Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN „ILL VAR þín fyrsta ganga“ er nærfærin einkunn um þá ákvörðun SÖÞ, nýskipaðs umhverfisráðherra, að stytta friðun rjúpunnar um ár. Það er mjög ámælisverð ráða- breytni, ekki síst blekkingarnar sem var beitt til að rétt- læta hana. Hér við Djúp eru frá fornu fari mikil rjúpnalönd, ekki síst vegna víðáttumikils kjarrlendis í dölum og fjörðum sem skýla fyrir fálka og veðrum auk þess að veita rjúpu gnógt fæðu. Ég hef því frá barnsaldri haft góða aðstöðu til að fylgjast með við- gangi og atferli rjúpunnar og hef um áratugi verið fengsæl rjúpna- skytta eða á meðan í eitthvað var að sækja. Hér á Skjaldfönn voru hvað síð- ast snaraðar rjúpur og rjúpna- nytjar voru lengi gildur þáttur í af- komu búenda. Unglingur var ég farinn að deila í blöðum við fugla- fræðinga um þá „speki“ þeirra „að veiði hefði engin áhrif á stofninn“ og á undan öðrum benti ég á að minkurinn hefði aðlagað sig hér- lendum aðstæðum, væri ekki leng- ur bundinn vatna- og árbökkum eins og í fyrri heimkynnum og væri því orðinn rjúpunni afar skæður. Nauðsynleg friðun Friðun rjúpunnar var fortakslaus nauðsyn. Frægustu skyttur sem þekktu landið eins og handarbakið á sér fengu orðið ekki í jólamatinn handa sjálfum sér. Fálkasetrin stóðu auð vor eftir vor. Friðunin var virt og vel tekið af tveimur þriðju þjóðarinnar, blýmengun eng- in eða utanvegaakstur og björg- unarsveitir hafa átt náðuga daga tvö síðastliðin haust. Aðeins blind- ingjarnir í Skotvís létu ófriðlega, töluðu um falsaðar forsendur og rökkuðu Sif niður enda mundu þeir hiklaust feta í fótspor þeirra sem sneru síðasta geirfuglinn úr háls- liðnum. „Friðunin hefur borið árangur, stofninn stækkað um helming,“ segja rannsakendur. En það segir ekki mikið þó að einn karri eða tveir teldust í vor, þar sem enginn eða einn taldist í fyrravor, en það þokast engu að síður. Samt er það grátleg fásinna að klippa ár af frið- un nema önnur þungvæg vernd komi í staðinn. Í tillögum SÖÞ á sölubann „að koma í veg fyrir starfsemi atvinnu- skyttna“, þ.e. mína og minna líka, svona fimm hundruð einstaklinga, sem flestir eru bændur og aðrir þeim tengdir. Okkur sem eigum land og nytjum hlunnindi þess og náum um fimmtíu prósentum af skotinni rjúpu á að ýta til hliðar svo fimm þúsund sportskyttur komist að. En í þessu dvergsmáa frænd- semi- og kunn- ingjasamfélagi er sölu- bann gersamlega gagnslaus aðferð til að slá á veiði og miklu líklegri til að æsa okk- ur til athafna á ný. Allir alvöru atvinnu- menn hafa lengi átt sína tryggu kaup- endur og koma hvergi nærri verslunum og hinum mun lærast það líka. Ef SAÞ vill gera jólarjúpu „svarta“ þá er sölubann kjörin leið til þess. Flestir í þeim hópi sem ég til- heyri eru umráðamenn lands, margir bændur sem ekki veitir af tekjuauka. Við skjótum á sitjandi fugl, bæði til að spara skot og til að sem fæstar rjúpur sleppi særð- ar. Við skömmumst okkar ef rjúp- urnar sem við náum eru ekki fleiri en notuð skot og blýmengun okkar því í lágmarki. Við göngum til rjúpna en ökum sem minnst og landskemmdir því hverfandi. Við rötum heim og síðast en ekki síst erum það við sem sköffum neyt- andanum jólarjúpuna sína á hátíð- arborðið. Sigmararnir fimm þúsund eru nefnilega ekki aflögufærir, fá varla tíu stykki að meðaltali, gróft áætl- að eftir rjúpnaskotasölutölum, 6–8 skot á fugl sem þeir ná enda skjóta þeir flestir á flugi og meiða og særa sennilega fleiri rjúpur en þeir ná, sem verða svo einungis