Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 39 MENNING MEÐ þessu bindi lýkur útgáfu á sögu Stjórnarráðs Íslands 1964– 2004, sem efnt var til í tilefni af aldarafmæli heimastjórnar á Ís- landi. Alls hafa verið gefnar út fimm bækur, og er þá endurútgáfa á ritum Agnars Kl. Jónssonar um sögu stjórnarráðsins 1904–1964 meðtalin. Höfundar þessa bindis eru tveir, Sigríður Þorgrímsdóttir sagnfræð- ingur og Jakob F. Ásgeirsson stjórnmálafræðingur. Þau skiptu þannig með sér verkum að Sigríður skrifar um fyrri hluta tímabilsins, ráðuneyti Steingríms Her- mannssonar, 1983–1987 og 1988– 1991, og ráðuneyti Þorsteins Páls- sonar, 1987–1988, en Jakob um fjögur ráðuneyti undir forsæti Dav- íðs Oddssonar á árunum 1991–2004. Uppbygging beggja bókarhlut- anna er hin sama í meginatriðum. þeir skiptast hvor um sig í fimm meginkafla og er í hinum fyrsta fjallað um kosningar og ráðuneytin sjálf, í öðrum um efnahagsmál, hin- um þriðja um velferðar- og menntamál. hinum fjórða um utan- ríkismál og í hinum fimmta og síð- asta um atvinnulíf, samgöngur og umhverfismál. Efinstök höfunda eru hins vegar ekki að öllu leyti hin sömu, og hlýtur það að teljast eðli- legt. Hvert tímabil hefur sín sér- kenni og áherslur söguritaranna hljóta ávallt að vera nokkuð breyti- legar. Nægir þar að nefna hinar miklu breytingar, sem orðið hafa á alþjóðamálum á þessu skeiði, og valda því að umfjöllunin um utan- ríkismál er með töluvert öðrum for- merkjum í seinni hlutanum en í hinum fyrri. Að loknum kafla Jakobs er drjúglangur yf- irlitskafli sem þeir Ólafur Rast- rick og Sumarliði R. Ísleifsson hafa samið, þá kemur eftirmáli for- manns rit- stjórnar og síðan lokaorð ritstjóra. Í bókarlok eru skrár um ráð- herra, ráðuneyt- isstjóra og að- stoðarmenn ráðherra 1964– 2004 og síðan fylgja hefð- bundnar skrár, sem eiga heima í öllum traustum fræðiritum. Ritun yfirlitsverka á borð við þetta er jafnan vandasöm, og þeim mun vandasamri sem nær dregur í tíma. Þá verður erfiðara að fá „sögulega sýn“ á viðfangsefnið, meta hina sögulegu þróun og af- leiðingar hennar. Engu að síður virðist að höfundum þessa rits hafi tekist vel að koma öllum meg- inþáttum í sögu Stjórnarráðs Ís- lands á þessu tímabili til skila, þótt fræðimenn eigi vafalaust eftir að líta sitthvað öðrum augum á kom- andi árum. Allur frágangur þessarar bókar er til fyrirmyndar. Ég sé að vísu ekki betur en að nöfn tveggja að- stoðarmanna ráðherra hafi fallið niður í skrá. Það er að sönnu mein- legt, en getur þó varla talist stór ágalli á svo stóru verki. Á hinn bóginn er uppsetning þessarar bók- ar að ýmsu leyti líflegri en fyrri binda í ritröðinni og skiptir þar mestu að myndefni er notað á skemmtilegri hátt. Lokabindi stjórnarráðssögu BÆKUR Sagnfræði Höfundar: Sigríður Þorgrímsdóttir og Jak- ob F. Ásgeirsson. Ritstjóri: Sumarliði R. Ísleifsson. Rit- stjórn: Björn Bjarnason, formaður, Heimir Þorleifsson, Ólafur Ásgrímsson. 624 bls., myndefni. Sögufélag Reykjavíkur, 2004. Stjórnarráð Íslands 1964–2004. Þriðja bindi. Saga ríkisstjórna og helstu fram- kvæmdir 1983–2004 Jón Þ. Þór Jakob F. Ásgeirsson Sigríður Þorgrímsdóttir Vi› kennum flér a› kasta SVONA í fluguvei›iskólanum á Langárbökkum, 11-13 og 13-15. júní 2005. www.langa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.