Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 76
76 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ekki trúa öllu sem þú heyrir í dag. Þó að það virðist sannfærandi er ekki þar með sagt að það sé sannleikanum samkvæmt. Hugsanlega er um einhverja bólu að ræða. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú færð hugsanlega óvænta gjöf í dag, eða týnir einhverju þér að óvörum. Uppá- komur í peningamálum eru líklegar, bæði til hins betra eða verra. Hafðu augun op- in, en heppnin er líklega með þér. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Samtöl við aðra koma þér á óvart í dag. Þú heyrir um hluti sem þú vissir ekki einu sinni að væru til. Dagurinn verður í það minnsta áhugaverður, svo mikið er víst. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Óvæntur atburður kemur þér á óvart í vinnunni í dag. Þú mátt búast við trufl- unum á daglegri rútínu, en líklega tekur þú öllum slíkum uppákomum fagnandi núna. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Dagurinn í dag er með því sniði að allt eins líklegt er að þú fallir kylliflatt fyrir einhverjum ókunnugum, kæra ljón. Við- komandi er líklega nokkuð óvenjulegur og allt öðruvísi en þú. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú kemur með eitthvað nýtt, skrautlegt eða tæknilegt inn á heimilið í dag, hugs- anlega einhverja græju. Eitthvert nú- tímalegt apparat heldur innreið sína í líf þitt. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Búðu þig undir að hitta nýtt og óvenju- legt fólk í dag. Dagurinn er kjörinn til þess að brydda upp á kunningsskap, sér- staklega við einhvern sem er af allt öðr- um uppruna en þú. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Vertu á varðbergi gagnvart hvatvísi í inn- kaupum á næstunni. Þú freistast ákaf- lega til þess að kaupa eitthvað án mikillar umhugsunar. Geymdu að minnsta kosti allar kvittanir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þetta verður spennandi dagur og þú ert að springa úr krafti. Nýir möguleikar og ný ævintýri bíða þín og þú getur varla á þér setið. Lífið er ljúft. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú verður fyrir smávegis uppljómun varðandi sjálfa þig eða eitthvað í um- hverfinu, steingeit. Vertu með opinn huga, hugsanlega uppgötvar þú eitthvað nýtt. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Hæfileiki þinn til tengslamyndunar leiðir til nýrra kynna í dag. Kannski að þú kynnist einhverjum nýjum í hópastarfi. Nýju vinirnir eru spennandi á rafmagn- aðan hátt. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Óvænt tækifæri gefst í dag til þess að bæta mannorð þitt enn frekar. Þú kemur afar vel fyrir þessa dagana. Láttu ljós þitt skína og leiktu listir þínar. Stjörnuspá Frances Drake Bogamaður Afmælisbarn dagsins: Þú hikar ekki við að ráðast í stór verkefni og málar hlutina sterkum litum. Þú gerir áætlanir fyrir framtíðina en gleymir ekki að huga að smáatriðum. Metnaður þinn er oft og tíðum meiri en fólk telur gerlegt en þú lætur þér samt sem áður ekki segjast. Nýtt ár verður fullt af nýjum tækifærum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 viðmótsþýtt, 4 brjóta, 7 vagns, 8 grasflöt, 9 raddblæ, 11 sleif, 13 aula,14 rista, 15 menn, 17 ergileg, 20 spor, 22 vitra, 23 samsinnir, 24 drekka, 25 frjálsa. Lóðrétt | 1 ginna, 2 af- rennsli, 3 nöldur, 4 massi, 5 þvo, 6 óbeit, 10 söng- leikur, 12 ílát, 13 duft, 15 heimskingja, 16 ófagurt, 18 lélegrar skepnu, 19 drepa, 20 biða, 21 tóbak. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 fólksbíll, 8 stáli, 9 álkan, 10 kös, 11 rætni, 13 asnar, 15 atlas, 18 strák, 21 tóm, 22 ruggu, 23 Áróru, 14 lundarfar. Lóðrétt | 2 ósátt, 3 kriki, 4 blása, 5 lokan, 6 Æsir, 7 anar, 12 nía, 14 set, 15 arra, 16 lygnu, 17 stuld, 18 smáar, 19 rjóða, 20 kaun.  