Morgunblaðið - 09.12.2005, Síða 6

Morgunblaðið - 09.12.2005, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ER FÆDDUR! ÍSLENSKU SAKAMÁLASÖGUNNAR KRÓNPRINS F í t o n / S Í A F I 0 1 4 9 1 5 KROSSTRÉEFTIR JÓN HALL STEFÁNSSON Páll Baldvin Baldvinsson, DV „HÖRKUSPENNANDI... GLÆSILEG SAKAMÁLASAGA“ Kolbrún Bergþórsdóttir, Blaðið „KROSSTRÉ ER SÉRLEGA VEL SKRIFUÐ BÓK“ Silja Aðalsteinsdóttir, TMM „SAGAN ER ALGER NAUTN OG MAÐUR ÖFUNDAR BARA ÞÁ SPENNUFÍKLA SEM EIGA EFTIR AÐ LESA HANA“ 7. SÆT I EYMUN DSSON SKÁLD VERK HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær ís- lenska ríkið til að greiða Valgerði H. Bjarnadóttur, fyrrum framkvæmda- stjóra Jafnréttisstofu, 6 milljónir króna í bætur vegna starfsloka hennar. Segir Hæstiréttur, að Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, hafi bakað ríkinu skaðabótaábyrgð með því að hafa með eindregnum yf- irlýsingum á fundi með Valgerði í raun knúið hana til að fallast á að láta af starfinu og þannig stytt sér leið að settu marki. Með dómi sínum hnekkti Hæstiréttur dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur sem sýknaði ríkið af bótakröfu Valgerðar. Valgerður var árið 2000 skipuð í embætti framkvæmdastjóra Jafn- réttisstofu til fimm ára en samhliða því starfi var hún formaður stjórnar Leikfélags Akureyrar. Árið 2002 tók hún þátt í ráðningu nýs leikhússtjóra hjá leikfélaginu. Í áliti kærunefndar jafnréttismála frá sama ári var sú ákvörðun talin stangast á við jafn- réttislög og komst héraðsdómur að sömu niðurstöðu ári síðar. Ráðherra lagði að Valgerði að hætta Í kjölfar dómsins óskaði Valgerð- ur eftir fundi með Árna Magnússyni, félagsmálaráðherra, sem haldinn var skömmu síðar. Í upphafi fundarins lýsti ráðherra því yfir að Valgerður nyti ekki lengur trausts hans og lagði að henni að láta sjálf af störf- um. Á það féllst Valgerður og gaf ráðherra þá út fréttatilkynningu þess efnis að þau hefðu orðið sam- mála um að hún léti af störfum. Hálfu ári síðar féll dómur Hæsta- réttar um ráðningu leikhússtjórans þar sem komist var að þeirri niður- stöðu að leikfélagið hefði ekki brotið gegn jafnréttislögum. Valgerður krafði ríkið um bætur vegna starfs- lokanna og byggði á því að hún hefði látið af störfum að kröfu ráðherra og án sakar af hennar hálfu. Hæstiréttur segir í dómi sínum í gær að engin rök hefðu verið færð fyrir því að ekki hefði mátt ná því markmiði ráðherrans að skapa frið um starfsemi Jafnréttisstofu með því að Valgerður viki tímabundið úr starfi þar til Hæstiréttur hefði dæmt í máli leikfélagsins, eins og hún lagði til. Með þessu hafi ekki verið virt regla um meðalhóf við töku stjórn- valdsákvörðunar. Bakaði ríkinu skaðabótaábyrgð Þá verði að líta svo á að með ein- dregnum yfirlýsingum sínum á fund- inum hafi ráðherra stytt sér leið að settu marki með því að knýja Val- gerði í reynd til að fallast á að láta af starfinu. Segir Hæstiréttur, að þessi leið sé ósamrýmanleg þeirri megin- reglu stjórnsýsluréttar að óheimilt sé að undirbúningur og úrlausn máls miði að því að komast hjá að fylgja lögboðinni málsmeðferð, sem ætlað sé að tryggja réttaröryggi aðila. Því hafi ráðherra bakað ríkinu skaða- bótaskyldu gagnvart Valgerði. Hæstiréttur taldi eðlilegt, með hliðsjón af dómaframkvæmd og að- stæðum í málinu, að ríkið greiði Val- gerði 6 milljónir króna í bætur og var þá tekið tillit til miskabóta, sem hún átti rétt til á grundvelli skaðabóta- laga, og greiðslu til hennar, sem þeg- ar hafði verið innt af hendi og svaraði til 6 mánaða launa. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Hrafn Bragason. Ástráður Haraldsson hrl. flutti málið fyrir Valgerði og Skarp- héðinn Þórisson ríkislögmaður fyrir ríkið. Hæstiréttur dæmir ríkissjóð til að greiða sex milljóna skaðabætur vegna starfsloka Félagsmálaráðherra virti ekki meðalhófsregluna SAMTÖK foreldra og aðstandenda samkyn- heigðra (FAS) afhentu í vikunni Sólveigu Pét- ursdóttur, forseta Alþingis, áskorun þar sem skorað er á Alþingi að breyta hjúskaparlögum nr. 31/1993 á þann veg að þau þjóni bæði gagnkynhneigðu og samkynhneigðu fólki. Með því einu að breyta gildissviði laganna og láta 1. grein laganna gilda um hjúskap tveggja einstaklinga, en ekki karls og konu eins og nú er, og hnika til orðalagi hér og þar í lögunum, næðist þetta fram, segir í áskoruninni frá sam- tökunum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur lagnt fram á Alþingi frumvarp til breytinga á lögum sem ætlað er að jafna réttindi samkyn- heigðra og gagnkynhneigðra. Tekur frum- varpið meðal annars á réttindum samkyn- hneigðra til ættleiðinga, gervifrjóvgunar og til að fá óvígða sambúð skráða í þjóðskrá. Frum- varpinu hefur verið vísað til allsherjarnefndar og er í umsagnaferli. Mun það ekki verða af- greitt fyrir jól. FAS segja í áskorun sinni að stíga eigi skref- ið til fulls og afnema þannig lagalegan mismun á grundvelli kynhneigðar. Með því væri laga- legu jafnrétti náð og samkynhneigðum sem og gagnkynhneigðum, börnum þeirra og fjöl- skyldum, mætt af virðingu á hamingjustund- um lífsins þegar hjúskapur er innsiglaður milli tveggja einstaklinga. Í áskoruninni er bent á að hvergi í lögum sé fjallað um kristilegan til- gang hjúskapar, einungis sé í ákvæðum um vígslumenn minnst á presta og trúfélög. Vígslumenn hjúskapar geti verið hvort sem er prestar, forstöðumenn trúfélags sem hefur vígsluheimild eða borgaralegir vígslumenn. Skora á Alþingi að breyta hjúskaparlögum Morgunblaðið/Þorkell Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, tekur við áskoruninni frá Hörpu Njáls, formanni FAS. EFTIRFARANDI yfirlýsing frá Árna Magnússyni félagsmálaráðherra vegna dóms Hæstaréttar í máli Valgerðar H. Bjarnadóttur gegn íslenska ríkinu var í gær birt á vef ráðuneytisins: „Með dómi sínum í dag hefur Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að við ákvörðun um starfslok Valgerðar H. Bjarnadóttur, sem framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, hafi verið brotið gegn reglu stjórnsýslulaga um meðalhóf við töku stjórn- valdsákvörðunar. Hæstiréttur telur að með vægari að- gerðum hefði mátt ná því markmiði að skapa frið um starfsemi Jafnréttisstofu með því að Valgerður viki tíma- bundið úr starfi meðan beðið var dóms Hæstaréttar í máli sem hún tengdist og varðaði meint brot á ákvæði Jafnrétt- islaga. Ennfremur telur Hæstiréttur að við meðferð máls- ins hafi undirritaður stytt sér leið að settu marki, knúið Valgerði í reynd til að láta af starfi og hafi það verið ósamrýmanlegt þeirri meginreglu stjórnsýsluréttar að undirbúningur og úr- lausn máls miði að því að komast hjá að fylgja lögboðinni málsmeðferð, sem ætlað sé að tryggja réttaröryggi aðila. Með þessu hafi félagsmálaráðherra bakað íslenska ríkinu skaðabótaskyldu gagnvart Valgerði, sem rétturinn tel- ur hæfilega ákveðnar 6 milljónir króna, að teknu tilliti til miska. Ég dreg ekki dul á að þessi niðurstaða Hæstaréttar veldur mér von- brigðum. Ég hafði vænst þess að niðurstaða Héraðsdóms yrði staðfest en þar var íslenska ríkið sýknað af kröfum Valgerðar og ekki talið að brotinn hefði verið á henni réttur að neinu leyti. Það var einnig mat Ríkislögmanns og ann- arra lögfræðilegra ráðgjafa sem ég leitaði til við meðferð málsins. Með nið- urstöðu Hæstaréttar er hins vegar fengin endanleg niðurstaða. Ég fagna því að málinu er nú lokið og óska Valgerði H. Bjarnadóttur velfarnaðar.