Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Nýverið kom út mikið upp-flettirit um byggingarlistfrá Phaidon-útgáfunni: The Phaidon Atlas of Contempor- ary World Architecture. Í bókinni eru myndir af helstu verkefnum í byggingarlist síðustu fimm árin víða um heim. Bókin er gríðarleg að vöxtum og að því er kemur fram á vef Phaidon liggur margra ára vinna að baki henni. Í henni eru myndir af 1.052 byggingum, teikningar og ítarleg lýsing aukinheldur sem getið er um kostnað við bygg- inguna og svo má telja. Í bókinni er líka tölfræðileg samantekt um arki- tektúr víða um heim. Alls eru í bók- inni um 5.500 myndir á 812 síðum, en bókin er í nokkuð sérstöku broti, 45x31 sm að stærð og hálft sjötta kíló að þyngd. Bókin var þannig unnin að leitað var til blaðamanna með sérþekk- ingu á byggingarlist, listfræðinga og arkitekta víða um heim og þeir beðnir að tilnefna það sem þeim þótti markverðast í hverju landi fyrir sig. Sérstök dómnefnd vann síðan úr tilnefningunum og valdi það sem henni þótti markverðast í hverju landi fyrir sig, en alls bárust ríflega 4.000 tilnefningar.    Mismikið er af markverðumbyggingum í hverju landi fyr- ir sig. Kemur kannski ekki á óvart að flestar eru þær í Bandaríkjunum, 112 byggingar alls, 77 eru í Þýska- landi og 71 í Japan svo dæmi séu tek- in. Fjögur íslensk verk hlutu náð fyr- ir augum dómnefndar og vekur athygli að þrjú þeirra eru frá sömu arkitektastofunni, Studio Granda, en eitt gerði Arkibúllan. Arkibúllan var valin fyrir þjónustumiðstöðina í Nauthólsvík, en Studio Granda fyrir viðbyggingu við viðskiptaháskólann í Bifröst, Listasafn Reykjavíkur og bílastæði og garð aftan við Kringl- una. Arkitektastofan Studio Granda var stofnuð af Margréti Harð- ardóttur og Steve Christer 1987. Steve Christer segir að mönnum hætti til að gleyma því að bílastæði séu líka byggingarlist. „Þau eru stór hluti af okkar umhverfi eins og hvert annað umferðarmannvirki,“ segir Steve, en mörg verkefni Stud- io Granda felast einmitt í vinnu fyr- ir borgar- og bæjaryfirvöld að ýms- um umferðarmannvirkjum, eins og til að mynda hin nýja Reykjanes- braut um Hafnarfjörð, gatnamót við Stekkjarbakka, göngubrú og und- irgöng við Úlfarsfell, göngubrýr yf- ir Hringbraut og Njarðargötu og svo má telja. Hann segir að allt sé þetta byggingarlist og í raun mjög mikilvægt að huga vel að hönnun á slíkum mannvirkjum. „Það er allt of algengt að bílastæði eru dimmur og hálffrágenginn staður sem er eins og það sé ekki ætlað fólki, en það má ekki gleyma því að það er fólk sem situr í bílunum og það þarf að huga að því ekki síður en þörfum bílsins.“    Steve Christer segir að StudioGranda hafi áður átt mynd af byggingum í bók frá Phaidon þann- ig að það hafi ekki komið þeim á óvart þegar útgáfan leitaði til fyr- irtækisins um tilnefningar. „Við sendum þeim dæmi um það helsta sem við höfum verið að fást við en einnig bentum við þeim á átta stofur íslenskar sem eru í fremstu röð að mínu mati,“ segir Steve og bætir við að í því ljósi hafi það komið þeim einkar skemmtilega á óvart að svo mörg verk þeirra hefðu orðið fyrir valinu í bókina. Studio Granda vinnur alltaf eitt- hvað af verkefnum fyrir erlenda að- ila, en Steve segir að ekki hafi bor- ist nein verkefni í tengslum við það að stofan sé með svo mörg verk í þessari bók, ekki enn í það minnsta. „Það skiptir vitanlega máli fyrir okkur að vera nefnd sem oftast í bókum sem þessum, að skapa stof- unni nafn. Við fáum orðið þó nokk- uð af boðum um að taka þátt í ýms- um samkeppnum og útboðum erlendis, en það er aftur á móti mjög dýrt að taka þátt í verkum er- lendis nema þau séu mjög stór, ferðakostnaður er svo mikill að hann étur upp allar tekjur af smærri verkum.