Morgunblaðið - 09.12.2005, Síða 26

Morgunblaðið - 09.12.2005, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Sími 462 3505 Opið virka daga 10-18 laugardaga kl. 10-16 sunnudaga kl. 13-17 NÝ SENDING KÁPUR, JAKKAR, DRAGTIR, SKINNKRAGAR OG BOLIR Christa KLÆDDU ÞIG VEL PÓSTSENDUM www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Fyrir Liðamót Laust við skeldýr og sodium 1000 mg Glucosamine Aðeins 1 hylki á dag. AKUREYRI SUÐURNES Reykjanesbær | Í tillögu að fjárhagsáætlun Reykjanes- bæjar sem er til umfjöllunar í bæjarstjórn er gert ráð fyrir sérstakri hækkun launa til ófaglærðra starfsmanna á leikskólum. Kemur hún ofan á þær hækkanir sem þetta starfsfólk hefur þegar fengið, sem mun vera um 12%. Samkvæmt upplýsingum Árna Sigfússonar bæjarstjóra er í fjárhagsáætluninni skap- aður grundvöllur til að hækka laun ófaglærðra starfsmanna leikskóla bæjarins aukalega um að meðaltali 5% um næstu áramót. Það sé gert án hækk- unar leikskólagjalda. Með þessu er verið að leggja umönnunarstörf í leikskólum og grunnskólum að jöfnu og stuðla að bættri mönnun leik- skólanna. Árni tekur fram að gert sé ráð fyrir að launa- hækkunin verði árangurs- tengd. Árni segir skynsamlegra að styrkja þjónustu leikskólanna með þessum hætti en að tala um að fella niður leikskóla- gjöld. Gjaldfrjáls leikskóli geti leitt til þess að ekki verði hug- að nægilega að þjónustu skól- anna, launum starfsfólks og starfseminni almennt. Hækka laun ófaglærðra á leikskólum Garður | Vel varðveittur hárkambur frá því á tólftu öld hefur fundist við fornleifauppgröft við gamla prestbú- staðinn á Útskálum í Garði. Ekki er vitað til þess að slíkur gripur hafi áð- ur fundist hér á landi. Fornleifafræðingar frá Fornleifa- stofnun Íslands hafa unnið að upp- greftri og rannsóknum á bæjarhóln- um á Útskálum vegna undirbúnings framkvæmda sem fyrirhugaðar eru við Útskálahúsið á vegum Menning- arsetursins að Útskálum. Hefur ver- ið grafið í gegnum tvö mannvirki frá seinni öldum og niður í torfhús með vel varðveittu timbri sem gjóskulög tímasetja fyrir seinni hluta tólftu aldar. Uppgreftri þar er ekki lokið en líkur eru taldar á því að um ein- hverskonar útihús sé að ræða. Kom á óvart Ekki hefur fundist mikið af grip- um við uppgröftinn, þar til í þessari viku að þar fannst í hruni í elsta mannvirkinu hárkambur úr beini. Guðrún Alda Gísladóttir, sem stjórn- ar rannsókninni, segir að kamburinn sé einstaklega vel varðveittur. Tenn- urnar eru fínar og nánast allar heilar. Þá er kamburinn fallega skreyttur með depilhringamunstri. Guðrún telur að kamburinn sé innfluttur. „Við vitum ekki um að kambur af þessu tagi hafi fundist hér á landi. Til eru dæmi um svipaða kamba frá Noregi en þeir eiga að vera yngri, frá 13. öld,“ segir Guðrún Alda. Vegna þess hversu fáir gripir hafa fundist við uppgröftinn kom fundur kambsins vísindamönnunum á óvart. „Þetta breytir ekki Íslandssögunni en bætir við hana,“ segir Guðrún um þýðingu fundarins. Kamburinn er moldugur en honum hefur nú verið komið í hreinsun og forvörslu hjá Þjóðminjasafni Íslands. „Við bíður spennt eftir að sjá gripinn þegar bú- ið verður að hreinsa hann,“ segir Guðrún Alda. Fornleifafræðingarnir eru að ljúka við rannsókn á elsta mannvirk- inu í grunninum við Útskálahúsið og uppgreftri verður hætt að þeirri vinnu lokinni og þá hefst undirbún- ingur framkvæmda við sjálft húsið. Merkur forngripur fannst við uppgröft við Útskálahúsið Skreyttur og vel varðveittur kambur frá tólftu öld Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Ljósmynd/Fornleifastofnun Íslands Forngripur Eigandi kambsins fallega hefur væntanlega týnt honum í einhverju útihúsi að Útskálum í Garði. