Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Ótrúlega fjölbreytt saga af ævintýrinu um
bílinn, sem breytti íslensku þjóðlífi meira en
nokkurt annað tæki.
Spennandi lestur fyrir alla sem hafa gaman af
þjóðlegum fróðleik, frásögnum af mannraun-
um og því hvernig fólkið í landinu þróaði
nýtt samfélag, samfélag sem byggist á sam-
göngum – stundum í baráttu við stjórnvöldin.
Saga bílsins á Íslandi
1904 – 2004
Blæju Ford Mustang 1968
Einn gamall og góður. Þessi einstaki bíll er
klassískur gæðingur með sögu.
Sími 4808080 Fossnesi A 800 Selfossi
Varahlutir - Sala - Ábyrgð - Þjónusta - Sérpantanir
Nýr Ford Mustang GT Premium 2005
Frumsýnum í fyrsta sinn á Íslandi nýjan Mustang GT Premium. Þetta er bíll sem er nú
þegar búinn að slá í gegn í Bandaríkjunum fyrir frábæra hönnun og gott verð.
Nýr Jeep Grand Cherokee Limited 2005
Nýjungar í Grand Cherokee, ný 330 hestafla V8 HEMI vél ásamt
skriðvörn og 100% læsingu á báðum öxlum.
Nýr Ford F150, F250 og F350 2005
Öflugir vinnuhestar sem eru búnir að slá í gegn. Ný fjöðrun sem gefur
minni beygjuradíus.
Dodge RAM 2500 Larime 2005
Sá öflugasti í sínum flokki með nýja vél
sem togar 610 lb-ft.
Pontiac Grand Prix GTP 2004
Glæsilegur fjölskyldubíll með 260 hestafla
vél og hlaðinn búnaði.
GMC Sierra 2500 LT 2005
Sá ljúfasti með 310 hestafla díselvél,
hlaðinn búnaði, t.d. DVD.
Frábærar veitingar í boði:
VERULEG umskipti urðu í rekstri
norsks sjávarútvegs á árinu 2003.
Árið 2002 var greinin rekin með 7
milljarða króna halla en í fyrra á
„núllinu“. Þetta kemur fram í nýrri
skýrslu frá norsku hafrannsókna-
stofnuninni.
Reksturinn gekk betur á flestum
sviðum greinarinnar en fjölmörg
fyrirtæki voru þó rekin með miklu
tapi og því telst afkoma greinarinn-
ar í heild árið 2003 fremur slök.
Veruleg lækkun á hráefnisverði og
sterk norsk króna höfðu veruleg
áhrif þar um.
Afkoman batnaði samt sem áður í
flestum greinum iðnaðarins og eins
og oft áður var það saltfiskiðnaður-
inn, einkum þurrfiskverkunin, sem
skilaði bestri afkomu, þvert á við
það ástand sem annars ríkir í hvít-
fiskiðnaðinum. Þannig var afkoman
lakari hjá blautfiskverkendum en
þar dregur einn stór aðili afkomuna
niður. Flakaiðnaðurinn og rækju-
iðnaðurinn var áfram rekinn með
tapi í fyrra. Þá var árið 2003 eitt það
lakasta í norska fiskimjölsiðnaðin-
um, enda drógust tekjur verulega
saman með mun minni hráefnisöfl-
un.
Norskur fiskiðnaður hefur und-
anfarin ár glímt við stöðugt versn-
andi afkomu. Mjög slæm afkoma ár-
ið 2002 hafði í för með sér gjaldþrot
marga fyrirtækja og leiddi til fækk-
unar í greininni. Fyrirtækjum hefur
því fækkað og þar af leiðandi störf-
um. Undanfarin tvö ár hefur störf-
um í norskum fiskiðnaði fækkað um
2.000, að því er fram kemur í skýrsl-
unni.
