Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN ÁSKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Gítarleikari Pétur Þór Benediktsson, organisti Kári Þormar. Prestur sr. Þórhild- ur Ólafs. BÚSTAÐAKIRKJA: Jólasöngvar fjölskyld- unnar kl. 11. Börn úr Fossvogsskóla sýna jólaguðspjallið í helgileik. Æskukórar kirkjunnar syngja. Þetta er stund fyrir alla fjölskylduna og líka afa og ömmu. Heitt á könnunni eftir messu. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Dómkórinn syngur. Marteinn H. Friðriksson leikur á orgel. Þýsk messa kl. 15. Sr. Gunnar Kristjáns- son prédikar. Jólatónleikar Dómkórsins og unglingakórs Dómkirkjunnar kl. 17. Stjórnendur Marteinn H. Friðriksson og Kristín Valsdóttir. Æðruleysismessa kl. 20. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédik- ar. Sr. Hjálmar Jónsson leiðir okkur í bæn og ásamt þeim leiðir sr. Karl Matthíasson þessa síðustu Æðruleysismessu ársins. Um tónlistina sjá Bræðrabandið og sér- stakir gestir verða systkinin Kristján Krist- jánsson og Ellen Kristjánsdóttir. GRENSÁSKIRKJA: Jólahátíð barnanna kl. 11. Helgistund í kirkjunni. Helgileikur eldri barna af Austurborg. Jólaskemmtun í safnaðarheimilinu, gengið kringum jóla- tréð o.fl. HALLGRÍMSKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11 í umsjá sr. Sigurðar Pálssonar og Magneu Sverrisdóttur. Unglingakór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Frið- riks S. Kristinssonar. Enskir jólasöngvar kl. 14. Níu lestrar og söngvar, jólaguðs- þjónusta fyrir enskumælandi fólk. Mót- ettukór Hallgrímskirkju syngur. Hörður Ás- kelsson leikur á orgel. Umsjón sr. Bjarni Þór Bjarnason. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveins- son. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Umsjón Ólafur Jóhann Borgþórsson. Aðventu- söngvar við kertaljós kl. 20. Sr. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup, flytur ávarp. Barnakór kirkjunnar syngur og fer með helgileik undir stjórn Sigrúnar Magneu Þórsteinsdóttur, barnakórstjóra. Kirkjukór Háteigskirkju syngur undir stjórn Douglas A. Brotchie, organista. LANDSPÍTALI – háskólasjúkrahús: Landakot: Guðsþjónusta kl. 11.30. Sr. Bragi Skúlason. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Jólasöngvar fjölskyldunnar kl. 11. Jólasálmar og söngvar. Allir fá kerta- ljós og stundinni lýkur með að ljósið er borið frá altari og út í kirkju. Gengið í kringum jólatréð eftir stundina. Heyrst hefur að jólasveinar líti við. Kakó og piparkökur. LAUGARNESKIRKJA: Föstuguðsþjónusta kl. 11 án kórs og sunnudagaskóla. Að þessu sinni mun Þorgeir Ástvaldsson leiða sálmasöng en Aðalbjörg Helgadóttir, umsjónarkona mömmumorgna, og Halla Margrét Jóhannesdóttir, leikkona og kór- félagi í kirkjunni, flytja stuttar hugvekjur um boðskap jólanna. Sóknarprestur stýrir samverunni. Sunnudagaskóli kl. 15.30 í Húsdýragarðinum í umsjá sóknarprests og sunnudagaskólakennara, þar sem Þor- valdur Halldórsson leiðir söng við eigin undirleik. Aðgangur er ókeypis og fólk hvatt til að fjölmenna. Samveran hefst kl. 15.30 og lýkur kl. 16 með því að allir fara saman að gefa selunum. NESKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11, tendrað ljós á fjórða kerti aðventukrans- ins, Englakertinu. Kór Neskirkju leiðir söng undir stjórn Steingríms Þórhalls- sonar, organista. Sr. Örn Bárður Jónsson, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Ingólfi Guðmundssyni. Tekið á móti söfn- unarbaukum Hjálparstarfs kirkjunnar. Börnin byrja í messunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Brúður, söngur, leikir, bækur, límmiðar og fleira. Umsjón með barnastarfinu hefur Guðmunda I. Gunn- arsdóttir, guðfræðingur. Kaffihúsið opið kl. 10–14. