Morgunblaðið - 09.12.2005, Síða 33

Morgunblaðið - 09.12.2005, Síða 33
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 33 „ÉG ER alltaf með puttana í þæfðri ull en ég hef ekki gert mikið af jólaskrauti í gegnum tíð- ina,“ segir Sigríður Ásta Árna- dóttir textílhönnuður en hún á lit- skrúðugar jólakúlur úr þæfðri ull á jólasýningu Handverks og hönnunar. Hún segir jólakúlurnar mjög dæmigerðar fyrir allt sem hún hannar. „Ég hef svolítið verið að vinna með svona kúlur úr þæfðri ull í tengslum við föt sem ég er að gera. Þegar ég var með fullan bala af lituðum kúlu lá það einhvern veginn beint við að gera jólakúlur úr þeim. Síðan saumaði ég alls konar skraut og borða í kúlurnar. Þær eru ekki endilega hugsaðar til að hengja á tré held- ur má líka hengja þær upp í glugga eða hvar sem jólaskraut getur hangið.“ Sigríður var ekki búin að hanna útsauminn á kúlunum nákvæm- lega þegar hún byrjaði á þeim. „Mér finnst oft mjög gott, þegar ég er að vinna hluti, að gefa eftir ákveðið pláss fyrir sköpun í vinnuferlinu. Þegar ég byrjaði á kúlunum hugsaði ég með mér að það væri bara besta að sjá hvern- ig þær yrðu.“ Kitschfríður Til að gera kúlurnar notar Sig- ríður lausa ull, vöðlar henni sam- an í hálfgerðan hnykil og rúllar svo hverjum hnykli fyrir sig hægt og rólega saman á milli lófana með heitu vatni og sápu. Eftir þá meðferð setur hún kúlurnar inn í þvottavél og lætur þær þéttast betur þar. Svo litar hún þær eftir á. „Jólakúlurnar er eingöngu hægt að kaupa á jólasýningunni en fötin mín hef ég verið að selja hjá Rögnu Fróða, það mætti segja að þetta jólaskraut sé af- sprengi fatalínu minnar.“ Sigríður vinnur aðallega með þæfða ull og útsaum. Henni finnst ullin skemmtileg því hún tekur fallegan lit og auðvelt er að forma hana á allan hátt. „Ég hef líka verið að endurhanna gamlar ull- arflíkur. Ullin er áhugavert efni með endalausa möguleika og hef- ur einhvern veginn eilíft líf.“ Sigríður segir jólakúlurnar mjög hefðbundnar fyrir það sem hún hannar en þær eru litskrúð- ugar og glitrandi. „Hönnun mín heitir Kitschfríður og er iðulega úr ull og litskrúðug. Ég geri að- allega peysur, pils og kraga sem eru settir saman úr mörgum litlum ullarkúlum. Orðið kitch er oft notað yfir hluti sem eru skræpóttir og glitrandi. Ég fékk þann stimpil á mig þegar ég var í náminu að ég væri mjög höll und- ir „kitch“-hluti og ákvað að nota það viðurnefni fyrir mína eigin hönnun.“  HÖNNUN | Litskrúðugar, glitrandi og þæfðar jólakúlur Fullur bali af kúlum Sigríður Ásta við jólatré sem er skreytt með þæfðu ullarkúlunum. Morgunblaðið/Ásdís STÉTTARFÉLAGIÐ Efling hefur undanfarin ár sótt um styrk til mannaskipta vegna félagsmanna sinna í Leonardó starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins. Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir er yfir fræðslumálum hjá Eflingu, hún segir að þau hjá Eflingu hafi komist í kynni við þetta mannaskiptaverkefni árið 2000 á upp- lýsingaráðstefnu Lenonardó. „Við fórum þá í að sækja um fyrir okkar félaga og höfum fengið úthlutað styrk í þrígang.