Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Á
laugardaginn var birtist í
Morgunblaðinu grein eftir
Björn Bjarnason, dóms-
málaráðherra, um mál Mann-
réttindaskrifstofunnar eins og
þau horfa við frá hans sjónarhóli. Komu þar
fram „söguskýringar“ á samningaviðræðum
MRSÍ og stjórnvalda árið 1998, svo gersam-
lega andstæðar skilningi þeirra sem að
skrifstofunni stóðu og enn standa, að und-
irrituð, sem tók þátt í þessum viðræðum
sem þáverandi stjórnarformaður MRSI, tel-
ur sig til þess knúna að svara grein ráð-
herrans.
Fyrirsögn greinar dómsmálaráðherra er
„Fjárlög, mannréttindi og sannsögli“ og
fyrsta setning hennar hljóðar svo: „Í bar-
áttu fyrir mannréttindum
skiptir sköpum að hafa sann-
leikann að leiðarljósi; að gæta
þess að láta ekki blekkjast af
þeim sem vilja síður virða það
sem sannara reynist.“
Skömmu síðar bætir ráð-
herrann við: „Trúverðugleiki
og traust eru lykilorð, þegar
metið er, hvort einstaklingar
eða samtök þeirra búi yfir
styrk til að ná árangri í nafni
mannréttinda.“
Ég tek fyllilega undir þessi
byrjunarorð ráðherrans – og
þar sem ég geng út frá því, að
hann trúi því að grein hans
byggi á því sem hann telur
satt og rétt, leyfi ég mér að
benda honum og lesendum á,
að þeir sem komnir eru til ára og reynslu
vita, að það er ekki alltaf auðvelt að sjá hinn
eina rétta „sannleika“; að gjarnan eru tvær
eða fleiri hliðar á hverju máli. Víst er, að sá
„sannleikur“ sem ráðherra heldur fram í
grein sinni, kemur ekki heim og saman við
þann „sannleika“ þessa máls sem blasti við
forystu MRSÍ árið 1998. Í annan stað eru
hugtökin „trúverðugleiki og traust“ einmitt
kjarni þessa máls – eins og það blasir við
MRSÍ. Þau hugtök eru ekki einasta lykilorð
þegar einstaklingar eða samtök eiga í hlut,
heldur eiga þau einnig við um orð og gerðir
stjórnvalda gagnvart borgurunum.
Viðræðurnar 1998
Ráðherrann minnist þess í grein sinni, að
fulltrúar utanríkis-, dómsmála- og mennta-
málaráðherra hafi á árinu 1998 rætt um
hvernig best yrði staðið að fjárhagslegum
stuðningi við Mannréttindaskrifstofuna auk
þess sem hugað yrði að stuðningi við Mann-
réttindastofnun Háskóla Íslands. Hafi ráð-
herrarnir þrír á árinu 1998 lagt tillögu fyrir
ríkisstjórnina um þá skipan, sem gilt hafi
um fjárveitingar til þessara stofnana þar til
Mannréttindaskrifstofan „rifti samningnum
einhliða“ (sjá síðar).
Um þetta er það að segja, að þetta ár sat
ég sem stjórnarformaður Mannréttinda-
skrifstofu Íslands (hér eftir skammst.
MRSÍ) a.m.k. einn fund um þessi mál í utan-
ríkisráðuneytinu þar sem saman voru
komnir ráðuneytisstjórar dóms-, mennta-
og utanríkismála auk nokkurra annarra
starfsmanna hins síðasttalda. Mannrétt-
indaskrifstofan hafði um árabil fengið nokk-
urra milljóna króna framlög frá ráðuneytum
dóms- og utanríkismála og stóð nú til að
hækka þau verulega. Höfðu viðræður staðið
um nokkurt skeið milli forystumanna MRSÍ
og utanríkisráðuneytisins um framtíð skrif-
stofunnar og leitt til þeirrar niðurstöðu, að
mál hennar yrðu sett undir utanrík-
isráðherra sem stefndi að því að fá framlög
til MRSÍ aukin upp í 12–15 miljónir króna –
en þar af skyldu 15% ganga til Mannrétt-
indastofnunar Háskóla Íslands (hér eftir
skammst. MSHÍ) enda skyldu stofnanirnar
tvær gera með sér samstarfssamning til
framtíðar.