Norðmenn
á „núllinu“
FISKISTOFA svipti níu báta og
skip leyfi til veiða í atvinnuskyni í
nóvembermánuði. Stomsker SH var
sviptur leyfinu vegna afla umfram
aflaheimildir en fékk leyfið að nýju
þegar aflamarksstaða skipsins
hafði verið lagfærð. Þá voru Fram-
nes ÍS, Særós RE, Faxi RE, Heiðrún
SU og Sæunn HF svipt leyfinu í
tvær vikur vegna vanskila á afla-
dagbókarfrumriti. Eins var Bryndís
ÞH svipt veiðileyfi í tvær vikur þar
sem undirmálsafli var yfir stærð-
armörkum, Fríða EA var svipt leyf-
inu í tvær vikur þar sem ósamræmi
var milli upplýsinga úr búnaði sjálf-
virku tilkynningaskyldunnar og til-
kynninga í Símakrók og Svalan SK
var svip veiðileyfi í sex vikur þar
sem afli var ekki færður til vigt-
unar á hafnarvog við löndun.
Þá var endurvigtunarleyfi Fisk-
verkunar Jónasar Ágústssonar ehf.
afturkallað ótímabundið þar sem
skilyrði til endurvigtunar voru ekki
uppfyllt.
Níu bátar sviptir leyfi
GALLERÍ fiskur við Nethyl hefur
tekið upp þá nýbreytni að bjóða upp
á eldisþorsk. Þorskinn er bæði hægt
að kaupa flakaðan úr fiskborðinu eða
borða hann á veitingahúsinu.
Þetta er eldisþorskur frá Guð-
mundi Runólfssyni ehf. í Grund-
arfirði, en áframeldi á þorski hefur
verið stundað þar í um tvö ár. Krist-
ófer Ásmundsson, fisksali, mat-
sveinn og fiskiðnaðarmaður er
ánægður með eldisþorskinn. „Þetta
er fínasti fiskur, ekkert síðri en sá
villti, það eina er að hann er aðeins
dýrari í innkaupum en sá sem veiðist
úti á sjó vegna þess að töluverður
kostnaður er við eldið,“ segir Krist-
ófer.
En hvernig er hann matreiddur á
veitingastaðnum? „Ég smjörsteiki
þorskinn og hef með honum sinn-
epsrjómasósu og góðar kartöflur til
dæmis kryddjurtakartöflu. Það
skiptir miklu máli að leyfa þessum
góða fiski að njóta sín, yfirgnæfa
ekki bragðgæðin með of miklu
kryddi eða bragðmikilli sósu.“
Morgunblaðið/Jim Smart
Fisksalar Feðgarnir Ásmundur Karlsson og Kristófer Ásmundsson með
eldisþorskinn úr Grundarfirði.
Bjóða upp á eldisþorsk
Krásin komin á disk.
SJÓMANNALMANAK Skerplu
2005 hefur meðal annars að geyma
upplýsingar um skip á Íslandi. Í
bókinni eru um 1.000 litmyndir af
íslenskum skipum en um fimmtung-
ur þeirra hefur verið endurnýjaður
frá síðustu útgáfu. Auk skipaskrár-
innar er bókin fullgilt íslenskt sjó-
mannaalmanak.
Eins og áður fylgir ókeypis
margmiðlunardiskur hverri bók þar
sem er að finna skipaskrána, hafna-
skrána og þjónustusíður með fjöl-
mörgum áhugaverðum tengingum
og leitarmöguleikum.
Skipaskrá í þremur hlutum
Skipaskráin er nú í megindrátt-
um í þremur hlutum. Fyrsti hlutinn
er skrá um þilfarsskip, og fylgja
myndir af þeim öllum. Að venju
fylgir þilskipaskránni skrá um út-
gerðir þeirra og skrár um kall-
merki, umdæmisstafi og skipa-
skrárnúmer. Annar hlutinn er
helgaður opnum bátum. Skráin um
opna báta er nú ítarleg þótt henni
fylgi ekki myndir. Sérstakar skrár
eru einnig um skipaskrárnúmer
opnu bátanna og umdæmisstafi
þeirra. Í þriðja hluta er að finna
skrár um vélagerðir í öllum íslensk-
um skipum, skrár um frumskráð og
afskráð skip, einkarétt á skipsnöfn-
um o.fl.
Auk skipaskrárinnar er fjölmargt
annað að finna í almanakinu, svo
sem kafla um aflaheimildir, hafnir á
Íslandi, kort, sjávarföll, vita, fjar-
skipti, veður, öryggi, siglingar og
lög og reglur.
Sjómannaalmanak Skerplu 2003
er 896 bls. og leiðbeinandi verð er
4.480 kr.
Sjómanna-
almanak Skerplu
2005 komið út
Ný útgáfa af
margmiðlunar-
diskinum fylgir