Morgunblaðið - 18.12.2005, Side 14

Morgunblaðið - 18.12.2005, Side 14
14 SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ „Ég hélt nú á Silju yfir þröskuldinn!“ Sími 525 7000 www.eimskip.is Það kostar aðeins 500 krónur að senda jólapakkann innanlands ef þú getur borið hann inn í afgreiðsluna hjá okkur. Upplýsingar um næsta afgreiðslustað Flytjanda færðu á eimskip.is eða í síma 525 7000. H im in n o g h a f / S ÍA Hvert er markmið þitt með þessari bók og þessum pistlum? Ég held að markmið mitt sénú aðallega að hjálpafólki, ef það er eitthvaðsem ég get hjálpað þvímeð. Það er að minnsta kosti það sem veitir mér mesta gleði.“ Eru þetta þá ráðleggingar? „Nei, ég er líka að segja frá því sem ég hef gert og gert vitlaust. Varpa skýru ljósi á það og um leið að gera ákveðna sjálfsrannsókn á mér. Til dæmis þegar ég ætla að gera eitthvað og það gengur ekki upp athuga ég af hverju það gengur ekki. Mér dettur oftast fyrst í hug að það sé einhverjum öðrum að kenna. Að annað fólk hafi með heimsku sinni og barnaskap eyði- lagt fyrir mér. Það hljómar strax sem mjög aðlaðandi afsökun en þeg- ar ég hugsa það betur fara spjótin að beinast meir og meir að sjálfum mér. Mér finnst gaman að skoða það hvað ég er mikill gerandi í mínum mistökum. Kannski varpar það ljósi á aðstæður annarra. Ég hef líka til dæmis mikið skrifað um efnishyggj- una, það er að segja að maður nái einhverri lífsfyllingu í gegnum efn- ishyggjuna sem er alger misskiln- ingur. Ég er ekkert að vanvirða efn- isheiminn heldur bara reyna að útskýra að maður höndlar ekki hamingjuna í gegnum heiminn frek- ar en jógúrt. Ef maður á rosamikið af jógúrti verður maður ekkert fer- lega hamingjusamur. Með fullri virðingu fyrir jógúrti. Ég vil bara benda á að það virðast vera dálítið margir að reyna að finna lífsfyll- inguna í efnishyggjunni.“ Hvenær byrjaðirðu að spá í lífið á þennan hátt og af hverju? „Ég bara neyddist til þess eigin- lega,“ segir Jón og hugsar sig eilítið um … „ég var búinn að fara ákveðna leið í lífinu sem var röng og það kom að því að ég komst ekki lengra. Þá fór ég að horfast í augu við það.“ Var það eitthvert ákveðið atvik sem varð til þess að þú komst ekki lengra á þessum vegi? „Nei það var frekar röð atvika sem komu mér til að átta mig. Eins og þegar ég var í þessu gríni,“ segir Jón og hugsar sig um. „Mér leið oft illa í öllu gríninu. Öllum fannst ég vera voða fyndinn en mér fannst það ekki sjálfum. Þetta veitti mér ákaf- lega litla gleði. Þegar ég gerði til dæmis „Ég var einusinni nörd“ var ég alltaf fullviss um að öllum þætti þetta hrútleiðinlegt. Ég beið alltaf eftir því að einhver segði það við mig.“ Fannst þér kannski á þessu tíma- bili að þú værir búinn að blóðmjólka grínið? „Það getur verið, ég var búinn að vera í Fóstbræðrum og Tvíhöfða og mér fannst þetta ekkert skemmti- legt. Eftir hverja sýningu á Ég var einusinni nörd var ég oftast bara þunglyndur og reyndar var ég yf- irhöfuð þunglyndur á þessu tíma- bili. Þetta var svona hápunkturinn á tímabilinu, ég var í Tvíhöfða á morgnana, við tökur á Fóstbræðr- um á daginn og sýndi Ég var ein- usinni nörd á kvöldin. Síðan var ég andvaka á nóttunni með þunglyndi og kvíða. Ég var ekki hamingjusam- ur. Þegar maður er búinn að vera þannig lengi hlýtur maður að spyrja sig hvað maður sé að gera vitlaust og af hverju þetta er svona.“ Finnst þér þú hafa verið ofurseld- ur efnishyggjunni á þessum tíma? „Já.“ Var það meinið? „Já það var að miklu leyti meinið. Ég var að leita eftir lífsfyllingunni í gegnum efnishyggjuna, gegnum hluti eins og viðurkenningu. Ég lifði bara mjög yfirborðskenndu lífi. Seldi mig út fyrir að vera eitthvað sem ég var ekki. Ég sóttist eftir við- urkenningu annarra, að aðrir væru ánægðir með mig. Ég hugsaði að þá yrði ég hólpinn. En ég var samt ekk- ert ánægður með sjálfan mig. Það má segja að ég hafi sóst eftir við- urkenningu í gegnum viðurkenn- ingu annarra.