Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
LANDIÐ
Hólmavík | Um tuttugu krakkar frá Hólmavík,
Drangsnesi og nágrannasveitum á Ströndum
frumsýndu á sunnudaginn söngleikinn Friðar-
barnið. Um er að ræða uppsetningu á vegum
æskulýðsfélags Hólmavíkurkirkju sem nýlega
hlaut styrk úr æskulýðssjóði menntamálaráðu-
neytisins.
Það er Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir sem
leikstýrir krökkunum en séra Sigríður Óla-
dóttir stýrir söngnum og Gunnlaugur Bjarna-
son sem sér um tækniaðstoð. Að sögn Hrafn-
hildar er verkið sett upp í samvinnu
Hólmavíkurprestakalls, grunnskólanna á
svæðinu og Leikfélags Hólmavíkur. Æfingar-
tíminn hefur verið fremur stuttur en krakk-
arnir, sem eru frá Drangsnesi, Hólmavík og
nærsveitum hafa staðið sig afar vel.
„Það kom í ljós á síðustu stundu að krakk-
arnir úr Árneshreppi gætu ekki verið með okk-
ur, vegna tíðarfars þar fyrir norðan og þá
þurfti að finna aðra í þeirra hlutverk,“ sagði
Hrafnhildur. Í vor stendur til að æfa stykkið
upp aftur og gefa þá krökkunum í Árneshreppi
færi á að vera með og sýna verkið þar. Uppi-
staðan í hópnum er fermingarbörn í Stranda-
sýslu en síðan var bætt við úr árgöngunum fyr-
ir ofan og neðan.
Boðið á kirkjulistahátíð
Tónlistin verður tekin upp og gefin út á
geisladisk til nota í æskulýðsstarfi kirkjunnar.
Hrafnhildur segir þetta verk, sem hefur bæði
jóla- og friðarboðskap, ekki hafa verið sýnt áð-
ur hér á landi. Þetta er rúmlega klukkustund-
arlöng sýning með tíu söngvum.
Þorkell Örn Ólason þýddi verkið, en tónlistin
er eftir Mark og Helen Johnson og og textinn
eftir Sue Langwade. Að sögn sr. Sigríðar gáfu
höfundar góðfúslegt leyfi til að taka verkið til
sýningar án endurgjalds. Frumsýning var á
Hólmavík á sunnudaginn en sýningu sem vera
átti á Drangsnesi á mánudagskvöld var frestað
um viku vegna veðurs og færðar. Ekki er ljóst
hvort sýningarnar verði fleiri, en hópnum hef-
ur verið boðin þátttaka á kirkjulistahátíð um
Jónsmessuna í sumar.
Morgunblaðið/Kristín Sigurrós
Friðarbarnið Fermingarbörn frá Hólmavík og Drangsnesi taka þátt í söngleiknum.
Söngleikur með jóla-
og friðarboðskap
Staðarsveit | Undir stjörnubjörtum himni
með dansandi norðurljósum hélt hópur af
nemendum og velunnurum Lýsuhólsskóla í
Staðarsveit á Snæfellsnesi út á skólalóðina
eitt kvöld í vikunni. „Passið ykkur að detta
ekki í lónið,“ kvað við utan úr myrkrinu sem
varnarorð til þeirra sem ekki þekktu til kring-
umstæðna.
Lónið sem um ræðir er uppistöðulón
Stubbalækjavirkjunar. Nú átti að gangsetja
rafalinn og framleiða rafmagn til að lýsa upp
gróðurhús sem nemendur og kennarar smíð-
uðu á haustönn.
Einstakt þróunarverkefni
Þeir Guðmundur Bjarnason og Símon Rún-
arsson úr 10. bekk komu rafalnum fyrir. Gyða
Kristjánsdóttir, formaður nemendaráðs,
þrýsti síðan á hnappinn sem kveikti ljósin.
„Það tókst“ hefur verið slagorð verkefnisins
frá því það hófst, en Haukur Þórðarson kenn-
ari við skólann segir þennan áfanga hluta af
stærra þróunarverkefni sem snýst um það að
nýta alla orku á skólalóðinni. „Allt frá upphafi
var unnið mjög faglega og framkvæmdin
kringum virkjunina sett í umhverfisskipulag
og kynnt á almennum fundi og nemendur látn-
ir meta umhverfisáhrifin,“ segir Haukur.
