Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Edda Jónsdóttirfæddist á Djúpa- vogi 6. október 1940. Hún lést á gjörgæslu- deild Landspítalans við Hringbraut laug- ardaginn 11. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jón Ófeigsson, f. 11.11. 1918, d. 5.12. 1996 og Margrét Að- alsteinsdóttir, f. 28.7. 1917, d. 11.2. 2002, bændur í Hafnarnesi í Hornafirði. Edda giftist 30.12. 1962 Jóhann- esi Arnljóts Sigurðssyni, f. 10.12. 1931, d. 17.12. 1971. Börn þeirra eru: 1) Trausti, f. 19.11. 1957, maki Rúnar Þórir Ingólfsson, f. 4.6. 1964. Dætur Trausta og Kristborgar Ingibergsdóttur, f. 25.2. 1961 eru börn þeirra eru Elva Björk og Gunnar Örn. Áður áttu Olgeir og Ragnheiður Hilmarsdóttir, f. 17.10. 1962, dótturina Hjördísi Eddu, unn- usti Halldór Kristinn Haraldsson og sonur þeirra Patrekur Máni. 5) Jóna Margrét, f. 27.12. 1965, maki Gestur Halldórsson, f. 4.9. 1960. Börn þeirra eru Jóhannes Halldór, Rúnar Þór og Anna Lilja. Fyrir átti Jóna Anitu Sóleyju Jónudóttur, maki Guðmundur Ragnarsson, þau eiga Jóhann Ragnar og Margréti Rós. Edda ólst upp í Hafnarnesi og hóf síðan búskap þar með Jóhann- esi í félagi með foreldrum sínum. Eftir missi manns síns flutti Edda með börnin fimm á Höfn og bjó þar síðan. Hún hóf störf í kaupfélaginu og vann þar í mörg ár. Síðar fór hún í mötuneyti KASK og síðustu 16 árin vann hún í mötuneytinu á dvalarheimilinu Skjólgarði. Ára- tugum saman söng Edda í kirkju- kór staðarins. Útför Eddu fer fram frá Hafn- arkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Esther Eygló og Íris Ósk. 2) Jóhanna Þrúð- ur, f. 5.1. 1959, maki Þórarinn Hjörleifur Sigvaldason, f. 2.2. 1953, börn þeirra eru Friðrikka Edda, maki Stefán Unnar Sigur- jónsson og Atli Arn- ljóts, unnusta Laufey Rós Hallsdóttir. Áður áttu Jóhanna og Ottó Ólafur Gunnarsson, f. 26.11. 1958, soninn Jó- hannes Arnljóts, unn- usta Rakel Ólafsdóttir, sonur þeirra er Marinó Máni. 3) Ófeigur Guðbjörn, f. 3.9. 1960, maki Birna Ingólfsdóttir, börn þeirra eru Jón Björn, unnusta Carina og Heiða Björg. 4) Olgeir Aðalsteinn, f. 10.7. 1962, maki Ragna Péturdóttir, f. 13.10. 1969, Elsku mamma og tengdamamma. Nú er baráttu þinni lokið í þessum heimi. Enginn gerði sér grein fyrir hversu lasin þú varst í allt sumar og haust. Það sem kemur helst upp í hugann er litli notalegi sumarbústaðurinn sem við útbjuggum með þér og þú skreyttir svo huggulega, gott fannst okkur að vita af þér í næsta nágrenni. Gaman var að sjá hvernig þú tileink- aðir þér tæknina, s.s. gsm, tölvur og sendir ungu kynslóðinni hlýjar kveðj- ur á msn. Þú varst ákveðin kona og vildir ekki vera upp á aðra komin en fljót varstu ef við leituðum til þín. Þú stóðst þig eins og hetja, þú gast bara ekki meira. Takk fyrir allt. Hinsta kveðja Olgeir og Ragna. Elsku amma, það varð okkur mikið áfall á laugardaginn þegar pabbi sagði okkur að þú værir dáin. Við er- um viss um það að þú hefur fengið mjög góðar móttökur hinum megin. Það er svo ótrúlega margt sem kemur upp í hugann þegar við hugs- um til þín og engin leið að koma því öllu í svona litla grein. Við eigum öll eftir að sakna þess að spjalla við þig á msn og í sms-skilaboðum því þú varst örugglega eina amman sem var jafn tæknivædd og við unga fólkið. Það verður erfitt að venjast því að hafa enga Eddu ömmu til að heimsækja á Höfn eða í bústaðinn í Lóninu. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Elsku amma, hvíldu í friði, við sjáumst aftur síðar. Hjördís Edda, Halldór Kristinn, Elva Björk, Gunnar Örn og Patrekur Máni. Elsku amma, það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til þín. Svo margar góðar minningar og stundir sem við áttum saman. En ef ég set það allt niður á blað er það efni í margar bækur. Það var alveg óvænt þegar Olgeir frændi hringdi í mömmu mína og sagði henni að þú værir dáin. Það var eitthvað svo óraunverulegt, og er enn. Við erum búin að fara upp í íbúð- ina þína nokkrum sinnum og það er svo tómlegt þar. Það er engin amma þar til að spjalla við. Þetta verður erf- itt að yfirstíga en með góðri hjálp gerist það. Það var alltaf mjög spennandi fyrir mig og Hjördísi frænku að fá að koma til þín og skoða allt gamla dótið sem þú áttir og allar myndirnar af okkur frá því við vorum litlar. Og það kom líka oft fyrir að við gerðum eitthvað sem varð ekki mjög vinsælt hjá þér, þau voru þónokkur prakkarastrikin sem við stunduðum. Það er svo margt sem mig langar til að segja en það er ekki pláss fyrir það hér. Ég skrifa það kannski niður einhvern tímann og les það fyrir þig. Og verð dugleg að segja Jóhanni Ragnari og Margréti Rós frá „ömmu dædæ“ eins og þau kölluðu þig. Þau eru ekki enn farin að skilja að þú kemur ekki aftur, enda bara 3ja og 1 og ½ árs. Þau ólust nánast upp heima hjá þér og þau héldu svo mikið upp á þig. Það leið varla sá dagur að þau fengju ekki að hitta þig. Og alltaf var það jafngaman. Og þú varst alltaf svo stolt af þeim og fannst gaman að hafa þau hjá þér. Það var líka rosagaman hjá þeim að fá að fara í Lónið hennar ömmu. Þau eiga eftir að sakna þín mjög mikið. Það verður mikil breyting að geta ekki lengur farið til ömmu og kjaftað heilu tímana og fá ekki lengur allar góðu kökurnar sem þú bakaðir. Og reyndir að kenna mér í leiðinni, það gekk misvel og alltaf gastu hlegið að því þegar ég stóð við baksturinn og klúðraði öllu og allt eldhúsið í rúst. Ég á eftir að sakna þess mjög mikið. Ég vona að þér líði sem best þar sem þú ert núna. Ég er viss um að afi er að passa þig fyrir mig. Ég kem inn eftir og heilsa upp á þig reglulega í garðinum. Ég mun aldrei gleyma þér og ég á eftir að sakna þín mikið. Það er ekki hægt að finna betri ömmu. Hvíldu í friði, elsku amma. Þín Aníta Sóley Jónudóttir. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Höndin þín, Drottinn, hlífi mér, þá heims ég aðstoð missi, en nær sem þú mig hirtir hér, hönd þína eg glaður kyssi. Dauðans stríð af þín heilög hönd hjálpi mér vel að þreyja, meðtak þá, faðir, mína önd, mun ég svo glaður deyja. Minn Jesús, andlátsorðið þitt í mínu hjarta eg geymi, sé það og líka síðast mitt, þá sofna eg burt úr heimi. (Hallgrímur Pétursson.) Hvíl í friði elsku amma dædæ, við munum sakna þín mikið. Þín lang- ömmubörn, Jóhann Ragnar og Margrét Rós. Að kynnast góðu fólki um ævina er ekki sjálfgefið. Edda var ein þeirra sem ég