vargfæða. Þannig eiga þeir auðvit- að bróðurpartinn af blýmeng- uninni. Sigmararnir eru margir rass- þungir og aka því til rjúpna og fari þeir frá bíl villast þeir gjarnan og það er dýrt spaug fyrir samfélagið. Ótalið er þá það tjón sem þetta gikkglaða lið veldur á bílum, sum- arbústöðum og búfé. Þar við bætist grímulaus notkun á harðbönnuðum fjölskotabyssum, en allir sem eru í heyrnarmáli við rjúpnavígvellina kannast við skotarunurnar, allt upp í 5–6 í einu. Og þegar búið er fyrstu daga veiðitímans að aleyða rjúpu í nágrenni Reykjavíkur flæða Sigmararnir vestur, norður og austur eins og eyðandi eldur og formaðurinn hvetur sína menn til að „láta á það reyna“ hvað þeir komast langt í yfirtroðslu og rán- skap. Nú veit ég að margir heiðarlegir og sómakærir þéttbýlisveiðimenn stórmóðgast við mig, en við því er ekkert að gera. Stundum þarf að hvessa aðeins drættina í myndinni svo hún veki athygli. Nefndarafglöp Sem gjörkunnugur málefnum rjúp- unnar er mér algerlega óskilj- anlegt hvernig umhverfisráðherra hagar sér. Þó tekur fyrst steininn úr með tillögum rjúpnanefndar sem nú eru farnar að spyrjast út. Þær eru svo gróf aðför að bændum og öðrum eigendum lands að engu tali tekur. Það er allt á sama veginn og hér að framan, að hlaða undir kjós- endur og skjólstæðinga SÖÞ en kvótasetja bændur og jafnvel svipta þá rétti til skotveiða á jörð- um sínum. Ég hvet stéttarbræður mína til að vakna og verja sig. Frá Bændahallarmönnum er einskis að vænta, þeir eru lagstir á högg- stokkinn. Að lokum þetta, Sigríður Anna: Haltu þig við þriggja ára friðun hið minnsta og hristu af þér varg- ana í Skotvís og þingflokknum. Náðu fram breytingum á veiðitíma rjúpna. Hann verði eingöngu og alls ekki lengri en þrjár fyrstu vik- ur nóvember. Rjúpa verði svo al- friðuð á miðhálendinu. Einhentu þér síðan í að fá fjármuni til að tryggja strax að tillögur minka- nefndar um útrýmingu þess kvik- indis nái fram að ganga og að ref og flugvargi verði haldið niðri, jafnt í friðlöndum og þjóðgörðum sem annars staðar. Og: Láttu þér ekki detta í hug að senda Sigmarana upp í hlað- varpa á hverjum bóndabæ því ef þú gerir það er fullvíst að fleirum mun blæða en rjúpunum. Svartar jólarjúpur? Indriði Aðalsteinsson fjallar um rjúpnaveiðibannið ’Láttu þér ekki detta íhug að senda Sigmar- ana upp í hlaðvarpa á hverjum bóndabæ því ef þú gerir það er fullvíst að fleirum mun blæða en rjúpunum.‘ Indriði Aðalsteinsson Höfundur er bóndi á Skjaldfönn v/Djúp. ÞEKKINGARSTJÓRNUN er samheiti yfir aðferðir sem miða að því að móta, skrá, vista og miðla þekkingu innan fyr- irtækja. Leiðarljós hennar er bættur rekstrarárangur og henni hefur verið beitt þar sem alþjóðleg sam- keppni hefur færst í vöxt. Þannig hafa stjórnendur fyrirtækja leitast við að beita ýms- um aðferðum til að efla nýsköpun og vöruþró- un, bæta þjónustu við viðskiptavini að lækka rekstrarkostnað. Ríkulegur árangur Af rannsóknum að dæma hafa að- ferðir þekkingarstjórnunar skilað ríkulegum árangri. Þannig leiða er- lendar kannanir í ljós eftirfarandi breytingar: • Ákvarðanataka varð skjótvirkari og betri hjá 71% fyrirtækja. • Viðskiptavinum var veitt betri þjónusta hjá 64% fyrirtækja. • Framleiðni jókst hjá 60% fyr- irtækja. • Hæfni starfsfólks jókst hjá um 60% fyrirtækja. • Hagnaður jókst hjá 50% fyrirtækja. Nýleg könnun sem framkvæmd var við Há- skólann á Akureyri leiðir í ljós að 73% ís- lenskra stjórnenda telja hæfni starfsfólks hafa aukist í kjölfar þekk- ingarstjórnunar og um 70% telja að við- skiptavinum hafi verið veitt betri þjónusta.