“    Eftir því sem starfsmenn bóka-verslana hér segja hefur bókin selst mjög vel og reyndar ótrúlega vel miðað við sértækt viðfangsefni hennar, stærð og verð. Steve segir að samkvæmt því sem starfsmenn Phaidon hafi sagt honum hafi bókin selst vel um allan heim, enda einkar eigulegt verk. „Hvað bóksöluna hér heima varðar þá hefur áhugi á byggingarlist aukist mikið á und- anförnum árum, henni hefur til dæmis verið betur sinnt í sjónvarpi og ég finn fyrir því að fólk er mun meðvitaðra um umhverfi sitt. Von- andi á sá áhugi síðan eftir að skila sér til stjórnmálamanna og verða til þess að þeir fara að velja byggingar eftir gæðum, en ekki bara eftir því hvað kostar að reisa þær,“ segir Steve Christer að lokum. Helstu byggingar í heimi síðustu fimm árin ’Það skiptir vitanlegamáli fyrir okkur að vera nefnd sem oftast í bók- um sem þessum, að skapa stofunni nafn. ‘ AF LISTUM Árni Matthíasson arnim@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn The Phaidon Atlas of Contemporary World Architecture er engin smá- smíði; alls eru í bókinni um 5.500 myndir á 812 síðum, en bókin er 45x31 sm að stærð og hálft sjötta kíló að þyngd. ÞAÐ kom mér í fyrstu svolítið á óvart að klassískt menntað tónskáld með mörg vel heppnuð kórverk að baki, flaskað upp við kvæðamennsku í föðurhúsum og með fína rödd í þokkabót, skyldi aðeins treysta sér til að leggja á trúbadúramið þjóð- laga með liðsinni brezkra hljómlist- armanna. En vitanlega slær enginn hljómlistarmaður hendinni við út- gáfutilboði utan úr hinum stóra heimi (að vísu getur Green Man Re- cords eftir plötunúmeri að dæma varla verið gamalt í hettunni), enda virðist hér einkum verið að stíla á er- lenda hlustendur, þrátt fyrir að allt sé sungið á íslenzku. Má í því sambandi harma hversu sjaldan tónlistararfur íslenzkrar al- þýðu rambar orðið á varir núlifandi afkomenda. Hef ég fyrir satt frá tón- listarkennurum að nemendur þekki nú varla eitt einasta íslenzkt þjóðlag – hvort sem veldur óafsakanleg nið- urlæging tónmenntakennslu í grunnskólum á síðari árum eða fleira. Sæjust því ábyggilega lítil merki um tilvist íslenzkra þjóðlaga í plötubúðum hér, kæmi ekki til for- vitni erlendra ferðamanna. Já, margt hefur breytzt frá því er þjóðlagavakningin stóð með hæstum blóma á 8. áratug, þó að nú virðist loks aðeins farið að rofa til með ný- auknu framboði. Og þar hefur Funa- diskur Báru Grímsdóttur og félaga alla burði til að skera sig úr sem eitt persónulegasta og einlægasta fram- lag í áratugi. Hver hinna 18 ráka hefur sinn sér- stæða sjarma, og fjölbreytnin er með ólíkindum miðað við oftast mjög sparneytinn undirleik er ekki sízt má þakka smekkvísu gítar- plokki Chris Fosters. Harm- ónikuleikur Kirkpatricks er líka vel útfærður og setur enn alþjóðlegri svip á stemmurnar, er voru til skamms tíma oftast kveðnar undir- leikslaust eftir að yfirvöldum tókst að uppræta íslenzka spilamennsku- hefð á 18. öld. Kontrabassi er aðeins í einu númeri en hefði að ósekju mátt koma oftar við sögu til sveif- luauka og mótvægis við ríkjandi há- tíðni. Fyrst og fremst er það þó söngur Báru sem gefur diskinum varanlegt gildi. Röddin hefur stækkað mark- vert og beitingin er orðin fjölbreytt- ari en fyrir fjórum árum þegar und- irritaður líkti henni við Guðríði Þorbjargardóttur að kveða Varð- lokur. Stöku sinni m.a.s. svo að nálg- ist flökkukerlingarlegan groddah- úmor. Það er engin spurning að Bára gæti með aukinni sviðsreynslu slegið í gegn sem trúbadýra, kysi hún að leggja það fyrir sig. Undir- leikslausu lögin hitta hörundslaust í hjartastað, og skemmtilegt er að heyra engilsaxneskan þjóðsöngv- arastíl skarast við rammíslenzkar kvæðamanna„lissur“ í frjórri kross- gerjun að hætti heimstónlistar. Diskbæklingurinn er vel frá geng- inn með öllum söngtextum á ís- lenzku og óbundinni ensku. Aðeins fór í nánasataugarnar að hvergi skyldi vísað til uppflettanlegra laga- heimilda á nótum. Á maður virkilega að trúa því á öld upplýsinga og há- tækni að enn liggi þar hver á sínu sem ormur á gulli? Rammíslenzk heimstónlist TÓNLIST