Morgunblaðið - 09.12.2005, Síða 50
50 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Elínborg Sigur-rós Hannesdótt-
ir fæddist á Herj-
ólfsstöðum í Álfta-
veri 14. mars 1919.
Hún andaðist á
hjúkrunarheimilinu
Vífilsstöðum 29.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Hannes Hjartarson,
f. 12 janúar 1882, d.
26. september 1980,
og Signý Þorkels-
dóttir, f. 2. nóvem-
ber 1893, d. 29. mars 1976. Bróðir
Rósu er Hjörtur, f. 14. mars 1921,
kona hans er Vigdís Magnúsdóttir
og eiga þau þrjú börn.
Hinn 30. apríl 1948 giftist Rósa
Bárði Sigurðssyni, frá Hvammi í
Skaftártungu, f. 13. mars 1918.
Foreldrar hans voru Sigurður
Gestsson, f. 12. desember 1884, d.
11. október 1977, og Sigríður Sig-
urðardóttir, f. 17. júní 1894, d. 9.
maí 1957. Börn Rósu og Bárðar
eru: 1) Sigrún Arndís, f. 15. júní
1949, maður hennar er Björgvin
Þorleifsson. Sonur þeirra er Jón
Gestur, f. 19. ágúst 1983. 2) Sig-
ríður Katrín, f. 9. júní 1953, sam-
býlismaður Magnús Einarsson.
Börn Katrínar og
fyrrverandi eigin-
manns hennar, Stef-
áns Þorleifssonar,
eru: a) Bárður Þór,
f. 28. janúar 1972,
kona hans er Jenný
Huld Eysteinsdóttir.
Dóttir þeirra er
Katrín Rós, f. 18.
maí 2002. b) Pálína
Sigurrós, f. 20. maí
1973, sambýlismað-
ur Veigar Grétars-
son. Sonur þeirra er
Stefán Þór, f. 4. maí
2001. c) Sylvía Kristín, f. 7. ágúst
1974, sambýlismaður Óskar Sig-
urðsson. Dóttir þeirra er Lúcía
Sóley, f. 4. mars 2005.
Rósa og Bárður hófu búskap í
Hvammi 1948 og voru þar til 1973
er þau fluttu til Reykjavíkur. Þar
bjuggu þau í Rauðagerði 20 uns
þau fluttu á Vífilsstaði. Meðan
Rósa bjó í Hvammi var hún lengst
af orgelleikari í Grafarkirkju. Eft-
ir að þau fluttu í bæinn starfaði
Rósa um árabil í Afurðarsölu
Sambandsins og við heimahlynn-
ingu aldraðra.
Útför Rósu fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 15.
Nú ert þú farin frá mér elsku mamma
já drottinn vildi fá þig nú til sín.
Þetta er lífsins gangur allra manna
ég kveðju sendi nú til þín.
Ég kveð þig nú, með mínum tregatárum
en það er þyngra, en ég gæti lýst.
Eftir ég sit hér nú í miklum sárum
en alltaf lýkur okkar jarðarvist.
Þú áttir erfitt móðir mín
veikindi um nokkurt skeið.
Guð þó tók þig fljótt til sín
þetta er okkar allra leið.
Drottinn sá og drottinn beið
hann vísar ávallt rétta leið
guð geymi þig.
Ég veit hjá guði er ekkert þar sem skekur
þér líður betur elsku mamma mín.
En eitt er víst, að þegar guð mig tekur
þá kem ég bara beint til þín.
(MBE.)
Minningin lifir í hjörtum okkar.
Takk fyrir allt og allar góðu stund-
irnar sem við áttum saman.
Þínar dætur,
Sigrún og Katrín.
