Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 79 MENNING Leikstjóri Sólrisuhátíðar Menntaskólinn á Ísafirði auglýsir eftir leikstjóra til að stýra árlegri nemendasýningu á Sólrisuhátíð skólans í byrjun mars. Sólrisuhátíð er samfelld lista- og menningarhátíð sem nemendur skólans standa fyrir á hverju ári. Upphaf og jafnframt hápunktur hátíðarinnar er leiksýning skólans sem frumsýnd er fyrstu vikuna í mars. Gert er ráð fyrir 6 vikna æfingatímabili. Umsóknarfrestur er til 30. desember nk. Allar nánari upplýsingar veitir Ólína Þorvarðardóttir skólameistari í síma 450 4401 og 456 3139. HELDUR óvenjulegir tónleikar verða haldnir í Listasafni Íslands á morgun – ef tónleika skyldi kalla. Í það minnsta verður tónlist flutt þar, ný tónlist samin fyrir tríóið sem hana ætlar að flytja. Adapter heitir það og er skipað þeim Gunnhildi Ein- arsdóttur á hörpu, Kristjönu Helga- dóttur á flautu og Matthias Engler á slagverk. Þremenningarnir hafa fengið sjö tónskáld frá ýmsum lönd- um til að semja fyrir sig verk, og ætla þau að nota þau til að fremja eins konar tónlistargjörning í bland við myndlistarsýninguna sem nú stendur yfir í Listasafninu, Ný íslensk mynd- list. 20 mínútur á tveimur tímum Gjörningurinn stendur milli kl. 14 og 16, en samtals verður ekki leikin tónlist í meira en tuttugu mínútur. Þannig verða leikin tuttugu verk, sem hvert um sig er ekki nema ein mínúta að lengd. „Þetta er dálítið óvenjuleg hljóðfæraskipan, harpa, flauta og slagverk,“ viðurkenna þau Kristjana og Matthias í samtali við Morg- unblaðið. „En hún er um leið áhuga- verð og stendur okkur ekki fyrir þrif- um, þar sem við flytjum bara verk sem eru skrifuð sérstaklega fyrir okkur og þetta tilefni.“ Verkin tuttugu eru eftir Áka Ás- geirsson, Önnu S. Þorvaldsdóttur og Inga Garðar Erlendsson frá Íslandi, Asmus Trautsch og Tom Rojo Poller frá Þýskalandi, Nataliu Dominguez Rangel frá Kólumbíu og Antti Auv- inen. Að sögn flytjendanna eru þau öll ólík, að því undanskildu að þau taka öll eina mínútu í flutningi, og eru fyrir allar samsetningar sem hægt er að gera úr þessum þremur hljóð- færum. „Það verður áreiðanlega áhrifaríkt fyrir gesti á sýningunni að heyra allt í einu eina mínútu af tónlist mitt inni í þögninni á listasafninu,“ segja þau. „Og sum tónverkin eru beinlínis skrifuð með ákveðin verk á sýningunni í huga, eins og til dæmis verk Áka og Inga. Öll tónskáldin kynntu sér sýninguna, annaðhvort með því að heimsækja hana eða með því að skoða hana á Netinu, og nýta sér hana að einhverju leyti í verkum sínum.“ Múrinn rofinn Kristjana og Matthias segja eitt af markmiðum Adapter með gjörningi af þessu tagi að brjótast út úr ramma hins hefðbundna tónlistarforms, í sal með sviði og áheyrendasætum. „Okk- ur finnst áhugavert að flytja tónlist í nýju samhengi, á borð við þetta,“ segja þau. „Oft eru lítil tengsl milli flytjenda og áheyrenda á venjulegum tónleikum, og við vonumst til að rjúfa þann múr að einhverju leyti. Í sam- hengi við myndlistina – sem er órjúf- anlegur hluti af þessum verkum – verða áhrifin kannski enn meiri fyrir hlustandann, og öfugt – áhrif mynd- listarinnar verða sterkari í tengslum við tónlistina.“ Þau benda á að oft þyki fólki erfitt að skilja nútímatónlist – á tónleikum þar sem leikið er til dæmis eitt gam- alt verk og svo eitt nýtt stingi hið nýja oft í eyrun. „Fólk spyr sig: Verkið áð- an var svo fallegt, og nú kemur þetta? En ef verkin eru sett í eitthvert allt annað samhengi, eins og við erum að reyna, verður til allt önnur reynsla. Sérstaklega vegna þess að tónverkin eru svo stutt, að þau gefa bara ör- skotsinnsýn í allt annan heim. Fyrir vikið verða þau miklu áhugaverðari.