Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 80
80 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ VILL svo til að um þessi jól gefst minni tími til lestrar en oft áð- ur, frídagarnir eru sorglega fáir. Það ætti þó ekki að aftra neinum frá að grípa í bók, bara taka daginn snemma, enda af nógu að taka. Cloud Atlas eftir David Mitchell er með bestu bókum árs- ins þótt hún hafi ekki unnið til Booker-verðlauna að þessu sinni, líkast til einhver pólitík á bak við það. Bókin er fimm sögur fléttaðar saman, sögur sem spanna allt frá miðri nítjándu öld hundruð ára langt fram yfir heimsenda. Í öll- um sögunum veltir Mitchell fyrir sér villimennsku og siðmenningu, því hvernig rándýr og fórnarlömb þeirra speglast í gegnum mannkyns- söguna, þótt allt umhverfi okkar breytist breytist maðurinn ekki, til- finningar eru þær sömu árið 300 og 3.000. Sceptre gefur út. Bók Michels Fabers, The Crimson Pedal and the White, er einmitt ein af þeim bókum sem rifja upp með manni hve gaman er að elska, svo ljóslifandi verða persónur bók- arinnar við lesturinn. Bókin segir frá vændiskonunni Sugar og manninum sem kaupir hana sem hjákonu, hin- um ráðvillta William Rackham. Sug- ar verður til þess að Rackham fær áhuga á að koma sér áfram í heim- inum, fyllir hann orku og dug, og áð- ur en varir er hún komin inn á heim- ilið sem barnfóstra. Sagan gerist undir lok nítjándu aldar og eins og fram kemur í bókinni fékk ekkert brúað gjána sem var á milli yfirstétt- arinnar og lægri stétta, á milli Rack- hams og Sugar, ekki einu sinni lost- inn. Canongate gefur út. Glæpasagan Out eftir jap- önsku skáldkon- una Natsuo Kirino varð met- sölubók í Japan og hefur vakið mikla athygli í Bretlandi á þessu ári sem er að von- um því hún er einkar krassandi og blóðug glæpasaga. Sagan segir af fjórum konum sem vinna við að pakka tilbúnum mat og allar að nið- urlotum komnar fyrir ólíkar sakir. Á endanum gefst ein þeirra upp og myrðir spilafíkilinn og ofbeldissegg- inn eiginmann sinn, en hinar leggja henni lið við að búta líkið niður og farga því. Bráðskemmtileg saga með sterkum femínískum undirtón, hrikaleg á köflum en einkar vel skrifuð þannig að þótt ofbeldið sé hrátt og ruddalegt þvælist það ekki fyrir persónusköpun og söguþræði. Vintage gefur út. Ein eftirminnilegasta bók ársins er sagan Jonathan Strange & Mr Norrell eftir Sus- annah Clarke. Hún vakti tals- verða athygli og mikið var um hana fjallað í dag- blöðum og tíma- ritum vestan hafs og austan. Bókin gerist í Englandi í upphafi nítjándu aldar þegar galdrar eru orðnir við- fangsefni fræði- og áhugamanna sem sumir trúa á galdra en flestir þó ekki, fyrir þeim eru galdrar sagn- fræðilegt viðfangsefni. Þá er það að hinn dularfulli hr. Norrell lætur stytturnar í Jórvíkurdómkirkju tala að menn átta sig á að galdrar eru rammasta alvara. Í framhaldi af því heldur hr. Norrell til Lundúna að leggja sitt af mörkum til stríðsins gegn franska hernum undir stjórn Napoleons. Frábær skemmtun og drjúg; bókin er tæpar 800 síður. Bloomsbury gefur út. Þeir sem vilja hafa bækurnar hnausþykkar, hvort sem litið er til umbúða eða innihalds, ættu að líta til stórvirkis Neals Stephensons Barq- ue Cycle sem hann lauk við á árinu en þá komu út annað og þriðja bindi verksins. Bækurnar þrjár, Quick- silver, The Confusion og The Sys- tem of the World, eru samtals um 2.500 síður og ættu því að endast eitthvað fram yfir jól. Fyrsta bindið er fáanlegt í kilju en hinar tvær eru enn aðeins til innbundnar. Það er mikið undir í þessum gríðarmikla þríleik Stephensons, hann er að velta fyrir sér uppruna heims- myndar nútímans, þeim tíma er gömul vísindi og trú