Morgunblaðið - 18.12.2004, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 39
MENNING
MEÐ þessu bindi lýkur útgáfu á
sögu Stjórnarráðs Íslands 1964–
2004, sem efnt var til í tilefni af
aldarafmæli heimastjórnar á Ís-
landi. Alls hafa verið gefnar út
fimm bækur, og er þá endurútgáfa
á ritum Agnars Kl. Jónssonar um
sögu stjórnarráðsins 1904–1964
meðtalin.
Höfundar þessa bindis eru tveir,
Sigríður Þorgrímsdóttir sagnfræð-
ingur og Jakob F. Ásgeirsson
stjórnmálafræðingur. Þau skiptu
þannig með sér verkum að Sigríður
skrifar um fyrri hluta tímabilsins,
ráðuneyti Steingríms Her-
mannssonar, 1983–1987 og 1988–
1991, og ráðuneyti Þorsteins Páls-
sonar, 1987–1988, en Jakob um
fjögur ráðuneyti undir forsæti Dav-
íðs Oddssonar á árunum 1991–2004.
Uppbygging beggja bókarhlut-
anna er hin sama í meginatriðum.
þeir skiptast hvor um sig í fimm
meginkafla og er í hinum fyrsta
fjallað um kosningar og ráðuneytin
sjálf, í öðrum um efnahagsmál, hin-
um þriðja um velferðar- og
menntamál. hinum fjórða um utan-
ríkismál og í hinum fimmta og síð-
asta um atvinnulíf, samgöngur og
umhverfismál. Efinstök höfunda
eru hins vegar ekki að öllu leyti hin
sömu, og hlýtur það að teljast eðli-
legt. Hvert tímabil hefur sín sér-
kenni og áherslur söguritaranna
hljóta ávallt að vera nokkuð breyti-
legar. Nægir þar að nefna hinar
miklu breytingar, sem orðið hafa á
alþjóðamálum á þessu skeiði, og
valda því að umfjöllunin um utan-
ríkismál er með töluvert öðrum for-
merkjum í seinni
hlutanum en í
hinum fyrri.
Að loknum
kafla Jakobs er
drjúglangur yf-
irlitskafli sem
þeir Ólafur Rast-
rick og Sumarliði
R. Ísleifsson hafa
samið, þá kemur
eftirmáli for-
manns rit-
stjórnar og síðan
lokaorð ritstjóra.
Í bókarlok eru
skrár um ráð-
herra, ráðuneyt-
isstjóra og að-
stoðarmenn
ráðherra 1964–
2004 og síðan
fylgja hefð-
bundnar skrár,
sem eiga heima í öllum traustum
fræðiritum.
Ritun yfirlitsverka á borð við
þetta er jafnan vandasöm, og þeim
mun vandasamri sem nær dregur í
tíma. Þá verður erfiðara að fá
„sögulega sýn“ á viðfangsefnið,
meta hina sögulegu þróun og af-
leiðingar hennar. Engu að síður
virðist að höfundum þessa rits hafi
tekist vel að koma öllum meg-
inþáttum í sögu Stjórnarráðs Ís-
lands á þessu tímabili til skila, þótt
fræðimenn eigi vafalaust eftir að
líta sitthvað öðrum augum á kom-
andi árum.
Allur frágangur þessarar bókar
er til fyrirmyndar. Ég sé að vísu
ekki betur en að nöfn tveggja að-
stoðarmanna ráðherra hafi fallið
niður í skrá. Það er að sönnu mein-
legt, en getur þó varla talist stór
ágalli á svo stóru verki. Á hinn
bóginn er uppsetning þessarar bók-
ar að ýmsu leyti líflegri en fyrri
binda í ritröðinni og skiptir þar
mestu að myndefni er notað á
skemmtilegri hátt.
Lokabindi stjórnarráðssögu
BÆKUR
Sagnfræði
Höfundar: Sigríður Þorgrímsdóttir og Jak-
ob F. Ásgeirsson.
Ritstjóri: Sumarliði R. Ísleifsson. Rit-
stjórn: Björn Bjarnason, formaður, Heimir
Þorleifsson, Ólafur Ásgrímsson. 624 bls.,
myndefni. Sögufélag Reykjavíkur, 2004.
Stjórnarráð Íslands 1964–2004. Þriðja
bindi. Saga ríkisstjórna og helstu fram-
kvæmdir 1983–2004
Jón Þ. Þór
Jakob F.
Ásgeirsson
Sigríður
Þorgrímsdóttir
Vi› kennum flér a› kasta
SVONA
í fluguvei›iskólanum
á Langárbökkum,
11-13 og 13-15. júní 2005.
www.langa.is