Skemmtanir Bar 11 | Poppmenningar extravaganza Pivo (t) mun bræða tónlist við bíómyndir á Bar 11 kl. 23. Tónlistaratriði úr bíómyndum, söngleikir og fleira verður varpað á vegg. Cafe Catalina | Addi M. spilar. Café Victor | Dj. Gunni spilar diskó og 80’s í bland við það nýja. Celtic Cross | Hljómsveitin Póstur & sími leikur í kjallaranum á Celtic Cross en á efri hæðinni hljómsveitin 3some. Frítt inn. Classic Rock | Fimm á Richter. Café Rosenberg | Djammkvöld FÍH hefst kl. 22. Um þrjátíu tónlistarmenn skiptast á að leika djass o.fl. Grand Rokk | Sólstafir, Changer og Dark Harvest leika. Efri hæð opnuð kl. 23. 500 kr. inn. Gaukur á Stöng | Hljómsveitin Atómstöðin skemmtir. Dj. Master spilar á efri hæðinni. Kaffi Sólon | Dj. Þröstur 3000 – Próf- lokadjamm. Klúbburinn við Gullinbrú | Jóladansleikur Brimklóar og Klúbbsins. Kl. 23 stígur Idol- stjarnan Jón Sigurðsson á svið og hitar upp. Kolkrabbinn | Dj. Vala í kvöld. Kringlukráin | Geirmundur Valtýsson skemmtir í kvöld frá kl. 23. Sjallinn Akureyri | Hljómsveitin Sent ásamt Sálinni hans Jóns míns. vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Úlf- arnir leika fyrir dansi. Tónlist Aðventkirkjan | Jólatónleikar Óperukórs- ins í Reykjavík. Kl. 15.30 syngur kórinn fyrir gangandi vegfarendur við Rammagerðina á horni Bankastrætis og Laugavegs og gengur syngjandi að kirkjunni. Efnisskráin er helguð jólum, íslensk og erlend hátíða- tónlist. Hafnarborg | Tríó Reykjavíkur, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Bergþór Pálsson koma fram í Hafnarborg kl. 13.30 og flytja efni af nýárstónleikum, sem verða 2. og 4. janúar nk. Gjafakort og miðar á tónleikana fást í Hafnarborg. Aðgangur ókeypis – tilvalin jólagjöf. Háskólabíó | Sinfóníutónleikar. Tónsprot- inn. Jólatónleikar. Hljómsveitarstjóri: Bern- harður Wilkinson. Hressó | BRaK með jólatónleika kl. 22. Lög af Silfurkossi hljóma m.a. Langholtskirkja | Jólasöngvar Kórs Lang- holtskirkju kl. 23. Fram koma Kór Lang- holtskirkju, Gradualekór Langholtskirkju, Ólöf Kolbrún Harðardóttur og Ásgeir Ólafsson ásamt hljóðfæraleikurum. Stúdentakjallarinn | Hljómsveitin TRAB- ANT heldur tónleika í Stúdentakjallaran- um. Húsið opnað kl. 20, frítt inn. Tólf tónar | Strengjasveitin Amina kl. 16.30 Vídalínskirkja, Garðasókn | 10 Hertz – hvíld frá jólastressinu kl. 12. Margrét Sig- urðardóttir sópransöngkona og Gunnhildur Einarsdóttir hörpuleikari flytja tónlist eftir Poulenc, Britten, Sigvalda Kaldalóns. Myndlist Alliance Francaise | Marie-Sandrine Bej- anninn – málverk. Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn Sig- urbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíumálverk. Gallerí 101 | Daníel Magnússon – Mat- prjónagerð lýðveldisins kynnir: Innihald heimilisins. Gallerí Banananas | Hrafnkell Sigurðsson – Verkamaður / Workman. Gallerí I8 | Kristján Guðmundsson – Arki- tektúr. Gallerí Tukt | Fjölbreytt skúlptúrverk átta myndlistarnema. Gallerí Tukt | Innrás úr Breiðholtinu. Gerðuberg | Guðríður B. Helgadóttir – Efn- ið og andinn. Gerðuberg | Ari Sigvaldason fréttamaður – mannlífsmyndir af götunni. Gerðuberg | Þetta vilja börnin sjá! – Mynd- skreytingar úr íslenskum barnabókum sem gefnar hafa verið út á árinu. Hafnarborg | Jólagjafir hönnunarnema í Iðnskólanum í Hafnarfirði til þjóðþekktra Íslendinga. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíu- málverk. Hrafnista, Hafnarfirði | Sigurbjörn Krist- insson myndlistamaður sýnir málverk og tússmyndir í Menningarsal. Kling og Bang gallerí | Sigurður Guðjóns- son – Hýsill. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist: um veruleikann, manninn og ímyndina. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Ný ís- lensk gullsmíði í Austursal, Salóme eftir Richard Strauss í Vestursal og úrval verka úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur á neðri hæð. Listasafn Reykjanesbæjar | Í Listasafni Reykjanesbæjar stendur yfir sýning á olíu- verkum úr safneigninni þar sem náttúra Ís- lands er viðfangsefnið. Má þar m.a. sjá verk eftir gömlu meistarana Kjarval, Jón Stef- ánsson og Þórarin B. Þorláksson. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Graf- ísk hönnun á Íslandi. Erró – Víðáttur. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Textíllist 2004 – Alþjóðleg textílsýning. Myndir úr Kjarvalssafni. Listmunahúsið, Síðumúla 34 | Verk Val- týs Péturssonar. Lóuhreiður | Sigrún Sigurðardóttir – Gróð- ur og grjót. Norræna húsið | Vetrarmessa. Nýlistasafnið | Ráðhildur Ingadóttir – Inni í kuðungi, einn díll. Björk Guðnadóttir – Eilífðin er líklega núna. Skólavörðustígur 20 | Gunnella sýnir ný málverk. Suzuki Bílar | Björn E. Westergren sýnir myndir málaðar í akrýl og raf. Tjarnarsalur Ráðhúss | Ketill Larsen – Sól- stafir frá öðrum heimi. Listasýning Handverk og hönnun | Jólasýningin „Allir fá þá eitthvað fallegt...“ Leiklist Iðnó | Jólasöngleikurinn Jólin syngja er sýndur í Iðnó fram að jólum. Í aðalhlutverk- um eru Rut Reginalds og Rósa Guðmunds- dóttir. Hægt er að panta miða í 562 9700. Jón forseti | Hommaleikhópurinn Hégómi efnir til sérstaks jóladrag-kabaretts kl. 22. Bækur Iða | Björk Bjarkardóttir les úr barnabók- inni Amman og þjófurinn í safninu á laug- ardagsmorgun klukkan 11. Klukkan 16 kynn- ir Njáll Gunnlaugsson bókina Þá riðu hetjur um héruð – sögu mótorhjólsins. Söfn Þjóðminjasafn Íslands | Hurðaskellir kem- ur í heimsókn kl. 13. Þá eru íslensku jóla- sveinarnir komnir á jólasveinadagatal sem fæst í safninu. Jólasveinakvæði Jóhann- esar úr Kötlum er einnig í dagatalinu. Veit- ingastofa safnsins býður fjölþjóðlegar jóla- kræsingar. Kynntir eru japanskir og pólskir jóla- og nýárssiðir auk íslenskra. Mannfagnaður Flensborgarskólinn | Brautskráning fer fram kl. 11. Kór skólans syngur við athöfn- ina undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg. Þá verður afhentur styrkur úr Fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar, en hann er afhentur einstaklingum sem hafa lokið námi frá Flensborgarskólanum og eru í framhalds- námi. Fréttir Bókatíðindi 2004 | Númer laugardagsins 18. desember er 23131. Hjálpræðisherinn á Akureyri | Úthlutað verður 20. des. 17–20. Skógræktarfélag Kópavogs | Síðasta tækifæri til að velja og höggva sér tré fyrir jólin, í skóginum við Fossá í Hvalfirði, verð- ur í dag og á morgun, sunnudag, kl. 11–15. Uppl. í síma 899 8718. Skógræktarfélag Reykjavíkur | Jólatrjáa- hátíð í Hjalladal (tjaldsvæði) í Heiðmörk, kl. 11–15. Félagsmönnum býðst að velja og höggva eigið tré (stafafura). Grýla mætir ásamt jólasveinunum og boðið verður upp á kakó og smákökur. Nánari upplýsingar í síma 893 2655, 564 1770 og á www.skog- raekt.is. Útivist Ferðafélagið Útivist | Áramótaferð í Bása 30. desember. Fararstj. Bergþóra Bergs- dóttir og Reynir Þór Sigurðsson. Börn Byggðasafn Hafnarfjarðar | Stekkjastaur kemur við á Byggðasafni Hafnarfjarðar á Vesturgötu 8. Þetta er einn hinna íslensku jólasveina sem kominn er til byggða til að hitta börn og fullorðna og skemmta sér og öðrum, segja sögur og rifja upp jólalögin. Kynning Guerlain í Hygeu | Heiðar Jónsson snyrtir er staddur á landinu og verður í Hygeu í Kringlunni í dag milli 18–22 og ráðleggur með val á jólailmum og snyrtivörum frá Guerlain og Chanel. Hafnarfjörður | Jólaþorpið opið frá 12–18. Birta og Bárður og Flensborgarkórinn. Þá koma jólasveinn og Grýla. Staður og stund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.isFréttir á SMS KARLAKÓR Reykjavíkur heldur jólatónleika sína í dag kl. 17 og 22 og á morgun kl. 17 og 20. Þetta er í 13. skipti sem kórinn heldur jólatónleika, en í ár lagði kórinn land undir fót og flutti efnisskrá sína bæði á tónleikum í Reykholti í Borgarfirði og á Englandi. Meðal þeirra hefðbundnu aðventu- og jólalaga sem karlakórinn flytur í dag má nefna „Slá þú hjartans hörpu- strengi“ eftir Bach, „Joy to the world“ eftir Händel og „Aðfangadagskvöld jóla“ eftir Sigvalda Kaldalóns. Kórnum til aðstoðar á tónleikunum eru Lenka Mátéová organisti og trompetleikararnir Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson. Ein- söngvari á tónleikunum er Eyjólfur Eyjólfsson tenór, en Friðrik S. Krist- insson stjórnar kórnum. Uppselt er á tónleika Karlakórsins annað kvöld. Morgunblaðið/Golli Karlakór Reykjavíkur í Hallgrímskirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.