„Verkefnið hlaut styrk frá menntamála-
ráðuneytinu síðastliðið haust og var kynnt
sem valfag þegar skólinn hófst. Valið stóð á
milli þess að byggja gróðurhús eða læra fönd-
ur, myndlist eða hannyrðir. Nemendur völdu
allir gróðurhúsaverkefnið og hafa komið að
öllum verkþáttum þess. Stubbalækjarvirkjun
framleiðir 200 vött af rafmagni og er tilgangur
hennar að lýsa upp gróðurhúsið. Umframvatn
frá hitaveitu skólans verður notað til að hita
gróðurhúsið upp,“ sagði Haukur sem stýrt
hefur verkefninu af miklum áhuga og vinnur
nú að gerð vefsíðu um þróunarverkefnið.
Síðastliðið vor útbjuggu nemendur mat-
jurtagarð og notuðu eingöngu hrossaskít sem
áburð en stefnt er að því að nota moltu úr
jarðgerðarkassa skólans til áburðar næsta
vor, en Lýsuhólsskóli hefur unnið að umhverf-
isverkefnum í mörg ár og hlotið Grænfánann.
Haukur segir að stefnt sé að því að forrækta
grænmeti í gróðurhúsinu í vetur og planta í
garðinn næsta vor. Stefnan sé svo að setja fisk
í lónið sem síðan megi nota í mötuneyti skól-
ans. Segir Haukur þetta lið í lifandi náttúru-
fræðikennslu.
Þeir Guðmundur og Símon, sem hafa verið
aðalaðstoðarmenn Hauks, sögðust stoltir yfir
því að vera þátttakendur í verkefninu. Töldu
þeir það mikilvægt fyrir lítinn skóla að geta
verið til fyrirmyndar í umhverfismálum og
vinna að framförum sem þessum.
Áhugamenn Haukur Þórðarson kennari og
Guðmundur Sigurmonsson skólastjóri við
jólatré sem lýst er upp með raforku sem
framleidd er á staðnum.
Það tókst!
Nemendur virkjuðu
lækinn og lýsa upp
eigið gróðurhús
Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann
Upplýst Gestir fögnuðu þegar kveikt var á
ljósunum í nýja gróðurhúsinu og sungu Bráð-
um koma blessuð jólin.
Á NÆSTA ári verður framkvæmt á
vegum Fasteigna Akureyrarbæjar
fyrir rúmar 900 milljónir króna sam-
kvæmt framkvæmdayfirliti bæjarins
fyrir árin 2005–2008, sem er til um-
fjöllunar innan bæjarkerfisins.
Hæsta fjárhæðin fer í framkvæmdir
við Brekkuskóla, 253 milljónir króna.
Þá fara 160 milljónir króna á næsta
ári í nýjan leikskóla við Helgamagra-
stræti, 40 milljónir króna í Verk-
menntaskólann á Akureyri og 5 millj-
ónir króna í nýjan grunnskóla í
Naustahverfi.
Í viðbyggingu við Dvalarheimilið
Hlíð eru áætlaðar 185 milljónir króna
á næsta ári, 30 milljónir króna í reið-
höll og 10 milljónir króna í menning-
arhús. Einnig er gert ráð fyrir fram-
kvæmdum við Andapollinn við
Sundlaug Akureyrar upp á 20 millj-
ónir króna. Þá er áætlað að setja 5
milljónir króna í fjölnotasal í Hrísey á
næsta ári og 60 milljónir króna árið
2006. Samkvæmt framkvæmdayfirlit-
inu er ráðgert að setja 675 milljónir
króna í menningarhús á Akureyri á
árunum 2006–2008, 250 milljónir
króna á árinu 2006, 225 milljónir árið
2007 og 190 milljónir árið 2008. Þá er
gert ráð fyrir framkvæmdum upp á
200 milljónir króna í tengslum við
Landsmóti UMFÍ, sem haldið verður
á Akureyri árið 2009, 40 milljónir
króna árið 2007 og 160 milljónir króna
árið 2008. Í nýjan grunnskóla í
Naustahverfi fara samtals 390 millj-
ónir króna á næstu fjórum árum, þar
af 300 milljónir króna árið 2008.
Framkvæmdaáætlun Fasteigna Akureyrarbæjar
Framkvæmt fyrir rúm-
ar 900 milljónir króna
Morgunblaðið/Kristján
Endurbætur Gríðarlegar endurbætur verða gerðar á Brekkuskóla en framkvæmdum við nýbygginguna er lokið.
BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur falið
bæjarstjóra að ganga til samninga
við Norðurorku hf. um kaup fyrir-
tækisins á hita- og vatnsveitu í Hrís-
ey. Franz Árnason, forstjóri Norður-
orku, sagði stefnt að því að ganga frá
kaupunum fyrir áramót en verðmæti
veitnanna er á bilinu 40–50 milljónir
króna. „Við höfum rekið veiturnar
frá því í ágúst sl., haft af því skyldur
og tekjur og munum gera það
áfram.“
Franz sagði að nóg væri af heitu
vatni í Hrísey fyrir núverandi byggð
„en við vonumst eftir því að þarna
verði byggt mikið af sumarbústöðum
og öðru húsnæði, þannig að við náum
meiri sölu.“ Ein sjálfrennandi
vinnsluhola er í eynni og gefur hún
7–8 lítra á sekúndu af um 70 gráða
heitu vatni. Einnig er þar ein hola
með köldu vatni.
Hreinsun vinnsluholu á Lauga-
landi á Þelamörk er lokið og gekk
vel, að sögn Franz. Eftir að borað
var á ská út úr holunni fyrir fjórum
árum gaf hún 60–70 tonn á klukku-
stund af 104 gráða heitu vatni. Fljót-
lega eftir hún var virkjuð fór vatns-
magnið að minnka og á endanum
lokaðist hún alveg vegna hruns. Bor-
inn Sleipnir var notaður við hreinsun
holunnar en hann hefur nú verið
fluttur á Hjalteyri en þar verður bor-
uð ný vinnsluhola, við hlið vinnslu-
holu sem fyrir er á staðnum.
Norðurorka kaupir veitur Hríseyjar
Jólasöngvar | Jólasöngvar Kórs
Akureyrarkirkju verða á sunnu-
dag, 19. desember, kl. 17 og 20.
Fyrir síðustu jól var ákveðið að
bjóða upp á tvenna tónleika vegna
mikillar aðsóknar á undanförnum
árum og gaf það góða raun.
Á efnisskránni er aðventu- og
jólatónlist eftir Jórunni Viðar, Ró-
bert A. Ottósson, Michael Praetor-
ius, Charles Wood, Zöebeley, Reg-
inald Jacques, David Willcocks og
Anders Öhrwall. Eyþór Ingi Jóns-
son leikur á orgel og stjórnandi er
Björn Steinar Sólbergsson. Auk
þess að hlýða á kórinn gefst kirkju-
gestum kostur á að æfa jólasálm-
ana fyrir jólin því auk kórsöngs
verður almennur safnaðarsöngur.
Ljósræn rannsóknarstofa | Fjöl-
listakonan Arna Valsdóttir býður
gestum og gangandi að heimsækja
sig í Ketilhúsið á Akureyri nú um
helgina. Þar mun hún setja upp ljós-
ræna rannsóknarstofu og vinna við
það í 2 daga að kanna snertifleti ljóss
og skugga, hljóðs og þagnar, hreyf-
ingar og kyrrstöðu í tilteknu rými á
tilteknum tíma. Arna lauk námi frá
fjöltæknideild Jan van Eyck aca-
demie í Maastricht Hollandi árið
1989, hún er menntuð bæði í tónlist
og myndlist og á einnig sterkan bak-
grunn í leikhúslífi. Rannsókn-
arstofan verður opnuð í Ketilhúsinu
kl. 14 í dag, laugardag, og lýkur með
uppskeruhátíð kl. 17 á morgun.
Fjölbýlishús | Bæjarstjórn hefur
samþykkt tillögur umhverfisráðs
um breytingar á deiliskipulagi og
aðalskipulagi 1998–2018, þar sem
gert er ráð fyrir nýrri lóð norðan
Mýrarvegar 115, þar sem reisa á
fjórða húsið sömu gerðar og númer
111–115, þ.e. 5. hæða fjölbýlishús. Í
tillögu umhverfisráðs um breytingu
á deiliskipulagi svæðisins er jafn-
framt gert ráð fyrir því að lóð-
arhafi skuli sjálfur kosta aðgerðir
við að tengja húsið við fráveitulögn
sem kemur frá Mýrarvegi.
AKUREYRI