Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MENNING SPLUNKUNÝ Sinfóníuhljómsveit unga fólksins hélt sína fyrstu op- inberu tónleika á fimmtudagskvöld fyrir þokkavel setinni Neskirkju. Eru sinfóníusveitir þar með orðnar fjórar á landinu og myndu samsvara ríflega 80 slíkum í Danmörku. En vitanlega ber ekki að setja allar und- ir sama hatt, því hver hefur sinn ólíka megintilgang. SÍ er flaggskip íslenzks tónlistarlífs, SN þjónar Norðlendingum með miðpunkt á Ak- ureyri, SÁ heldur uppi áhuga- mennsku á höfuðborgarsvæðinu, og nýjustu viðbótinnni, SUF, er ætlað að gegna samspilsþörfum langt kominna hljóðfæranema úr tónlist- arskólum suðvesturhornsins, eins og fram kom af tónleikaskrá. SUF var ekki ýkja stór við þessa frumraun, eða aðeins 35 manns með 21 strengjaleikara (6-5-4-4-2), 4x2 tréblásara, 3 horn, 2 trompet og pákista. En það ætti samt að nægja flestu verkavali frá barokki fram að síðrómantík, enda heyrðist manni jafn- vægið milli raddhópa nokkuð gott í að vísu aðeins of glymharðri ómvist Neskirkju. Helzt mætti heyrast ögn betur í víólum, þó að því raddsviði hætti jafnan mest til að þekj- ast af nágrenni sínu, og næsthelzt í sellóum. Annars var balansinn sem sagt furðugóður, kannski burtséð frá stöku stað í fagott er í ríkjandi heyrð skar sig fullmikið úr í hljómfyll- ingarhlutverki. Það var þó minnsta málið, því sjálft blá„debút“ SUF í upphafs- tónum fyrsta verksins kom hlust- endum til að lifna svo við í sætum sínum að halda mætti að sjálf „L’orchestre Révolutionaire et Romantique“ Gardiners væri mætt á staðnum. Coriolanusarforleikur Beethovens með öllum sínum dramatísku alþögnum er fínasti prófsteinn á inngjafatækni hljóm- sveitarstjóra, þótt ekki kæmi fleira til. En miðað við hvernig allt steins- mall frá byrjun til enda virtust að- eins þrjár mögulegar skýringar: 1) linnulausar undangengnar sam- æfingar unz allir kunnu sitt í svefni, 2) hvert einasta ung- menni var skyggnt og lék „per ESP“, eða 3) Gunnsteinn Ólafsson er vanmetnasti innfæddi hljómsveitarstjóri landsmanna. Ég hallast að því síð- asttalda. Enda hélzt sama ósvikna gæða- yfirbragðið út allt pró- grammið. Eftir gust- mikinn forleik Beethovens sveif „Elv- íra Madigan“- píanókonsert Mozarts þokkafullt áleiðis sem línudansmærin (í upp- haflegri merkingu) forðum með glæsilegum einleik hins unga hér að- setzta Raúls Jiménez, þó að diska- ntklökkva slaghörpunnar hefði áður mátt stilla betur. Hin mozarzka 5. sinfónía Schuberts í B-dúr eftir hlé var sömuleiðis bæði yndisfull og gædd þróttmikilli snerpu. Hér fór m.ö.o. hljómsveitarfrumraun sem sagði bæði sex og kastaði tólfum. Kæmi með sama framhaldi varla á óvart ef SUF yrði eftirsótt til frum- flutnings á íslenzkum verkum við hæfi ungra en bráðþroska hlust- enda. Bravó! Frábær frumraun TÓNLIST Neskirkja Beethoven: Coriolanusarforleikurinn. Mozart: Píanókonsert í C K467 („Elvira Madigan“). Schubert: Sinfónía nr. 5. Raúl Jiménez píanó ásamt Sinfón- íuhljómsveit unga fólksins u. stj. Gunn- steins Ólafssonar. Fimmtudaginn 16. desember kl. 20. Sinfóníutónleikar Ríkarður Ö. Pálsson Gunnsteinn Ólafsson ÞÝSK dagblöð hafa farið fögrum orðum um sýningar Semperoper í Dresden á músíkleikhúsi Hafliða Hallgrímssonar, Örsögum, en verkið var sýnt sex sinnum og var síðasta sýningin haldin fyrir meira en fullu húsi. Örsögur eru byggð- ar á stuttum sögum eftir rússneska rit- höfundinn og absúrdistann Daniil Kharms, sem var uppi frá 1905–1942. Semperoper er eitt frægasta óperuhús í Þýskalandi, þar starfaði m.a. Richard Wagner á sínum tíma og margar af óp- erum Richards Strauss voru frumfluttar þar. „Örsögur heitir músíkleikhúsið sem ís- lenska tónskáldið Hafliði Hallgrímsson setti saman úr textum Kharms árið 1998. Endurgerð verksins var einróma fagnað af áhorfendum á þýskri frumsýningu þess á Litlu senunni í Dresden. Með uppfærslunni varð að veruleika það sem gerst hefur allt of sjaldan: samvinna milli listaháskólanna í Dresden undir yfirstjórn Semperóper- unnar.