“ Varstu að einhverju leyti að gera þessa hluti fyrir aðra? „Já, ekki nema kannski hégóm- lega fyrir sjálfan mig.“ Grín og alvara Varstu á þessu tímabili að reyna að vera fyndinn eða var þín eðlilega framkoma bara fyndin? „Já, já, ég var vísvitandi að reyna að vera fyndinn.“ Fólk á að einhverju leyti erfitt með að átta sig á bók þinni, þar sem þú ert landsþekktur sem grínisti, ertu að gera grín þar eða er þér fú- lasta alvara? „Sko,“ segir Jón og þegir um stund, „ég er mikill húmoristi, er frekar fyndinn og á auðvelt með að gera fyndna hluti. Þetta er einn af hæfileikunum sem ég hef. Það er margt fyndið í þessum pistlum, ég bendi á ákveðnar þversagnir í lífinu eða tek djúpt í árinni. Svo er það eins og aðrir mannlegir hæfileikar að það hefur sínar skuggahliðar. Eins og maður sem er góður í boxi. Hann getur misnotað það með því að berja einhvern sem á það ekki skilið. Ég hef kannski misnotað grínið að einhverju leyti, til dæmis í formi kaldhæðni en þá sem mjög hræddur maður sem ég var. Þá byrjaði ég með hroka og út úr því kemur ekkert gott. Ég lagði mig fram við að gera hluti fáránlega og snúa út úr og einhvern veginn láta fólk ekki vita hvað ég væri að meina. Ég bjó þannig um það að þetta væri í fyndinni pakkningu, og leit svo á að allir væru bjánar og vissu ekki neitt.“ Vottar fyrir þessu gríni í pistlum þínum í dag? „Nei, ekki neitt.“ En það hlýtur að vera erfitt fyrir fólk að trúa því þegar einn þekktasti grínari landsins byrjar að skrifa um Guð og kærleika? „Ég skil það alveg og ég hef eig- inlega furðað mig á því hvað fólk hefur eiginlega verið fljótt að taka mig í sátt og treysta mér. Ég skil það mjög vel að fólk hugsi svona. En aðrir hafa gert svona. Við sjáum þungarokkara sem breytast í gosp- elsöngvara og það hefur enginn dregið það í efa að það sé einlægt og heiðarlegt. Það segir enginn: „Er þetta ekki bara eitthvert rokk- grín?““ Tilgangur lífsins Þú skrifar mikið um tilgang lífs- ins í pistlunum, hefur þú fundið til- gang lífsins? „Hann er náttúrulega ekki ein- hver einn,“ segir Jón og andvarpar. „Sko, hann er margþættur. Ég hef alveg fundið tilgang í lífinu, glatað honum og fundið annan. En það eru þarna atriði sem skipta mig miklu máli og það er kærleikurinn og þjónusta, það er að gefa, þetta spil- ar stóra rullu í heildarmyndinni.“ Hvað er kærleikur fyrir þér? „Ég get ekki alveg útskýrt þetta. Kærleikurinn er Guð en ég get ekki útskýrt Guð. En ég get séð nokkur birtingarform kærleikans. Kærleik- urinn kemur fram í þjónustu við aðra og í því að fórna bæði tíma og athygli fyrir aðra. Kærleikurinn er líka eins og Taó, í taóisma er ekki hægt að útskýra því að þá er það orðið eins og þú segir að það sé. Það er mjög erfitt að útskýra kærleik- ann því að það er oft á svo persónu- legan hátt. Maður getur ekki út- skýrt það beint. Líkt og maður getur stundum ekki útskýrt ást sína á maka sínum. Fyrir mér er stærsta dæmið um kærleika kærleikur Guðs til okkar. Samkvæmt minni trú per- sónugerðist Guð á jörðinni og varð maður. Lifði hér um tíma í líkama Jesú Krists og dó píslardauða á krossi. Hann varð eins og við í þeirri von að við myndum vilja verða eins og hann. Það finnst mér mjög mikill kærleikur.“ Hvenær uppgötvar þú kærleik- ann, var það í þessu áfalli þínu? „Ja, svona í hruninu, þessu efn- ishyggjuhruni, sem er kannski dá- lítið erfitt fyrir mig að útskýra hvernig var. Það var eiginlega eins og svona kerfisbundið hrun, líkt og dómínóáhrif. Enda var líf mitt ákaf- lega yfirborðslegt. Ég var bara eins og leikmynd sem virkaði rosa falleg utan frá en ekkert lá undir yfirborð- inu. Það eina sem eftir stóð af mínu lífi sem ég fann fyrir var Guð og kærleikur hans. Mér finnst samt erfitt að útskýra þetta.