Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ HVERT lokaða hraðskákmótið rekur annað þessa dagana þar sem öflugustu skákmeistarar landsins taka þátt. Síðastliðinn sunnudag hélt útibú Landsbankans í Austurstræti í samstarfi við Skáksamband Íslands veglegt hraðskákmót sem tileinkað var fyrsta stórmeistara landsins, Friðrik Ólafssyni. KB-banki ætlar sér ekki að verða eftirbátur Lands- bankans því að kl. 15.00 í dag, laug- ardaginn 18. desember, hefst þriðja jólaskákmót KB-banka í útibúinu í Austurstræti. Bryddað verður upp á þeirri nýjung að gangandi vegfar- endur í Austurstræti geta fylgst með einni skák á skjá sem verður við aðalinnganginn. Tefldar verða 5 mínútna skákir ásamt viðbótartíma sem nemur einni sekúndu fyrir hvern leik sem leikið er. Samkvæmt síðustu upplýsingum taka alls 10 stórmeistarar þátt en keppendalist- inn í heild sinni er þessi: 1. SM Jóhann Hjartarson (2628) 2. SM Hannes Hlífar Stefánsson (2549) 3. SM Margeir Pétursson (2540) 4. SM Helgi Ólafsson (2531) 5. SM Henrik Danielsen (2512) 6. SM Jón L. Árnason (2505) 7. SM Helgi Áss Grétars. (2495) 8. SM Þröstur Þórhallsson (2460) 9. SM Friðrik Ólafsson (2452) 10. AM Stefán Kristjánsson (2444) 11. AM Arnar E. Gunnarsson (2437) 12. AM Bragi Þorfinnsson (2435) 13. AM Jón Viktor Gunnarsson (2375) 14. FM Björn Þorfinnsson (2338) 15. Guðmundur Halldórsson (2264) 16. KSM Lenka Ptácníková (2257) Búast má við spennandi keppni en Jóhann Hjartarson og Stefán Krist- jánsson urðu hlutskarpastir á Frið- riksmótinu. Stefán hefur greinilega tekið miklum framförum síðustu mánuði og vakti athygli á Friðriks- mótinu hversu örugglega hann lagði oft andstæðinga sína að velli. Jó- hann hefur á síðustu árum sýnt það og sannað að hann hefur engu gleymt þegar kemur að hraðskák. Fyrir utan þá má reikna með að Hannes Hlífar, Helgi Ólafsson og Jón Viktor Gunnarsson bítist um sigurinn. Segja má að brautryðjandi hraðskákmóta af þessu tagi hafi ver- ið Útvegsbankamótin svokölluðu. Helgi Ólafsson sá að töluverðu leyti um skipulagningu þeirra en þau voru haldin árlega í þó nokkur skipti. Fyrir nokkrum árum tók Skeljungur við þessu hlutverki með því að halda hraðskákmót um ára- mót. Það mót hefur ekki verið haldið sl. 2 ár en KB-banki og Landsbank- inn virðast ætla að taka við af olíu- fyrirtækinu. Það er ánægjulegt enda mótin skemmtileg fyrir áhorfendur og tilvalinn vettvangur fyrir íslenska stórmeistara að koma saman og taka þátt í skákmóti. Nú þegar íslensk stjórnvöld hafa tekið þá hugrökku ákvörðun að bjóða Bobby Fischer dvalarleyfi á Íslandi er ekki úr vegi að rifja upp eina hraðskák sem hann tefldi 1971 þegar hann vann öflugt hraðskákmót í skákklúbbi Manhatt- an með 21½ vinning af 22 mögu- legum. Andstæðingur hans var eng- inn aukvisi en Robert Byrne hafði unnið bandaríska meistaramótið nokkrum sinnum og komst síðar áfram í áskorendaeinvígi heims- meistarakeppninnar. Hvítt: Bobby Fischer Svart: Robert Byrne 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 d6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 Rf6 6. Bc4 Db6 7. Rxc6 Sjaldgæfur leikur enda virðist miðborð svarts styrkjast við þessi uppskipti. 7...bxc6 8. O-O e6 9. Bf4 Fischer þótti nokkuð veraldlega sinnaður í taflmennsku sinni en í þessari hraðskák gefur hann peðið á b2 fyrir hraðari liðskipan. 9...Dxb2 10. Dd3 Db4 11. Hab1 Dc5 12. Hfd1 Hvítur stillir mönnum sínum upp á rökréttan hátt en velta má fyrir sér hvort það hafi ekki verið best fyrir svartan að leika nú 12...Rg4 þar sem eftir 13. Bxd6 Dxf2+ 14. Kh1 De3! stendur hann betur að vígi. Sjá stöðumynd. 12... e5 13. Bg5 Be7 14. Bxf6 gxf6 15. Re2 Be6 15...f5 hefði einnig komið til álita þar eð eftir textaleikinn kemur hvít- ur hróknum sínum fyrir á sjöundu reitaröðinni. 