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Rannsókn Guðrún Alda Gísladóttir og Howell M. Roberts voru að grafa í torfhúsi frá tólftu öld þegar þau fundu kambinn óvænt í hruni úr þaki. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík Prófkjör Sjálfstæðisflokksins | Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri efnir til prófkjörs vegna vals á framboðslista flokksins við komandi sveitarstjórnarkosningar. Prófkjörið verður haldið 11. febrúar 2006. Frestur til að til- kynna þátttöku rennur út 16. jan- úar 2006 Þeir sem rétt hafa til að kjósa eru fullgildir meðlimir í sjálfstæð- isfélögum í sveitarfélaginu, sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri á prófkjörsdegi. Einnig þeir stuðningsmenn flokksins sem munu eiga kosningarétt í sveitarfélaginu við kosningarnar og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæð- isfélag í sveitarfélaginu fyrir lok kjörfundar. Kjörnefnd mun á næstunni ákveða nánari tilhögun prófkjörs- ins í samræmi við gildandi próf- kjörsreglur. Ævintýrið um Augastein | Hin margrómaða jólaleiksýning Æv- intýrið um Augastein eftir Felix Bergsson verður í Samkomuhúsinu á Akureyri nú fyrir jólin, dagana 10. og 11. desember. Enn eru nokk- ur sæti laus á sýningarnar. Sýn- ingin var sett upp af leikhópnum Á senunni. Ævintýrið um Augastein var frumsýnt í London árið 2002 og í Reykjavík 2003. Verkið er leikið af höfundi og það byggist á hinni sígildu sögu um Grýlu og jólasveinana en ævintýrið er tekið lengra og sagan um litla drenginn, sem nefndur er Auga- steinn, verður miðpunktur leikrits- ins.    VILJI forsvarsmanna Haga sem reka Hagkaup og þróunarfélagins Þyrpingar stendur til þess að reisa fjögur til fimm þúsund fermetra verslun Hagkaupa við suðvesturhorn núverandi Akureyrarvallar. Stefnt er að því að flýta framkvæmdum eins og kostur er fáist til þess leyfi bæjaryf- irvalda, þegar yrði byrjað á fram- kvæmdum og stefnt að opnun nýrrar verslunar 1. nóvember á næsta ári. Þetta kemur fram í grein í blaði sem Athygli, fyrirtækis á sviði al- mannatengsla og Kaupmannafélags Akureyrar, en því var dreift í öll hús á Akureyri í gær. Með greininni fylgja myndir af íþróttavallasvæðinu þar sem sýnt er hvernig það myndi líta út eftir að búið er að byggja þar verslun og skemmtigarð í norðurhorni vall- arins. Fram kemur einnig að Hagar hafa leitað eftir nýrri staðsetningu fyrir Hagkaupsverslun sína og horft til miðbæjarsvæðisins í þeim efnum, en Sjallareiturinn svonefndi sé ekki nægilega stór fyrir verslun af þeirri stærð sem menn hafa í hyggju að byggja. Stýrihópur um verkefnið Akureyri í öndvegi skilaði tillögum sínum í nóv- ember en þær ganga út á að á Ak- ureyrarvelli verði byggðar íbúðir og þar verði einnig fjölskyldu- og skemmtigarður. Tillögurnar