“ Vonsvikinn en segir dóminn endanlega niðurstöðu Árni Magnússon VALGERÐUR H. Bjarnadótt- ir, fyrrum framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, segist að von- um ánægð með úr- skurð Hæsta- réttar, sem dæmdi í gær ís- lenska ríkið til þess að greiða henni sex milljónir króna í bætur vegna starfs- loka hennar. „Þessi dómur er náttúrulega mikill sigur, ekki bara fyrir mig heldur fyrir réttvísina í landinu,“ sagði Valgerður í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins síð- degis í gær. Viðurkenning hafi fengist á því að ráð- herrann hafi misbeitt valdi sínu með því að krefjast þess að hún hætti störfum að ósekju. „Mér eru dæmdar miska- bætur, sem er óvenjulegt, þannig að það er viðurkennt að það hafi verið vegið að mér með óréttmætum hætti,“ sagði Valgerður. Þarna hafi komið í ljós að Hæstiréttur hafi haft réttvísina að leiðarljósi. Valgerður segist núna ætla að slaka á og fara í jólafrí. „Þetta mál hefur staðið yfir í fjögur ár og það er gott að vera laus við þann kafla í líf- inu og á þennan hátt.“ Sigur fyrir réttvísina í landinu Valgerður H. Bjarnadóttir JEB Bush, ríkisstjóri í Flórída og bróðir George Bush bandaríkjafor- seta, hefur skipað Sue Cobb, fyrr- verandi sendiherra Bandaríkjanna á Jamaíka, innan- ríkisráðherra sam- bandsríkisins Flórída. Sue Cobb er eiginkona Charles E. Cobb, sem var sendi- herra Bandaríkj- anna á Íslandi á árunum 1989 til 1992. Skv. frétt AP verður það m.a. verkefni Sue Cobb á næsta ári að hafa yfirumsjón með kosningum í Flórída. Miklar deilur spruttu í Flórída vegna framkvæmdar for- setakosninganna árið 2000 og taln- ingarinnar. Sue Cobb tekur við ráð- herraembættinu í janúar næst- komandi. Sue Cobb ráð- herra í Flórída Sue Cobb HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann á fimmtugs- aldri í 14 mánaða fangelsi fyrir am- fetamínframleiðslu í Kópavogi þar sem framleitt var talsvert af amfeta- míni, auk fleiri brota. Annar karlmaður á fertugsaldri var einnig sakfelldur fyrir amfeta- mínframleiðsluna og fyrir að hóta nafngreindu fólki lífláti. Hann var hins vegar sýknaður af refsikröfu en gert að sæta öryggisgæslu á viðeig- andi stofnun. Hann var fyrr á árinu fundinn sekur um að ráðast á lækni og þá gert að sæta öryggisgæslu. Hefur hann dvalið á Réttargeðdeild- inni að Sogni síðan. Hjá lögreglu viðurkenndu menn- irnir að hafa staðið sameiginlega að tilraunum á amfetamínframleiðsl- unni. Fyrir dómi neitaði hins vegar sá er refsað var fyrir samstarfið en hér- aðsdómur taldi að slá mætti því föstu að um samstarf hafi verið að ræða. Með tilliti til þess að ákærðu höfðu aflað sér hráefna og viðamikils bún- aðar til amfetamínframleiðslu auk breytinga á húsnæði var talið að þeir hefðu ætlað sér að selja a.m.k. hluta af afrakstrinum. Voru þeir sakfelldir fyrir framleiðslu á 110,8 g af amfeta- míni í söluskyni, fyrir vörslu á 8,8 kg af vökva og hlaupkenndum efnum og 300 ml af vökva sem innihéldu am- fetamín og metamfetamín. Loks voru þeir sakfelldir fyrir vörslu á 1,8 kg af efnum sem innihéldu P-2-NP sem er þekkt milliefni í framleiðslu amfeta- míns og metamfetamíns. Símon Sigvaldason héraðsdómari dæmdi málið. Verjandi þess er 14 mánaða refsinguna hlaut var Hilmar Ingimundarson hrl. og verjandi með- ákærða Sveinn Andri Sveinsson hrl. Dæmdur fyrir am- fetamínframleiðslu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.