[-] Útkoman er eitt mest spennandi og áhugaverð- asta leikhúskvöld í háa herrans tíð,“ segir í dómi Sächsische Zeitung. Raunverulegt nútímaleikhúsverk Þar segir jafnframt að tónlist Hafliða tengi saman orð og athafnir, sé stundum ærslafengin, stundum lítt áberandi, segi og dragi úr í senn. „Í fagurfræðilegum skilningi tókst þessari stuttu músíkleiksýningu með sinni leikgleði og í samvinnu dans, tónlistar og leikhúss eitthvað sem Dresden á ekki að venjast: að sýna raunverulegt nútímaleik- húsverk, verk sem gnæfir yfir ódýra skandala, nakta leikendur eða margmiðlunarstæla.[-] Lógíkin á ekki heima í þessum heimi fáránleikans sem aðeins er hægt að koma til skila með abstraktívum hætti – dríf- ið ykkur á sýninguna.“ „Allt of gott kvöld í absúrdleikhúsi“ segir í fyr- irsögn Dresden Neueste Nachrichten en þar segir að líta verði á þessa uppfærslu í samvinnnu milli listháskólanna sem tilraun sem hafi heppnast mjög vel. „Það er dansað, hlaupið, leikið – og „fallegar“ myndir ber fyrir sjónir og mikið leikhús rís á Litlu senunni,“ segir í Dresden Neueste Nachrichten. Músíkleikhús | Örsögur Hafliða fá góða dóma í Þýskalandi „Eitt mest spennandi leik- húskvöld í háa herrans tíð“ Úr sýningu Semperoper á Örsögum Hafliða Hallgrímssonar. Hafliði Hallgrímsson EINLEIKUR Bjark- ar Jakobsdóttur, Sellófan, vakti mikla athygli Dana, þegar hann var sýndur Folketeatret á fjölum Hippodromen leik- hússins í haust. Það var Charlotte Bøving sem þýddi verkið á dönsku og leikstýrði, en með hlutverk nú- tímakonunnar Helenu fór Birgitte Sim- onsen. Í verkinu er einkalíf hennar skoð- að á gamansaman hátt og fylgst með því hvernig hún fótar sig á framabrautinni. Ljóst er af skrifum dönsku blað- anna að þar í landi hefur það þótt tíð- indum sæta að fá Charlotte Bøving heim á danskt leik- svið, en hún hefur ver- ið búsett á Íslandi í fjögur ár. Charlotte er vel þekkt leikkona í sínu heimalandi, og hlaut meðal annars eftirsóttustu leik- verðlaun Dana, Hen- kelverðlaunin árið 1995, aðeins þremur árum eftir að hún út- skrifaðist úr námi. Hér á Íslandi er hún vafalaust kunnust fyrir eigið verk, Hina smyrjandi jómfrú, sem sýnt var fyr- ir nokkrum misserum í Iðnó við miklar vinsældir, og leikgerðina á Rauðhettu, sem sýnd var í Hafn- arfjarðarleikhúsinu. Í Kaupmannarhafnarútgáfu Jyl- landsposten birtist stór mynd af Charlotte Bøving með viðtali um feril hennar og ástæður þess að hún yfirgaf danskt leikhús og flutti til Íslands með manni sínum Benedikt Erlingssyni, leikara og leikstjóra. Gagnrýnandi Politiken, Bettina Heltberg gaf sýningunni í Hippo- dromen þrjár stjörnur af sex. Hún lofaði frammistöðu Birgittu Sim- onsen í hlutverki Helenu, en hrósar Bøving einnig fyrir snjalla, fram- úrskarandi uppfærslu, með tilfinn- ingu fyrir því að einleikur krefst fyrst og fremst góðs leikara. Einleikur Charlotte Bøving um smurbrauðsjómfrúna fjallaði um það þegar menningarheimar mæt- ast og byggði hún hann að nokkru á reynslu sinni af því að flytjast til Ís- lands. Í kjölfar sýningarinnar á Sellófan í Danmörku, samdi Bøving nýtt handrit að Smurbrauðsjóm- frúnni, og hermdi nú aðstæður upp á Danmörku og nýbúa þar. Verkið sem í þeirri gerð kallast Kalda borðið, var frumsýnt í Husets Teat- er í nóvember í leikstjórn Benedikts Erlingssonar, en Bøving leikur – meðal annars klædd búrku, hefð- bundnum kufli pakistanskra, pers- neskra og arabískra kvenna. Leikhús | Danskir fjölmiðlar bjóða Charlotte Bøving velkomna heim á danskt leiksvið að nýju Gleðjast yfir endurkomu Morgunblaðið/Árni Sæberg Charlotte Bøving er aftur komin heim til Danmerkur. i8 Gallerí Klapparstíg 33 101 Reykjavík sími 551 3666 www.i8.is VAXTALAUS LÁN TIL LISTAVERKAKAUPA Nú bjó›ast vaxtalaus lán frá KB Banka til allt a› 3 ára til kaupa á listaverkum hjá i8. Lánsupphæ› getur veri› frá kr. 36.000 til kr. 600.000. 19-23. desember er i8 opi› frá 14 - 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.