þakka forsjóninni fyrir að hafa kynnst. Hún tók mér 17 ára gamalli afskaplega vel og var mér afar góð, nokkuð sem ég átti eiginlega ekki að venjast af ókunnugu fólki. Þegar ég kynntist föður hennar þá skildist mér hvaðan öll þessi gæði og hlýja voru upprunnin. Hann var svona yndisleg persóna líka. Við áttum nú ekki langa samleið við Edda en samt héldust tengsl okk- ar alla tíð enda eignaðist ég dóttur með Olgeiri syni hennar. Við fæðingu hennar ákvað ég að nefna hana eftir þeim tveimur konum sem mér höfðu verið bestar allra, Hjördísi föðursyst- ur minni og Eddu í Hafnarnesi. Núna er Hjördís mín búin að missa báðar ömmurnar sínar og báðar 64 ára gamlar. Það er enginn aldur. Við leiðarlok rifjast upp gamlar minningar. Edda var alla tíð afar glæsileg kona og hafði mikið yndi af fallegum hlutum og smekkvísi henn- ar bar af. Hún varð ung ekkja en kom til manns börnunum sínum fimm með heiðri og sóma. Harmur hennar við fráfall bóndans entist ævina út. Það áfall varð svo snöggt og höggið svo þungt. Börnin hennar Eddu eru öll vand- að sómafólk eins og þau eiga kyn til. Nú hafa þau öll, afkomendur hennar Eddu, mikið misst. Börnum Eddu, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum sendi ég samúðarkveðjur frá okkur öllum í móðurfjölskyldu Hjördísar Eddu. Megi algóður Guð vera með ykkur og lýsa ykkur veginn í gegnum þessa dimmu skugga sem fallið hafa nú á aðventunni. Ragnheiður Hilmarsdóttir. Það eru liðin 50 ár frá því að við fermdumst í kirkjunni við Laxá, sjö börn úr Nesjum og fjögur frá Höfn. Af þessum ellefu hafa sjö búið á Hornafirði alla tíð, þar á meðal við báðar. Við vorum búnar að spjalla um þessi tímamót, og rifja upp minning- ar, en við höfum aldrei hist öll aftur. Þú varðst fyrir mikilli sorg sem ung eiginkona og móðir fimm barna, þegar eiginmaður þinn féll frá fertug- ur að aldri. Það voru sorgardagar þá í Nesjaskóla þar sem börnin þín voru, sem voru komin á skólaaldur. Ég minnist þess að þau meðal annarra voru að æfa fyrir Litlu jólin í skól- anum, þegar þau voru kvödd heim vegna þessa sorglega atburðar. Það var engin jólaskemmtun haldin í skól- anum það árið. Leiðir okkar hafa aðallega legið saman í gegnum kirkjukórinn en þar varst þú góður félagi, með þína ljúfu og fallegu söngrödd og alltaf tilbúin að leggja þitt af mörkum, ef nokkur möguleiki var á því en það var langt frá þínu eðli að láta mikið bera á því sem þú gerðir. Það er í raun stórkostlega upplifun að vera í kirkjukór. Við hittumst oft- ast tvisvar í viku og eyðum 2–4 klukkutímum saman í hverri viku. Við höfum gert margt í sameiningu við höfum hlegið saman, við höfum beðið saman og sungið saman. Sam- kenndin er mikil, þegar við finnum að okkur tekst vel upp og kirkjugestir verða jafnvel snortnir smástund. Við fögnum í sameiningu, okkur þykir vænt hverju um annað. En það er fleira sem við eigum sameiginlegt, við eigum líka erfiðar stundir í samein- ingu. Og nú er komið að erfiðri stund hjá okkur félögum þínum í Samkórn- um. Á kveðjustundinni er okkur efst í huga þakklæti fyrir allar góðu sam- verustundirnar. Guðs heilagi andi fylgi þér á braut. Við biðjum hann að vera með okkur, og