Forsvarsmenn stofnananna tveggja
ræddu þetta mál á nokkrum fundum og hinn
20. apríl sendi ég ráðuneytinu að þess ósk
greinargerð með fyrirsögninni: „Hug-
myndir um samstarf Mannréttinda-
skrifstofu Íslands og Mannréttinda-
stofnunar Háskóla Íslands“. Þar sagði m.a.:
„Utanríkisráðuneytið hefur mælst til þess
við stjórnir Mannréttindaskrifstofu Íslands
og Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands
(MRSÍ og MSHÍ) að þær reyni að sameina
starf sitt að mannréttindamálum. Af hálfu
ráðuneytisins hefur verið upplýst, að það sé
reiðubúið að mæla með því við ríkisstjórn
Íslands, að hún veiti stuðning einni stofnun
svo myndarlegan, að unnt verði að byggja
upp öfluga starfsemi á sviði mannréttinda
hér á landi.
Viðræður hafa farið fram milli forystu-
sinni – að m
fulltrúum M
ræðum þeir
isráðuneytis
ekki verið m
ur einskona
Fulltrúar
faxforsíðu rá
senda frá Al
blöð með till
fundi HÁ – (
dór Ásgríms
voru ekki an
hvers? Eigin
Ágústssonar
hver skyldi t
Kannski v
isráðuneytin
svið til að bl
tóku þátt í þ
15% framlag
Mannréttind
Bágt á ég m
sýnt að leng
létum við þá
inum vorið 1
stjórnarform
ársdvalar er
ekki betur v
framlögin ti
næstu fjárlö
Þegar til k
gefnu fyrirh
aðeins 6 mill
og gert ráð f
neytum dóm
menntamála
myndinni! Þ
grundvöllur
MSHÍ enda
er eitt að gr
allt annað ef
kr. Eina ský
að ekki hefð
isstjórnarin
um við svo s
staðan var k
Samningu
ur gerður og
Frá þeim tím
til MSHÍ en
starfsemina
laganefnd A
Kristjánsson
ismálaráðhe
lagið svo hæ
bóta. Þar me
MRSÍ upp í
samt vart til
starfsemi sk
happs að hú
húsaleigu –
ast þá og þe
að leyti eða
ætti Umboð
árlegu fram
króna.
Sam
Ekkert va
MSHÍ, sem
ráð fyrir, þa
lengst af erl
áhuga á viðr
henni penin
manna MRSÍ og MSHÍ og hafa þær leitt til
þeirrar niðurstöðu, að heppilegast muni að
hefja samþættingu starfsemi þeirra með því
að þær geri með sér samstarfssamning til
nokkurra ára og skipi samstarfsnefnd, er
fjalli um þau mál, sem stofnanirnar vinni að
í sameiningu.
Samkomulag þetta byggist á þeirri meg-
instefnu, að MSHÍ einskorði starfsemi sína
við fræðilegar rannsóknir á sviði mannrétt-
indamála, en MRSÍ vinni að mannréttinda-
málum á breiðum grundvelli.
