Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kambódía
undan
skugga
Khmeranna
á morgun
„Ef ég ætti sand
af seðlum myndi ég
kaupa mér köku.“
STUÐNINGSNEFND Roberts
James Fischers, eða Bobby Fischer,
fyrrverandi heimsmeistara í skák,
fór í bandaríska sendiráðið í
Reykjavík hinn 14. desember sl. og
lagði þar fram eftirfarandi spurn-
ingar. Óskaði stuðningsnefndin eft-
ir formlegu svari við spurningunum
svo fljótt sem verða mætti og var
því heitið. Nefndin óskaði eftir því
að Morgunblaðið birti spurning-
arnar og fara þær hér á eftir.
1. Af hverju beið Bandaríkja-
stjórn í heil 12 ár, eða frá 1992 til
2004, með að afturkalla vegabréf
skáksnillingsins Bobby Fischers?
2. Bandaríkjastjórn fullyrti á sín-
um tíma við japönsk yfirvöld að
ómögulegt hefði reynst að ná sam-
bandi við skákmeistarann til að til-
kynna honum að vegabréf hans
hefði verið afturkallað. Síðan þá
hefur Bandaríkjastjórn þó við-
urkennt að engin boð eða tilkynn-
ing um þetta hefði verið sent á póst-
fang Bobbys, sem hann gaf upp
þegar vegabréf hans var endurnýj-
að til 10 ára í Bandaríska sendi-
ráðinu í Sviss 1977. Það lægi því al-
veg ljóst fyrir af hálfu
nefndarinnar, byggt á upplýsingum
lögfræðinga meistarans, að banda-
rísk yfirvöld hefðu blekkt Japani til
að góma Bobby sl. sumar. Þá færi
heldur ekkert á milli mála að það
hefði verið af ráðnum hug sem
Bandaríkjastjórn lét undir höfuð
leggjast að skrifa Bobby og til-
kynna honum um að ákveðið hefði
verið að ógilda vegabréf hans, til-
gangurinn hefði verið sá einn að
leiða hann í gildru og handtaka
hann í Japan. Hvaða önnur skýring
eða skynsamleg ástæða gæti legið
því til grundvallar að upplýsa hann
ekki um málið formlega, eins og
skylt er að gera skv. bandarískum
lögum?
3. Þau lög sem ákæran á hendur
Bobby Fischer var byggð á hafa síð-
an runnið út eða verið felld úr gildi.
Eftir því sem best er vitað hefur
enginn annar nokkru sinni verið
ákærður skv. þeim lögum. Ef svo er
ekki, vinsamlegast upplýsið hvaða
aðilar hafa verið ákærðir og hvaða
dóma þeir hafa hlotið?
4. Hvaða ávinning getur opinbert
mál á hendur Bobby Fischer fyrir
þá sök eina að hafa teflt skák í
Júgóslavíu árið 1992, í landi sem
ekki er lengur til, haft í för með
sér?
Stuðningsnefnd Bobby Fischers. F.v.: Magnús Skúlason, Guðmundur G. Þórarinsson, Helgi Ólafsson, Guðfríður
Lilja Grétarsdóttir, Garðar Sverrisson, Sæmundur Pálsson, Ingvar Ásmundsson, Hrafn Jökulsson og Einar S. Ein-
arsson. Myndin var tekin eftir að ljóst var að íslensk stjórnvöld höfðu fallist á að veita Fischer landvistarleyfi.
Stuðningsnefnd Bobby Fischers leit-
ar svara hjá bandaríska sendiráðinu
ÁKVÖRÐUN Alþingis í síðustu viku um að fella úr gildi
eignarskatt markaði tímamót í skattasögu Íslendinga, að
því er segir í vefriti fjármálaráðuneytisins. Þar með verð-
ur afnuminn sá skattur sem lengst hefur verið við lýði hér
á landi, en eignarskattur var tekin upp árið 1096/97,
fyrst skatttegunda, þegar tíundarstatútata Gissurar bisk-
ups Ísleifssonar var lögfest. Með lögum um breytingu á
lögum um tekjuskatt og eignarskatt, sem Alþingi sam-
þykkti í síðustu viku, var ákveðið að eignarskattur ein-
staklinga og lögaðila falli niður frá og með 31. desember
2005. Síðasta álagning eignarskatts mun því eiga sér stað
á árinu 2005 vegna eigna í árslok 2004.
Tíund byggðist á eign
Undirstaða íslensku tíundarinnar var eignin. Sá, sem
átti eitt hundrað (120) sex álna aura, skyldi greiða 6 álnir,
eða 1% á ári.
Tíundarskyldir voru allir, konur jafnt sem karlar 16
ára og eldri, sem áttu skuldlaust tiltekna eign. Tíundin
skiptist í fjóra hluta og var einn hluti ætlaður fátækling-
um, annar biskupi, þriðji kirkju og fjórði prestum.
Árið 1556 yfirtók konungur biskupstíundina, en það
var ekki fyrr en eftir að Íslendingar fengu stjórnarskrá
1874 og löggjafarvald í eigin fjármálum, að konungstí-
undin var afnumin með lögum frá árinu 1877. Það ár voru
lögfest lög um húsaskatt, sem giltu fram til ársins 1921,
þegar fyrstu almennu lög um tekjuskatt og eignarskatt
voru lögfest sem allt fram til dagsins í dag hafa haft að
geyma ákvæði um eignarskatt.
Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu voru
þeir hlutar tíundarinnar sem runnu til kirkjunnar og
presta ekki afnumdir fyrr en árið 1909 og fátækratíundin
ekki fyrr en árið 1914.
Elsti skatturinn
felldur úr gildi
ÞAÐ heyrði til undantekninga að tíund miðaðist við
eign, líkt og gert var hér á landi á þjóðveldisöld, að
sögn Sigurðar Líndal prófessors. Algengast var í ná-
lægum löndum að tíundin væri tekjuskattur af nátt-
úrulegum arði. Þó munu einhver dæmi vera um það úr
Frankaríkinu að svipuð leið væri farin við skattheimtu
og gilti hér á landi.
„Þó að tíundin væri eignaskattur í framkvæmd er
ljóst að hún var hugsuð sem 10% tekjuskattur. Vextir,
eða fjárleiga, á þjóðveldisöld voru 10%. Ef skatturinn
miðaðist við hugsanlegar tekjur af eign varð skatturinn
því tíund af 10% eða 1% af verðmæti eignar.“ Sigurður
segir að líklega hafi þótt óheppilegt að innheimta tí-
undina af tekjum af náttúrulegum arði hér á landi.
Veðurfar og aðrar ytri aðstæður geti hafa valdið því.
Svo virðist sem einhver vafi hafi verið talinn á þess-
ari framkvæmd. Í umræðum á Alþingi 1281 við lögfest-
ingu Jónsbókar, „þegar Alþingi ræðir grundvall-
aratriði stjórnspekinnar ítarlegar en það hefur
nokkurn tíma gert fyrr eða síðar,“ eins og Sigurður
orðar það, réðst Loðinn Leppur, fulltrúi konungs, á tí-
undina og sagði hana okur. Árni biskup Þorláksson,
sem hafði verið einn helsti andmælandi Jónsbókar,
svaraði Loðni og vitnaði í orð Innocentiusar páfa um að
íslenska tíundin væri ekki okur og ynni engri sálu tjón.
„Íslenska tíundin hefur sem sagt verið borin undir páfa
og Innocentius páfi sagt að þetta væri í lagi,“ sagði
Sigurður Líndal.
Íslenska tíundin var
borin undir páfa