“ Frelsaðistu á þessum tíma eða varstu trúaður fyrir? „Já, ég var trúaður fyrir. En trúin er ekki eitthvert ævarandi ástand sem maður gengur inn í og er alltaf í. Trú er mismikil og ég hef átt tíma- bil þar sem ég hef verið mjög trúað- ur og önnur tímabil þar sem ég hef verið efahyggjumaður og ekki trú- aður. Ég kannski gaf skít í Guð og þetta sem trúin segir manni að vera, til dæmis lítillátur, góður við fólk, láta endalaust yfir sig ganga, bjóða hina kinnina og helst að vera fátæk- ur í anda. Vera auðmjúkur þjónn. Mig langaði það ekki neitt. Mér fannst þetta vera kjánaleg lífsspeki sem gengi ekki upp á nokkurn hátt nema bara fyrir fólk sem væri fast í þeirri stöðu hvort sem er. Ég hafði miklu stærri hugmyndir en þetta. En þegar ég hef þurft á trúnni að halda hef ég notfært mér hana. Þeg- ar ég lendi síðan í þessum erfiðleik- um, eða skipbroti lífs míns, ákvað ég bara að taka Guð inn í líf mitt alger- lega.“ Er þetta þá ekki bara enn eitt trúartímabilið hjá þér? „Nei því að ég hef ákveðið að rækta trúna eins og garð. Maður þarf að halda honum við og ef maður reytir ekki arfann fer allt í órækt. Ég ákvað að halda þessu við, ég hef ekki, og fæ ekki leyfi til að fara með allt í órækt.“ Hversu lengi ertu búinn að halda garðinum hreinum? „Hann er nú mishreinn en ég er búinn að halda honum við í nokkur ár. Þetta er nú aðallega bara arfi.“ Frelsið og trúin Þú ræðir um frelsið í nokkrum pistlunum. Rekst frelsið ekkert á við hina íhaldssömu trú, kaþólsku trúna, sem þú fylgir? „Það er svo magnað með lífið, að það er þversögn. Það er í rauninni þannig að lífið er dauðinn. Mark- miðið í lífinu er að deyja. Það er frægur munkur sem hét Thomas Merton sem var í klaustri í Ken- tucky sem hét Gethsemani. Hann var rithöfundur og ferðaðist mjög mikið og hann sagði að alltaf þegar hliðið lokaðist við heimkomu sína þá upplifði hann að hann væri kominn í frelsið innan veggjanna. Hann fann frelsið innan klausturveggjanna en ekki á ferðalögum sínum um heim- inn. Ég upplifi mesta frelsið mitt í trúnni og með Guði. Það er miklu meira frelsi en í þessum heimi. Til þess að ná þessu frelsi þarf að vera hlýðni og agi. Fólki finnst það oft vera skrýtið en lítum til dæmis á jóga. Jóga virðist vera mjög einfalt en jógar þurfa að beita sig miklum aga, borða ákveðið fæði, fara í sömu stellinguna, stunda sömu æfinguna aftur og aftur. Þannig ná þeir frels- inu í jóga. Það er ein af þversögn- unum í lífinu, frelsið er ábyrgð. Frelsi án ábyrgðar er kaos. Frelsið er stórkostlegt ef maðurinn hefur þroska til að njóta þess.“ En að lokum Jón, ert þú frjáls? „Ég er eins frjáls og ég ræð við að vera hverju sinni. Enn sem komið er er ég bundinn á klafa þessa lífs og er háður heiminum sem ég er að reyna að slíta mig frá.“ Jón Gnarr gaf nýverið út bókina Þankagang en hún er samansafn pistla sem birst hafa í Fréttablaðinu ásamt fleirum nýjum. Mörgum hefur þótt erfitt að átta sig á bókinni, sem fjallar mikið um trúmál, og Jóni þar sem hann er einn þekktasti grínisti landsins. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson settist niður með Jóni og ræddi um grín, kærleika og Guð. Gnarr er ekkert grín Morgunblaðið/Sverrir ’Ég hef alveg fundiðtilgang í lífinu, glat- að honum og fundið annan. En það eru þarna atriði sem skipta mig miklu máli og það er kær- leikurinn og þjón- usta, það er að gefa, þetta spilar stóra rullu í heildarmynd- inni.‘

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.