Á fundi forystumanna MRSÍ og MSHÍ
með fulltrúum utanríkisráðuneytisins í síð-
ustu viku lagði undirrituð fram eftirfarandi
hugmynd að ramma fyrir starfsemina og
var þá beðin að skrifa með henni smá grein-
argerð til glöggvunar. Fer hún
hér á eftir...“
Ekki er ástæða til að tíunda
alla þessa greinargerð um fyr-
irhugaða samvinnu og starfs-
svið stofnananna – enda er hún
alllöng – en þar segir m.a. um
MRSÍ:
„Mannréttindaskrifstofa Ís-
lands er ekki hugsuð sem bein
baráttusamtök er vinni með
svipuðum hætti og aðild-
arfélögin, heldur er henni ætl-
að að vera miðstöð mannrétt-
indastarfsins er leggi
megináherslu á hina lög-
fræðilegu hlið mannréttinda
(innlenda löggjöf og al-
þjóðlega, alþjóðasamninga, yf-
irlýsingar, dóma innlenda sem
erlenda o.s.frv.) svo sem umsagnir um laga-
frumvörp, greinargerðir v/alþjóðasamninga
eða tiltekin ákvæði þeirra o.fl. þess háttar,
ennfremur á upplýsingaöflun og miðlun, á
fræðslu, umræður og fræðilegar rann-
sóknir, jafnframt þjónustu við Evrópuráðið
og fleiri stofnanir. Einstaklingum veiti hún
ráðgjöf og leiðbeiningar en ekki er gert ráð
fyrir að hún vinni einstök mál fyrir ein-
staklinga.“
Síðan er áfram haldið að skýra nánar
hvernig ætlunin sé að standa að fram-
kvæmd hinna ýmsu þátta samþykkta stofn-
unarinnar og talið, að þörf sé þriggja manna
starfsliðs til þess að hún geti sinnt þessum
verkefnum myndarlega, þar af þurfi einn að
vera þjóðréttarfræðingur að mennt. Í sam-
bandi við rannsóknir segir svo: „Setja skal á
laggirnar samstarfsnefnd MRSÍ og MSHÍ,
sem fjalli um hugmyndir og tillögur að
fræðilegum verkefnum og raði þeim svo nið-
ur, að ekki verði gengist undir fjár-
skuldbindingar nema unnt sé að standa við
þær. Skal aldrei gerður samningur um
rannsóknarverkefni fyrr en fyrir liggja í
sjóðum tveir þriðju hlutar fjárins, sem heitið
er fyrir hvert.“
Minnisblaðið – drög frá HÁ
Greinargerð þessi var skrifuð í þeirri trú,
að mál þetta væri vel á veg komið. Byggðist
hún á minnisblaði til ríkisstjórnarinnar,
dags. 15. apríl, 1998, sem ég hafði fengið
símsent frá Alþjóðaskrifstofu utanríkisráðu-
neytisins hinn 17. apríl. Þar var gerð grein
fyrir skrifstofunni og fjárþörf hennar ásamt
tillögum um að framlagið til hennar yrði
hækkað um 11 millj. kr. – upp í 15 millj. kr.
og að það kæmi frá Alþingi en ekki ráðu-
neytunum. Það er rétt sem ráðherra segir,
að ég taldi að þetta minnisblað væri ættað
frá Halldóri Ásgrímssyni; að hann hefði
samþykkt þessi drög, en nú er haft eftir
honum, að það hafi ekki verið frá sér komið
heldur Helga Ágústssyni, þáverandi ráðu-
neytisstjóra. Hann gefur þar með í skyn að
þarna hafi ekki komið fram vilji hans, heldur
ráðuneytisstjórans; að samningamenn ráðu-
neytisins hafi án umboðs ráðherra samið
þessi drög til ríkisstjórnarinnar; að fulltrúar
MRSÍ hafi einfaldlega verið dregnir á asna-
eyrunum í viðræðunum við ráðuneytismenn.
Bágt á ég með að trúa því – en sé svo hef ég
staðið í villu og svima öll þessi ár um afstöðu
Halldórs Ásgrímssonar til MRSÍ. Ég hef
ætíð staðið í þeirri trú, að hann væri hlynnt-
ur starfsemi MRSÍ og því ítrekað farið fram
á það við hann á undanförnum mánuðum,
allt frá því í október 2003, að hann tryggði
framtíð skrifstofunnar áður en hann léti af
starfi utanríkisráðherra. Nefndi einhver
hugtökin trúverðugleika og traust?
