Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BOBBY Fischer hefur fengið loforð um að hann
geti fengið dvalarleyfi á Íslandi, en hvaða tegund
dvalarleyfis liggur ekki fyrir nú, að sögn Georgs
Lárussonar, forstjóra Útlendingastofnunar.
Dvalarleyfum er skipt í nokkra flokka með
hliðsjón af tilgangi dvalar. Umsækjendur skulu
sækja um dvalarleyfi í samræmi við tilgang dval-
ar sinnar hér á landi. Þannig er hægt að fá dval-
arleyfi með eða án atvinnuþátttöku og með eða
án takmarkana. Eins dvalarleyfi vegna aðstand-
enda, námsdvalar, vistráðningar og fleiri
ástæðna. Nánar má fræðast um dvalarleyfi á
heimasíðu Útlendingastofnunar.
Georg sagði líklegt að Fischer fengi almennt
dvalarleyfi til eins árs í senn. Hér væri um sér-
stakt tilfelli að ræða og ætti eftir að ákveða
hvers konar dvalarleyfi Fischer fengi. Ef hann
hefði gilt vegabréf og gilt skírteini um að hann
hefði dvalarleyfi hér á landi, sem er auglýst á
Schengen-svæðinu, gæti hann ferðast um
Schengen-svæðið.
Það hefur komið fram að Fischer er með ógilt
bandarískt vegabréf. Georg sagði einn mögu-
leika í þeirri stöðu að gefið yrði út svokallað út-
lendingavegabréf. Það er einungis gefið út þeim
til handa sem hafa öll sín mál frágengin hér á
landi og öll leyfi í lagi, hafa fengið útlendinga-
skírteini og geta alls ekki fengið vegabréf frá
heimalandi sínu eða eru ríkisfangslausir. „Ef
hann sækir um útlendingavegabréf og uppfyllir
öll skilyrði er hugsanlegt að það verði gefið út.
Það þýðir að viðkomandi getur ferðast um allt
Schengen-svæðið og þess vegna út fyrir það,“
sagði Georg.
Íslenskt dvalarleyfi
myndi veita
Fischer ferðafrelsi
TENGLAR
..................................................................
www.utl.is
„ÉG ER mjög ánægður með að Ísland skyldi
sýna svo eðlilegt hugrekki og skynsemi. Þessi
viðbrögð verða öðrum heimshlutum mikil hvatn-
ing og uppörvun,“ sagði Boris Spasskí, fyrrver-
andi heimsmeistari í skák, er hann var inntur
eftir viðbrögðum við ákvörðuninni um að veita
Bobby Fischer landvistarleyfi hér. Sem kunnugt
er var Spasskí andstæðingur Bobby Fischers í
heimsmeistaraeinvíginu í Reykjavík 1972, sem
kallað var einvígi aldarinnar. Þá fór Bobby
Fischer til Júgóslavíu 1992, meðan borg-
arastríðið geisaði þar, að tefla á alþjóðlegu
skákmóti við Boris Spasskí.
Það var talið vera brot gegn alþjóðlegu við-
skiptabanni Sameinuðu þjóðanna gegn Júgó-
slavíu. Síðan hefur Fischer verið útlægur frá
Bandaríkjunum.
Spasskí er nú búsettur í París. Hann endurtók
þakkir sínar til Íslendinga og sagðist hafa lesið
enska þýðingu nýlegs viðtals Stöðvar 2 við
Fischer, sem birtist á skákvefnum www.chess-
base.com. „Mér þótti það gott viðtal,“ sagði
Spasskí. „Líkt og venjulega er Bobby mjög op-
inskár. Hann tjáir sig um hvernig heimurinn er
og vandamál sín.“
Spasskí taldi ólíklegt að þeir Fischer ættu eft-
ir að setjast að skákborðinu. Sjálfur væri hann
sestur í helgan stein og Fischer tefldi nú slembi-
skák (Random Chess). „En ef mér yrði boðið til
Íslands, að hitta Fischer, myndi ég að sjálfsögðu
koma. Það yrði mér mikil ánægja að hitta
hann,“ sagði Spasskí. „Annars er ég fremur
svartsýnn á þetta. Alþjóðleg pólitísk öfl, sem
hann er á móti, vilja ekki láta hann í friði. Það
er mikið vandamál.“
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Boris Spasskí, fyrrverandi heimsmeistari í skák,
segir að ef honum yrði boðið til Íslands að hitta
Fischer myndi hann taka boðinu.
