Morgunblaðið - 09.12.2005, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
Rokkhljómsveitin Belja héltsína fyrstu formlegu tón-leika fyrir fullu húsi umsíðustu helgi á Kaffi
Reykjavík við góðar undirtektir
starfsmanna Icelandair sem voru að
halda sína árlegu jólagleði. Á efnis-
skránni voru sex lög. Allar stöður í
hljómsveitinni eru nefnilega skip-
aðar flugmönnum hjá Icelandair
sem segjast fá mikla útrás í rokkinu.
Belja var fyrst og fremst hugsuð
sem skapandi útrás fyrir hljómsveit-
armeðlimina enda er með öllu óvíst
á þessari stundu hve mikil áhersla
verður lögð á að spila opinberlega.
Einhverjum tónleikagestum mun
hafa fundist nóg um hávaðann, sem
þótti meira ærandi en þotuhreyfill á
fullum snúningi, en flutningurinn
þótti þó takast vel.
Hálft ár er síðan hljómsveitin var
stofnuð. „Það er hins vegar alltaf dá-
lítið vandamál að koma mönnum
saman á æfingar því við erum alltaf
á ferð og flugi í háloftunum og sjald-
an í fríi allir í einu. Það þarf því
varamenn í allar stöður og höfum
við hug á að auglýsa eftir fleiri mús-
íkölskum flugmönnum hjá Ice-
landair til að fylla þær stöður," segir
Atli Thoroddsen flugstjóri í samtali
við Daglegt líf, en hann sér um söng-
inn í hljómsveitinni. Auk hans skipa
flugmannabandið þeir Björn Óttarr
Jónsson á gítar, Ómar Guðnason og
Bjartmar Arnarsson á trommur og
Þórir Kristinsson á bassa, en sá síð-
astnefndi er einnig liðtækur laga-
höfundur.
Flugdólgur og Vindrassgat
Á næstunni hefur hljómsveitin
hug á að æfa nýja efnisskrá, sem
inniheldur frumsömdu lögin Vind-
rassgat, Skamm skamm og Flug-
dólgur.
„Á tónleikunum tókum við flott
lög úr mörgum áttum, sem okkur
alla langaði að spila. Við tókum til
dæmis pönkað rokk í anda Red Hot
Chilli Peppers, eitt gamalt úr smiðju
Billy Idol, lög með Blur og svo ís-
lenskt Grafíklag. Þetta var góður
kokteill. Við erum enn án hljóm-
borðsleikara. Þetta átti því að vera
frekar einfalt svo við gætum komið
músíkinni skynsamlega frá okkur,"
segir Atli.
Enginn núverandi meðlima hljóm-
sveitarinnar hefur spilað op-
inberlega áður, að sögn Atla, en ef-
laust hafi einhverjir komið nálægt
tónlistargutli á unglingsárum. Það
var því ekki um neitt annað að ræða
en dusta rykið af hljóðfærunum og
byrja að æfa. „Fyrir mér var þetta
spurning um að láta ákveðinn
draum rætast. Að geta verið flug-
maður og rokkstjarna. Þetta voru
mínir leyndustu draumar og nú er
ég búinn að ná hvoru tveggja og
kominn á toppinn. Nú er ég kominn
á sama plan og Bruce Dickinson,
söngvari þungarokkshljómsveit-
arinnar Iron Maiden. Hann hefur
verið atvinnuflugmaður hjá breska
flugfélaginu Astreus ásamt því að
vera rokkstjarna. Þetta er bæði flott
og skemmtilegt að koma saman með
félögunum til að æfa saman lög."
Þegar Atli er spurður hvort hann
taki lagið í flugstjórnarklefanum,
svarar hann því neitandi. „Ég geri
ekki mikið af því að syngja um borð.
Það er hávaði í vélinni og það sæmir
ekki að flugstjórinn færi allt í einu
að syngja fyrir farþegana. Maður
verður að halda ákveðinni fag-
mennsku um borð."
Draumurinn
að vera
flugmaður og
rokkstjarna
ÁHUGAMÁLIÐ | Flugmenn hjá Icelandair
stofna hljómsveit og rokka reglulega
Hljómsveitarmeðlimirnir Björn Óttarr Jónsson gítarleikari, Atli Thoroddsen, söngvari hljómsveitarinnar, Þórir
Kristinsson, bassaleikari og lagahöfundur, og Bjartmar Arnarsson trommuleikari.
join@mbl.is
Nú á aðventunni er óhætt að mæla meðþví uppátæki að framkvæma töfra-brögð í jólaboðum, rétt eins og öðr-
um boðum þar sem fólk kemur saman. Margt
barnið ber jú í brjósti draum um að verða
töframaður, enda skemmtilegt að koma fólki
á óvart með töfrum og sjá það gapa í for-
undran yfir óskiljanlegum kúnstum. Í Töfra-
bragðabókinni, sem Jón Víðis töframaður
sendi nýlega frá sér, eru kennd hin ýmsu
töfrabrögð og eitt af þeim er hið sígilda
bragð að láta pening spretta úr eyrum fólks.
Til þess þarf aðeins eina mynt (tíkall eða
hundraðkall) og nokkra æfingu, en æfingin
skapar töfrabragðameistara rétt eins og aðra
meistara. Áður en haldið er í jólaboðið er því
gott að æfa sig í því sem kallað er „að lófa“
peninginn, þ.e.a.s. að fela hann í lófanum.
Með peninginn lófaðan í hægri hendi rennir
töframaðurinn sér upp að einhverjum gest-
inum í jólaboðinu og segir hissa: „Má ég sjá,
ertu með eitthvað í eyranu?“ Síðan snertir
hann eyrað létt með fingrunum og lætur pen-
inginn birtast.
Nú er um að gera að æfa sig og slá í gegn í
næsta jólaboði.
Töfrar í
jólaboðum
KRAKKAR
www.tofrar.is