Núverandi stjórnarformaður og fram-
kvæmdastjóri MRSÍ lögðu þetta minnisblað
fram á fundi með dómsmálaráðherra eftir
að hann tilkynnti, að ráðuneytið mundi
hætta að eyrnamerkja framlög til MRSÍ á
fjárlögum eins og gert hefði verið sl. fimm
ár. Þar kom fram af hans hálfu sú furðulega
staðhæfing – sem hann staðfestir í grein
Um sannleika o
Eftir MargrétI Heinreksdóttur
Margrét
Heinreksdóttir
Frá afhend
Þorsteini G
kynningu á
og framkvæ
son, verkefn
steinn Gunn
FRAMSALSKRAFA?
Síðustu daga hafa menn veltþví fyrir sér, hvað mundi ger-ast ef Bobby Fischer tæki
boði íslenzkra stjórnvalda um að
flytjast hingað til lands. Raunar
var fullyrt á blaðamannafundi í
Tókýó í gær, að Fischer hefði
ákveðið að taka boðinu. Mundu
Bandaríkjamenn gera kröfu til þess
að við Íslendingar framseldum
hann til Bandaríkjanna? Ýmis rök
mæla gegn því, að slík krafa kæmi
fram. Draga verður í efa, að
Bandaríkjamenn teldu það heppi-
legt af pólitískum ástæðum að setja
slíka kröfu fram gagnvart Íslend-
ingum í ljósi náinna samskipta
þjóðanna í áratugi, stuðnings Ís-
lendinga við erfiðar ákvarðanir
þeirra á alþjóðavettvangi og mála-
vexti alla, sem tengjast hugsanlegri
komu Bobby Fischers hingað til
lands.
En í því tilviki, að þeir settu slíka
framsalskröfu fram er ljóst, að
Davíð Oddsson, utanríkisráðherra,
hefur nú lagt málefnalegan og laga-
legan grundvöll að því að slíkri
kröfu yrði hafnað.
Í Morgunblaðinu í dag minnir ut-
anríkisráðherra á, að sérstök lög
hafi verið sett hér á landi á sínum
tíma vegna alþjóðlegs viðskipta-
banns Sameinuðu þjóðanna á Júgó-
slavíu, ríki, sem ekki er lengur til.
Samkvæmt þeim lögum varðaði það
allt að tveggja ára fangelsi að eiga
viðskipti við Júgóslavíu á þeim
tíma. Auðvitað er það rétt, sem ut-
anríkisráðherra hefur sagt, að það
hlýtur í þessu tilviki að teljast mik-
il spurning hvort Fischer hafi með
þátttöku í skákeinvígi brotið gegn
viðskiptabanni Sameinuðu þjóð-
anna.
En síðan segir Davíð Oddsson um
þetta í Morgunblaðinu í dag:
„Þetta brot hans mundi vera talið
fyrnt að íslenzkum lögum. Ef menn
velta fyrir sér framsali og skyldu
til að framselja menn þá er sá fyr-
irvari á því að við erum ekki skyld-
ugir að framselja menn nema brot-
ið, sem framsalskrafan beinist að,
sé jafnframt brot gegn íslenzkum
lögum ... Íslenzk yfirvöld hefðu
leyfi til að leggja á það mat, hvort
þessi athöfn hans væri brotleg
samkvæmt íslenzkum lögum. Hún
mundi ekki teljast það, að minnsta
kosti ekki lengur.“
Með þessum orðum hefur utan-
ríkisráðherra Íslands mótað skýra
málefnalega og lagalega afstöðu til
þess, hver viðbrögð íslenzkra
stjórnvalda yrðu ef Bobby Fischer
tæki ákvörðun um að flytjast hing-
að og framsalskrafa yrði sett fram
af hálfu Bandaríkjastjórnar. Þeirri
kröfu yrði hafnað með framan-
greindum rökum.