Boris Spasskí, fyrrverandi
heimsmeistari í skák
Mjög ánægður með
hugrekki og skyn-
semi Íslendinga
Þ
órður Ægir Óskarsson,
sendiherra í Tókýó, af-
henti Masako Suzuki,
lögmanni Fischers,
formlega í gærmorgun
bréf Útlendingastofn-
unar þar sem fram kem-
ur að Fischer fái dval-
arleyfi á Íslandi ef hann
svo kýs, og geti komið án vegabréfs inn í
landið.
„Bobby Fischer er að sjálfsögðu afar
ánægður með þessa ákvörðun og sér frelsið
blasa við. Og ég held að Bobby finnist að
með boðinu hafi hann fengið uppreisn æru
fyrir að hafa staðið á sínu og aldrei látið
undan þeim þrýstingi sem hann hafi verið
beittur. Ég tel að Bobby Fischer hafi unnið
stórsigur gegn gerræðislegri hegðun
bandarískra stjórnvalda,“ sagði Bosnitch
og bætti við að hann teldi þetta vera sögu-
legan viðburð. „Ísland hefur brotið ísinn,“
bætti hann við.
Miyoko Watai, heitkona Fischers og
starfandi forseti japanska skáksambands-
ins, sagði að þegar hún hefði tilkynnt Fisc-
her ákvörðun íslenskra stjórnvalda hefði
hann sagt: „Er það virkilega? Það er stór-
kostlegt.“
Segja vegabréf Fischers
ógilt með ólöglegum hætti
Fischer, sem er 61 árs, hefur verið í varð-
haldi í Japan í nærri hálft ár eftir að hann
var handtekinn á Naritaflugvelli í Tókýó
með ógilt vegabréf. Bandaríkjamenn hafa
krafist þess að fá Fischer framseldan, en
þar í landi er hann eftirlýstur fyrir að hafa
brotið lög með því að tefla einvígi við Boris
Spasskí í Svartfjallalandi árið 1992 og
þannig brotið viðskiptabann Sameinuðu
þjóðanna gegn sambandsríkinu Júgóslavíu.
Bosnitch fullyrti á blaðamannafundinum,
að bandarísk stjórnvöld hefðu með ólögleg-
um hætti ógilt vegabréf Fischers og stuðn-
ingsnefndin hefði hafið málaferli í Banda-
ríkjunum til að fá þeirri ákvörðun breytt. Í
Japan væru einnig í gangi málaferli til að
koma í veg fyrir að Fischer yrði vísað úr
landi á grundvelli fullyrðinga bandarískra
stjórnvalda. Þessi málaferli gætu tekið
langan tíma og þess vegna hefði stuðnings-
nefndin reynt að fá Fischer lausan úr varð-
haldi, sem hann hefur nú sætt í tæpt hálft
ár, og útvega honum griðastað. Reynt hefði
verið að finna land, sem vildi taka við
Fischer og á sama tíma útvega honum
vegabréf sem hann gæti notað.
„Ísland hefur nú leyst bæði þessi vanda-
mál með því að bjóða Fischer landvist-
arleyfi og rétt til að koma inn í landið án
vegabréfs. Svo tilraunir okkar til að útvega
Bobby Fischer þýskt vegabréf vegna þýsks
þjóðernis föður hans halda áfram en þær
eru ekki lengur nauðsynlegar svo Fischer
geti ferðast,“ sagði Bosnitch.
Ættu að biðja Fischer afsökunar
Hann sagði að nú fengju japönsk stjórn-
völd tækifæri til að bæta fyrir meðferðina á
Fischer með því að láta hann lausan. „Jap-
önsk stjórnvöld vilja vísa Bobby Fischer úr
landi. Vilji þau aðeins fylgja japönskum
lögum og vísa honum úr landi án tillits til
þess hvert hann fer fá þau tækifæri til þess
nú því Bobby Fischer þiggur boðið um að
fara til Íslands; ég talaði við hann í síma í
dag. Svo ef japönsk stjórnvöld vilja koma
heiðarlega fram er Bobby Fischer reiðubú-
inn að fara, Ísland er reiðubúið að taka við
honum og hann þarf ekkert vegabréf. Ef
Japan er hins vegar með undirferli og er að
vinna að því með Bandaríkjunum að senda
Bobby „bakdyramegin“ til Bandaríkjanna
svo hægt sé að dæma hann þar í fangelsi
fyrir að tefla skák, þá erum við reiðubúin til
að berjast gegn því eins lengi og þarf, jafn-
vel þótt það taki mörg ár.“
Bosnitch sagði einnig, að stuðnings-
mannanefndin teldi viðeigandi, að japönsk
stjórnvöld bæðu Fischer afsökunar á með-
ferðinni. Hann tók fram að Fischer hefði
ekki farið fram á slíkt, „hann er mun frið-
samari en ég“, sagði Bosnitch.