Í dag verð ég að kveðja tengda-
móður mína hana Elínborgu Hann-
esdóttur (Rósu) sem mér þótti afar
vænt um. Hún var alveg sérstök
kona, hress blíð og skemmtileg. Og
ekki skorti hana nú myndarskapinn í
höndunum. Það væri nú ekki í anda
tengdamóður minnar að vera að
miklar upptalningar og hól yfir lífs-
hlaupi sínu. En ég get ekki orða
bundist yfir handavinnu hennar. Eitt
sinn prjónaði hún á mig lopapeysu.
Og er það flík sem ég fór vart úr,
enda var farið að sjá verulega á oln-
bogunum. Eitt sinn sem oftar kom
hún í heimsókn, og sá að göt voru
komin á olnbogana. Brást hún þá
blíðlega við og sagði að ég hefði notað
peysuna vel, en nú þyrfti hún að fá
hana lánaða til að laga hana. Ekki leið
á löngu þar til peysan var komin aftur
í mínar hendur betri en ný. Því að nú
var búið að laga olnbogana og setja
rúskinn á þá. Mun þessi flík verða
mér samferða það sem eftir er í gegn-
um lífið. Aldrei skyggði á glettnina og
húmorinn hjá henni. Það var siður
okkar hjóna að fara með gömlu hjón-
in alltaf einu sinni á ári í góðan bíltúr,
var þá ævinlega glatt á hjalla og end-
aði síðan ferðin á veitingastað með
hlaðborði. Oft síðustu árin spurði hún
mig að vori hvenær við færum í
næstu ferð, hún gat varla beðið eftir
því, svo skemmtilegar fannst henni
þessar ferðir. Síðastliðið sumar
spurði hún mig hvenær við færum í
ferð, en þá var hún komin á Vífilsstaði
og í hjólastól vegna mikilla veikinda
sinna. Þá varð nú frekar fátt um svör
hjá mér, þar sem hún var orðin svo
ílla farin af veikindum sínum að óger-
legt var að koma henni inn í lítinn
fólksbíl. Meðan hún var við þokka-
lega heilsu, og bjó í Rauðagerðinu
ásamt eftirlifandi tengdaföður mín-
um renndi maður oft við hjá þeim, í
tíma og ótíma. Skipti þá litlu máli fyr-
ir mig hvort ég var að flýta mér eða
svartur upp fyrir haus úr vélsmiðju,
þú verður að koma inn og fá þér kaffi
og jólakökuómynd og randalínu, eins
og hún nefndi oft bakkelsið sitt. Eftir
að þau fluttu úr Rauðagerðinu var
sem stórt skarð væri höggvið í líf
mitt, það vantaði eithvað, sem aldrei
mun koma aftur. Rósa var mér miklu
meira en bara tengdamóðir. Hún var
svo mikill vinur og húmoristi. Ef
maður var ekki alveg í besta skapi
eða eithvað angraði mann, hvarf það
ævinlega sem dögg fyrir sólu, er mað-
ur hafði stoppað um stund hjá henni,
án þess að tala neitt um hugarfar sitt.
En því miður deyja öll blóm um síðir,
og svo var með mína ástkæru tengda-
móður. Í dag verður hún lögð til
hinstu hvílu, og guð mun varðveita
hennar góðu sál um aldir alda. Um
leið og ég kveð þig nú með trega og
tárum, elsku Rósa, með þökk fyrir
samfylgdina sem var því miður alltof
stutt, vil ég votta eftirlifandi tengda-
föður mínum og skyldmennum Rósu
dýpstu samúðarkveðjur með sálmi
þessum.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka þér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf sem
gleymist eigi
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibjörg Sigurðard.)
Þinn tengdasonur,
Magnús B. Einarsson.
Ég get ekki og mun ekki reyna að
segja frá barnæsku eða uppeldisár-
um minnar ástkæru ömmu. Ég þekki,
því miður, lítið til hennar yngri ára.
Fyrir mér var hún alltaf amma Rósa
og var heimili þeirra ömmu og afa
alltaf skjól og gleðistaður sem gott
var að koma á.
