Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 47 UMRÆÐAN OFBELDI ógnar bæði andlegri og líkamlegri heilsu kvenna um allan heim og er útbreiddasta mannrétt- indabrot okkar tíma. Ofbeldi karla gegn konum brýtur gegn grundvall- arfrelsi mannkyns og er ein versta birtingarmynd kynjamisréttis. Rík skylda hvílir á stjórnvöldum að sporna við ofbeldi karla gegn kon- um og styðja úrræði fyrir þær sem verða fyrir ofbeldi. Samkvæmt sam- þykktum Sameinuðu þjóðanna bera stjórnvöld ábyrgð á því að draga úr kynbundnu ofbeldi með því að tryggja fjármagn til forvarna og efla úrræði. Brýnt er að allar opinberar stofnanir skoði hvernig þær eru í stakk búnar til að vinna að for- vörnum og úrræðum. Í forvörnum felst fræðsla um jafn- rétti kynjanna og virðingu á öllum skólastigum og öflugt kynningarstarf meðal almennings. Til að geta brugð- ist við kynbundnu ofbeldi þurfa fag- stéttir að vera menntaðar til að tak- ast á við afleiðingar ofbeldis hvort sem er í löggæslu, innan mennta-, heilbrigðis-, dóms- eða félagsmála- kerfis. Allar samfélagsstofnanir þurfa að hafa verklagsreglur sem kveða á um hvernig brugðist skuli við upplýsingum um kynbundið ofbeldi. Úrræði fyrir þolendur ofbeldis, svo og ofbeldismenn, þurfa að vera tryggð og efld. Neyðarmóttaka fyrir þolendur heimilisofbeldis þarf að vera starfandi líkt og Neyð- armóttaka vegna nauðgunar. Ljóst er að margt hefur áunnist síðustu árin í baráttunni gegn kyn- bundnu ofbeldi og ber að fagna því. Lög eru til endurskoðunar, verklags- reglur fyrir lögreglu eru orðnar að veruleika, fjármagn til meðferðar fyrir heimilisofbeldismenn er tryggt og aðgerðaáætlun á landsvísu er í smíðum. En betur má ef duga skal. Sveitarstjórnir hljóta að axla ábyrgð og samræma aðgerðir innan þeirra stofnana sem heyra undir sveit- arstjórnarstigið. Undirrituð samtök og stofnanir, sem standa að 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi árið 2005, skora því á stjórnvöld, jafnt á landsvísu sem á sveitarstjórnastigi, að grípa til allra nauðsynlegra aðgerða til að vinna að bættri heilsu kvenna og uppræta þann smánarblett sem kyn- bundið ofbeldi er á íslensku sam- félagi. Einnig er brýnt að stjórnvöld hafi hagsmuni kvenna að leiðarljósi í samvinnu við önnur lönd, ekki síst í þróunaraðstoð og alþjóðlegu mann- réttindastarfi. Við lýsum okkur reiðubúin til samstarfs og til að miðla þeirri þekkingu sem við búum yfir. Í dag gefst tækifæri til að ræða við forsvarsmenn stjórnmálaflokkanna um stefnu þeirra í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Fundurinn er haldinn á Grand Hótel klukkan 8:30– 10:00 og er öllum opinn. Heilsa kvenna, heilsa mann- kyns: Stöðvum ofbeldið ’Í dag gefst tækifæri tilað ræða við forsvars- menn stjórnmálaflokk- anna um stefnu þeirra í baráttunni gegn kyn- bundnu ofbeldi.‘ Alnæmisbörn, Alnæmissamtökin á Ís-landi, Amnesty International á Ís- landi, Blátt áfram, Bríet – félag ungra femínista, Femínistafélag Íslands, Konur gegn limlestingu, Kvenfélaga- samband Íslands, Kvennahreyfing Öryrkjabandalags Íslands, Kvenna- ráðgjöfin, Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Neyðarmóttaka vegna nauðgunar, Rannsóknastofa í kvenna- og kynja- fræðum, Rauði kross Íslands, Samtök kvenna af erlendum uppruna á Ís- landi, Samtök um kvennaathvarf, So- roptimistasamband Íslands, Stíga- mót, Styrkur – úr hlekkjum til frelsis, UNIFEM á Íslandi, V-dagssamtökin, Zonta á Íslandi, Þjóðkirkjan. 