Japönsk stjórnvöld hafa neitað að leyfa
Fischer að fara úr landi til þriðja lands
nema bandarísk yfirvöld neiti að taka við
honum. Lögmaður hans, Masako Suzuki,
sagðist hins vegar á blaðamannafundinum
ekki sjá nein lagaleg vandkvæði á því að
japönsk stjórnvöld breyttu áfangastaðnum
á brottvísunarkröfunni í Ísland í stað
Bandaríkjanna og því ætti ekkert að vera
því lagalega til fyrirstöðu að Fischer fengi
að fara frá Japan innan skamms. Fram
kom hjá Suzuki, að stuðningsmannanefndin
myndi falla frá málaferlum í Japan til að
koma í veg fyrir brottvísun Fischers úr
landi ef japönsk stjórnvöld féllust á að leyfa
Fischer að fara til Íslands.
Bosnitch sagði að nú ætti forsætisráð-
herra Japans, Junichiro Koizumi, að sýna
hugrekki og höggva á hnútinn og veita
Fischer fararleyfi án tafar. „Ef ríkisstjórn
þessa lands ákveður að sýna hugrekki mun
Bobby Fischer fara nú,“ sagði hann. Fram
kom á blaðamannafundinum að japönsk
stjórnvöld hefðu til þessa ekki viljað tjá sig
um þessa þróun mála síðustu daga.
Bosnitch sagði að nefndir væru starfandi
á Íslandi, í Þýskalandi, Frakklandi, Rúss-
landi, Bandaríkjunum, Kanada og Serbíu
og Svartfjallalandi til að vinna að því að fá
Fischer lausan úr varðhaldi. Stuðnings-
nefnd Fischers í Japan hefði verið í sam-
bandi við þessar nefndir, þó einkum nefnd-
ina á Íslandi, sem hefði rætt bæði við
bandaríska og japanska sendimenn í
Reykjavík um málið.
Þegar Morgunblaðið spurði Bosnitch
hvort hann teldi að fleiri lönd en Ísland
kynnu að veita Fischer dvalarleyfi sagðist
hann hafa verið í beinu sambandi við nefnd-
ina í Serbíu og Svartfjallalandi. „Síðustu
boð mín til fólksins þar voru þau að það
ætti að taka sér tak og fylgja fordæmi hinn-
ar hugrökku og sjálfstæðu þjóðar á Íslandi.
Ég hef rætt við opinberan fulltrúa Serbíu
og Svartfjallalands í Japan og hef reynt að
koma á fundi með honum og Fischer. Ég
held að við munum ekki aðeins fá þetta
tækifæri frá Íslandi heldur muni fleiri lönd
fylgja í kjölfarið. En þetta mál gæti leyst ef
Japan sýnir af sér hugrekki og leyfir Fisch-
er að fara.“
Fram kom í máli Bosnitchs á fundinum
að Fischer hefði engan áhuga á að tefla
framar á stórmótum vegna þeirrar spill-
ingar er hann teldi að ríkti innan alþjóðlegu
skákhreyfingarinnar.
Vill fara með Fischer til Íslands
Morgunblaðið spurði Miyoko Watai á
blaðamannafundinum hvort hún hefði hug
á að koma með Fischer til Íslands yrði af
för hans þangað. Hún sagðist telja Ísland
afar áhugavert land sem hún hefði heyrt
mikið um og það væri að mörgu leyti mjög
svipað Japan. „Ef hann fer til Íslands þá
vildi ég gjarnan fara þangað líka,“ sagði
hún.
Watai var á fundinum spurð um hjóna-
bandsáform þeirra Fischers en hún sagði
að að svo stöddu vildu þau ekki tjá sig frek-
ar um það mál.
Stuðningsmenn skákmeistarans Bobbys Fischers lýstu á blaðamannafundi í Tókýó
í Japan í gær yfir mikilli ánægju með þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að bjóða
Fischer landvistarleyfi hér á landi. „Bobby Fischer hefur tekið boði Íslendinga,“
sagði John Bosnitch, stuðningsmaður Fischers, á blaðamannafundinum. Guðmund-
ur Hermannsson sat fundinn þar sem kom fram að Fischer sæi frelsið blasa við.
Morgunblaðið/Guðmundur Hermannsson
John Bosnitch, stuðningsmaður Fischers, og Miyoko Watai, heitkona Fischers, á blaðamannafundi í Japan í gær.
Fischer þiggur boð Íslend-
inga um að koma til Íslands
Tókýó. Morgunblaðið.