víkja fyrir efa- hyggju og nýrri sýn á sannleik- ann. Sömu sögu- hetjurnar hnýta leikinn saman, þrenningin Dani- el Waterhouse, Eliza de la Zour og ugluspegillinn Jack Shaftoe. Ættarnöfnin Waterhouse og Shaftoe þekkja menn úr bókinni mögnuðu Crypt- onomicon, sem gerist á okkar tímum, þótt engin eiginleg tengsl séu á milli; les: ekki þarf að lesa Cryptonomicon til að njóta Bar- rokk-þríleiksins. William Heinem- ann gefur út. Með þekktustu teiknimyndabók- um sögunnar er Maus eftir Art Spiegelman, sem segir frá ofsókn- um nasista gegn gyðingum. Ekki var bara að teikningarnar voru skemmtilega af hendi leystar, heldur var sagan einkar vel skrifuð og áhrifamikil, næmt innsæi og skiln- ingur á hörmungum sem erfitt er að lýsa og ógreiningur að skilja. Í ljósi þess kemur varla á óvart að In the Shadow of No Towers sé álíka snilld, en í henni beinir Spiegelman sjónum að árásinni á tvíturnana í New York. Spiegelman byrjaði á verkinu 11. sept- ember 2001 og lauk við það 31. ágúst 2003, en í því segir hann frá sorginni og ör- væntingunni sem greip um sig þeg- ar fólk áttaði sig á hvað var á seyði og síðan gremjunni yfir því hvernig ríkisstjórn Bandaríkjanna með George Bush í broddi fylkingar nýtti sér árásirnar í pólitískum tilgangi og til að rökstyðja glappaskot og heimsku. Viking gefur út. George Pelecanos er einn helsti glæpasagnahöfundur Bandaríkj- anna nú um stundir og fer batnandi með hverri bók. Hann hóf ferilinn með prýðilegum bókum um grísk- ættaða Bandaríkjamenn, þekkir enda vel til kjara þeirra, en í seinni tíð hefur hann helst skrifað um þel- dökkan einkaspæjara, Derek Strange. Áður en Strange varð einkaspæjari var hann lögga og Hard Revolution segir einmitt frá þeim árum, er eins konar forleikur að þeim bókum sem síðar komu. Í bókinni er Strange nýgenginn í lög- regluna en bróðir hans er hálfgerður ónytjungur – að hluta arfur frá upp- vextinum eins og kemur í ljós. Pel- ecanos lýsir því vel hvernig Strange er milli tveggja elda, nýt- ur lítillar virð- ingar meðal hvítra starfs- bræðra sinna og fær bágt fyrir búninginn hjá svörtum nágrönnum sínum enda fátítt á þeim tíma sem bókin gerist, undir lok sjöunda ára- tugarins, að litir séu í lögreglunni. Orion gefur út. Draumur bókavinarins er að kom- ast í fornbókabúð eða bókasafn fullt af bókum sem hann ekki vissi að væru til, fullt af fyrirheitum um ókunn ævintýri. The Shadow of the Wind eftir Carlos Ruiz Zafón segir einmitt frá slíku og veltir reyndar fyrir sér fyrirbærinu bók, hvað er það sem heldur bók á lífi. Sagan ger- ist í Barcelona 1945 og segir frá pilti sem kemst í tæri við leynilegt bóka- safn fyrir tilstilli föður síns sem er félagi í leynireglu bókaáhuga- manna. Í bóka- safninu dularfulla finnur piltur bók eftir hinn leynd- ardómsfulla Jul- ián Carax, sem flúði Spán af ókunnum ástæðum og lést í útlegð. Drengurinn fer að leita að fleiri bók- um eftir Carax og kemst þá að því að öll eintök þeirra hafa verið eyðilögð af dularfullum manni sem er einmitt á höttunum eftir eintakinu sem pilt- urinn er með undir höndum – síð- ustu bókinni sem til er eftir Carax. Phoenix gefur út. Lesið um jól og áramót Margir nota tækifærið um hátíðirnar og sökkva sér í bóklestur. Árni Matthíasson mælir með nokkrum kjörgripum sem út komu á árinu. arnim@mbl.is NÚ ER svo komið að gruggið, sem tröllreið öllu í tónlistarheiminum á tíunda áratugnum, er tónlist- arstefna fortíðarinnar. Ekki svo að skilja að hljómsveitir séu ekki undir áhrifum frá grugginu, heldur er blómatími stefnunnar að baki, svip- að og glysrokksins á áttunda og ní- unda áratugnum, pönksins á þeim áttunda og rokks og róls á þeim sjötta. Það er