blessa og styðja allt þitt fólk. Kristín Gísladóttir. Það var árið 1979 er ég flutti austur til Hornafjarðar með manni mínum að ég kynntist Eddu eða Eddu ömmu eins og börnin mín kalla hana. Marg- ar góðar minningar koma upp í huga minn er ég hugsa til baka. Hvað ég var heppin að kynnast Eddu, hún var mér alltaf eins og móðir. Þegar ein- hver var veikur eða annað kom upp á var hún komin, alltaf jafnróleg og yf- irveguð. Edda gaf mér mikinn styrk og kenndi mér að það borgar sig allt- af að vera þolinmóður. Eftir að við fluttum til Keflavíkur héldust alltaf góð tengsl. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku Trausti, Hanna, Bjössi, Ol- geir, Jóna og fjölskyldur ykkar, megi guð vera með ykkur á þessum erfiðu tímum. Margrét Sigurðardóttir. Ég stend á strönd og horfi á skip sigla í morgunblænum út á hafið. Það er falleg smíði og ég stend þar og horfi á það unz það hverfur sjónum mínum úti við sjón- deildarhring. „Það er farið!“ Farið! Hvert? Farið úr minni augsýn. Það er allt og sumt. Það er þó enn jafnstórt í möstrum, bol og siglu- trjám og þegar ég sá það og getur flutt jafnmikinn farm og mannfjölda á ákvörðunarstað. Minnkandi stærð og hvarf þess úr minni augsýn er í huga mér en ekki hví. Og einmitt þegar einhver nálægur segir: „Það er farið!“ Þá eru aðrir, sem horfa á það koma Og aðrar raddir heyrast kalla: „Þarna kemur það!“ Og þannig er að deyja.“ (C. Bent.) Nú ert þú lögð af stað í þína sigl- ingu til annarrar strandar þar sem ástvinir þínir sem farnir eru, taka á móti þér opnum örmum. Það er gott til þess að hugsa að því fleiri sem fara á undan okkur því stærri verður sá hópur sem á ströndinni stendur og tekur á móti okkur þegar kemur að okkar ferð. Við veltum fyrir okkur til- ganginum með lífinu en erum jafnan litlu nær, og það hefur þú svo oft hugsað á ævi þinni því guð valdi ekki alltaf auðveldustu leiðina fyrir þig. Við vorum öll orðin svo bjartsýn á að þú kæmir heim hress og kát þar sem hlutirnir voru farnir að ganga betur en það er ekkert öruggt í þessum heimi og verður aldrei. Við verðum að hafa það hugfast að dagurinn í dag er það sem við eigum að lifa fyrir og njóta augnabliksins því við vitum ekkert um morgundaginn, við höfum enga vissu fyrir því hvort eða hvernig hann birtist okkur. Þau eru orðin svo mörg samstarfsárin og því er stórt skarðið sem þú skilur eftir og verður seint fyllt. Við trúum því að þér líði vel umvafin kærleika og hlýju frá öll- um þeim sem á móti þér taka á ströndinni sem við fáum að sjá þegar okkar tími kemur. Og þá verður þú örugglega þar og veifar til okkar. Við biðjum góðan guð að gæta þín og þökkum þér samfylgdina. Fjölskyldu þinni sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Hafðu þökk fyrir allt. Fyrir hönd samstarfskvenna í eld- húsi HSSA. Ágústa B. EDDA JÓNSDÓTTIR ✝ Jón Pedersenfæddist í Reykja- vík 18. október 1935. Hann andaðist á heimili sínu á Pat- reksfirði 7. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hans eru Herbert Pedersen, matsveinn frá Danmörku, d. 1972, og kona hans Matthea Jónsdóttir Pedersen, frá Auð- kúlu í Arnarfirði, sem nú dvelur á Sól- vangi á 101. aldurs- ári. Bróðir Jóns er Poul Erling, kvæntur Mörtu Maríu Hálfdánar- dóttur. Jón kvæntist 11. febrúar 1972 Arnheiði Guðfinnsdóttur ljósmóð- ur, f. á Patreksfirði 31. janúar 1931, d. 23. ágúst 2004. Bróð- ir hennar er Páll byggingameistari, býr á dvalarheimili aldraðra á Patreks- firði. Jón og Heiða voru barnlaus. Að loknu gagn- fræðaprófi fór Jón að vinna fyrir sér og vann þá ýmis störf, við verzlun og sjó- mennsku, var hús- vörður og vann hjá Ísl. álfélaginu, en síðustu starfsár- in vann Jón hjá Shell í Reykjavík. Útför Jóns fer fram frá Patreks- fjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elskulegur mágur minn Jón Ped- ersen varð bráðkvaddur á heimili sínu á Patreksfirði sjöunda þessa mánaðar – aðeins rúmum þremur mánuðum eftir lát eiginkonu sinnar Arnheiðar Guðfinnsdóttur. Þau voru barnlaus og leggst því þetta litla heimili niður. Þetta eru þungbærar staðreyndir fyrir ættingja og vini, sem nú standa hnípnir og ráðvilltir – og þurfa sína stund og sinn tíma til að átta sig sig á þessum breytta veruleika. Þau voru hress og gust- mikil hjónin Nonni og Heiða og glað- sinna bæði tvö. Fyrir þremur árum tóku þau sig upp frá Kópavogi, þar sem þau höfðu átt sitt heimili í all- mörg ár, og keyptu sér dágott ein- býlishús á fallegum stað – miðsvæðis í Patreksfjarðarkaupstað – með fag- urt útsýni yfir fjörðinn. Patreks- fjarðarkaupstaður var fæðingarstað- ur og heimabær Heiðu og þarna eignuðust þau sitt litla konungsríki – og hugsuðu glöð fram á tímann. Þarna skyldi lífinu lifað – fara í ferða- lög innanlands sem utan og ýmislegt skyldi látið eftir sér, sem ekki hafði verið hægt áður. En hverful er vor veröld. Heilsuleysi hamlaði þeim í að láta þessa drauma sína rætast að fullu, en ýmsir þeirra rættust þó. Þau voru ötul við að ferðast hér um landið okkar – og þekktu vel til. Jón mágur minn var mikill stangveiði- maður og fá voru þau vötnin, sem hann ekki vætti sínar flugur í. Jón var ör í skapi, og kom það hon- um sjálfum oft illa, en umhverfið sýndi því umburðarlyndi, sem trú- lega gerði, að ekki var tekist á við það vandamál. En hann kunni þá list að nálgast fólk. Með sínu létta fasi, glaðlyndi og skrafhreifni braut hann allan ís. Skipti það hann ekki máli hvort hann þekkti viðkomandi eða ekki – alltaf sama létta framkoman í nálgun. Það skipti hann heldur ekki máli, hvort orð hans féllu í grýttan jarðveg eða frjóan – hann stóð keik- ur. Þetta hafði góð áhrif á fólk – þetta gera gjarnan þeir sterku. Illt umtal var eitur í eyrum Jóns. Þeir sem um sárt áttu að binda, þeir sem að ein- hverju leyti stóðu höllum fæti eða þeir sem notið gátu aðstoðar hans voru alltaf ofarlega í huga Jóns mágs míns. Já, Jón og Heiða voru hress og skemmtileg og þeirra er sárt saknað – heimili þeirra stendur nú tómt og nú er það okkar ættingja og vina að vinna úr þeim söknuði. Ég votta minni kæru tengdamóður Mattheu, sem nú er komin á sitt 101. aldursár og sér á eftir tengdadóttur og syni á aðeins rúmum þremur mánuðum, mína innilegustu samúð, sem og öll- um öðrum ættingjum og vinum. Hvíl í friði, elskulegu Jón og Heiða. Marta María. JÓN PEDERSEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.