Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 32
Höfuðborgin | Akureyri | Landið | Árborg Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Rjúpan, hinn eftirsótti fugl, hefur sést fljúga við nokkra bæi í Aðaldal og Reykja- hverfi nú í haust en ekki í jafn miklum mæli og sumir bjuggust við. Á einum bæ héldu til 37 rjúpur um tíma, sennilega þrjár fjöl- skyldur sem komu upp ungum og voru spakar í meira lagi. Þrír fálkar sáu að mat- arlegt var á staðnum og voru iðnir við að höggva í hópinn, svo mikið, að fækkunin varð umtalsverð.    Íbúafundurvar haldinn í Aðaldal nýlega þar sem fjallað var um tillögu að samein- ingu sveitarfélaga á svæðinu og kom fram að ekki væri mikill hugur í mönnum að sam- einast öðrum þótt fólk væri opið fyrir ýms- um möguleikum. Umræður um skólamál urðu töluverðar og var framtíð Hafralækj- arskóla rædd. Þar kom fram mikill vilji til þess að efla og bæta skólann enda sé það mjög mikilvægt fyrir sveitirnar á svæðinu að vinna sameiginlega að menntun barnanna. Þá sé þetta vinnustaður margra þar sem sveitafólkið hittist og skólinn sé menningarlega og félagslega mikilvægur. Því miður fækkar börnunum í sveita- hreppunum, en aðeins eitt barn fæddist í skólahverfinu á árinu, það er að segja í Reykjahverfi. Ekkert barn fæddist í Að- aldal og ekkert á Tjörnesi né heldur í þeim hluta Þingeyjarsveitar sem aðild á að Hafralækjarskóla.    Mjólkurkvóti selst nú sem aldrei fyrr og eru furðu háar tölur fyrir lítrann farnar að heyrast milli manna. Það hefur orðið til þess að ótrúlegustu menn eru farnir að tala um að það borgi sig að selja núna meðan verðið sé svona hátt og er því ekki að neita að farið er að óttast um mörg bú í Þingeyj- arsýslu. Á bændafundi á Breiðumýri fyrir nokkru voru þessi mál mjög til umræðu og var fundurinn í líflegra lagi á þingeyskan mæli- kvarða. Þar áttu Mývetningar gott innlegg og mótmæltu verksmiðjubúskap í mjólk- urframleiðslu sem nú væri að byrja að hreiðra um sig og söknuðu þess að ekki væru slegnir fleiri varnaglar í nýja mjólk- ursamningnum þannig að menn gætu ekki sölsað undir sig ótakmarkað magn af kvóta. Byggðalega séð er þetta öfugþróun að mati þeirra sem tóku til máls og örugglega ekki það sem íslenskir neytendur vilja innst inni. Úr bæjarlífinu LAXAMÝRI EFTIR ATLA VIGFÚSSON FRÉTTARITARA Bæjarráð Sveitarfé-lagsins Ölfuss hef-ur samþykkt að hefja starfrækslu frí- stundaheimilis í grunn- skólanum í Þorlákshöfn hæsta haust. Frístunda- heimilið leysir af hólmi starfsemi skólasels sem rekið hefur verið í suður- enda ráðhússins. Í sömu samþykkt bæjarráðs felst að starfsemi félagsmið- stöðvarinnar Svítunnar flyst einnig í skólann. Þá var samþykkt að nemendum við grunnskól- ann í Þorlákshöfn yrði boðið upp á heitan mat í hádeginu frá og með haustinu 2005. Gerð verð- ur könnun á því hversu margir nemendur vilja nýta sér slíka þjónustu. Í framhaldi af því mun mat- reiðslan verða boðin út. Miðað er við að hver mál- tíð kosti 230 krónur. Frístunda- heimili Í haust opnuðu hjóninSigríður Guðmunds-dóttir og Ruben Jó- hannesson verslunina Handraðann á Patreks- firði, í húsnæði sem þau nefna Eyrar. Í Handraðanum eru hannyrða- og fönd- urvörur og Sigríður tek- ur einnig muni