“ Um er að ræða styrki til þess að heimsækja fyrirtæki í öðru Evrópulandi sem starfar í sama atvinnugeira og viðkomandi vinnur í hér heima. „Styrkþegar fara út í vikuferð og kynna sér sambærilegt starf þar og þau vinna hér heima. Þetta er gert þannig að hver og einn sækir um styrkinn í samstarfi við sinn atvinnurekanda, í gegnum okkur. Það hafa til dæmis farið út hópar frá Landakoti og Hrafnista hefur sent út oftar en einu sinni. Um daginn fóru tvær konur frá hjúkrunarheimili til Danmerkur og menn frá gatnamálastjóra hafa líka fengið styrk. Einnig hafa nokkrir farið frá Málningu, þeir fóru til Noregs að skoða málningaverksmiðju og fengu kynningu þar á öllu ferli í starfsmannaþróun, námskeiðum, starfi fyrirtækisins og framleiðslu á máln- ingu. Að lokinni ferðinni skila allir skýrslu til okkar og hún fylgir með lokaniðurstöðunum, sem við skilum af okkur, um þá sem nýttu sér styrkinn,“ segir Þórunn. Góður árangur Hún segir að árangurinn af mannaskiptunum hafi verið frábær. „Þetta eflir fólk mjög, því finnst það hafa fengið tækifæri til að sjá starfið sitt í nýju ljósi og öðl- ast víðsýni á það, mörgum er það mikils virði. Þeir sem hafa til dæmis farið út úr umönnunargeiranum eru að upplifa að hugmyndafræðin er önnur í umönnun en hérna. Það kemur allt önnur umræða á eftir. Fólki finnst það læra mikið á þessu og viðhorf atvinnurek- anda eru mjög góð. Þeim finnst starfsfólkið koma til baka með gleði og hugmyndir í vinnuna.“ Ferðirnar standa yfir í eina viku og gert er ráð fyrir að félagsmenn haldi launum hjá sínum atvinnurekanda á meðan. „Fólk er alltaf á launum þegar það fer út því þetta er í þágu starfsins, fyrirtækið er að styrkja það í starfi. Atvinnurekendur fara ekki með í ferðirnar en þeir mynda oft tengslin við svipuð fyrirtæki erlendis. Við sjáum líka um að koma á samskiptum milli fyrir- tækja. Ferðir og uppihald er greitt og starfsmennta- sjóðir Eflingar styrkja ferðirnar.“ Fengu Starfsmenntaverðlaunin Þórunn segir að nú þegar hafi farið um fjörutíu og fjórir út á Leonardó styrk. „Það er fólk úr öllum at- vinnugreinum sem sækir um þetta, þátttakan er breið. Núna erum við að safna í nýjan umsóknarhóp og hann verður blandaður.“ Efling er ekki aðeins að styrkja fólk héðan til að fara út því það er líka að koma fólk frá öðrum löndum hing- að til lands til að kynna sér starfsemi hérlendra fyr- irtækja. „Við erum líka með annað verkefni í gangi sem er þriggja landa þátttaka. Við erum í samstarfi við Skot- land og Noreg. Þá mynda löndin tengsl í tiltekið verk- efni sem er tilraunaprófað og með lokaniðurstöðu. Við tókum þátt í fræðslu fyrir trúnaðarmenn, þar sem trún- aðarmenn lærðu að miðla upplýsingum um fræðslu og námstilboð. Það fóru í gegnum þetta, hjá okkur í vor, níu einstaklingar í fjarnámi. Þessu verkefni er að ljúka um þessar mundir.“  MENNTUN | Stéttarfélagið Efling Félagsmenn heimsækja fyrirtæki í sama geira Morgunblaðið/Þorkell Þegar hafa farið um fjörutíu og fjórir út á Leonardó- styrk, fólk úr ýmsum atvinnugreinum. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Stórhöfða 25 • 110 Reykjavík • sími 569 3100 • www.eirberg.is Við leggjum þér lið Hægindastólar sem lyfta þér upp Verð frá 98.500 kr. XE IN N AN 05 12 00 1 Fjarðargata 13-15 Hafnarfirði 565 7100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.