Íslenskar plötur 18 íslenzk þjóðlög í útsetningum eftir Báru Grímsdóttur (söngur, kantele), Chris Foster (gítar) og John Kirkpatrick (hnappaharmónika/ensk konsertína). Dave Wood (ísl. fiðla í einu lagi). Hljóð- rituð haustið 2003 í Broad Oak Studio, Bretlandi. Tæknim.: Dave Wood. Lengd: 48:34 mín. Green Man Records GMCD 002. Dreifing: Smekkleysa. Bára Grímsdóttir – Funi Bára Grímsdóttir Ríkarður Ö. Pálsson LUX mundi er nafn á nýjum geisla- diski með tónlist eftir Jón Nordal og heitir eftir fyrsta verkinu á diskinum. Þar er textinn úr Jóhannesarbók, „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins“. Tónlistin er prýði- lega raddsett, laglínurnar eru að vísu ekkert sérstaklega aðgengilegar en framvindan er svo eðlileg að erfitt er að hrífast ekki af. Sönghópurinn Hljómeyki syngur og gerir það yf- irleitt vel; einstaka sinnum er söng- urinn ekki alveg hreinn og efstu sópr- antónarnir óþægilega skerandi, en túlkunin sjálf er sannfærandi. Á geisladiskinum eru eingöngu kór- verk án undirleiks (a capella) og bera þau heitið Ljósið sanna, Trú mín er að- eins tíra og Requiem. Einnig er að finna þrjár þjóðlagaútsetningar úr kvæðabók Ólafs á Söndum. Það eru aðgengilegustu tónsmíðarnar á disk- inum, raddsetn- ingin er hugvits- samleg og söngurinn er ná- kvæmur og tilfinn- ingaþrunginn und- ir markvissri stjórn Bernharðs Wilkinsonar. Hin verkin svipa að mörgu leyti til þess sem fyrst var nefnt; tón- málið er áþekkt, stemningin alvörugef- in og íhugul og Hljómeyki flytur þau af viðeigandi hátíðleika. Sennilega er Re- quiem – sálumessan – mögnuðust; hún hefst á myrkum stefbrotum sem eftir dramatísk átök umbreytast í himn- eskan frið og gerist það svo eðlilega að unaður er á að hlýða. Hljómeyki syngur sálumessuna af- ar fallega og einsöngur þeirra Ólafs Einars Rúnarssonar og Hallveigar Rúnarsdóttur er öruggur og fellur ágætlega að heildarmyndinni. Í stuttu máli er hér um vandaðan geisladisk að ræða með tónlist eftir eitt fremsta tónskáld þjóðarinnar og hiklaust hægt að mæla með honum. Ljósið sanna TÓNLIST Íslenskar plötur Hljómeyki syngur undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar. Smekkleysa 2004. Jón Nordal: Lux Mundi Jón Nordal Jónas Sen Kolafarmurinn, Fjársjóður Rögn- valdar rauða, Skurðgoðið með skarð í eyra og Veldissproti Ottókars eru eft- ir Hergé í þýð- ingu Þorsteins Thorarensen og Lofts Guðmundssonar. Sögurnar segja hin sívinsælu æv- intýri um Tinna, en bækurnar, sem nú er verið að gefa út á ný, hafa verið uppseldar um langt árabil. Tinni, sem er franskur blaðamað- ur, lendir í hverju ótrúlegu ævintýr- inu á fætur öðru. Honum til fylgdar eru hans bestu vinir, hundurinn Tobbi og Kol- beinn Kafteinn, sem á sínar dökku hliðar. Þá má ekki gleyma snillingnum Pró- fessor Vandráði, sem glímir við heyrnarleysi og á það til að mis- skilja menn. Einnig eru hinir ná- skyldu en misskildu lögreglumenn Skapti og Skafti sjaldan langt und- an. Útgefandi er Fjölvaútgáfan. Bæk- urnar eru 62 bls. hver. Kynning- arverð kr. 1.100. Börn Ljónið, nornin og skápurinn er eftir C.S. Lewis í þýðingu Kristínar R. Thorlacius. Bókin segir frá börnunum Pétri, Súsönnu, Játvarði og Lúsíu sem rekast á dul- arfullan gamlan skáp sem felur inngang inn í ævintýra- landið Nar- níu, þar sem finna má undursam- legar skepnur, talandi dýr og tré sem eiga það til að rífa sig upp og dansa. En ekki er allt með felldu í Narníu, því hvíta nornin hefur dreift ís og kulda um allt. Ljónið Aslan er sá eini sem getur sigrað hana og leyst landið úr hinum illu álögum. Börnin verða að finna ljónið áður en það er um seinan. Ef þeim bregst það mun nornin taka þau til fanga að eilífu. Hér er um að ræða sérstaka stytta og myndskreytta útgáfu, sem ætluð er yngstu lesendunum. Útgefandi er Fjölvaútgáfan. Bókin er 44 bls. Kynningarverð er 1.400 kr. Börn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.