16 daga átak arfélögin því það væri þeirra að úthluta svæðum fyrir æfing- arsvæði. Sú niðurstaða að vísa þessu á sveitarfélögin finnst mér viss vonbrigði. Að fenginni reynslu minni af sveitarstjórnarmálum geta sveit- arfélögin ekki úthlutað svæðum nema í samráði við ríkisvaldið. Í ársbyrjun veitti bæjarstjórn Grindavíkur leyfi til vélhjóla- íþróttaklúbbsins fyrir akstri í landi sínu við Kleifarvatn frá 1. mars til 1. júní. Strax hófu vél- hjólaíþróttamenn að æfa sig þarna við vatnið og um páska- helgina mátti sjá við æfingar á milli 50 og 70 vélhjólaíþrótta- menn daglega. Skömmu eftir páska bannaði sýslumaður akstur þarna á þeirri forsendu að um ut- anvegaakstur væri að ræða og leyfi frá sýslumanni fyrir æfing- arsvæðinu væri ekki fyrir hendi. Þarna er sýslumaður fulltrúi um- hverfisráðneytis og dóms- málaráðuneytisins. Vélhjólaíþróttamenn hættu að æfa á svæðinu, en fljótlega fór að bera á spólförum eftir mótorhjól víða um Reykjanesið á stöðum sem ekki er ætlaður til mót- orhjólaaksturs. Næst komu greinar í blöð um utanvegaakstur og gróðurskemmdir með stórum fyrirsögnum. Þrátt fyrir góðan vilja bæj- arstjórnarmanna í Grindavík og annarra hlutaðeigandi, nema rík- isins gekk sú ákvörðun ekki eftir. Næsta vor má gera ráð fyrir að sagan endurtaki sig ef ekkert verður að gert, þegar öll þessi mótorhjól fara af stað og ekki verður bætt úr aðstöðuleysinu. Sé vilji fyrir hendi hjá stjórn- völdum til að leysa þessi mál á farsælan hátt eru til úrræði. Ríkið þarf að veita fjármagni til vélhjólaíþróttaklúbbanna í sam- vinnu við þau sveitarfélög sem tilbúin eru til að láta svæði af hendi til æfinga. Til dæmis hefur Vélhjóla- íþróttaklúbburinn fengið æfing- arsvæði í landi sveitarfélagsins Ölfuss við Jósepsdal. Framtakið er frábært og ljóst að sveit- arstjórnarmenn í Ölfushrepp hafa skilning á vandanum. Það sem upp á vantar er að land þetta er í nokkurri hæð yf- ir sjó og frost er í jörðu á þess- um stað fram eftir vori. Til að hjólamenn geti notað svæðið sem mest á árinu þarf að vinna í svæðinu fyrir allnokkurt fjár- magn. Þetta fjármagn er ekki til og því ljóst að þar verður ekki æft fyrr en í lok apríl eða byrj- un maí. Með styrk frá ríkinu upp á 8– 10 miljónir getur Vélhjóla- íþróttaklúbburinn gert æfing- arsvæðið tilbúið til æfinga í marsbyrjun og vísað vélhjóla- íþróttamönnum á þetta svæði. Við vitum öll að það er ekki spilaður fótbolti á grasinu ef merktur fótboltavöllur er við hliðina á því. Ég vil því skora á stjórnvöld að ganga til liðs við vélhjóla- íþróttaklúbbana og vinna að far- sælli lausn á þessum vanda. ’Ef ekkert verður gertfyrir þessa íþróttamenn byrjar sama sagan aft- ur, með akstri á svæðum þar sem ekki má aka en það gefur augaleið að spólförin verða fleiri. ‘ Höfundur er fyrrverandi sveitarstjórnarmaður, áhugamaður um mótorhjólaíþróttir, náttúruunnandi og áhugamaður um skógrækt og útivist. Tímaritið Lifun fylgir Morgunblaðinu í dag fyrir fagurkera á öllum aldri dúnmjúkur desember jólastemning á aðventu munir með sögu og sál hagsýnir húsráðendur kalevala á klaus k ljúfir bitar á löngum kvöldum lifun tímarit um heimili og lífsstíl – 09 2005 smáauglýsingar mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.