Minningarnar sem helst brenna
mér í minni eru litlu hlutirnir sem
gerðu ömmu að þeirri manneskju
sem hún var. Veit ég ekki hvort það
er sá tími árs í bland við söknuði sem
orsakar það að mér er oft hugsað til
jóladags í Rauðagerðinu þar sem fjöl-
skyldan hittist öll heima hjá ömmu og
afa. Þetta flóð smáu hluta sem ég og
amma stunduðum þegar ég kom í
heimsókn virðist vera það eina sem
ég get hugsað um þessa dagana. Að
spila á spil stundunum saman og ef
við nenntum ekki að spila vist eða
veiðimann eða Olsen Olsen, þá bjugg-
um við bara til okkar eigin spil og
spiluðum þau í staðinn. Maturinn hjá
henni er líka í huga manns því amma
gerði hlutina öðruvísi en maður vand-
ist og alltaf voru þeir góðir af því hún
gerði þá; pylsurnar hennar eru þar
ofarlega á lista því aldrei smakkaði ég
þær eins eldaðar og hún gerði. Ég
held að það hafi verið útaf því að ég
gerði þetta með henni sem þetta var
sérstakt ekki út af hlutunum sjálfum.
Svo þegar maður fór sjálfur að
hverfa úr barndómi var enn hlýlegt
og vingjarnlegt að koma í heimsókn
og setjast niður og fá kökur, sem
amma átti alltaf á lager, og mjólk eða
kaffi. Í gegnum árin hefur alltaf verið
gott að vera hjá ömmu því hún hugs-
aði vel um mann og alltaf í góðu skapi.
Þannig minnist ég hennar og ýti
hugsunum um síðustu ár á brott eftir
að sjúkdómurinn tók að herja á hana.
Gott er að hugsa til þess að hún er
laus við þá angist sem fylgdi henni
síðustu misseri og vita að þar sem
hún er núna er hún laus við sársauk-
ann.
Það er erfitt að kveðja þig, amma
mín, en ég vona að þér líði vel.
Jón Gestur Björgvinsson.
Elsku amma, okkur þykir mjög
erfitt að kveðja þig og við trúum því
varla að við eigum ekki eftir að sjá þig
aftur. Við viljum þakka fyrir allar
yndislegu stundirnar sem við áttum
með þér og erum við mjög þakklát
fyrir allt sem þú kenndir okkur. Það
er margt sem kemur upp í hugann
þegar við rifjum upp þessar stundir
með þér, til dæmis að þú kenndir
okkur að fara með bænirnar, spila á
spil og einnig á orgelið þitt. Þú varst
alltaf til staðar fyrir okkur og reynd-
ist okkur mjög góður vinur. Þær voru
til dæmis ófáar stundirnar sem við
spjölluðum saman um allt milli him-
ins og jarðar og hlógum og gerðum að
gamni okkar. Þú varst alltaf í svo
góðu skapi enda með eindæmum
glaðlynd manneskja og alltaf tilbúin
til að slá á létta strengi, elsku amma
okkar.
Það var alltaf svo notalegt og hlý-
legt að koma til þín og afa í Rauða-
gerðið, þar fengum við alltaf svo hlýj-
ar og innilegar móttökur. Elsku
amma, þú varst alltaf svo myndarleg
húsmóðir, bakaðir reglulega kökur
og bakkelsi sem við borðuðum með
bestu lyst þegar við komum í heim-
sókn. Þótti okkur jólakakan þín alveg
einstaklega góð. Þú varst líka alltaf
svo dugleg að gera handavinnu og er-
um við öll svo heppin að eiga fallegt
handverk eftir þig, svo sem lopapeys-
ur, ullarsokka, vettlinga og margt
fleira. Okkur þótti alltaf svo einstakt
og yndislegt að fylgjast með því
hversu góð þú varst við litlu börnin
okkar, hvað þér fannst gaman að
þeim og lékst þér við þau við hvert
tækifæri. Þau voru farin að ganga að
því vísu að þau fengju brúnkökuna
góðu ásamt ískaldri mjólk þegar þau
kæmu í heimsókn, og ekki mátti líta
af þér því þá varstu búin að lauma
suðusúkkulaðimolum til þeirra án
þess að við foreldrarnir sæjum til.
