‡fur Hrókur Nýr ljúffengur hvítmygluostur með gati í miðjunni. jólagjöf Hugmynd að fyrir hann Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is Deluxe álkerra Afar sterk tvöföld rörgrind. Vatnsbrúsi og skorkortahaldari fylgja. Verð áður 9.990 kr. 30% afsláttur. Verð6.990kr. Ambassador kerrupoki Sérlega vel hannaður poki með mörgum vösum. Verð áður 14.990 kr. 50% afsláttur. Verð 7.490 kr.ÍSLENS KA A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 66 32 12 /2 00 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.