(1) Þá má nefna að stjórn- endur svara því einnig til að ákvarðanataka og samkeppnisstaða hafi batnað og framleiðni aukist. Óplægður akur Þeir þættir sem hér hafa verið nefnd- ir auka mjög samkeppnishæfni fyr- irtækja og ættu að vera mikil hvatn- ing til að hagnýta aðferðir þekkingarstjórnunar í íslenskum fyr- irtækjum. Fyrrgreind könnun sýnir hins vegar að aðeins 24% íslenskra fyrirtækja hafa tekið þekking- arstjórnun í notkun og um 12% þeirra eru að kanna þörf fyrir slíkar aðferðir. Það má því ljóst vera að brýn þörf er á að kynna þekking- arstjórnun frekar meðal íslenskra stjórnenda. (1) Sjá Inga Rúnar Eðvarðsson, Þekkingarstjórnun, Háskólinn á Ak- ureyri, 2004. Árangur þekkingarstjórnunar Ingi Rúnar Eðvarðsson fjallar um þekkingarstjórnun ’Þannig hafa stjórn-endur fyrirtækja leitast við að beita ýmsum að- ferðum til að efla ný- sköpun og vöruþróun, bæta þjónustu við við- skiptavini og að lækka rekstrarkostnað.‘ Ingi Rúnar Eðvarðsson Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri. JOHN LOCKE sagði að ríkið hefði ekkert vald til þess að takmarka frelsi einstaklinga þrátt fyrir að það gæti bætt líf þeirra. Að banna súkku- laðiát, skíðaiðkun, áfengisdrykkju eða skyndibita eru dæmi um slíkt en bann við reykingum á veit- ingastöðum á einnig heima í þessari upptaln- ingu. Undirritaður reykir ekki og hefur oft kosið að sækja ekki veit- ingastaði þar sem mikið er um reykingar. Það hvarflar samt ekki að honum að reyna að beita ríkisvaldinu til þess að banna öðrum að reykja, af sömu ástæðu og hann vill ekki að aðr- ir beiti ríkisvaldinu gegn því að hann borði uppáhaldssúkku- laðistykkið sitt. Reykingar eru ekk- ert opinbert heilbrigðis- eða öryggisvandamál eins og berklar eða akstur undir áhrifum áfengis. Reykingar eru eins og skyndibitaát og mótorhjólaiðkun, m.ö.o. þær varða eingöngu einstaklinginn sem reyk- ingarnar stundar. Í Bandaríkjunum var gerð könnun fyrir fjölmörgum ár- um þar sem kom fram að 90% þjóð- arinnar gerðu sér grein fyrir krabba- meinshættunni sem fylgdi því að reykja. Undirritaður fullyrðir að hlut- fallið sé ekki minna hér á Íslandi. Þeir sem reykja hafa því fulla vitneskju um áhættuna sem því fylgir og hér er því um að ræða upplýsta ákvörðun einstaklinga sem standa frammi fyrir frjálsu vali. Aðgerðarsinnar, sem berjast fyrir reykingabanni, eru því að nota ríkisvaldið til þess að svipta einstaklinga frelsi sem eru fullfærir um að hugsa um sig sjálfir. Margir reykingamenn hætta að reykja en aðrir líta svo á að ánægjan af reyk- ingum sé þeim meira virði en áhætt- an. Ýmis iðja hefur í för með sér heilsutjón en er engu að síður stund- uð af fjölda einstaklinga. Því er áhættan við reykingar engin rök fyrir því að setja frelsi fólks skorður með lögum. Hvað með óbeinu reykingarnar og þá hættu sem þeim fylgir? Er það ekki óréttlátt að fólk þurfi að anda að sér skaðsömum reyk á veit- ingastöðum? Jú, það væri hægt að færa rök fyrir því ef einhver þvingun ætti sér stað. Staðreyndin er hins vegar sú að fólk er aldrei neytt til þess að sækja né dvelja á veitingastað og því geta þeir sem vilja forðast reykinn einfaldlega notað frelsi sitt og fætur til þess að yfirgefa þá staði sem þeim mislíkar. Eigendur veit- ingastaða, heimila og annarra bygg- inga eiga auðvitað sjálfir að hafa ákvörðunarrétt yfir því hvort reykt sé á eignum þeirra eða ekki, en allt sem ríkið gerir til þess að hindra það er brot