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Selkórinn flytur jólasálma undir stjórn Jóns Karls Einarssonar. Sunnu- dagaskólinn er á sama tíma og bjóðum við börnunum til skemmtilegrar stundar. Organisti er Pavel Manasek og prestur er Sigurður Grétar Helgason. Boðið verður upp á kaffiveitingar að athöfn lokinni í safnaðarheimili kirkjunnar. ÍSLENSKA KIRKJAN Í SVÍÞJÓÐ: Malmö – Lundur. Jólaguðsþjónusta verður í Upp- åkra kirkju laugardaginn 18. des. kl. 13. Íslenski kórinn syngur undir stjórn Hólm- steins A. Brekkan. Örn Arason annast undirleik og flytur einleik á gítar. Barna- stund verður í guðsþjónustunni og jóla- sálmarnir sungnir. Sr. Ágúst Einarsson predikar og þjónar fyrir altari. Uppåkra kirkja er við þjóðveginn miðja vegu milli Malmö og Lundar (3 km frá Hjärup). FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Messa kl. 11. Börn borin til skírnar. Ferming ungs drengs frá Frakklandi. Fermingarbörn og foreldrar þeirra eru sérstaklega hvött til að mæta. Fríkirkjukórinn syngur undir stjórn Önnu Sigríðar Helgadóttur. Gróa Hreinsdóttir verður við hljóðfærið. Hjörtur Magni Jóhannsson predikar og þjónar fyrir altari. Heilunarguðsþjónusta kl. 17. ÁRBÆJARKIRKJA: Tónlistarguðsþjón- usta. Guðsþjónusta kl. 11. Gospelkór kirkjunnar syngur og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Krisztinar Kalló Szklenár organista. Viljum við hvetja safnaðarfólk að koma og eiga ljúfa stund í jólaundir- búningnum öllum. BREIÐHOLTSKIRKJA: Jólasöngvar fjöl- skyldunnar kl. 11. Stoppleikhópurinn sýn- ir jólaleikritið „Síðasta stráið“. Tekið við söfnunarbaukum Hjálparstarfs kirkjunnar. Prestur sr. Gísli Jónasson. Organisti Keith Reed. DIGRANESKIRKJA: Jólaball sunnudaga- skólans kl. 11. Jólatrésskemmtun, geng- ið kringum jólatré, jólasveinninn kemur í heimsókn. Heitt súkkulaði og piparkökur. Kl. 16: Jólastund Digraneskirkju. Senjór- íturnar syngja gömul og ný aðventu- og jólalög. Skólahljómsveit Kópavogs leikur. Eftir jólastundina er boðið upp á heitt súkkulaði og piparkökur. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Jólaball sunnu- dagaskólans kl. 11. Jólasveinar koma í heimsókn. Allir velkomnir. GRAFARHOLTSSÓKN: Messa í Grafar- holtssókn í þjónustusalnum, Þórðarsveig 3, kl. 11. Útvarpsmessa. Undirleikur Reynir Jónasson og Szymon Kuran. GRAFARVOGSKIRKJA: Barna- og fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Ellen Krist- jánsdóttir syngur ásamt manni sínum Ey- þóri Gunnarssyni. Prestur séra Lena Rós Matthíasdóttir. Umsjón hafa Hjörtur og Rúna. Undirleikari: Stefán Birgisson. Jóla- sveinar koma í heimsókn. Guðbjörn Krist- insson, nemandi í Tónskóla Grafarvogs, spilar á harmóniku. Barnaguðsþjónusta kl. 11 í Borgarholtsskóla. Prestur séra Bjarni Þór Bjarnason. Umsjón hafa Dagný og Gummi. Undirleikari er Guðlaugur Viktorsson. Jólasveinar koma í heimsókn. HJALLAKIRKJA: Jólasöngvar fjölskyld- unnar kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjón- ar. Kór kirkjunnar syngur ásamt Kammer- kór Reykjavíkur undir stjórn Sigurðar Bragasonar og Jóns Ól. Sigurðssonar, organista. Ardís Ólöf Víkingsdóttir syngur einsöng. Eldri æskulýðsfélag selur kaffi við innganginn eftir guðsþjónustu til styrktar utanlandsferð næsta sumar. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðju- dag kl. 18. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur predikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópa- vogskirkju syngur og leiðir safnaðarsöng. Organisti: Þóra Vigdís Guðmundsdóttir. Barnastarf í kirkjunni kl. 12.30 í umsjón Önnu Kristínar, Péturs Þórs og Laufeyjar Fríðu. Bæna- og kyrrðarstund þriðjudag kl. 12.10. LINDASÓKN í Kópavogi: Jólasöngvar í Lindaskóla kl. 11. Við kveikjum fjórum kertum á og syngjum um jólin. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Söngur, sögur, líf og fjör! Englakertið tendrað. Söfnunarbaukum safnað sam- an. Börn úr Lúðrasveit Austurbæjar leika jólalög. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Bolli Pét- ur Bollason prédikar. Barnakór Seljakirkju syngur. Kórstjórnandi Anna Margrét Ósk- arsdóttir. Kór Seljakirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti Jón Bjarnason. Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Sr. Valgeir Ást- ráðsson prédikar. Þorvaldur Halldórsson leiðir tónlist með aðventubrag. Altaris- ganga. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgun- guðsþjónusta kl. 11. Kveikt á aðventu- kransi, börn spila á hljóðfæri og fræðsla verður fyrir börn og fullorðna. Friðrik Schram kennir um: Uppruna jólanna. Samkoma kl. 20 með mikilli lofgjörð og fyrirbænum. Friðrik Schram predikar um: Kross jólanna. Allir eru hjartanlega vel- komnir. Þáttur kirkjunnar „Um trúna og til- veruna“ verður sýndur á Ómega kl. 13.30. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp: Samkomur alla laugardaga kl. 11. Bæna- stund alla þriðjudaga kl. 20. Biblíu- fræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boð- un FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Sam- koma sunnudag kl. 20.30. Kaffi á eftir. Allir velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur: Sam- koma kl. 17. Við syngjum jólin inn. Um- sjón Miriam Óskarsdóttir. Ellen Kristjáns- dóttir syngur. Undirleikari Eyþór Gunnars- son. FRÍKIRKJAN KEFAS, Vatnsendabletti 601: Fjölskyldusamkoma kl. 14 í umsjá Margrétar S. Björnsdóttur. Lofgjörð og fyrirbænir. Barnastarf fyrir 1–5 ára börn á samkomutíma. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir velkomnir. Þriðjudaginn 21. des. er bænastund kl. 20.30. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma kl. 17. Jólaboðskapurinn íhugaður. Salur- inn lýstur upp með kertum. Lofgjörðar- hópur KFUM og KFUK. Ritningarlestrar. Tveir vitnisburðir. Íhugun. Fyrirbæn. FÍLADELFÍA: Brauðsbrotning kl. 11. Ræð- um. Jón Þór Eyjólfsson. Syngjum jólin inn kl. 16.30. Guðni Einarsson flytur hug- vekju. Gospelkór Fíladelfíu ásamt fjölda einsöngvara flytja vönduð jólalög. Barna- kirkja á meðan á samkomu stendur. Allir eru hjartanlega velkomnir. ATH! sun. 19. des. kl. 20 er samkoma á Omega frá Fíla- delfíu. Bænastund laugardaginn 18. des. kl. 20. Bænastundir alla virka morgna kl. 6. KROSSINN: Almenn samkoma að Hlíða- smára 5 kl. 16.30. VEGURINN: Aðventuhátíð kl. 17. Helgi- leikur í umsjón barnanna, tónlist, kakó og kökur á eftir. Allir velkomnir. BETANÍA, Lynghálsi 3: Samkoma kl. 11 sunnudaga. Einnig samkomur kl. 19.30 á föstudögum. KIRKJA JESÚ KRISTS Hinna síðari daga heilögu, Mormónar, Ásabraut 2, Garða- bæ: Sunnudaginn 19. desember verður sakramentisguðþjónusta kl. 9 árdegis á ensku, og kl. 12 á íslensku. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18. Alla virka daga: Messa kl. 18. Fimmtudaginn 23. desember: Þorláksmessa á vetri. Ljósa- messa kl. 8. Að henni lokinni fæst léttur morgunmatur gegn vægu verði í safnaðar- heimilinu. Reykjavík, Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. „Ár altaris- sakramentisins“: Tilbeiðslustund á mánudögum frá kl. 19 til 20. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16. Mið- vikudaga kl. 20. Hafnarfjörður, Jósefs- kirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Miðvikudaga: Messa kl. 18.30. „Ár altarissakramentisins“: Tilbeiðslustund á miðvikudögum kl. 17.30. Karmel- klaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30. Virka daga: Messa kl. 8. Keflavík, Bar- börukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16. Suðureyri: Sunnu- daga: Messa kl. 19. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18. Sunnudaga: Messa kl. 11. „Ár altarissakrament- isins“: Tilbeiðslustund á hverjum föstu- degi kl. 17 og messa kl. 18. Sunnudaginn 19. desember er sam- kirkjuleg aðventu- og jólaguðsþjónusta (lútersk/kaþólsk) á þýsku á vegum Þýska sendiráðsins í dómkirkju við Austurvöll. Sr. Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur og prófastur á Reynivöllum og sr. Hjalti Þorkelsson, skólastjóri Landakotsskól- ans, annast saman bænastundina. KIRKJA SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTA: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19, Reykja- vík. Kl. 11 tónlistarguðsþjónusta á að- ventu. Kl. 16 „Dagamunur í desember“ – aðventutónleikar Óperukórsins. Aðgangur ókeypis, léttar veitingar. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11. Barnaguðsþjónusta. Nemendur í 6. bekk Hamarsskóla flytja helgileik undir stjórn kennara sinna. Tekið á móti söfn- unarbaukum Hjálparstarfs kirkjunnar og framlögum til kirkjunnar. Kl. 14. Jóla- söngvar og helgistund í Stafkirkjunni við Hringskersbryggju. Stúlknakór Landa- kirkju. Kl. 20. Jólapoppmessa með hljóm- sveitinni Prélátum og Stúlknakór Landa- kirkju. LÁGAFELLSKIRKJA: Jólastund barna- starfsins kl. 11. Sunnudagaskólinn, kirkjukrakkar, TTT-starfið og æskulýðs- félagið og allir hinir sem vilja eru vel- komnir. Helgileikur Lágafellsskóla. Skóla- kór Mosfellsbæjar syngur. Stjórnandi Guðmundur Ómar Óskarsson. Heimsókn úr Tónlistarskóla Mosfellsbæjar. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Barn verður borið til skírnar. Börn- in úr sunnudagaskólanum taka þátt í helgihaldinu ásamt leiðtogum. Katrín Lárusdóttir leikur á selló. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Fjölbreytt og skemmti- leg stund fyrir alla fjölskylduna. www.vidi- stadakirkja.is FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Jólasöngvar fjölskyldunnar kl. 11. Barnakórinn kemur fram og syngur undir stjórn Ernu Blöndal og börn úr TTT-starfi kirkjunnar sýna helgi- leik. Inga Dóra Hrólfsdóttir mun leika á þverflautu og Rannveig Hrólfsdóttir á fiðlu. Og að sjálfsögðu munu svo kirkju- gestir rifja upp jólalögin undir stjórn Arnar Arnarsonar. BESSASTAÐASÓKN: Sunnudagaskólinn í Álftanesskóla kl. 11. Síðasti sunnudaga- skólinn fyrir jólafrí. Mætum vel og gleðj- umst saman. Prestarnir. GARÐASÓKN: Helgistund á Garðatorgi, torg-guðsþjónusta, verður í