byggj- ast á þeim tillögum sem hlutu verð- laun í samkeppni um nýtt miðbæj- arskipulag, en þær byggja svo aftur á íbúaþingi sem efnt var til í september í fyrra þar sem um 10% bæjarbúa, um 1.600 manns, tóku þátt í að móta hugmyndir að nýjum og betri miðbæ. Nú á þriðjudag, sendi IMG Gallup út bréf til 600 Akureyringa, sem vald- ir voru af tilviljun. Þar segir að í til- lögum stýrihópsins sé gert ráð fyrir að Akureyrarvöllur víki fyrir útivist- arsvæði og annarri uppbyggingu á svæðinu. Vísað er í aukablað Morg- unblaðsins eins og það er orðað, sem helgað sé málefnum Akureyrar, því sé dreift í öll hús í bænum og að þar verði kynntar hugmyndir að skipu- lagi Akureyrarvallar. Þess er farið á leit við viðtakanda bréfsins að hann kynni sér hugmyndirnar og svari fá- einum spurningum um viðhorf sitt til þeirra þegar spyrill frá fyrirtækinu hringi, en það verður á tímabilinu frá 8. til 20. desember. Ekki kemur fram í bréfinu fyrir hvern könnunin er gerð. Hagar og Þyrping kynna hugmyndir um stórverslun á Akureyrarvelli Stýrihópur gerir ekki ráð fyrir verslun á svæðinu Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæj- arstjóri á Akureyri og formaður stýrihóps um verkefnið Akureyri í öndvegi, segir að það sé grund- vallaratriði í um- ræðu um skipu- lagsmál, að bæði þeir sem fjalli um þau og taki ákvarðanir séu vel upplýstir um allar hliðar máls. „Ég legg áherslu á að nýja miðbæj- arskipulagið snýst ekki um hvort byggja eigi verslun á íþróttavall- arsvæðinu eða ekki. Nú er hins vegar verið að kynna einhliða eina tillögu að breyttri landnotkun á Akureyrarvelli án þess að lesendum blaðs Kaup- mannasamtakanna og Athyglis sé gefið heildaryfirlit um kosti og galla stýrihópsins,“ sagði Kristján Þór. Hann gat þess að tillögur stýri- hópsins sem kynntar voru í liðnum nóvembermánuði hafi orðið til á íbúaþingi síðastliðið haust. Verð- launatillögurnar þrjár hafa end- urspeglað vilja íbúanna, þar hafi greinilega komið fram að menn vildu blandaða byggð á íþrótta- svæðinu, íbúðir og eins konar úti- vistarsvæði, fjölskyldu- og skemmtigarð. Skapa pressu á skipulagsyfirvöld? Kristján Þór kvaðst vissulega ekki vita hvernig nýta ætti nið- urstöður úr þeirri skoðanakönnun sem nú væri að fara af stað á veg- um Gallup. Miðað við hvernig mál- ið væri fram sett mætti gera ráð fyrir að þær yrðu nýttar til að vinna hugmyndum um versl- unarmiðstöð á íþróttavallarsvæð- inu fylgi. „Ég tel nauðsynlegt að upplýs- ingar til íbúa hvað þessi mál varð- ar séu sem hlutlægastar, svo er ekki í þessu tilviki.“ Umhverfisráð sem og bæjarráð hafa vísað tillögum stýrihópsins til afgreiðslu í bæjarstjórn, þ.e. að til- laga að endurskoðuðu að- alskipulagi Akureyrar 2005 til 2018 verði send til Skipulagsstofn- unar til athugunar og svo auglýst samkvæmt skipulags- og bygging- arlögum. Málið verður tekið fyrir í bæjarstjórn á þriðjudag. „Sam- kvæmt lögum má gera ráð fyrir að skipulagsferlinu ljúki ekki fyrr en í byrjun apríl á næsta ári og á þeim tíma geta bæjarbúar kynnt sér efni tillögunnar og gert við hana at- hugasemdir ef þeim sýnist svo,“ sagði Kristján Þór. Telur kynninguna ein- hliða og ekki hlutlæga Kristján Þór Júlíusson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.