á eignarétti einstaklinga. Sá eini sem verður fyrir skaða af því að leyfa reykingar á veitingastað er veitingahúseigandinn sjálfur því sumir viðskiptavinir vilja reyklausa staði en aðrir ekki. Með því að koma til móts við annan hópinn er hætt við að veitingahúseigandinn verði af við- skiptum við hinn. Gróðavon kaup- sýslumanna á frjálsum markaði sér hins vegar til þess að eftirspurn beggja aðila sé fullnægt. Þessi þróun hefur átt sér stað í Reykjavík og nú eru þeir orðnir fjölmargir veitinga- staðirnir sem bjóða upp á reyklaust umhverfi. En hvað þá með aumingja starfsfólkið sem vinnur á þessum stöðum og verður fyrir þessum skað- legu skýjum? Eins og var getið hér að ofan eru margir staðir sem banna reykingar nú þegar í Reykjavík. Ef það er starfsmanni ekki að skapi að starfa á veitingastað þar sem reyk- ingar eru leyfðar hefur hann frelsi til að hætta og sækja um starf á stað sem er reyklaus. Ef banna á reyk- ingar á veitingastöðum með þessum rökum má einnig nota þau gegn áfengi. Hverja einustu helgi lenda dyraverðir á öldurhúsum bæjarins í útistöðum við gesti sem eru ofurölvi og endar það oft með pústrum. Sömu gestir láta oft dólgslega við barþjóna skemmtistað- anna en öll vitum við hversu skaðsöm óhóf- leg neysla áfengis er líkamanum. Ef reyk- ingar verða bannaðar á veitingahúsum, er þá ekki eðlilegt framhald að banna áfengi? Samfélagið okkar er byggt á umburðarlyndi sem á ekki að einskorð- ast við suma hópa. Um- burðarlyndið á að vera gagnvart öllum hópum eins og frjálshyggjan boðar. Eigum við að banna óhollan mat? Eigum við að merkja Mars-súkkulaði með ,,Getur valdið offitu, jafnvel dauða, eða kannski bara banna Mars- súkkulaði? Ætti þá ekki líka að taka krabbameinsforvörnina alla leið og banna sólina, við vitum jú hvað húð- krabbamein eru hættuleg. Rík- isvaldið gæti sett lög gegn gluggum og skikkað þegnana til þess að vera ekki á ferli nema að næturlagi. Auð- vitað ekki, við erum sjálf fullfær um að taka ákvarðanir um neyslu m.t.t. þeirrar áhættu sem henni fylgir. Hver einstaklingur á að hafa athafna- frelsi, svo framarlega sem hann skað- ar ekki annan með framferði sínu og þar sem reykingar á einkaeign skaða aðeins þann sem reykingarnar stund- ar hefur ríkið ekkert erindi í þessu máli. Á að fara að setja á okkur enn eitt bannið! Guðmundur Arnar Guðmunds- son fjallar um athafnafrelsi einstaklingsins Guðmundur Arnar Guðmundsson ’Samfélagiðokkar er byggt á umburðarlyndi sem á ekki að einskorðast við suma hópa. ‘ Höfundur á sæti í stjórn Frjálshyggjufélagsins og er meistaranemi við HÍ. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Guðrún Lilja Hólmfríðardótt- ir: „Ég vil hér með votta okkur mína dýpstu samúð vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í íslensku þjóðfélagi með skipan Jóns Steinars Gunnlaugssonar í stöðu hæstaréttardómara. Ég segi okkur af því að ég er þol- andinn í „Prófessorsmálinu“.“ Sveinn Aðalsteinsson: „Nýj- asta útspil Landsvirkjunar og Alcoa, er að lýsa því yfir að Kárahnjúkavirkjun, álbræðsl- an í Reyðarfirði og línulagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálfbærar“!“ Hafsteinn Hjaltason: „Landa- kröfumenn hafa engar heimild- ir fyrir því, að Kjölur sé þeirra eignarland, eða eignarland Biskupstungna- og Svínavatns- hrepps.“ María Th. Jónsdóttir: „Á land- inu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nem- endur með, nema síður sé.“ Á mbl.is Aðsendar greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.