Við systurnar nutum þess að dúlla
við þig fram að þínum síðustu dögum
með því að bera á þig handáburð og
andlitskrem. Einnig lituðum á þér
augabrúnirnar því alltaf vildir þú líta
vel út og gast ekki lengur gert þetta
sjálf vegna veikinda þinna. Bárður
Þór var mikill heimalningur hjá þér
og afa í Rauðagerðinu sem barn og
þegar hann varð þreyttur á daglegu
amstri sagðist hann alltaf vilja
komast í Rauðagerðið til að hvíla sig.
Nú vitum við að þú ert að hvíla þig og
að þér líður miklu betur.
Við finnum það og vitum að þú ert
að fylgjast með okkur öllum heils-
hugar.
Elsku amma, hér látum við fylgja
með kvæði sem snart okkur djúpt;
Vertu ekki grátinn við gröfina mína
góði, ég sef ekki þar.
Ég er í leikandi ljúfum vindum,
ég leiftra sem snjórinn á tindum.
Ég er haustsins regn sem fellur á fold
og fræið í hlýrri mold.
Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt,
ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt.
Ég er árblik dags um óttubil
og alstirndur himinn að nóttu til.
Gráttu ekki við gröfina hér –
gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér.
(Höf. ókunnur.)
Elsku besta amma, við munum
aldrei gleyma þér og mun minning
þín lifa í hjörtum okkar allra. Guð
geymi þig.
Ástar- og saknaðarkveðjur,
Bárður Þór, Pálína Sigurrós
og Sylvía Kristín.
Nú þegar ég kveð góða vinkonu
mína til margra áratuga eru mér efst
í huga þakkir til hennar fyrir þá um-
hyggju og vinarþel sem hún sýndi
mér og mínum alla tíð.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að komast í sveit til Rósu og eigin-
manns hennar Bárðar, að Hvammi í
Skaftártungu. Hvert vor var það til-
hlökkunarefni að komast í sveitina og
þangað lá leið mín í mörg sumur.
Unglingurinn tók út þroska og
dafnaði vel undir handleiðslu Rósu og
Bárðar. Þarna lærðist mér að hlusta
eftir lífinu vakna á vorin og sjá það
dafna yfir sumarið.
Á heimilinu var farið mjúkum
höndum um óharðnaðan unglinginn,
honum fyrirgefin mörg axarsköftin
en hælt fyrir það sem vel var gert.
Það kom fyrir að töf varð á ýmsum
verkum og ekki komu kýrnar ávallt
til mjalta á réttum tíma á kvöldin því
margt þurfti að skoða og rannsaka í
umhverfinu. En frá Rósu, sem
stundum hafði beðið dágóða stund,
heyrðist aldrei styggðaryrði, mest
var sagt: „hvað tafði þig nú, væni
minn?“
Aldrei féll henni verk úr hendi og
ávallt verið að. Þarna lærðist að fyrir
lífinu þarf að hafa og ekkert kemur
sjálfkrafa.
Reynslan og þroskinn sem mér
áskotnaðist þessi sumur hefur orðið
dýrmætt veganesti út í lífið.
Á kveðjustund er hugur minn hjá
Bárði vini mínum og frænda, dætrum
hans og öðrum ástvinum. Ég kveð
með þakklæti í huga.
Blessuð sé minning Rósu frá
Hvammi.
Örn Thorstensen.