“ Tónlist | Adapter með tónlistargjörning í Listasafni Íslands Ein mínúta af tónum Morgunblaðið/Jim Smart „Það verður áreiðanlega áhrifaríkt fyrir gesti á sýningunni að heyra allt í einu eina mínútu af tónlist mitt inn í þögninni á listasafninu,“ segja að- standendur Adapter-tríósins, sem fremur tónlistargjörning í tengslum við myndlistarsýningu Listasafns Íslands á morgun, sunnudag. ÚT ER kominn DVD-diskurinn Af hverju tekur laxinn? Og er „fyrir alla veiðimenn, byrjendur og lengra komna“, eins og stendur á kápu disksins. Útgefandi er Tökur ehf. en leiðsögumaður áhorfenda er leik- arinn og skemmtipinninn Gunnar Helgason sem telst „nýr“ í sportinu. Aðeins um efni disksins. Tilefni hans virðist tvíþætt, annars vegar er greinilega ætlunin að leiða byrjendur og stutt á veg komna inn í hugarheim fluguveiðinnar. Það er talsvert marg- þættur hugarheimur. Vönum mönn- um finnst þar fátt flókið, en byrj- endur gætu hræðst alla tæknina og spekúleringarnar. Hins vegar er Gunnar að leita svara við því hvers vegna laxinn taki flugu. Hann segir okkur í byrjun að hann líti til þess að fái hann svar eða svör við þeirri áleitnu og ósvöruðu spurningu, þá eigi hann möguleika á því að verða betri veiðimaður og fengsælli. Og þar með allir hans áhorfendur. Hann set- ur efnið skemmtilega upp, byggir það nánast frá grunni rétt eins og einhver mannaði sig upp í að stíga loks fyrsta skrefið og freista þess að ganga veiði- gyðjunni á hönd. Eftir fluguhnýt- ingar- og kastnámskeið og ráðlegg- ingar á vinstri hönd og hægri, er Gunnar loksins farinn með okkur út í á að veiða. Þar hittir hann ýmsa snjalla veiðimenn sem allir miðla af reynslu sinni um hin ýmsu trix í fluguveiði og allir reyna þeir að svara spurningunni áleitnu, hvers vegna tekur laxinn? Það er skemmst frá að segja að spurningunni er jafnósvarað fyrir skoðun disksins og eftir skoðun hans. Eftir sem áður stendur röð kenninga sem allar eru fyrirfram vel þekktar. Laxinn tekur vegna þess að hann er a) pirr- aður, b) að leika sér, c) reiður, d) að hreinsa að- skotahluti úr ánni, e) að bregðast við flugunni vegna minninga um glaða daga sem seiði o.s.frv. Þetta hafa stangaveiðimenn allt heyrt áður og líklega liggur svarið þarna ein- hvers staðar, eða alls staðar, og jafnvel víðar. En þó að Gunnar fái ekki lokasvar og þar með útskrift úr háskól- anum mikla þá er disk- urinn eigi að síður mikill fengur fyrir stangaveiðimenn. Myndataka er á tíðum stórgóð og mikið hefur verið talað manna í millum um mynd- skeiðið þar sem þeir fé- lagar ná laxinum neðan vatnsborðs að renna sér að flugunni og taka hana. Það er vissulega glæsilegt augnablik, en jafnflott er myndskeið þar sem lax tekur „hits- aða“ flugu í Klingeberg í Laxá í Kjós og enn flottari er takan þegar tveir veiðifélagar freista þess að ná laxi sem hefur slitið sig lausan í löndun! Það eru mörg virkilega skemmtileg augnablik á þessum diski og leið- sögumaðurinn skemmtilega „vitlaus“ og laus við að taka sjálfan sig of hátíð- lega. DVD-MYND Veiði Eftir Gunnar Helgason. Útgefandi Tökur ehf. Af hverju tekur laxinn? Guðmundur Guðjónsson Gunnar Helgason Af hverju tekur laxinn? SÝNINGARPORTIÐ á horni Bar- ónsstígs og Laugavegs heldur áfram metnaðarfullum sýningum sínum og ef svona heldur áfram mælist ég til að sýningarrýmið verði gert opinberara en nú er og opnunartímar þess aðgengilegri. Hrafnkell Sigurðsson sýnir í Ban- ananas nú um stundir og sýning hans á alla athygli skilið en hún er með því besta sem ég hef séð um nokkurn tíma. Í gegnum tíðina hef- ur Hrafnkell alltaf haft sterka til- hneigingu í átt að strangflatarlist, hann hefur t.a.m. unnið með ljós- myndir þar sem þetta hefur komið fram eins og húsamyndir hans sýna. Hann hefur einnig sérstakt auga fyrir hversdagslegum hlutum, margir kannast við ljósmyndir hans af snjósköflum, ruslapokum og ekki síst tjöldum, en tjöld hans prýða símaskrá landsmanna 2004. Hrafn- kell hefur það sem er séreinkenni árangursríkra