Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 33 MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ GERA má ráð fyrir að fyrir því að í þremur stærstu sveitarfélögum landsins verði samtals hátt í 40 millj- ónum króna varið til þess að bæta grunnskólanemendum kennslutapið í kennaraverkfallinu. Fræðslumið- stöðvar og skólayfirvöld víðast hvar á landinu eru um þessar mundir að fara yfir hvernig standa megi að uppbót- um vegna kennslutapsins. Fyrr í vik- unni samþykkti fræðsluráð Reykja- víkur að leggja til við borgarráð að veitt verði fé til grunnskólana í borg- inni í því skyni að bæta nemendum upp það kennslutap sem þeir urðu fyrir í kennaraverkfallinu. Leggur fræðsluráð til að nemendum í 10. bekk verði boðin aðstoð til að und- irbúa samræmd próf og nám í fram- haldsskóla og að framlag til hvers skóla geti numið allt að 60 tímum á deild í þessum árgangi samkvæmt áætlunum frá skóla. Einnig er lagt til að nemendum í 9. bekk verði boðin aðstoð í völdum greinum og geti framlag numið allt að 20 kennslu- stundum á hverja deild. Til viðbótar verði veitt ákveðið fjármagn til skólanna til þess í fyrsta lagi að veita aðstoð þeim nemendum sem skráð hafa sig til að taka fram- haldsskólaeiningar í grunnskólum og hafa misst úr námi þar sem kennarar grunnskólans hafa sinnt þeim undir- búningi, í öðru lagi til þess að end- urskipuleggja skólastarf og í þriðja lagi að koma til móts við þá nemendur í 1.–8. bekk sem taldir eru þurfa á sérstakri aðstoð að halda vegna verk- falls samkvæmt mati skólanna. Áætl- aður kostnaður vegna þessa er á bilinu 25–30 milljónir króna, en lík- legt þykir að kostnaðurinn við að bæta kennslutap verði eitthvað hærri þegar allt verður saman tekið. Tvær milljónir í Hafnarfirði Fræðsluráð Hafnarfjaðar sam- þykkti einnig fyrr í vikunni að hver skóli með unglingadeildir fengi 90 kennslustundir frá áramótum í viðbót í námsveri fyrir 5.–10. bekk. Áhersla yrði lögð á 10. bekk vegna samræmdu prófanna í vor. Engidalsskóli fengi 30 kennslustundir fyrir 5.–7. bekk. Sam- tals gera þetta 570 kennslustundir og er áætlaður kostnaður vegna þess u.þ.b. tvær milljónir króna. Sam- kvæmt upplýsingum fræðsluráðs kemur þetta til viðbótar þeim aðgerð- um sem þegar hefur verið gripið til í hverjum skóla og mun verða gripið til eftir áramót með endurskoðun skóla- dagatala og námsáætlana. Þær að- gerðir felast helst í því að fella niður vetrarfrísdag, fækka skertum dögum vegna jólahalds og annarra viðburða. Prófadögum fækkað sem kostur er og allir dagar skólaársins sem eftir eru verða nýttir á besta mögulega hátt í hverjum skóla. Fræðsluyfirvöld Akureyrarbæjar hafa samþykkt að gera ráð fyrir því að grunnskólum bæjarins verði út- hlutað allt að 90 kennslustundum á næstu vorönn til þess að styðja við nemendur í námi þeirra fram að sam- ræmdum prófum, en gert er ráð fyrir að kostnaðurinn vegna þessa nemi rúmum 1,8 milljónum króna. Nýta þarf tímann vel Samkvæmt upplýsingum blaðsins mun fræðsluráð Ísafjarðarbæjar ætla sér að koma saman strax eftir áramót og taka afstöðu til þess hvern- ig nemendum verði bætt upp kennslutap vegna verkfallsins. Fulltrúi skólayfirvalda bæjarins bendir hins vegar á að mönnum sé mjög þröngur stakkur skorinn, sér- lega vegna tímaleysis, og því séu ekki taldar forsendur fyrir því að grípa til sérstakra ráðstafana heldur fremur að nýta þann tíma sem eftir er af skólaárinu eins vel og hægt er. Hjá fræðsluyfirvöldum í Fjarðabyggð fengust þær upplýsingar að ekki væri búið að taka neinar formlegar ákvarðarnir enn þá, en að það yrði gert fljótlega eftir áramót, enda þætti ljóst að gera þyrfti einhverjar ráð- stafanir. Verja um 40 milljónum króna til að bæta kennslutap FRÆÐSLURÁÐ Reykjavíkur beinir þeim tilmælum til yfirvalda mennta- mála að gerðar verði nú þegar ráð- stafanir til að tekið verði vel á móti þeim árgangi sem kemur í framhalds- skóla haustið 2005 og þeim veittur aukinn stuðningur ef þörf er talin á. Hvetur ráðið til þess að góð samvinna takist um skipulag og tilhögun skóla- starfs á vorönn, milli skólastjórnenda, starfsfólks og forráðamanna barna og bendir sérstaklega á hlut foreldra- ráða í því. Hjá skólayfirvöldum á Ak- ureyri er lagt til að haldnir verði bekkjarfundir með foreldrum 10. bekkinga, kennurum þeirra, skóla- stjóra og fulltrúum framhaldsskól- anna í byrjun janúar þar sem verði foreldrum skýrt frá skipan skóla- starfsins til vors, áherslum og yfirferð í einstökum námsgreinum og hvernig skólinn hyggst mæta þörfum nem- enda fyrir aukinn stuðning í námi. Kallar á góða samvinnu allra aðila
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.