ELÍNBORG
SIGURRÓS
HANNESDÓTTIR
✝ BenediktBjörnsson fædd-
ist í Miðhúsum í
Kollafirði í Stranda-
sýslu 15. ágúst
1919. Hann lést á
Landakotsspítala
þriðjudaginn 29.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldar hans
voru Björn Finn-
bogason bóndi og
síðar verkamaður í
Reykjavík, f. 12. júlí
1890, d. 21. apríl
1978, og kona hans
Guðlaug Lýðsdóttir, f. 28. ágúst
1890, d. 10. júlí 1979. Björn og
september 1925, kona Sólveig Sig-
urðardóttir, f. 7. ágúst 1929. 4)
Jón Annas, f. 19. júní 1929, kona
Beta G. Hannesdóttir, f. 1. sept-
ember 1931.
Benedikt kvæntist 1962 Sigrúnu
Hólmgeirsdóttur frá Hellulandi í
Aðaldælaheppi í Suður-Þingeyjar-
sýslu, f. 2. ágúst 1926.
Benedikt vann á æsku- og ung-
lingsárum almenn sveitastörf á
heimilum foreldra sinna. Hann
var við nám í tvo vetur á Reykja-
skóla í Hrútafirði, seinna lauk
hann svo vélstjóranámi. Hann
vann í nokkur ár í Landssmiðjunni
en varð síðar sjómaður í allmörg
ár. Árið 1969 hóf hann störf í Ál-
verinu í Straumsvík, þar sem hann
vann í 20 ár eða til 1989, en hætti
þá fyrir aldurs sakir.
Benedikt verður jarðsunginn
frá Langholtskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Guðlaug voru
bændahjón á nokkr-
um jörðum í Stranda-
sýslu og í Vestur-
Húnavatnssýslu, þar
til 1946 að þau fluttu
til Reykjavíkur.
Bræður Benedikts
eru: 1) Lýður, f. 17.
nóvember 1922, kona
Sigríður H. Bjarna-
dóttir, f. 24. apríl
1925. 2) Guðmundur
Ingibergur, f. 26.
apríl 1924, d. 27.
febrúar 2005, kona
Gyða J. A. Steindórsdóttir, f. 16.
október 1929. 3) Sigurður, f. 12.
Ég var níu ára telpuhnokki þegar
ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
kynnast Benedikt Björnssyni. Hann
giftist þá Sigrúnu Hólmgeirsdóttur,
móðursystur minni og vinkonu.
Á þessum árum háði mér mikið að
eiga ekki föður eins og tíðkaðist hjá
hinum börnunum. Þrátt fyrir til-
raunir í þá átt að finna einn slíkan,
gekk það ekki eftir. Benni minn kom
því eins og himnasending inn í líf
mitt og með augum barnsins var
hann hin fullkomna föðurímynd.
Gnoðarvogurinn varð því mitt annað
heimili, minn griðastaður á vígvelli
unglingsáranna, þar sem dramatíkin
var allsráðandi. Hann hafði þá náð-
argáfu að geta mætt fólki, þar sem
það var statt á þroskabrautinni. Var
þá sama hvort um börn eða fullorðna
var að ræða, hlustaði án þess að
dæma og sá spaugilegu hliðarnar
mjög auðveldlega. Öll jól og áramót
dvöldum við mamma á heimili þeirra
hjóna, eða þar til ég eignaðist mína
eigin fjölskyldu. Þá snerum við
dæminu við og fannst mér og börn-
unum jólin ekki byrja fyrr en frænka
og stóri Benni, eins og krakkarnir
mínir kölluðu þau, komu til að halda
þau með okkur.
Þau tóku Benna son minn undir
sinn væng, á meðan ég ung og óþol-
inmóð móðirin, lærði, að til að fá þarf
maður að gefa. Það var mér ómet-
anlegt.
Ég þakka þér samfylgdina, Benni
minn, og ég veit að þú ert vel varð-
veittur.
Elsku frænka og Obba mín, megi
Guð styrkja ykkur í sorginni.
Karen Jóhannsdóttir.
BENEDIKT
BJÖRNSSON
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is