hand- verksmanna í umboðssölu. Bækur eru til sölu ásamt smávöru af ýmsu tagi. Þá er kaffihús í Eyrum og ætlunin að bjóða upp á heitan mat í framtíðinni. Sigríður hef- ur staðið fyrir ýmsum námskeiðum í kaffihús- inu.Loks má nefna að á efri hæð hússins hafa þau hjónin komið upp gistiað- stöðu og stefnt er að aukningu á því sviði á næsta ári. Morgunblaðið/Birna Mjöll Fjölbreytt starfsemi í Eyrum Ólafur Stefánssonveltir fyrir sérhver geti verið höfundur þessarar vísu: Mörgum hef eg sálma sungið þó sumir þessa fari á mis. Í hverja vísu hef eg stungið hortitti til auðkennis. Oft velta menn fyrir sér hortittum í ferskeytlum, sem gjarnan er komið fyrir í annarri hend- ingu. Helgi Zimsen leik- ur sér að því að gera vísu með hortitta- klisjum: Húma tekur haustar að, – hljóðs nú bið ég sveina. Fallið hefur blað og blað, – bágt er því að leyna. Guðbrandur Guðbrands- son hafði áhyggjur af því að vísur væru ekki að berast sér með tölvu- pósti. Hann var ekki lengi að finna sökudólg- inn – Bill Gates! Enn mig svíkur Bill um bull, bögum rænir hraður, úr öllu saman gerir gull, og græðir ósköp, maður. Af hortittum pebl@mbl.is Mýrdalur | Ingvar Jóhannesson er byrjaður að byggja sér íbúð- arhús á Höfðabrekku í Mýrdal. Er hús hans annað íbúðarhúsið sem byggt er á Höfðabrekku á stuttum tíma því Björgvin bróð- ir hans lauk smíði síns húss í sumar. Ingvar var í gærmorgun að negla fasta stoð og Jóhannes Kristjánsson, faðir hans, var tilbúinn með þá næstu. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Neglir stoðina fasta Húsbygging FYRSTI verkstjóraskúr Vegagerðarinnar hefur verið gerður upp í upprunalegri mynd og er varðveittur þannig. Saga skúrsins hefur verið skráð og er varðveitt í Vegminjasafni. Sigfús Kristjánsson brúarsmiður smíð- aði fyrsta verkstjóraskúr Vegagerðarinnar í áhaldahúsinu í Reykjavík veturinn 1938 til 1939, að því er fram kemur í samantekt um sögu hans sem Elís Jónsson, fyrrver- andi rekstrarstjóri Vegagerðarinnar í Borgarnesi, birtir í fréttabréfi starfs- manna. Jóhann Hjörleifsson yfirverkstjóri notaði skúrinn við lagningu nýs vegar yfir Vatnsskarð á árunum 1939 til 1944 og flutti hann síðan með sér í Norðurárdal þar sem hann vann að uppbyggingu Norðurlands- vegar í Silfrastaðafjalli. 1949 var hann aft- ur fluttur á Vatnsskarð og stóð á fyrri stað, skammt sunnan Valagerðis, í fjögur ár. Eftir það var hann í mörg ár í Miðfirði og síðan í Borgarfirði á árunum 1965 til 1991. Gamli verkstjóraskúrinn var gerður upp í upprunalegri mynd á þessu og síðasta ári í áhaldahúsi Vegagerðarinnar á Hvamms- tanga og önnuðust Guðmundur Sigurðsson brúarsmiður og hans menn verkið. Hann er nú geymdur í sérhönnuðum kassa í áhaldahúsi Vegagerðarinnar í Búðardal, að því er kemur fram í samantekt Elísar. Fyrsti verk- stjóraskúrinn gerður upp Hella | ÁTVR hefur hafnað viðræðum við fulltrúa sveitarstjórnar Rangárþings ytra um opnun vínbúðar á Hellu. Fram kom í hreppsráði að ÁTVR áformaði ekki að opna þar búð. Fulltrúar í hreppsráði sætta sig ekki við þetta svar og samþykktu sam- hljóða tillögu um að rita fjármálaráðherra bréf og fara fram á afskipti hans af málinu. Áforma ekki opnun vínbúðar ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.