svolítið magnað og sýnir hvað tíminn líður. Hoffman er hörku rokksveit og sækir mikið í gruggið. Mörg lögin byggjast á gítarriffum sem hefðu vel getað komið úr magnaranum hjá Gunna Bjarna árið 1994 eða ’95, enda átti Jet Black Joe nokkra eft- irminnilega gruggspretti, blessuð sé minning þeirrar frómu sveitar. Samt minnir Hoffman mann eig- inlega mest á gömlu kallana í Screaming Trees, sem áttu hörku- lög á borð við „Nearly Lost You“. Önnur hljómsveit sem kemur upp í hugann er Stone Temple Pilots, sem gerði garðinn frægan á svipuðum tíma. Tónlist Hoffmans er af þessum toga, hún færir mann tíu ár aftur í tímann. Hammond-orgelið dregur ekki úr þeirri tilfinningu. Þó tekst þeim félögum að bæta við gruggið áhrifum frá tónlist fyrri og seinni tíma og auðvitað eigin einstaklings- einkennum. Úr verður áheyrileg og skemmtileg blanda. Lagið „Cunts“ er til að mynda meira í ætt við paunk en gruggrokk. Hljóðfæraleikur Hoffmans er all- ur til fyrirmyndar. Hljómsveitin er gríðarlega þétt, en þó ansi langt frá því að virka jafn kraftmikil á plöt- unni og á tónleikum. Kraftinum er einfaldlega ekki komið til skila; hljómurinn er aðeins of fágaður. Söngur Ólafs er mjög góður, en hann er samt haldinn þeim kvilla að beita röddinni svipað og Eddie Vedder, sem fer í taugarnar á mér. Þetta hafa hundruð söngvara gert síðan Vedder ruddi brautina og það er ekki að mínum smekk. En það er auðvitað bara mitt vandamál. Best- ur finnst mér Ólafur þegar hann sleppir sér, eins og í fyrrnefndu lagi „Cunts“, sem „paunkar feitt“. Annar löstur er enskuframburð- urinn. Hann er svo sem ekki betri eða verri en almennt gerist, en það fer hreinlega í taugarnar á mér að heyra orðið „touch“ borið fram „töts“. Kannski er ég bara búinn að fá of mikinn skammt af lélegum enskuframburði að undanförnu með því að hlusta á Stjörnuleitina, en engu að síður held ég að Hoffmenn ættu að reyna að laga þetta í næstu atrennu. Bad Seeds er skemmtilegur frumburður. Bestur er hann þegar Hoffman hallar sér fremur að paunkinu en grugginu, en hvað sem því líður er framtíðin hoffmennsk. Grugg og ról TÓNLIST Geislaplata Fyrsta geislaplata hljómsveitarinnar Hoffman. Hana skipa Ólafur Kristján Guð- mundsson söngvari, Magni Freyr Inga- son trommuleikari, Ástþór Ágústsson bassaleikari, Gunnar Geir Waage gít- arleikari, Víkingur Másson gítarleikari og Þórir Ólafsson Hammond- og hljómborðs- leikari. Upptökur fóru fram í Stúdíói Sept- ember í febrúar og ágúst 2004. Upp- tökustjóri var Silli og Axel sá um masteringu í Stúdíói Írak. Lög, textar og framleiðsla í höndum Hoffmans. Hoffman – Bad Seeds  Ívar Páll Jónsson ÞAÐ var kátt á hjalla í veit- ingastaðnum Gullhömrum í Graf- arholti þegar þar var haldin Jólahátíð fatlaðra í fimmtánda sinn. Á hátíðinni, sem haldin var í samstarfi við Sjálfsbjörg, Styrkt- arfélag vangefinna og Svæð- isskrifstofu fatlaðra, komu fram margir af vinsælustu skemmti- kröftum landsins, þ.á m. Laddi, Strákarnir úr 70 mínútum, Nylon, Idol-stjörnurnar Kalli Bjarni og Jón Sigurðsson og Simmi, Idol- kynnir. Einnig lék þar unglinga- sveitin Hásin og leikhópurinn Perl- an var með skemmtiatriði. Og viðtökurnar létu ekki á sér standa því að sögn skipuleggjand- ans André Bachmanns þá var met- mæting, alls 650 manns sam- ankomnir til að skemmta sér konunglega. Skemmtun | Vel heppnuð jólahátíð fatlaðra Sungið með 70 mínútum og Jónsa Ljósmynd/Hákon Freyr Freysson Viðstaddir tóku vel undir með Kalla Bjarna. Ljósmynd/Hákon Freyr Freysson Jón Sigurðsson náði vel til gesta á jólahátíðinni. Kalli Bjarni gaf sér tíma til að ræða við krakkana, sem sýndu mikinn áhuga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.