dag, laugar- daginn 18. desember, kl. 15. Kvennakór Garðabæjar, stjórnandi Ingibjörg Guðjóns- dóttir og Kór Vídalínskirkju syngja við at- höfnina og leiða almennan safnaðarsöng, undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista. Trompetleikur: Jón Hafsteinn Guðmundsson. Við athöfnina þjóna: sr. Friðrik J. Hjartar og sr. Hans Markús Hafsteinsson. Mætum vel og eigum góða stund með Drottni, mitt í erli og þys þessa annasama, en ljúfa tíma sem að- ventan er. Prestarnir. Fjölskylduguðsþjón- usta, „Jólasöngvar fjölskyldunnar,“ verður sunnudaginn 19. desember í Vídalíns- kirkju kl. 11. Garðakórinn, kór eldri borg- ara, syngur við athöfnina og leiðir al- mennan safnaðarsöng. Stjórnandi: Kristín Pjetursdóttir. Sunnudagaskólinn, yngri og eldri deild, taka þátt í athöfninni. Æskulýðsfélag Garðasóknar flytur helgi- leik og Rannveig Káradóttir flytur hugleið- ingu. Organisti: Jóhann Baldvinsson. Við athöfnina þjónar sr. Hans Markús Haf- steinsson. Mætum vel og syngjum sam- an fallegu jólalögin og látum eftirvænt- inguna og gleðina frammi fyrir Drottni, gagntaka okkar. Prestarnir. ÞORLÁKSKIRKJA: Helgistund í kirkjunni 22. desember kl. 18. KEFLAVÍKURKIRKJA: Jólasöngvar fjöl- skyldunnar kl. 11 árd. Kór Keflavíkur- kirkju leiðir sönginn, allir velkomnir. Jóla- sveifla kl. 20. Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson, Há- kon Leifsson, Kór Keflavíkurkirkju, Barna- kór Keflavíkurkirkju. Sr. Sigfús Baldvin Ingvason flytur hugvekju. Sjá: keflavikur- kirkja.is ÚTSKÁLAKIRKJA: Laugardagur 18. des.: Safnaðarheimilið í Sandgerði: Jólahátíð Kirkjuskólans kl. 11. Sameiginleg stund barnastarfsins í Garði og Sandgerði. Allir velkomnir. HVALSNESKIRKJA: Laugardagur 18. des.: Safnaðarheimilið í Sandgerði: Jólahátíð Kirkjuskólans kl. 11. Sameigin- leg stund barnastarfsins í Garði og Sand- gerði. Allir velkomnir. HNÍFSDALSKAPELLA: Kirkjuskóli kl. 13. Sóknarprestur. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Kirkjuskóli kl. 11. Sóknarprestur. LAUGALANDSPRESTAKALL: Messa í Kristnesspítala kl. 15. AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju kl. 17 og 20. GLERÁRKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Barnakór Brekkuskóla syngur. Stjórnandi og organisti Arnór Vilbergsson. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Sunnu- dagur: Kl. 11 syngjum jólin inn. Ann Merethe Jacobsen talar. Alli velkomnir. LJÓSAVATNSPRESTAKALL: Þorgeirs- kirkja: Aðventukvöld laugardaginn 18. des. kl. 20.30. LAUFÁSPRESTAKALL: Grenilundur: Að- ventustund með aðstoð fermingarbarna sunnudaginn 19. des. kl. 16. Svalbarðs- kirkja: Kyrrðarstund sunnudagskvöldið 19. des. kl. 21. Grenivíkurkirkja: Kyrrðar- stund mánudagskvöldið 20. des. kl. 20. SELFOSSKIRKJA: Fölskyldumessa kl. 11. Börn úr sunnudagaskólanum verða með í messunni. Guðspjall, söngur, Rebbi refur og Gulla gæs koma í heimsókn. Ferming- arbörn og foreldrar þeirra eru sérstaklega boðin velkomin. Sóknarprestur flytur ávarp, barn verður borið til skírnar. Mikill almennur söngur. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu á eftir. Fyrirbænir og morguntíð sungin þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag og föstudag kl. 10, kaffisopi á eftir. Sóknarprestur. Heilsustofnun NLFÍ: Guðsþjónusta kl. 11. Guðspjall dagsins: Vitnisburður Jóhann- esar. (Jóh. 1.) Hólar í Hjaltadal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.