16. Bxe6 fxe6 17. Hb7! Kf7 18. Hdb1! Fischer lætur ekki glepjast að ná Tíu stórmeistarar taka þátt í þriðja jóla- skákmóti KB-banka SKÁK Útibú KB-banka í Austurstræti 3. jólahraðskákmót KB-banka 18. desember 2004 Helgi Ólafsson Robert Fischer Bridsfélag Reykjavíkur Cavendish-tvímenningskeppni fé- lagsins lauk þriðjudaginn 14. desem- ber með glæstum sigri bræðranna Antons og Sigurbjarnar Haralds- sona. Þeir voru með 625 stiga forystu á næsta par þegar upp var staðið og voru því vel að sigrinum komnir. Þeir bræður náðu einnig næstbesta skori kvöldsins en Júlíus Sigurjóns- son og Steinar Jónsson trónuðu þar á toppnum. Eftirtalin pör skoruðu mest á síðasta spilakvöldi Cavend- ish-keppninnar: Júlíus Sigurjónsson – Steinar Jónsson 1368 Anton Haraldss. – Sigurbj. Haraldsson 1308 Ómar Olgeirsson – Páll Þórsson 1023 Hrannar Erlingss. – Sveinn R. Eiríksson751 Lokastaðan í Cavendish-keppn- inni varð þannig: Anton Haraldss. – Sigurbj. Haraldsson 2750 Kristján Blöndal – Rúnar Magnússon 2125 Júlíus Sigurjónsson – Steinar Jónsson 1764 Ómar Olgeirsson – Páll Þórsson 1494 Sævar Þorbjörnss. – Karl Sigurhj.s. 1374 Bridsfélag Kópavogs Þriggja kvölda Bergplast-tví- menningi lauk sl. fimmtudag með öruggum sigri Hermanns Friðriks- sonar og þriggja spilafélaga hans. Þrjú efstu pörin hlutu vegleg pen- ingaverðlaun og þökkum við Berg- plasti fyrir veittan stuðning. Hæstu skor í NS fengu: Georg Sverrisson – Ragnar Jónsson 254 Hertha Þorsteinsd. – Unnur Sveinsd. 242 Vilhjálm. Sigurðss. – Þórður Jörundss. 240 AV: Heimir Tryggvas. – Sigurjón Tryggvas. 254 Hermann Friðriks. – Hlynur Angantýs. 248 Loftur Pétursson – Sigurjón Karlsson 241 Lokastaða efstu para: Hermann Friðriksson – Hermann/Gunn- laugur/Hlynur 788 Hjálmar Pálss. – Sigurður Steingrímss. 699 Georg Sverrisson – Ragnar Jónsson 699 Vilhjálmur Sigurðss. – Þórður Jörundss. 692 Ólafur Lárusson – Skúli Sigurðsson 672 Til gamans má geta þess að Vil- hjálmur og Þórður eru áreiðanlega elzta keppnisparið á landinu, 78 og 83 ára. Þeir eru samt ekkert farnir að gefa eftir eins og við höfum fengið að kenna á í Kópavogi. Næsta spilakvöld verður 8. janúar og verður spilaður eins kvölds tví- menningur en svo tekur aðalsveita- keppnin við. Bridsfélag Kópavogs sendir öllum bridsurum beztu jóla- og nýárs- kveðjur, og þar með umsjónarmanni Bridsþáttar Morgunblaðsins, með þökk fyrir samstarfið á árinu. Frá Hreppamönnum Hreppamenn koma saman í hinum kunna Huppusal á mánudagskvöld- um til að taka í spil og keppa sín í millum. Má segja að allgott jafnræði sé á milli manna, það er að segja að hver og einn getur borið sigur úr býtum, og eru úrslit því oft óvænt. Nú er hausttvímenningskeppni lokið og einnig einmenningskeppni. Úrslit í hvorum flokki fóru á þenn- an veg: Hausttvímenningur: Gunnar Marteinss. og Viðar Gunngeirss. 286 Karl Gunnlss. og Jóhannes Sigmundss. 279 Magnús Gunnls. og Pétur Skarphéðins. 254 Marek Josefik og Michel Josefik 254 Guðm. Böðvarsson og Ásgeir Gestsson 250 Úrslit í einmenningskeppni: Guðmundur Böðvarsson 222 Pétur Skarphéðinsson 207 Gunnar Marteinsson 202 Jóhannes Sigmundsson 200 Jón Þorsteinn Hjartarson 194 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Álnabær Síðumúla 32 108 Reykjavík S: 588 5900 Tjarnagötu 17 230 Keflavík S: 421 2061 Glerárgötu 32 600 Akureyri S: 462 5900 Jólagardínur Ljósboginn - Hafnargötu 25 - S. 421-1535 Sjónvarp á tilboði 14" sjónvarp kr 9.900 Einstök sölusýning á handmáluðu kínversku postulíni eftir kínverska listamenn Skeifan 3 ◆ Sími 553 8282 ◆ www.heilsudrekinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.