myndlistarmanna, hann hefur sterka sýn. Þessari ein- stöku sýn hans á umhverfi sitt tekst honum síðan jafnan að miðla að því er virðist áreynslulítið til áhorfenda, það er alltaf eitthvað flott við verkin hans og svo er einn- ig í Banananas, í þessu litla porti sem virðist ekki bjóða upp á mikið. Hrafnkell nýtir aðstæðurnar til fulls sér í hag, notar m.a. fundna hluti á staðnum í innsetningu sína. Í kynningarbréfi með sýningunni er að finna ljóðrænan og dálítið dularfullan texta sem virðist lýsa eins konar dulrænni reynslu lista- mannsins í sambandi við óhapp í hálku og starfsmenn sorphirðu- nnar. Myndband, veggverk og fundnir hlutir skapa síðan óræða og marglaga innsetningu sem þó er of- ureinföld að gerð og mjög aðgengi- leg. Hrafnkell hefur sérstakt lag á að gera verk sem virðast einföld en bjóða samt upp á ýmiss konar vangaveltur. Veggverk hans eru hér í anda strangflatarverka en efniviður þeirra tengir þau við sam- tímalist á skemmtilegan hátt. Orð- ræða og hugmyndir listamanna sem unnu í anda strangflatarhugs- unar fyrr á tímum koma upp í hug- ann, þegar hinn ytri heimur átti ekki að vera hluti af verkunum, þau áttu ekki að vísa í annað en sjálf sig. Hrafnkell gefur þessari hug- mynd langt nef en gengur þó í smiðju stefnunnar um leið, reyndar eru verk hans frekar í anda ný- strangflatarstefnunnar sem upp kom í lok síðustu aldar, neo-geo. Staðsetning, efni og útlit veggverk- anna, fundnu hlutirnir og myndin af brölti ruslabílsins skapa saman dularfulla stemningu sem lifir áfram með áhorfandanum. Þessi litla sýning gefur áhorfandanum góða mynd af verkum og vinnulagi Hrafnkels sem sífellt sækir á eftir því sem árin líða. Ekkert hversdags- legt við sorphirðuna MYNDLIST Gallerí Banananas Til 18. des. Opið eftir samkomulagi. Blönduð tækni, Hrafnkell Sigurðsson Ragna Sigurðardóttir Sýningin „er með því besta sem ég hef séð um nokkurn tíma“. Hausthefti tímaritsins Sögu er komið út og er efni þess fjölbreytt að vanda. Ritstjórar eru Hrefna Róbertsdóttir og Páll Björnsson. Meðal efnis er samtal Agnesar S. Arnórsdóttur við dansk-norska prófess- orinn Idu Blom. Þá rekur Arnþór Gunn- arsson upphafssögu Reykjavík- urflugvallar, hvernig drög voru lögð að byggingu hans á árunum milli stríða og hvaða áhrif hernámið hafði á bæði byggð og fyrirhugað útivistar- og íþróttasvæði í Vatnsmýri og Öskjuhlíð. Njörður Sigurðsson greinir frá rann- sókn sinni á félagslegum aðstæðum fósturbarna í Reykjavík á fyrri hluta 20. aldar. Þriðja stóra greinin er eftir Ólöfu Garðarsdóttur þar sem hún tekur til umfjöllunar brjóstagjöf og barnaeldi á 19. og fyrri hluta 20. aldar og rekur hluta af niðurstöðum doktorsritgerðar sinnar um það efni. Þá birtist síðari hluti ítardóms Helgu Kress um rit Hannesar H. Gissurarsonar Halldór 1902–1932. Hér rekur Helga m.a. notkun Hannesar á textum annarra en Laxness, um tuttugu manns. Tvær sjónrýnisgreinar eru í heftinu: Halldór Bjarnason fjallar um sögusýningar, vef- síðu og heimildarmynd í sjónvarpi sem gerðar voru í tilefni heimastjórn- arafmælis og Hrefna M. Karlsdóttir rit- ar um starfsemi Síldarminjasafnsins á Siglufirði. Auk þess er að finna í heft- inu nokkrar viðhorfsgreinar og fjöl- marga ritdóma og ritfregnir. Tímaritið Saga kemur út tvisvar á ári og útgef- andi er Sögufélagið Reykjavík. Tímarit Vísur fyrir vonda krakka er ljóða- bók fyrir börn eft- ir Davíð Þór Jónsson. Lilja Gunnarsdóttir myndskreytti. Davíð Þór er þekktur fyrir gamanmál og í þessari bók yrkir hann vítt og breitt um daglegan veruleika eins og hann horfir við íslenskri æsku og tek- ur hvorki sjálfan sig né yrkisefni sín hátíðlega, enda kaldhæðnin aldrei langt undan. Bókin er 52 bls. Útlit: 1001 nótt/ Svavar Pétur Eysteinsson. Útgefandi er 21 12 kúltúr kompaní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.