Vegna hugsanlegrar framsals-
kröfu frá Bandaríkjunum er því
engin ástæða fyrir Bobby Fischer
að hika við að taka boði íslenzkra
stjórnvalda af þeim sökum.
Ekki fer á milli mála, að almenn
ánægja ríkir meðal landsmanna
vegna ákvörðunar Davíðs Oddsson-
ar. Með henni höfum við Íslend-
ingar staðið við siðferðilegar skyld-
ur okkar gagnvart merkum
skáksnillingi, sem við eigum mikið
að þakka.
BÖRN MEÐ GEÐRASKANIR
Fjöldi barna undir 18 ára aldrimeð hegðunar- og geðraskanir,
sem fá umönnunarmat frá Trygg-
ingastofnun, hefur meira en tvöfald-
ast undanfarin fimm ár, eins og fram
kom í Morgunblaðinu í gær. Í frétt-
inni sagði að í desember árið 1999
hefði fjöldi þessara barna verið 1.093,
en nú ættu 2.399 börn í hlut og þar af
teldust um 850 börn verða með alvar-
legar raskanir. Þetta eru sláandi töl-
ur og ekki hægt að leiða þær hjá sér.
En hver skyldi ástæðan vera fyrir
því að svona miklu fleiri börn eru
greind með hegðunar- og geðraskan-
ir nú en fyrir fimm árum? Haft er eft-
ir Sverri Óskarssyni, félagsráðgjafa
hjá Tryggingastofnun, að ásókn for-
eldra í umönnunarmat fyrir börn með
hegðunar- og geðraskanir fari stöð-
ugt vaxandi. Hann skýrir þessa
aukningu meðal annars með því að
fleiri börn fái læknisfræðilega grein-
ingu á sínum vanda, greiningin sé
orðin betri og ákveðnari og fleiri
börn séu um leið sett á lyf en áður.
Sverrir segir að margs konar þjón-
usta og aðstoð, sem þessum börnum
standi til boða, sé háð því að umönn-
unarmat liggi fyrir, en skýringar geti
einnig verið að leita í háum lyfja-
kostnaði, t.d. fyrir ofvirk börn. Þá
hafi breytt þjóðfélagsmynstur sitt að
segja, lengri vinnutími foreldra og
aukin þátttaka kvenna á vinnumark-
aði hafi haft sín áhrif á aðstæður
barna.
Það er mikið áfall fyrir fjölskyldur
þegar barn virðist ekki vera heilbrigt
og heilbrigðisþjónustan þarf að vera í
stakk búin til að bregðast samstundis
við, bæði með greiningu á vandanum
og viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Sú
hefur ekki alltaf verið raunin, en
snemma í sumar var tilkynnt að áætl-
að væri á næstu misserum um 340
milljónum króna til uppbyggingar
barna- og unglingageðdeildar Land-
spítala – háskólasjúkrahúss við Dal-
braut og þegar hefðu verið tryggðar
um 140 milljónir króna til verkefn-
isins. Það er nógu erfitt fyrir foreldra
að hlúa að veiku barni, þeir eiga ekki
að þurfa að eyða dýrmætum tíma í að
glíma við kerfið.
Vandi þeirra barna, sem greind
hafa verið með hegðunar- og geð-
raskanir, er mismikill. Verst eru þau
850 börn sett, sem greinst hafa með
alvarlegar geðraskanir, og brýnast
er að þau fái viðeigandi meðferð án
tafa. En það þarf einnig að taka á
vanda þeirra barna, sem ekki teljast
með alvarlegar raskanir, og því fyrr
sem brugðist er við, því betra. Ís-
lenskt þjóðfélag er lítið og náið, en er
þó ekki laust við vandamál fjölda-
samfélagsins. Við verðum að horfast í
augu við það og velta fyrir okkur
hvað er til bragðs.